Dagur - 26.03.1986, Blaðsíða 4

Dagur - 26.03.1986, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 26. mars 1986 á Ijósvakanumi IsiónvarpM MIÐVIKUDAGUR 26. mars 19.00 Stundin okkar. Endursýndur þáttur frá 23. mars. 19.25 Aftanstund. Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. Söguhornið - Minn maður Jón sterki, Þorsteinn frá Hamri þýddi, Þorsteinn Guðjónsson les. Myndir Pétur Arnar Kristinsson. Mýsla, pólskur teikni- myndaflokkur. Sögur Gúllívers, þýsk brúðumynd. Sögumaður: Guðrún Gísla- dóttir. 19.50 Fréttaágrip á tákn- máli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Konungaspegill. Bandarisk verðlauna- teiknimynd gerð eftir fornri, austurlenskri dæmi- sögu. 21.00 Á liðandi stundu. Þáttur með blönduðu efni. Bein útsending úr sjón- varpssal eða þaðan sem atburðir líðandi stundar eru að gerast ásamt ýms- um innskotsatriðum. Umsjónarmenn: Ómar Ragnarsson, Agnes Braga- dóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Stjórn útsendingar og upptöku: Óli Örn Andreas- sen. Maríanna Friðjóns- dóttir. 22.10 Jesús frá Nasaret. Jesús frá Nasaret. Annar hluti. Bresk/ítölsk sjónvarps- mynd í fjórum hlutum. Leikstjóri: Franco Zeffir- elli. Aðalhlutverk: Robert Powell. Þriðji hluti verðru sýndur á föstudaginn langa. Þýðandi: Veturliði Guðna- son. 23.40 Töfraheimur Pauls Daniels. Breskur skemmtiþáttur með törframanninum Paul Daniels ásamt öðrum skemmtikröftum og fjöl- listamönnum. Þýðandi: Kristmann Eiðs- son. 00.30 Fréttir í dagskrárlok. tvarpM MIÐVIKUDAGUR 26. mars 11.10 Nordurlandanótur. Ólafur Þórðarson kynnir. 12.00 Dagskrá • Tilkynning- ar. 12.20 Fróttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar ■ Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Frá vettvangi skólans. Umsjón: Kristín H. Tryggvadóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Á ferð um ísrael vorið 1985“. Bryndís Víglundsdóttir segir frá (8). 14.30 Hljómskála- og óper- ettutónlist. 15.15 Hvað finnst ykkur? Umsjón: Öm Ingi. (Frá Akureyri). 15.45 Tilkynningar • Tón- leikar. 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siddegistónleikar. 17.00 Barnaútvarpið. Meðal efnis: „Drengurinn frá AndesfjöUum" eftir Christine von Hagen. Þorlákur Jónsson þýddi. Viðar Eggertsson les (7). Stjómandi: Kristín Helga- dóttir. 17.40 Úr atvinnulífinu - Sjávarútvegur og fisk- vinnsla. Umsjón: Magnús Guð- mundsson. 18.00 Á markaði. Þáttur í umsjá Bjarna Sig- tryggssonar. 18.15 Tónleikar • Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Frá rannsóknum háskólamanna. 20.00 Hálftíminn. Elín Kristinsdóttir kynnir popptónlist. 20.30 íþróttir. Umsjón: Ingólfur Hannes- 20.50 Tónmál. Umsjón: Soffía Guð- mundsdóttir. (Frá Akur- eyri) 21.30 Sveitin mín. Umsjón: Hilda Torfadóttir. (Frá Akureyri). 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma (49). 22.30 „Sáttmáli við sam- viskuna." Þáttur frá UNESCO um skáldið Anton Tsjekhov. Gunnar Stefánsson þýddi. Flytjendur með honum: Hjalti Rögnvaldsson, Knútur R. Magnússon og Margrét Guðmundsdóttir. (Áður útvarpað í septem- ber 1981). 23.10 Á óperusviðinu. Leifur Þórarinsson kynnir óperutónlist. 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 27. mars skírdagur 7.00 Veðurfregnir • Fréttir • Bæn. 7.15 Lótt morgunlög. 8.00 Fróttir ■ Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Katrín og Skvetta", eftir Katarinu Taikon. Einar Bragi byrjar lestur þýðingar sinnar. 9.20 Morguntónleikar: Tónlist eftir Johann Sebastian Bach. 10.00 Fróttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugrein- um dagblaðanna. 10.40 Fjórhentur orgelleik- ur. Hans Fagius og David Sanger leika. lrás 21 MIÐVIKUDAGUR 26. mars 10.00 Morgunþáttur. Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 12.00 Hlé. 14.00 Eftir tvö. Stjórnandi: Jón Axel Ólafsson. 15.00 Nú er lag. Gunnar Salvarsson kynnir gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. 16.00 Dægurflugur. Leopold Sveinsson kynnir nýjustu dægurlögin. 17.00 Þræðir. Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. 18.00 Dagskrárlok. 3ja mín. fréttir kl. 11, 15, 16 og 17. rikjsútvarpið ÁAKUREVRI 17.03-18.30 Ríkisútvarpið á Akureyri - Svæðisútvarp. --------------hér og þac_ Hvað ætlar þú að gera um páskana? Að borða góðan mat, slappa af, lesa góða bók, fara á skíði, upp á fjöll, heimsækja ættingj- ana, fara í fermingarveislur, kirkju, borða páskaegg. Þetta eru páskarnir. Eða öllu heldur dæmi um það sem menn gera um páskana. Við leituðum til nokkurra mætra manna og forvitnuðumst um hvað þeir ætluðu að gera núna um þessa páska. Farinn af manni mesti gassinn. Óli Halldórsson á Gunnarsstöðum. „Ég ætla að hafa það rólegt um páskana,“ sagði Óli Halldórsson á Gunnarsstöðum. „Ef það verð- ur messað býst ég við að fara í kirkju og syngja með kirkjukórn- um. Nú, maður borðar góðan mat og fær sér eitthvað gott að lesa.“ - Hvað ætlarðu að lesa? „Ég leita líklega í bókasafnið mitt, les eitthvað aftur sem ég hef lesið fyrir mörgum árum. Senni- lega verður það þjóðlegur fróð- leikur, sagnfræði og ættfræði. Maður er kominn á þann aldur, að það er farinn af manni mesti gassinn þannig að ég fer ekki í nein ferðalög.“ - En þú hefur farið á þínum yngri árum? „Já, já. En mest voru það nauðsynjaferðalög, eftirleitir um allar heiðar á skíðum. Ég átti það til í gamla daga að ganga 60-70 kílómetra í lotu. Það var ákaf- lega gaman. Öræfatöfrarnir eru alveg sérstakir, hvort sem er að vetri eða sumri. Sérstaklega þó að vetrinum. Þegar rnaður er kominn aleinn marga tugi kíló- metra frá byggð, þá finnur maður svo vel hvað maðurinn er í raun- inni smár. Annars er ekki hægt að lýsa öræfatöfrunum með orðum. Að vera kannski staddur inni á hálendinu, uppi á hnjúk og hafa það á tilfinningunni að hér hafi aldrei staðið maður áður.“ -mþþ Fer á seglbretti -ef það gerir asahláku og vind, sagði Tómas Leifsson yfirþjónn í Kjallaranum. „Ég ætla að vinna í Kjallaranum þá daga sem opið verður um páskana,“ sagði Tómas Leifsson yfirþjónn Kjallarans. „Já, ég á von á fjölmenni í Kjallarann um páskana. Það er mikið af ferðafólki í bænum. Túristarnir flýja landsmótið í Bláfjöllum og koma norður á skíði.“ - Ætlar þú eitthvað á skíði sjálfur? „Jú, ég fer á skíði ef það verð- ur gott veður. Ég fer bæði á göngu- og svigskíði. Það fer eftir 'því hvernig veðrið verður. Nú, ef það gerir asahláku og vind þá fer ég á seglbretti. Ef ég á einhvern tíma afgangs þá ætla ég að skemmta mér.“ -mþþ Ætla að hafa það huggulegt sagði Sunna Borg leikari. „Það fer dálítið eftir veðri. Ég ætla alveg örugglega á skíði, ætla að bregða mér upp í Hlíðarfjall,“ sagði Sunna Borg leikari. „Annars ætla ég að taka því rólega, það er búið að vera mikið um að vera hjá okkur í leikhús- inu, þannig að fríið verður kær- komið.“ - Kíkja í bók kannski? „Ja, þegar ég hef voðalega mikinn tíma, þá les ég. Maður hleypur ekkert í bókina. Ég á von á gestum um páskana, þann- ig að líklega gefst mér ekki tími til að lesa.“ - Ferðu í kirkju? # Kjaftasögur Kjaftasögurnar láta ekki að sér hæða. Þær hljóma oft ansi trúlega og þótt þær séu e.t.v. sagðar með ákveðnum fyrirvara, vill hann fljótt gleymast og það sem andartaki áður er óstaðfest er sagt fullum fetum. S&S tekur sér það bessaleyfi að fá skemmti- lega frásögn af kjaftasögu að láni hjá þvf ágæta riti Víkurblaðinu á Húsavík. # Af litlum neista ... „Kjaftasögur eru algengar á Húsavík. Virðast oft kvikna af engu, ... og af litlum neista verður oft mikið bál. Eín slík fiskisaga flaug hér úm bæinn í síðustu viku og var einkar athyglisvert að fylgjast með þvi hvernig hún þróaðist og spann utan á sig. Og i lokin var ein fjöður orðin að þó nokkrum hænum. Þær fréttir bárust sem sé neð- an úr aðgerð, að Stein- grímur Birgisson, Steini í Hlyn, væri höfundur lags- ins EF, sem var eitt af 10 lögum í söngvakeppni sjónvarpsins. Fréttin barst fljótlega upp fyrir bakkann og var á allra vörum. Og fljótlega vatt hún upp á sig í meðförum manna. Fullyrt var að text- inn væri eftir Hákon Aðal- steinsson hagyrðing og ritstjóra. Og ennfremur var það haft eftir Steina að hann hefði tæpast kann- ast við lagið sitt aftur, það hefði breyst svo mikið í nýrri útsetningu. # Sagna- bankinn og Gleði- bankinn Húsvíkingar biðu því spenntir á laugardags- kvöldið eftir að sjá „sinn mann“ i sjónvarpinu og jafnvel voru þeir bjartsýn- ustu farnir að gera að þvi skóna að Steini ætti eftir að standa með pálmann í höndunum úti f Bergen, í augsýn hundraða millj- óna. En þegar stóra stundin rann upp og höfundur lagsins EF var kallaður fram á sviðið i sjónvarp- inu, þá bólaðf ekkert á Steina í Hlyn. Fram gekk einn af virtustu skalla- poppurum landsins, Jó- hann G. Jóhannsson, höf- undur lagsins. Steíni og Hákon sáust hvergi. Enn eínn falsaður vixifl í húsvíska sagnabankan- um var fallinn á bæjar- búa.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.