Dagur - 26.03.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 26.03.1986, Blaðsíða 11
26. mars 1986 - DAGUR - 11 Guftrún H. Kristjánsdóttir varð fjórfaldur meistari á skíðalandsmótinu í fyrra. Hvaft gerir hún í ár? Mikió um að vera í Hlíðarfjalli - um páskana Umsjón: Kristján Kristjánsson Skíðamót Islands um páskana - í Bláfjöllum og Skálafelli Þó það verði mikið um að vera hjá skíðafólki fyrir sunnan um páskana verður einnig nóg að gera í Hlíðarfjalli. En þar verða mót flesta hátíðisdag- ana. Fyrsta mótið verður á morgun skírdag og er það Flugleiðamót í svigi. Kl. 11 hefst keppni hjá krökkum 11 ára og eldri en kl. 12 hjá 10 ára og yngri. Maraþon- knattspyma Kvennalið Þórs í knattspyrnu hyggst leika maraþonknatt- spyrnu föstudaginn 4. aprfl og hefst leikurinn kl. 22. Leikið verður í Skemmunni og stefna stúlkurnar að því að leika í 20 klst. Tilgangurinn er fjáröflun fyrir 1. deildar keppnina sem hefst áður en langt um líður. Þeim sem áhuga hafa á því að heita á stúlkurnar er bent á að hafa samband við skrifstofu Þórs í íþróttahúsi Glerárskóla sem er opin á milli kl. 16 og 18 á virkum dögum. Á föstudaginn langa verður Starfsmannafélag Slippstöðvar- innar með svigmót kl. 14. Á laugardag keppa krakkar 12 ára og yngri í samsíðasvigi og hefst sú keppni kl. 12 á hádegi. Á sunnudaginn verður svo hið árlega Flugleiðatrimm í göngu og hefst kl. 14. Gengnir verða 4 eða 8 km með hefðbundinni aðferð og er öllum heimil þátttaka. Skráning fer fram á skíðahótel- inu. - Á páskadag verður séra Pálmi Matthíasson með messu úti á skafli við Skíðastaði ef veður leyfir. Að lokum má geta þess að skíðalyfturnar verða opnar yfir páskana frá kl. 9.30-17. Rútu- ferðir úr bænum verða kl. 9.30, 11, 12.30 og 14.15 alla dagana. Ekki tókst að setja saman nýja aðalstjórn Þórs á aðlfundi Skíðamót íslands 1986 verður haldið í Bláfjöllum nú um páskana. Allar keppnisgrein- arnar munu fara fram í Blá- Knattspyrnulið KR kemur norður til Akureyrar í kvöld og mun liðið spila hér æfingaleiki við Þór og KA á morgun skírdag og á föstudaginn langa. Meistara- , mót Islands - í kraftlyftingum haldið 5. apríl Meistaramót íslands í kraft- lyftingum verður haldið í Iþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 5. apríl næst- komandi. Að þessu sinni stefnir í met- þátttöku og munu allir bestu kraftlyftingamenn landsins verða á meðal keppenda. Á milli atriða á mótinu verða alls konar uppákomur sem gaman verður að sjá. Nánar verður sagt frá fyrirkomulagi mótsins í blað- inu eftir páska. félagsins sem haldinn var í síð- ustu viku. Stjórnin sem setið hefur síðasta starfsár undir for- ystu Benedikts Guðmundsson- ar ætlaði öll að hætta og óskaði hún eftir nýjum mönnum til starfa. Enginn af þeim sem mættu á fundinn gáfu kost á sér og var ekki einu sinni hægt að fá menn til að starfa í uppstillingarnefnd í tvær vikur til þess að reyna að fá menn í stjórnina. Þar sem ekki var kosin ný stjórn hefur verið ákveðinn fram- haldsaðalfundur innan tíðar og verður sagt nánar frá því síðar. Ef ekki verður búið að finna menn til starfa í aðalstjórn þá, hvert verður þá framhaldið? fjöllum nema stórsvig sem verður í Skálafelli. Norðlenskt skíðafólk mun fara suður og hafa margir skíðamenn titil að Á morgun leika Þór og a-lið KR kl. 14 og strax á eftir kl. 16 leika KA og b-lið KR. Á föstu- daginn langa leika svo KA og a- lið KR kl. 14 og svo kl. 16 leika Þór og b-lið KR. Einnig er í myndinni að Völsungar komi til Akureyrar og spili við Pór að morgni föstudagsins langa. Leikirnir fara þó ekki fram nema veður verði skaplegt og Sana- völlurinn í þokkalegu standi en þar fara leikirnir fram. KR-ingar ætla síðan að fara til Húsavíkur og spila æfingaleik við Völsunga á laugardaginn ef veð- ur leyfir og fljúga svo þaðan til Reykjavíkur. Á páskadag verður svo stór- leikur helgarinnar er í>ór og KA mætast á Sanavellinum kl. 11. Ættu knattspyrnuáhugamenn hér því að geta séð nokkra leiki yfir hátíðisdagana ef veður verð- ur skaplegt. verja og má þar nefna Guð- rúnu H. Kristjánsdóttur, Guðrúnu Pálsdóttur og Þor- vald Jónsson ásamt fleirum. Mótið verður sett í kvöld að Hótel Loftleiðum kl. 20. Á morg- un hefst síðan keppni í stórsvigi og göngu. Á föstudaginn langa fer fram boðganga og á laugardag verður keppt í svigi og skíða- stökki. Á sunnudag lýkur mótinu með keppni í samhliða svigi og göngu. Verðlaunaafhending og mótsslit verða svo kl. 20 á sunnu- dag að Hótel Loftleiðum. Dagur mun gera mótinu góð skil strax eftir páska og munu þeir Adolf Erlingsson fréttaritari Dags í Reykjavík og Kristján Guðmundur Arngrímsson ljós- myndari blaðsins verða á staðn- um á meðan á mótinu stendur. Andri til Þórs? Andri Marteinsson unglinga- landsliðsmaður í knattspyrnu úr Víkingi er staddur á Akur- eyri um þessar mundir og stundar æfingar með 1. deildar liði Þórs. Andri verður hér um páskana og mun hann æfa og keppa með Þórsliðinu. Eftir það mun hann gera það upp við sig hvort hann muni leika með liðinu í sumar. Andri var einn besti leikmaður Víkings í fyrra og er víst að hann mundi styrkja lið Þórs mikið. Getraunakeppni fjölmiðla 4= S »© £ < fca | Cfl Q > Q •fi s s Ef> o s Tíminn > «0 S* Útvarp Chelsea-West Ham 1 í í 1 1 2 1 Coventry-Nott’m Forest 2 X 2 X 2 1 2 Everton-Newcastle 1 í 1 i 1 1 1 Leicester-Luton X X 2 i 2 X X Man. City-Aston Villa 1 1 1 X 1 X 1 Oxford-Q.P.R. 1 1 2 1 X 1 1 Sheffíeld Wed.-Liverpool 1 2 1 X X 1 2 Watford-Ipswich 1 1 1 1 1 1 1 W.B.A.-Southampton X X 1 2 X 2 1 Blackburn-Stoke 1 1 X 1 1 X 1 Crystal Palace-Brighton 1 1 X 1 1 2 2 Hull-Barnsley 1 2 X 2 X 1 X 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 Ami Þór skorar á Þórarin Árni Þór Freysteinsson sigraði Ingunni Jónsdóttur í síðustu viku 6:5 í getraunaleiknum. Árni Þór heldur því áfram og hann hefur skorað á félaga sinn Þórarin Stefánsson. Þórarinn stjórnar útvarpsþætti á Rás 2 sem heitir Hljóðdósin. Þórarinn er Man. IJnited aðdáandi og ætlar hann sér að leggja Árna Þór að velli strax svo hann ofmetn- ist ekki. Árni Þór er svo öruggur um sigur að hann hefur meira að segja ákveðið hver verði næsta fórnarlamb á eftir Þórarni. Mun það verða Tryggvi Gunnarsson markavél úr KA. En fyrst skulum við sjá hvernig Árna gengur þessa vikuna. Árni Þór Þórarinn Chelsea-West Ham Coventry-Nottm.Forest Everton-Newcastle Leicester-Luton Man.City-Aston Villa Oxford-Q.P.R. Sheff.Wed.-Liverpool Watford-Ipswich W.B.A.-Southampton Blackburn-Stoke C.Palace-Brighton Hull-Barnsley 1 2 1 2 x x 2 1 2 2 x x Chelsea-West Ham Coventry-Nottm.Forest Everton-Newcastle Leicester-Luton Man.City-Aston Villa Oxford-Q.P.R. Sheff.Wed.-Liverpool Watford-Ipswich W.B.A.-Southampton Blackburn-Stoke C.Palace-Brighton Hull-Barnsley Athugið! Fólk sem spilar i getraunum er minnt á að skila seðlunum inn fyrir hádegi á fimmtudögum, svo enginn verði nú af vinningi. 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 Enginn vill í stjóm Þórs Knattspyrna: KR-ingar koma norður - og spila við Þór, KA og Völsung

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.