Dagur - 24.03.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 24.03.1986, Blaðsíða 11
24. mars 1986 - DAGUR - 11 Minning: •f Margrét Bjamadóttir Fædd 31. ágúst 1901 - Dáin 13. mars 1986 FRAMSÓKN TIL FRAMFARA Fyrir fáeinum dögum var hringt í mig og sagt að hún Margrét amma mín væri veik. Rúmum sólarhring síðar var hún öll. Andlát hennar bar brátt að. Hún hafði verið heilsuhraust og mig grunaði ekki að svo stutt væri eft- ir af ævi hennar. Amma mín fæddist að Sval- barði á Svalbarðsströnd þann 31. ágúst árið 1901, sú fjórða í röð- inni af fimm systkinum. Yngsti bróðirinn, Jón, er sá eini sem eft- ir lifir. Foreldrar ömmu voru þau Bjarni Arason og Snjólaug Júlí- ana Sigfúsdóttir. Amma var rétt tæplega tveggja ára þegar fjöl- skyldan fluttist að Grýtubakka í Höfðahverfi og þar ólst hún upp. Hún var í unglingaskóla á Greni- vík og lauk síðan námi við Kvennaskólann á Blönduósi. Á 25. afmælisdegi sínum giftist hún afa mínum, Hólmgrími Sigurðs- syni frá Hrauni í Aðaldal, sem lifir konu sína. Um átján ára skeið bjuggu þau að Dæli í Fnjóskadal, en fluttust þá að Ystu-Vík í Grýtubakkahreppi. Þegar amma var rúmlega sjötug fluttist hún í Sniðgötu á Ákur- eyri, en afi kaus að búa í sveitinni áfram. Börn þeirra hjóna eru fjögur, þau Sigurður, Kristín, Bjarni og Snjólaug Bergljót. Pegar ég hugsa til baka hlaðast upp Ijúfar minningar frá þeim tíma sem ég hef í gegnum árin eytt með ömmu. Hún var yndis- leg kona sem ekki mátti vamm sitt vita. Hún var mér alltaf góð og ég man ekki eftir að hún ávít- aði mig nokkurn tíma fyrir barnabrek mín, stór eða smá. Hún kenndi mér að læra af reynslunni. Ég man mjög lítið eftir því er hún bjó í Ystu-Vík, en ég heimsótti hana oft í Snið- götuna og hlakkaði alltaf jafn mikið til. Alltaf beið borðstofu- borðið hlaðið kökum og ýmsu góðgæti og aldrei varð amma ánægð fyrr en ég gat engan veg- inn látið meira ofan í mig. Annað slagið fékk ég að sofa nokkrar nætur hjá henni og það var hátindur sælunnar. Hún fór þá yfirleitt með mig í gönguferðir um bæinn og stundum líka niður í fjöru. Einstaka sinnum fór ég. og verslaði fyrir hana og ekki stóð á kossunum og brosinu hennar þegar ég kom til baka. Það var sama hversu lítið var gert fyrir hana, hún ljómaði alltaf af þakklæti. Amma var líka afar þolinmóð. Ég man til dæmis eftir einu skipti sem ég fékk að sofa hjá henni að hún var að horfa á sjónvarpið. Hún hafði útbúið handa mér trommur úr tómum dollum og baukum og ég sat við hliðina á henni allt kvöldið og barði trommurnar með spýtu. Mörgum hefði sjálfsagt þótt nóg um, en amma bara brosti og bað mig endilega að halda áfram þeg- ar ég bauðst til að hætta. Amma mín kunni ótal sögur sem ég bað hana oft að segja mér og alltaf brást hún vel við þeirri Framsóknarmenn Akureyri Framsóknarfélag Akureyrar Bæjarmálafundur mánudaginn 24. mars kl. 20.30 í Eiðsvallagötu 6. Áríðandi að sem flestir mæti. Björn Sigurösson, Baldursbrekku 7. Símar 41534 & 41666. Sérleyfisferðir. Hópferðir. Sætaferðir. Vöruflutningar Húsavík - Akureyri - Húsavík 24. mars til 2. apríl. Frá Húsavík Frá Akureyri Mánudag 24. mars kl. 13.30 kl. 16.00 Þriðjudag 25. mars kl. 9.00 kl. 16.00 Miðvikudag 26. mars kl. 9.00 kl. 17.00 Laugardag 29. mars kl. 13.30 kl. 16.00 Mánudag 31. mars kl. 18.00 kl. 21.00 Þriðjudag 1. apríl kl. 18.00 kl.21.00 Miðvikudag 2. apríl kl. 9.00 kl. 16.00 Mývatn - Laugar - Akureyri. Frá Reynihlíð Miðvikud. 26. mars kl. 8.00 Þriðjud. 1. apríl kl. 17.00 Síðan venjuleg vetraráætlun. Frá Laugurr. Frá Akureyri kl. 9.00 kl. 17.00 kl. 18.00 Sérleyfishafar. be^iðni. Á kvöldin áður en ég sofnaði fór hún með bænirnar mínar með mér og á morgnana læddist hún um til að vekja mig ekki, á meðan hún hitaði handa mér kakóið. Amma var hugul- söm og greiðvikin við alla og mér þótti gott að geta leitað til hennar með vandamál mín, sem mér fannst oft á tíðum þau heimsins stærstu. Hún var sannur vinur í raun og gaf sér ætíð tíma til að deila bæði sorg og gleði með barnabörnunum sínum. Það var mjög gestkvæmt hjá ömmu í Sniðgötunni og hún gladdist líka yfir hverri heim- sókn. Síðustu árin bjó hún til skiptis hjá Kristínu dóttur sinni og Bjarna syni sínum, pabba mínum. Hún var farin að tapa minni en þó líkamlega hraust og alltaf grunnt á góða skapinu og þakklætinu. Það kom fyrir að ég settist niður hjá henni á kvöldin og rifjaði upp með henni gömlu, góðu dagana þegar ég heimsótti hana í Sniðgötuna. Ég minnti hana á hversu hjálpleg og blíð hún hefði alltaf verið mér, en amma bara hló og reyndi að draga úr því sem mest hún mátti. Þar sýndi gamla hæverskan sig best, en hún var ömmu töm. Nú er amma horfin yfir móð- una miklu. Ég á minninguna eftir og hana ætla ég að geyma vel. Afa mínum og Jóni, ömmubróð- ur mínum, sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur og bið algóðan Guð að blessa þá og styrkja á erfiðum tímum. Ég þakka ömmu minni, sem alltaf var mér svo góð, fyrir allt og allt. Blessuð sé minning hennar. Kristín S. Bjarnadóttir. Kolbrún Þormóðsdóttir húsmóðir og kennari er fjórða á lista framsóknarmanna til bæjarstjórnarkosninga í vor. Hún verður til viðtals á skrifstofunni, Eiðsvallagötu 6, í dag frá kl. 17-18. Heitt á könnurmi. Hittumst hress. Framsóknarfélögin á Akureyri Heimaslóð Árbók hreppanna í Möðruvallaklausturs- prestakalli er komin út fyrir árið 1984. Fróðleikur • Fréttir • Skemmtiefni. Bókin verður boðin til sölu á hverjum bæ í prestakall- inu, en aðrir sem vilja kaupa bókina hafi samband við einhvern eftirtalinna: Prentverk Odds Björnssonar, Akureyri, Bjarna Guð- leifsson, sími 96-24477 (fyrir hádegi alla virka daga). Jón A. Jónsson húsvörð, sími 96-26850 eða 96-25888. Einnig fást þar fyrri hefti árbókarinnar. Ritnefnd. FRAMLEIÐENDUR UTFLUTNINGSVÖRU BÓTAGREIDSLUR GENGISTAPS AF AFURDALÁNUM 1. JÚNÍ TIL 31. DESEMBER1985 Seölabanki fslands hefur ákveðiö að greiða alls 70 m.kr. vegna gengistaps af afurða- lánum í SDR, sem orsakaðist af misgengi SDR-einingaog Bandaríkjadollars átímabilinu 1. júní til 31. desember 1985. Þeir framleiðendur útflutningsvöru, sem telja sig hafa orðið fyrir gengistapi vegna af- urðalána í SDR, en selt afurðir í dollurum og óska eftirað komatil greina við greiðslu ofan- greindra bóta, skulu snúa sér til viðskiptabanka síns, sparisjóðs, sölusamtaka eða söluaðila. Þeir aðilar eiga rétt á endurgreiðslu, sem uppfylla eftirfarandi skilyrði: 1. Fengu greitt andvirði útflutnings í Bandaríkjadollurum á tímabilinu 1. júní til 31. desember1985. 2. Tekið höfðu afurðalán í viðskiptabanka eða sparisjóði í SDR-einingum út á þær afurðir, sem greiðslan kom fyrir. 3. Framvísa við Seðlabankann skýrslu um ofangreindan útflutning á tilskilið umsókn- areyðublað ásamt staðfestu vottorði viðskiptabanka, sparisjóðs eða sölusamtaka. Umsóknareyðublöð og dreifibréf til framleiðenda/útflytjenda munu liggja frammi í bönkum og sparisjóðum, svo og hjá sölusamtökum og söluaðilum. Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki teknartilmeðferðar. Reykjavík, 12. mars 1986 SEÐLABANKI ISLANDS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.