Dagur - 26.03.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 26.03.1986, Blaðsíða 5
26. mars 1986 - DAGUR - 5 „Nei, ég fer bara einu sinni á ári í kirkju og það er á jólunum.“ - Ætlarðu að baka mikið fyrir páskana? „Nei, ég er óttalegur klaufi við að baka, þetta er svo mikil þolin- mæðisvinna. Svo þykja mér kök- ur ekkert sérstaklega góðar, þær eru bæði óhollar og fitandi. Ég er alltaf að telja sjálfri mér trú um að það sé algjör óþarfi að standa í bakstri. Hins vegar er ég meira fyrir að búa til góðan mat og er með þessa fínu gæs sem ég ætla að matreiða um páskana. En ég vona bara að það verði gott veður um páskana svo hægt verði að stunda útiveru og hafa það huggulegt. -mþþ Verð heima um þessa páska segir Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðs- stjóri. „Ég ætla að vera heima um pásk- ana. Er á bakvakt og svo er líka ferming hjá mér á skírdag, þann- ig að ég reikna ekki með að fara neitt á fjöll um þessa páska,“ sagði Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðsstjóri. „Reyndar á ég frí á annan í páskum og það fer eftir veðri hvort ég bregð undir mig betri fætinum þá. Jú, ég hef oft farið í ferðalög um páskana, þegar ég hef átt frí. Mér er sérstaklega minnisstæð ferð sem við fórum í fyrir 4-5 árum inn á Langjökul og Hofs- jökul í alveg óskaplega góðu veðri. Pað var 4 stiga hiti á Hveravöllum, kannski heldur heitt, því við þurftum að ferðast á nóttinni vegna bleytu. Einn okkar lenti niður um vök á einni ánni sem við fórum yfir. En við erum alltaf vel útbúnir þannig að það gekk vel. Ferðunum mega gjarnan fylgja einhver ævintýri. En ég vona að páskarnir í ár verði rólegir af því að ég er í bænum. Það er ýmislegt sem ég á eftir að gera. Ég er í stjórn Landssambands vélsleðamanna og þarf að fara að huga að reikn- ingum félagsins. Einnig sé ég um blað vélsleðamanna, sem koma á út á næstunni. Panníg að það er í nógu að snúast.“ -mþþ Gott að nota páskana í mann- legu samskiptin sagði Valgerður Sverrisdóttir á Lómatjörn. „Ég ætla að hafa það ofsalega rólegt um páskana. Pað er yfir- leitt þannig hjá mér að það er ansi mikið að gera,“ sagði Val- gerður Sverrisdóttir á Lóma- tjörn. „Ég ætla að vera heima með börnunum mínum og eigin- manninum og hafa það gott. Nei, ég hef ákaflega lítinn tíma til að lesa bækur, það er næstum því ókristilegt! Ég ætla að reyna að vera mikið úti um páskana. Það hefur verið þannig með mig að ég ætla mér alltaf að byrja að vera á skíðum næsta vetur. Svo hefur aldrei orð- ið neitt úr þeim fyrirætlunum. Kannski ég byrji núna, þegar vet- urinn er kominn aftur. Maðurinn minn á ægilega fín norsk göngu- skíði, það getur meir en vel verið að ég prófi þau um páskana. Það verður afmælisveisla hjá okkur á skírdag og ég ætla að fara til kirkju að Laufási. Svo fer ég í heimsóknir og fæ gesti. Mér finnst gott að nota páskana til að rækta mannlegu samskiptin.“ -mþþ Framsóknarfélag Húsavíkur heldur almennan félagsfund miðvikudaginn 26. mars nk. kl. 20.30 í Garðari. Dagskrá: Tekin ákvörðun um framboðslista. Stjórnin. Það kemst tilskilaíDegi Áskrift og auglýsingar S (%) 24222^^ Verslið páskakjúklinginn hjá okkur Opið alla páskana frá kl. 11.00—22.30. Fjölskyldupakkar fram yfir páska. 6 bitar af kjúklingum. 8 bitar af kjúklingum. 10 bitar kjúklingar, 3 sk. franskar. 4 sk. franskar. 5 sk. franskar, 3 sk. sósa, 4 sk. sósa, 5 sk. sósa, 3 sk. salaí. 4 sk. salat. 5 sk. salat. Verð kr. 595,— Verð kr. 795,— Verð kr- 995,— Gleðilega páska. Lítið inn, það borgar sig! Lumum á einhverju fyrir smáfólkið. 1 : CROWN , * CHICKEN ‘ AKUREYRI Skipagötu 12, Akurevri. Sími 21464. Auglýsing um innlausn happdrættísskuldabréfa rödssjóðs H flokkur 1976 Hinn 1. apríl nk. hefst innlausn happdrættisskuldabréfa ríkissjóðs í H flokki 1976, (litur: grænn). Hvert skuldabréf, sem upphaflega var að nafnverði gkr. 2.000, nú kr. 20,00, verður innleyst með verðbótum samkvæmt breytingum, sem orðið hafa á vísitölu framfærslukostnaðar frá útgáfudegi á árinu 1976 til gjalddaga í ár. Innlausnarverð hvers skuldabréfs í greindum flokki er kr. 851,90 Til leiðbeiningar fyrir handhafa happdrættisskuldabréfanna viljum vér benda á, að bréfin eru eingöngu innlevst í afgreiðslu Seðlabanka íslands. Hafnarstræti 10, Revkjavík. F»eir handhafar skuldabréfa, sem ekki geta sjálfir komið í afgreiðslu Seðlabankans, geta snúið sér til banka, bankaútibúa eða sparisjóða hvar sem er á landinu, sem sjá um innheimtu þeirra úr hendi Seðlabankans. Eftir gjalddaga greiðast engar verðbætur vegna hækkunar vísitölu framfærslukostnaðar. Skuldabréfin fyrnast á 10 árum, talið frá gjalddaga hinn 30. mars 1986. Reykjavík, mars 1986

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.