Dagur - 24.03.1986, Page 6

Dagur - 24.03.1986, Page 6
6 - DAGUR - 24. mars 1986 24. mars 1986 - DAGUR - 7 Spilar Gústaf meðKA? Miklar vangavcltur eru nú um það hvort Gústaf Baldvinsson ætli að leika með KA- liðinu í knattspyrnu í sumar jafnframt því að þjálfa liðið. Samkvæmt heimildum Dags hef- ur Gústaf æft vel að undanförnu og tekið þátt í þeim æfingaleikjum sem liðið hefur spilað nú í vetur. Gústaf lék með KA-liðinu fyrsta árið sem hann þjálfaði það fyrir tveimur árum en meiddist síðan alvarlega. Gústaf virðist því hafa náð sér að fullu og það verður mikill styrkur fyrir KA ef hann leikur með í sumar. Gústaf hefur fengið sér til aðstoðar lið- stjóra og er það Þorvaldur Þorvaldsson. Þor- valdur lék með KA-liðinu í fyrrasumar við góðan orðstír en hefur orðið að leggja skóna á hilluna að læknisráði. Það ætti því að verða í lagi fyrir Gústaf að spila með lið- inu og láta Þorvaldi liðstjórnina eftir. Þorvaldur hefur einnig verið ráðinn þjálf- ari kvennaliðs KA í knattspymu. Hefur lið- inu gengið mjög vel í innanhússmótum þeim sem liðið hefur tekið þátt í undir hans stjórn í vetur, eins og Laugamótinu og Islandsmót- inu. Gústaf Baldvinsson þjálfari KA. Bikarkeppni HSÍ: KA stein- lá gegn Tý „Ég skil þetta ekki. KA-liðið lék hörmulega í þessum leik. Ég, Jóhann Karl formaður, Sigurður gjaldkeri og Hermann liðstjóri hefðum unnið þetta lið,“ sagði Ljubo Laciz þjálfari KA eftir tap gegn Tý í bikarkeppn- inni í handbolta á fímmtudaginn. Það em orð að sönnu, KA-liðið lék hörmuiega í þessum leik og hafa leikmenn liðsins ekki búist við mikilli mótspymu en annað kom á daginn. í hálfleik höfðu Týrar- ar 6 marka forystu 11:5 og má segja að það hafí verið í fyrri hálfleik sem úrslitin réðust í leiknum. KA-menn náðu aldrei að rífa sig upp úr þeim öldudal sem liðið var í og því fór sem fór. Úrslit leiksins 20:17 fyrir Tý og KA er úr leik í bikarnum. Ekki er hægt að hæla einum einasta leik- manni KA. Ég hef aldrei séð liðið spila jafn illa og það var fyrst og fremst vanmat KA- manna sem varð þeim að falli. Flest mörk KA skoraði Pétur Bjarnason 5 en hjá Tý skoraði Sverrir Sverrisson mest eða 4 mörk. íþróttic Umsjón: Kristján Kristjánsson Eikin Islandsmeistari í 1. flokki ií blaki - sigraði HK 3:1 og Víking 3:0 í úrslitakeppninni Ur leik KA og Víkings a laugardag. Mynd: AE. Tvö töp KA fyrir sunnan - í kvennafiokki í blaki Þær fóru aldeilis ekki erindis- leysu til Reykjavíkur um helg- ina stúlkurnar úr Eikinni, þar sem þær tóku þátt í úrslita- keppninni í 1. flokki á Islands- mótinu í blaki kvenna. í úr- slitunum voru þrjú lið, Eikin, HK og Vfldngur. Á föstudagskvöld spilaði Eikin við HK og eitthvað virtust norðanstúlkumar vera seinar í gang því þær töpuðu fyrstu hrin- unni 15:17 eftir mikinn barning. Það er óhætt að segja að þær hafi tekið sig á í annarri hrinunni en hún vannst 15:1. Eftir það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn lenti og tvær síðustu hrinurnar fóru 15:9 og 15:12 og örujggur 3:1 sigur var í höfn. A laugardag átti Eikin svo í höggi við Víking og sigraði 3:0 í stórskemmtilegum leik. Það sem öðru fremur skóp sigurinn í þess- um leik var gífurleg barátta ásamt stórgóðum leik þeirra Erlu Adolfsdóttur, Þorbjargar Vil- hjálmsdóttur og Höllu Sigurðar- dóttur. Fyrstu hrinuna vann Eikin 15:9 og þurfti að hafa töluvert fyrir þeim sigri. í annarri hrinunni komst Víkingur yfir 10:3 en þá náði Eikin upp mikilli stemmn- ingu og snéri leiknum sér í hag og vann hrinuna 15:13. Síðastahrin- an fór svo 15:12. Að þessum spennandi leik loknum var svo Eikarstúlkunum afhent verðlaunin fyrir sigurinn á íslandsmótinu. ÁE/Reykjavík Það voru miklar sveiflur í leik KA-stelpnanna gegn Víkingi í 1. deildinni í blaki á laugardag. Víkingsstelpurnar unnu fyrstu tvær hrinurnar 15:7 og 15:0. Þá tóku KA stúlkurnar sig loksins saman í andlitinu og unnu þriðju hrinuna 15:4. En í fjórðu hrinunni hrundi leikur þeirra aftur og töpuðu þær þeirri hrinu 15:0. Aðalhöfuðverkur liðsins virð- ist vera óstöðugleiki, það er ekk- ert samræmi í því að tapa tveim- ur hrinum 15:0 og vinna svo næstu á eftir 15:4 í einum og sama leiknum. Það sem stúlkurn- ar þurfa helst að laga er móttaka og uppspil en smassið gengur yfirleitt vel ef uppspilið er gott. ÍS-stúlkurnar tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í blaki er þær sigruðu lið KA í gær 3:1 í miklum baráttuleik. ÍS-liðið vann fyrstu hrinuna örugglega 15:1. í annarri hrinunni tókst KA-stelpunum að vinna sigur 15:11. ÍS-stelpurnar unnu síðan tvær síðustu hrinurnar og tryggðu sér þar með 3:1 sigur í leiknum og íslandsmeistaratitilinn að auki. Þriðja hrinan fór 15:6 og sú fjórða 15:13. AE/Reykjavík. Körfuboltalið Tindastóls stendur best að vígi í úrslitakeppninni í 2. deild. Úrslifakeppni 2. deildar í körfubolta: Sigur og tap hjá íindastóli - gegn Snæfelli um helgina Eikin Islandsmeistari í 1. flokki kvenna í blaki 1986. Mynd: AE. KA Akureyrar- meistari í handbolta - sigraði Þór örugglega 30:24 Hópurinn sigursæli sem fór suður og keppti í sveitakeppninni í júdó. Mynd: KK. Þrefaldur KA sigur Þjálfari þeirra er Jón Óðinn Óðinsson og á hann stærstan þátt - í sveitakeppni drengja í júdó Ungir júdómenn úr KA gerðu góða ferð til Reykjavíkur í gær en þar fór fram Islandsmót í sveitakcppni drengja í júdó. KA-strákarnir sýndu mikla yfírburði og urðu sveitirnar þrjár sem fóru héðan í fyrsta, öðru og þriðja sæti. í hinni miklu velgengni júdó- manna frá Akureyri. Skautar í 2. sæti Til leiks mættu þrjár sveitir frá Ármanni og þrjár sveitir frá KA. KA-strákarnir sýndu mikla yfir- burði eins og sést á úrslitunum. A sveit KA sigraði, b sveitin hafn- aði í öðru sæti og c sveitin varð í þriðja sæti. Glæsilegur árangur strákanna en þetta er ekki í fyrsta skipti sem ungir júdómenn á Akureyri velgja jafnöldrum sínum úr höfuðborginni undir uggum. Skautafélaginu tókst ekki að leika eftir afrek stúlknanna úr Eikinni um helgina en þeir stóðu sig engu að síður með sóma og náðu öðru sæti. Eins og hjá stúlkunum voru þrjú lið í úrslitum og auk Skautafélags- ins voru það HK og Þróttur. Á föstudag spilaði Skautafé- lagið við HK og sigraði næsta auðveldlega 3:0. 15:5, 15:5 og 15:9. Á laugardag öttu þeir svo kappi við Þróttara og hittu þar fyrir ofjarla sína. Aldrei var spurning hvoru megin sigurinn mundi lenda en Þróttur vann leikinn 3:0. 15:7, 15:8 og 15:5. Mesta athygli í þessum leik vakti Þróttarinn Skúli Sveinsson sem einnig er íþróttablaðamaður á Morgunblaðinu fyrir geysigott uppspil. AE/Reykjavík KA og Þór léku seinni leikinn á Akureyrarmótinu i handbolta á föstudagskvöld. KA sigraði örugglega 30:24 eftir að hafa verið yfir 16:13 í hálfleik. KA vann einnig fyrri leikinn og er því Akureyrarmeistari í meist- araflokki í handbolta. Má segja að það sé öriítil sárabót eftir tapið gegn Tý daginn áður. Þórsarar náðu forystunni f byrjun en eftir 7 mín. leik náðu KA-menn forystunni og höfðu þeir 3 marka forystu í hálfleik 16:13. Þórsarar reyndu að halda í við KA-menn og þeim tókst það nokkurn veginn fram á 10. mín. síðari hálfleiks en þá var staðan 19:18 fyrir KA. Þá var eins og Þórsarar væru sprungnir og næstu mín. skoruðu KA-menn 5 mörk í röð og breyttu stöðunni í 24:18. Eftir það skoruðu liðin á víxl og lokastaðan eins og áður sagði 30:24 fyrir KA. KA-liðið lék mun betur en daginn áður, bestir voru þeir Erl- ingur, Logi og Pétur. í liði Þórs var Hermann markvörður lang- bestur en einnig voru þeir Sigur- páll og Aðalbjörn nokkuð góðir. Mörk KA: Erlingur 9 (4), Pét- ur 4, Anton 4, Logi 4, Jón 3:(1), Þorleifur 3, Axel 2 og Hafþór 1. Mörk Þórs: Sigurpáll 5,!Ámi 5 (1), Kristinn 3, Jóhann 3/ Aðal- björn 3, Ólafur 2, Gunnar 2 Sverrir 1. Leikinn dæmdu þeir Stefán Ólafur og gerðu það vel. °g og Lið Tindastóls lék um helgina tvo leiki í úrslitakeppni 2. deildar í körfubolta báða gegn Snæfelli. Á föstudagskvöld sigraði Tindastóll með 87 stig- um gegn 78. Tindastóll náði strax forystu í leiknum og var munurinn þetta 8- 15 stig. I hálfleik var staðan 51:37. Tindastólsmenn héldu síðan forystunni f síðari hálfleik og unnu öruggan sigur 87:78. Liðið lék mjög vel í þessum leik og þá sérstaklega Eiríkur Sverrisson sem skoraði 37 stig í leiknum, Eyjólfur Sverrisson skoraði 16. Hjá Snæfelli bar mest á þjálf- ara þeirra Ríkharði Hrafnkels- syni og skoraði hann 32 stig. Á laugardag léku svo liðin að nýju og þá náðu Snæfellingar fram hefndum og sigruðu 69:61. Tindastóll var yfir mestallan leik- inn og hafði 8 stiga forystu í hálf- leik 37:29. í síðari hálfleik slökuðu þeir svo á og Snæfellingar náðu að komast yfir fyrir leikslok og sigra eins og áður sagði með 69 stigum gegn 61. Virtust Tindastólsmenn nokkuð sigurvissir og er hætt við að það hafi komið þeim í koll í þessum leik. Er þetta fyrsta tap þeirra í vetur. Ríkharður þjálfari Snæfellinga lék á als oddi í leiknum og skor- aði 35 stig, Sigurður Páll skoraði 18. Flest stig Tindastóls skoruðu Eiríkur Sverrisson 24 og Kári Marísson 16. Á miðvikudag fengu Sauð- krækingar HSK í heimsókn í úrslitakeppninni. Tindastóll sigr- aði í þeim leik með 90 stigum gegn 73. Það leit ekki vel út fyrir Tindastól lengi vel. HSK hafði yfir í hálfleik 42:35. í lok síðari hálfleiks náðu þeir þó að sýna hvað í þeim bjó og á síðustu 7 mín. leiksins skoruðu þeir 28 stig gegn aðeins 4 stigum HSK-manna og dugði það þeim til sigurs. Lokatölur 90:73 eins og áður sagði. Þrátt fyrir tap í öðrum leiknum gegn Snæfelli stendur lið Tinda- stóls best að vígi í úrslitakeppni 2. deildar. ÞÁ/KK Úr leik KA og Þórs. Knatt- spymu úrslit Úrslit leikja í 1. og 2 . deild ensku knattspyrnunnar um helgina uröu þessi: 1. deild Arsenal-Coventry 3:0 Aston Villa-Birmingham 0:3 2 Ipswich-W.B.A. 1:0 1 Liverpool-Oxford 6:0 Luton-Everton 2:1 1 Man.United-Man.City 2:2 x Newcastle-Tottenham 2:2 x Nottm.Forest-Leicester 4:3 Q.P.R.-Watford 2:1 1 Southampton-Chelsea 0:1 2 West Ham-Sheff.Wed. 1:0 1 2. deild Barnsley-Carlisle 1:2 Bradford-Huddersf. 3:0 Brighton-MiUwall 1:0 Charlton-Oldham 1:1 Fulham-C.Palace 2:3 2 Grimsby-Sunderland 1:1 Leeds-Shrewsbury 1:1 Middlesbro-HuU 1:2 Sheff.U.-Norwich 2:5 2 Stoke-Portsmouth ír. x Wimbledon-Blackburn 1:1 x STAÐAN 1. deild Liverpool 34 19 9 6 71:36 66 Everton 33 20 6 7 73:39 66 Man.Unitcd 33 19 6 8 56:27 63 Chelsea 31 18 8 5 49:31 62 Arscnal 31 17 7 7 42:32 58 Sheff.Wed 33 16 7 10 51:47 55 WestHam 29 16 6 7 44:27 54 Luton 34 15 9 10 51:38 54 Newcastle 32 14 10 8 49:47 52 Nottm.Forest 32 15 5 12 57:47 50 Tottenham 32 13 613 43:38 45 Watford 29 12 611 48:45 42 Man.City 34 11 9 14 38:45 42 Q.P.R. 35 12 5 18 34:46 41 Southampton 33 11 7 15 40:43 40 Leicestcr 33 81015 48:61 34 Coventry 34 8 917 43:60 33 Oxford 33 8 817 48:66 32 Ipswich 32 9 518 26:45 32 Aston Villa 33 61116 35:54 29 Birmingham 34 8 422 28:53 28 W.B.A. 34 3 9 22 27:76 18 STAÐAN 2. deild ■Norwich 32 20 7 5 68:31 67 Portsmouth 32 18 5 9 53:28 59 Wimbledon 32 16 8 8 43:30 56 Charlton 31 16 7 8 56:35 55 Brighton 32 15 7 10 56:45 52 Sheff.U. 33 14 811 55:51 50 Hull 33 13 10 10 54:47 49 C.Palace 33 14 7 12 41:40 49 Oldham 32 13 6 13 52:51 46 Stoke 33 11 12 10 40:42 45 Barnsley 32 11 10 11 35:35 43 Grimsbv 33 11 10 12 48:49 43 Millwali 31 12 5 14 45:46 41 Blackburn 34 10 11 13 42:51 41 Bradford 30 12 4 14 38:45 40 Shrewsbury 33 11 7 15 39:48 40 Huddersf. 33 10 10 14 42:53 40 Leeds 33 11 7 15 43:55 40 Sunderland 33 9 9 15 35:51 36 Carlisle 32 8 6 18 33:59 30 Fulbam 30 8 5 17 32:44 29 Middlesbro 32 7 8 17 30:44 29 Ian Rush leikmaður Liverpool. Liverpool á toppinn - Gunnar kátur Liverpool hefur nú náö efsta sæt- inu í 1. deild ensku knattspyrn- unnar eftir stórsigur á Oxford 6:0 á Anfield Road í Liverpool. Kenny Dalglish framkvæmda- stjóri Liverpool var öðrum fremur maðurinn á bak við sigurinn en hann lék nú með að nýju. Erfitt getur reynst fyrir Everton, Man. United og Chelsea að komast upp fyrir Liverpool héðan af. Chelsea og Everton hafa þó tapað færri stig- um en Liverpool. Everton er með jafnmörg stig og Liverpool en verra markahlutfall þó að ekki muni miklu. Er sagt að Gunnar Níelsson bað- vörður í Höllinni á Akureyri eigi mjög erfitt með að stíga í lappirnar eftir nýjustu breytingar á töflunni á Englandi. VERÐLAUNAPENINGAR stærö 42 mm. Verö 75 kr. stk. með áletrun. Einnig mikið úrval af bikurum. Sendum burðargjaldsfritt. Pantið timanlega. GULLSMIOIR Sigtryggur & Pétur. Brekkugötu 5 - Akureyri. Sími: 96-23524.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.