Dagur - 24.03.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 24.03.1986, Blaðsíða 3
24. mars 1986 - DAGUR - 3 Mikil aukning kúa- slátrun „Þegar litið er á tímabilið frá 1. september í fyrra til 1. mars í ár er Ijóst að mikil aukning hefur verið í beljuslátrun mið- að við sama tímabil á fyrra verðlagsári. Við erum búnir að Ióga 240 kúm fleiri nú en þá,“ sagði Þórarinn Halldórsson sláturhússtjóri hjá Kaupfélagi Eyfirðinga í samtali við Dag. í framhaldi af nýjum lögum um Framleiðsluráð landbúnaðarins, þar sem gert er ráð fyrir umtals- verðum samdrætti í mjólkur- framleiðslu, hefur orðið umtals- verð aukning á beljuslátrun. Svo virðist sem margir bændur hafi gert ráð fyrir samdrættinum strax í haust, þótt útreikningur á leyfi- ‘legu framleiðslumagni hvers og eins lægi ekki fyrir fyrr en í lok janúar. Eyfirskir bændur byrjuðu að leiða mjólkurkýr til slátrunar áður en þeir vissu nákvæmlega hversu mikil skerðingin yrði. „Það varð umtalsverð fjölgun á slátrunum strax í haust og síðan hefur komið kippur í þetta aftur í febrúar og mars, miðað við sömu mánuði í fyrra og þó slátruðum við mörgum gripum þá. En þar sem mesta aukningin er í febrúar og mars fæst mun raunhæfari mynd af ástandinu eftir næstu mánaðamót,“ sagði Pórarinn Halldórsson að lokum. BB. Útvarp-Sjónvarp: Starfsmenn hvetja til samninga Stjórnir starfsmannafélaga út- varps og sjónvarps hvetja Fjár- málaráðuneytið til að ganga þcgar í stað til samninga við tæknimenn Ríkisútvarpsins og Pósts og síma sem gengið hafa í Sveinafélag rafeindavirkja. Það hljóta að teljast sjálfsögð réttindi launamana að velja sér stéttarfé- lag að eigin vild. Fréttatilkynning. Aðalfundur Félags aldraðra á Akureyri: Það er oft líflegt og skemmtilegt á fundum í Félagi aldraðra. Myndin er tekin á vetrarfagnaði í nóvember. Mynd: KK Félagar yfir Aðalfundur Félags aldraðra á Akureyri var haldinn 8. mars sl. og stjórnarfundur 19. mars. Aðalfundurinn var mjög vel sóttur og sat hann á annað hundrað manns. Auk aðal- fundarstarfa og samdrykkju skemmti Gunnfríður Hreiðars- dóttir með einsöng við undir- leik Kristjönu Jónsdóttur. Félagsmenn eru nú yfir 500 talsins, félagið skuldlaust og á heimili sitt þar sem áður hét Alþýðuhús en nú Hús aldraðra, gjöf frá verkalýðsfélögunum á Akureyri með öllum búnaði. Þá hefur félagið notið stórgjafa frá fyrirtækjum og einstaklingum. Aðalstarfsemi Félags aldraðra felst í hinu vikulega „opna húsi“, sem ætíð er vel sótt og „spila- kvöldum“ tvisvar í mánuði. Þá má minna á ýmsar skemmttéam- komur og ráðstefnur. Þá stendur félagið fyrir skipulögðum sumar- skemmtiferðum og hefur þátt- taka verið mikil. Undirbúnar eru íbúðabygging- ar fyrir aldraða. Á vegum bæjar- ins og Félags aldraðra starfar nefnd að undirbúningi málsins. Rætt er um byggingu 70-80 íbúða, auk þjónustukjarna á sama stað, við Víðilund. Kosningar í stjórn og nefndir á aðalfundinum og síðar á stjórn- arfundinum voru eftirfarandi: í aðalstjórn félagsins voru kosin: Jón G. Sólnes formaður, Erlingur Davíðsson ritari og varaformaður, Ragnar Ólason gjaldkeri, Stefán Reykjalín og Jónína Steinþórsdóttir spjald- skrárritari meðstjórnendur. Varastjórnina skipa: Gestur „Mát í þriðja leik“ Dregið hefur verið úr réttum lausnum í skákkeppni „MÁT í ÞRIÐJA LEIK“ sem Sam- band íslenskra samvinnufélaga gekkst fyrir á 12. Reykjavíkur- skákmótinu. Á myndinni sést þegar hinir ungu skáksnillingar Þröstur Árnason og Hannes Hlífar Stef- ánsson draga úr réttum lausnum. Vinningshafi er Rögnvaldur Örn Jónsscn, Ljósheimum 22 Reykjavík. Hlýtur hann að laun- um veglegt taflborð og vandaða taflmenn. 500 talsins Ólafsson, Ingibjörg Halldórs- dóttir, Anna Ólafsdóttir, Guðrún Árnadóttir og Anna Björnsdótt- ir. Skemmtinefnd skipa: Anna Ólafsdóttir, Páll Friðfinnsson og Guðrún Þorsteinsdóttir. Spilanefnd: Gyða Jóhannes- dóttir, Ingibjörg Halldórsdóttir og Anna Björnsdóttir. Leiknefnd: Lára Halldórsdótt- ir, Ester Lárusdóttir og Jónína Steinþórsdóttir. Ferðanefnd: Erlingur Davíðs- son, Hrefna Svanlaugsdóttir og Kristín Þórðardóttir. Allsherjarnefnd: Aðalsteinn Óskarsson, Ólafur Halldórsson og Arnþór Jensen. Basarnefnd: Einhildur Sveins- dóttir, Kristín Róbertsdóttir og Jóna Friðbjarnardóttir. Schiesser^l er merkið sem tryggir gæðin Litadýrð sumarsins verður alveg einstök, bjartir og skærir litir er gefa lífinu aukið gildi r'ClÆgSlgíÆgCfl)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.