Dagur - 24.03.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 24.03.1986, Blaðsíða 12
 T o- é T ★ Nýtt oSTRAUMRÁS *é fynrtæki J ÞJÓNUSTA MEÐ LOF- HÁÞRÝSTI- 0G RAFMAGNSVÖRUR ) | f Furuvöllum 1 ■ 600 Akureyri • Sími 96-26988 y | Siglufjörður: Rafmagn, vatn og útsvar lækka Bæjarstjórn Siglufjarðar hefur ákveðið að lækka álagningar- prósentu útsvars úr 11% í 10,4%. Þá hefur verið ákveðið að lækka taxta hitaveitu um 7% og taxta rafveitu um 10%. Þessar lækkanir gilda frá 1. mars. Bæjarstjóra var falið á fundi bæjarráðs 3. mars að koma mót- mælum ráðsins á framfæri við ríkisstjórnina varðandi skerðingu á tekjum Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga. VMA: Fær að kenna hár- snyrtingu „Ráðuneytið er búið að heim- ila okkur að hefja kennslu í hársnyrtigreinum við skól- ann,“ sagði Bernharð Har- aldsson skólameistari Verk- menntaskólans á Akureyri. En hér um lögbundið iðnnám að ræða. Samkvæmt bréfi frá 27. febrú- ar s.l. heimilar menntamálaráðu- neytið, að fengnum meðmælum iðnfræðsluráðs, að hársnyrti- kennsla hefjist við skólann. Skólanefnd hefur falið Hauki Jónssyni, kennslustjóra á tækni- sviði, að leggja fram tillögur um búnað, kennsluáætlun og kostnað, miðað við að kennsla í hársnyrtigreinum hefjist næsta haust. „Það þarf meira til en þetta, því það þarf að þjálfa fagfólk til kennslunnar og verður leitað til hárgreiðslu- og hárskerameistara bæjarins varðandi þann þátt. En þetta er miðað við að það fáist kennarar og viðunandi búnaður til kennslunnar," sagði Bernharð Haraldsson. gej- ,Ekki taka mynd af okkur!“ En myndin var nú samt tekin, Mynd: KGA Hótel KEA: Akureyri: Ovissa um leigu veitingarekstrar „Það er ekki útilokað að við- ræður hefjist aftur um leiguna,“ sagði Þórhallur Arnórsson framreiðslumaður, sem ásamt Sigmundi Einars- syni matreiðsiumeistara hafa verið í viðræðum við forráða- menn KEA vegna væntanlegr- ar ieigu á veitingarekstri Hótels KEA. Þeir félagar Þór- hallur og Sigmundur féllu frá viðræðum um leiguna fyrir síð- ustu helgi. Ef um leigu yrði að ræða, næði hún yfir allan veitingarekstur hótelsins og Súlnabergs. Fyrir- hugaðar eru breytingar á Súlna- bergi sem yrðu ekki tilbúnar þeg- ar leigusamningur gengi í gildi, eða 1. maí. Þórhallur sagði að þeir félagar vildu fara fram á ýmsar breytingar á húsnæðinu. Til dæmis væri eldhúsið ekki nógu vel skipulagt ef þyrfti að hafa stærri samkvæmi og veislu- höld í húsinu. Það er meðal ann- ars það sem strandar á í við- ræðunum. Einnig er vitað að ráðamenn KEA vilji að fyrirtæk- ið sjálft sjái alfarið um veitinga- reksturinn í stað þess að leigja hann út. Þegar viðræður hófust um leiguna var öllu starfsfólki sagt upp störfum, en ekkert hefur ver- ið talað við fólkið eftir að viðræð- um lauk. Þórgnýr Þórhallsson fulltrúi hjá KEA, sem hefur með þetta mál að gera, sagðist reikna með því að starfsfólk yrði endur- ráðið ef samningar tækjust ekki um leiguna. Hann sagðist ekki hafa tiltæka ástæðu fyrir því að samningar tókust ekki, að minnsta kosti ekki sem ástæða væri til að fara með í blöðin. Þeg- ar Þórgnýr var spurður hvort fleiri aðilar væru inni í myndinni sagði hann að svo væri ekki. Hins veg- ar hefðu fleiri sýnt þessu áhuga í byrjun. gej- 38 íbúðir fullgerðar á sl. ári í ársbyrjun 1985 voru 119 íbúðir í byggingu á Akureyri, 57 í einbýlishúsum, 52 í rað- húsum og 10 í fjölbýlishúsum. Þetta er mun minna en árin þar á undan og má geta þess að í árs- byrjun 1984 voru 188 íbúðir í byggingu, 296 árið 1983, 299 árið 1982 og 374 í ársbyrjun 1981. Á sl. ári var hafin smíði 17 íbúða á Akureyri, tvær þeirra voru í einbýlishúsum, 15 í rað- húsum en engin íbúð í fjölbýlis- húsi. Fullgerðar á árinu voru 38 íbúðir, fokheldar voru þá 68, skemmra á veg komnar 30 íbúðir og í byggingu í árslok voru 98 íbúðir. Frétt sjónvarpsins um söluferð Kolbeinseyjar til Þýskalands: Bæjarráði neitað um A fundi bæjarráðs Húsavíkur sl. fimmtudag var rætt um fréttailutning sjónvarpsins kvöldið áður varðandi söluferð togarans Kolbeinseyjar til Þýskalands og samin athuga- semd við fréttina. Ríkisútvarpið neitaði að lát'a lesa athugasemdina á þeim for- sendum að það birti ekki athuga- semdir við fréttaflutning sjónvarps- ins og sjónvarpið neitaði að birta athugasemdina á þeim forsend- um að hún væri of löng en ekki var talið útilokað að taka stutta athugasemd. Sjónvarpið taldi að ekki væri farið rangt með stað- reyndir í fréttinni og benti bæjarstjóra Húsavíkur á að snúa sér til Siðanefndar Blaðamanna- félags íslands. Bjarni Aðalgeirsson bæjar- stjóri sagði í samtali við Dag að erfitt væri að sætta sig við þessa málsmeðferð og geta ekki komið athugasemdum á framfæri þegar um slíkt mál væri að ræða og ekki hefði verið haft samband við neinn aðila á Húsavík varðandi þessa frétt. í athugasemd bæjar- ráðs sagði: „í fréttatíma sjónvarpsins mið- vikudag 19. mars fjallaði Ólafur Sigurðsson fréttamaður á mjög óviðeigandi hátt um sölu á afla togarans Kolbeinseyjar í Þýska- landi 18. mars. Bæjarráð Húsa- víkur lýsir furðu sinni á þessum fréttaflutningi og einkennilegum hvötum þessa fréttamanns um að gera kaup Húsvíkinga á skipinu og rekstur þess torti yggilegan í augum alþjóðar. Þegar skipið var keypt til Húsavíkur í byrjun þessa árs var ráð fyrir því gert að það seldi á erlendum mörkuðum hluta af afla sínum, einkum hinar ódýrari athugasemd tegundir s.s. karfa og grálúðu. í umræddri söluferð seldi skipið 127 tonn af þessum tegundum fyrir 7,5 milljónir króna. Hefði skipið landað þessum afla til vinnslu á Húsavík hefðu fengist tæpar 2 milljónir króna fyrir aflann. Tekið skal fram að í febrúarmánuði landaði skipið tæplega 500 tonnum af fiski til vinnslu á Húsavík enda er megin- markmiðið að landa sem mestu af afla þess hér heima. Að mati bæjarráðs Húsavíkur getur það ekki talist óeðlileg krafa að fréttaflutningur sjón- varpsins og annarra ríkisfjöl- miðla sé hlutlaus og gefi rétta mynd af því sem verið er að fjalla um. í umræddri frétt sá frétta- maður sjónvarpsins t.d. ekki ástæðu til að geta um söluverð- mæti aflans og þar af leiðandi aukna arðsemi fyrir skipið en í fyrri fréttum hefur sami frétta- maður hvað eftir annað reynt að gera kaup Húsvíkinga á skipinu tortryggileg. Að lokum vill bæjarráð taka fram að togarinn Kolbeinsey hefur verið gerður út frá Húsavík frá því í maí 1981 eða í 5 ár og er þessi söluferð er- lendis nú hin fjórða frá upp- hafi.“ IM-Húsavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.