Dagur - 24.03.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 24.03.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 24. mars 1986 Árshátíð Héraðsskólans á Laugum Þaö var hcilmikið um að vera í Héraðsskólanum á Laugum síð- astliðinn laugardag. Petta var árshátíðardagur skólans og byrj- að var með dagskrá í íþróttahús- inu um miðjan dag, síðan var haldin veisla, skemmtidagskrá og að Iokum dansleikur. Blaða- klúbburinn gaf út stórt skólablað sem nefnjst Járnsíða, meðal efnis er viðtal við íþróttamann skóláns, úrslit í íþróttakeppnum, sögur. Ijóð og ýmis skot á kennara og nemendur. í íþróttahúsinu fór m.a. fram keppni nemenda og kennara í „bandy“, það er hokký og voru þátttakendur í hinum furðu- lcgasta fatnaði. Á ýmsu gekk í leiknum sem vakti mikla kátínu áhorfenda, lcikinenn og dómarar sluppu lifandi og ómeiddir frá leiknum þó oft virtist tvísýnt um afdrif þcirra. Skemmtidagskráin um kvöldið heppnaðist mjög vel, þar var meðal annars stjörnumessa nemendum voru afhent grínverð- laun fyrir ýmis afrek í vetur. Leikritið „Rjúkandi ráð“ eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni var sýnt, heppnaðist sýningin mjög vel enda höfðu nemendur æft síð- an um áramót. Á dansleiknum voru tilkynnt úrslit fegurðarsamkeppninnar það voru Aðalbjörg Arnórsdóttir og Birgir Magnússon sem hrepptu titlana að þessu sinni. Helena Valtýsdóttir kennari sagði að mjög vel hefði verið staðið að undirbúningi árshátíð- arinnar og nemendur hefðu lagt nótt við dag síðasta tímann. Um 160 mann hefðu sótt dansleikinn, hann hefði farið mjög vel fram og ekki séð vín á nokkrum manni. Dansað hefði verið af miklu fjöri til kl. 3.30 um nóttina. - IM. Nemendur og kennarar búa sig undir keppni í bandy, það er innanhússhokký í furðufötum. Gunnlaugur Sigursveinsson. Gunnlaugur Sigursveinsson: „Aðstaða til íþrótta er mjög góð“ Gunnlaugur Sigursveinsson er frá Ólafsfirði og stundar nám á íþróttabraut við Héraðsskólann á Laugum. Á árshátíðinni var hann heiðr- aður sem íþróttamaður Lauga- skóla veturinn 1985-86. - Gunnlaugur, hvernig tilfinn- ing er að fá þennan heiður? »Ég er mjög ánægður með það, átti ekki von á þessu.“ - Þú hefur verið virkur í íþróttum, oft unnið til verð- launa? „Já, ég hef verið virkur í öllum íþróttum. Ég er á fyrsta ári á íþróttabraut og er að hugsa um að gerast kennari." - Þú ert valinn íþróttamaður ársins úr svona stórum hópi, ert þú ekkert óvanur því að vera á verðlaunapalli? „Nei, ég er svo sem ekkert óvanur því, þetta er ágætis til- finning." - Hvernig líkar þér í skólan- um á Laugum? „Bara ágætlega, aðstaðan til íþrótta er mjög góð.“ - Hvað er þér efst í huga í dag? „Þakklæti til þeirra sem kusu mig, það er valin nefnd sem síðan velur íþróttamanninn." IM. Marína Sigurgeirsdóttir: „Gaman að vinna með þeim“ Ef halda á veglega veislu þarf að gera nokkur handtök í eldhúsi og borðsal. Yfirmaður eldhússins í Laugaskóla er Marína Sigurgeirs- dóttir, en alls er þar starfsfólk í fimm og hálfri stöðu. Á laugardag var búið að útbúa kalt borð fyrir árshátíðina og nemendur höfðu lagt á borð og skreytt borðsalinn á hinn skemmtilegasta hátt. - Hvað eru margir í fæði hjá ykkur Marína? „Svona milli 110 og 120 manns, það er svolítið breytilegt." - Þið eruð að útbúa heilmikla veislu, hvað er á borðum í kvöld? „Það er kait borð, á því eru þessir hefðbundnu köldu réttir, æti það sé ekki fimmtán rétta borð.“ - Og glæsilegt. „Að vissu marki má segja það, það er einfalt. Minn stíll er að hafa hlutina einfalda en leggja meira upp úr bragðinu. Nemend- urnir skipuðu sérstaka skreyt- inganefnd. Á matvælatæknibraut eru þrettán nemendur og ég kenni þeim tíu tíma í viku og þau vinna alltaf mikiö með mér þegar hátíðir eru við skólann. Þau sjá um að leggja á borð í salnum og skreyta borðin. Þau hjálpa okkur líka mikið við undirbúning í eld- húsinu, það er liður í þeirra námi.“ - Hvernig gengur að hafa allt þetta unga fólk í fæði? Er það ánægt með matinn hjá ykkur? „Ég verð aldrei vör við annað en að þau séu sæmilega ánægð. Ég segi oft við þau að ég ætlist ekki til að allir séu alltaf ánægðir því ég viti til að oft gangi illa á finim manna heimilum að gera öllum til hæfis við matarborðið. Hvernig á það þá að vera hægt á hundrað og fimmtán manna heimili. En þau eru í rauninni ákaflega samvinnuþýð og gaman að vinna með þeim. Ef til vill ánægðari einn daginn og óánægð- ari hinn, eftir því hvernig liggur á þeim.“ v IM. Marína Sigurgeirsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.