Dagur - 24.03.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 24.03.1986, Blaðsíða 9
24. mars 1986 - DAGUR - 9 Magnús Kristjánsson: „Allt mælir með þessum skóla“ Formaður Laugamannafélagsins er Magnús Kristjánsson. - Það er heilmikið um að vera hér í dag Magnús, hvað er helst á dagskrá? „Við byrjuðum með skemmt- un í íþróttahúsinu klukkan hálf þrjú. Það voru veittar viðurkenn- ingar fyrir íþróttaafrek í vetur, svo eru skemmtiatriði, keppni milli kennara og nemenda í boðhlaupi, bandy sem er innan- hússhokký og fleira. Klukkan sex hefst síðan árshátíðin með borð- haldi, þar verður kalt veisluborð. Að loknu borðhaldi verður farið í Þróttó, bíóhúsið okkar og þar verða skemmtiatriði, fegurðar- samkeppni, krýning íþrótta- manns skólans og fleira. Síðan verður dansleikur þar sem hljóm- sveitin Rímix frá Akureyri spilar." - Hefur ekki verið heilmikið verk að undirbúa þetta allt saman? „Þetta er búin að vera mikil vinna og hefur mætt dálítið mikið á Laugamannastjórn og árshátíð- arnefnd, en allir hafa verið mjög fúsir til að hjálpa okkur þegar við höfum beðið um það og samvinna gengið ágætlega.“ - Er mikill og góður félags- andi hér á Laugum? „Hann er ágætur en hluti nemenda mætti vera virkari, en þeir sem eru á annað borð í þessu eru mjög virkir. í kvöld fá nemendur að bjóða tveim gestum hver og einnig verður skólinn með boðsgesti." - Hvernig líkar þér skólinn? „Mér finnst þetta góður skóli, kennslan er góð og andinn nokk- uð góður, íþróttaaðstaðan mjög góð. Mér finnst allt mæla með þessum skóla. í vetur höfum við farið í heim- sókn í skólann á Eiðum og eftir páskana koma nemendur Reyk- holtsskóla í heimsókn til okkar. Þetta er ákveðin samvinna milli skólanna, það er gaman að þessu og svo keppum við í íþróttum og kynnumst krökkunum." IM Magnús Kristjánsson Jeiklist. Leikfélag Akureyrar sýnir Blóð- bræður. Höfundur: Willy Russell. Leikstjóri: Páll Baldvin Baldvins- son. ' Leikmynd: Gylfi Gislason. Þýðing: Magnús Þór Jónsson. Búningar: Freygerður Magnúsdótt- ir. Lýsing: Ingvar Björnsson. Hljómsveitarstjórn: Roar Kvam. Hver er vondur og hver er góður? Er það uppeldið eða upplagið, sem mótar manninn? Hvor þeirra talar „flottara“ mál? Hvor þeirra er fal- legri? Er mannkærleikurinn sterk- ari meðal fátækra en ríkra? Svari hver fyrir sig. Um þetta fjallar Willy Russell meðal annars í Blóðbræðrum, sem Leikfélag Akureyrar frumsýndi á laugardagskvöldið. Hann dregur Þráinn Karlsson leikur sögu- mann, sem er eins og véfrétt í leiknum, auk þess sem hann túlkar nokkur smáhlutverk. Þannig hljóp Þráinn úr einni rullunni í aðra og fipaðist aldrei. Þó var hann stund- um á mörkum ofleiks sem sögu- maðurinn, en karlarnir hans voru frábærir, t.d. læknirinn. Sunna Borg leikur ríku óbyrjuna og Theodór Júlfusson eiginmann hennar. Þau skila þessum hlutverk- um vel. Sunna bætir enn einni rós- inni í barminn með eftirminnilegri túlkun á hlutverki sínu. Vilborg Halldórsdóttir leikur Lindu, stúlkuna sem tvíburarnir elska, og hún skilar bæði trúverð- ugri stelpugálu og fullþroskaðri konu. Pétur Eggertz gerir Samma bróður tvíburanna, ágæt skil. Kómiskur soraarieikur þar upp einfalda dæmisögu, sem snýst um lífshlaup tvíbura. Móðir þeirra gefur annan tvíburann til ríkrar óbyrju, sem hún er vinnu- kona hjá. En það hangir leyniþráð- ur á milli tvíburanna. Þeir kynnast í uppvextinum og sverjast í fóst- bræðralag. En þeir vaxa hvor frá öðrum, því sá sem lenti hjá ríka fólkinu fer í langskólanám, en hinn þarf að sjá fyrir sér og sínum. Það gengur ekki sem skyldi, því hann lendir á villigötum til að ná sér í skjótfenginn gróða. Fyrir vikið hafnar hann í fangelsi, þar sem hann lærir „dísu“-át. Þegar hann kemur út er eins og „slökkr hafi verið á honum. Hinn tvíburinn er þá orðinn borgarfulltrúi og notar aðstöðu sína til að hjálpa bróður sínum og konu hans um íbúð. Að launum fær hann hlýju frá mág- konu sinni, konunni sem þeir bræð- ur höfðu báðir fellt hug til í æsku. Og þar með eru örlögin ráðin. Þessi saga er einföld, en í henni eru mörg atriði, stór sem smá, sem allir hljóta að kannast við úr eigin umhverfi. En þetta er dæmisaga og niðurstaðan því enginn stóri sann- leikur. Hins vegar hrærir þessi kómíski harmleikur upp í tilfinn- ingalífi áhorfandans svo um munar. Jafnframt hlýtur leikurinn að vekja til umhugsunar um þau málefni sem fjallað er um. Eflaust komast áhorfendur að mismunandi niðurstöðu; annað væri tæpast eðlilegt. Russell boðar í leiknum, að það sé uppeldið og umhverfið í uppvexti, sem móti manninn. Vissulega hafa þessi at- riði mikið að segja, en upplagið er þó aðalatriðið. Möguleikar til menntunar vega líka þungt. Upp- eldi ríkra þarf heldur ekki að vera haldbetra en þeirra fátæku. Ríkir geta farið í hundana allt eins og fátækir. Sterkir einstaklingar geta líka brotist úr fátækt til æðstu met- orða. Þannig getur þetta allt verið afstætt. Leikurinn er breskur og í Bret- landi er stéttaskipting mun skarpari heldur en hér hjá okkur. Það á sér liins vegar ekki stoð í raunveru- leikanum, að stéttaskipting þekkist ekki á íslandi. Hún er til staðar, sem sannast best á nýjurn upplýs- Gísli Sigurgeirsson skrifar ingum um fátækt. En samt sem áður þekkjum við ekki í sama mæli og Bretar þá örvæntingu, sem gríp- ur um sig eftir langvarandi atvinnu- leysi og fátækt. Sú „örvænting" er vendipunktur í leiknum. En hver er hamingjusamur? Ríka óbyrjan átti allt sem hún vildi, nema börn. Hún nýtti sér peninga- valdið til að bæta úr því. En þar með hafði hún ekki höndlað ham- ingjuna. Eigingirnin kom í veg fyrir það. Hvers virði er auður, ef mann- kærleikur fyrirfinnst enginn? Blóðbræður er mjög gott leikhús- verk frá hendi höfundarins. Páll Baldvin Baldvinsson leikstýrir upp- færslunni hjá Leikfélagi Akureyrar og honum tekst að vinna úr efni- viðnum eins og aðstæður leyfa. í leik er uppsetningin mjög góð og mörg atriðin stórsmellin. Leikmynd Gylfa Gíslasonar er nákvæmlega eins og hún á að vera, einföld og hugvitssamlega gerð, til að koma umfangsmiklu verki fyrir á litlu leiksviði. í samræmi við það er nostursamleg lýsing Ingvars Björnssonar. Þeir þrenrenningar hafa sameinast um gott verk. Undantekningalítið stóðu leikar- arnir sig vel í leik. Erla B. Skúla- dóttir leikur móður tvíburanna og gerir það eftirminnilega. Hennar hlutverk er stórt og kröfuhart, en Erla stendur undir því. Mér fannst hún þó eldast óþarflega vel, ríu barna móðirin! Ellert A. Inginrundarson og Barði Guðmundsson leika tvíbur- ana. Það gera þeir innilega og af kostgæfni. Ekki síst var eftirtektar- vert hversu trúverðugri nrynd þeir og aðrir leikarar skila úr heimi barnanna. Barða hætti þó til að gera Ebba full kjánalegan, en það eru smámunir. í heild er sýningin áhrifamikil og skemmtileg! Hún gengur hratt fyrir sig og það eru fáir dauðir punktar. Hins vegar er leikurinn óþarflega langur, ekki síst þegar hitinn og svækjan í gamla Samkomuhúsinu eru á hættumarki. Ég tel að stytta mætti leikinn, án þess að rýra gildi hans. Veikasti hlekkur sýningarinnar er söngurinn og raunar mætti skrifa unr þá hlið söngleikja hjá Leikfé- lagi Akureyrar langt mál. Það er víst, að þessi sýning hefði orðið mun sterkari með kröftugum söngvurum. Verst kom þetta niður á hópatriðum, þar sem söngurinn þurfti að vera sterkur. En hann var það ekki, þannig að söngurinn kafnaði í hljómsveitinni. I ein- söngshlutverkum sluppu leikararnir misvel frá sínu. Erla og Þráinn höfðu nokkuð gott vald á sínum söng, Ellert var þokkalegur. en aðrir voru síðri. Jafnvel ntagnar- arnir náðu ekki að bjarga því sem bjarga þurfti. Notkun þeirra er svo kapítuli út af fyrir sig. Ég er ekki fyllilega sáttur við notkun þeirra í ekki stærra húsi en Samkomuhús- inu, þó að ég viðurkenni nauðsyn þeirra í ákveðnum tilvikunr. Roar Kvam stjórnaði hljómsveit- inni, sem ég tel jafnbestu hljóm- sveit senr leikið hefur í söngleikjum hjá LA á síðustu árunr. Þar er eng- inn veikur hlekkur. Þó bar það við á frumsýningunni. að styrkurinn var of mikill, í það minnsta í samanburði við sönginn. Snráatriði. sem Roar getur lagað. í lokin ein aðfinnsla. Mér fannst pirrandi hvernig uppklappið að leikslokum klúðraðist. Það var greinilega lítið æft og því fór sem fór. Þetta er í annað skiptið sem slíkt gerist á frunrsýningu í vetur. Þetta má ekki vanrækja. því það er mikið atriði að skapa stemmningu að leikslokum. Slíkt hefur áhrif á það. með hvaða hugarfari leikhúsgestirnir halda heim. Slíkt bjargar þó ekki fallstykkj- unr, enda eru Blóðbræður ekki fallstykki. Þvert á móti er hér unt að ræða leikhúsverk. senr eftirsókn- arvert er að sjá. Góða skemmtun.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.