Dagur - 26.03.1986, Blaðsíða 15

Dagur - 26.03.1986, Blaðsíða 15
26. mars 1986 - DAGUR - 15 —hvað er að gerastZ Myndhópurinn á Akureyri: Páskasýning „Mér vitanlega hefur aldrei verið haldin svona keppni áður hérlendis, en þær þekkjast hins vegar erlendis, t.d. í Noregi,“ sagði Björn Björnsson úr Mývatnssveit er við ræddum við hann um dorgveiðikeppni á ís sem fram fer á Mývatni n.k. laug- ardag. Mývetningar hafa lengi stundað það að veiða á ís á Mývatni og fleiri og fleiri hafa prófað þetta undanfarin ár. Því var ákveðið að efna til þessarar keppni og hefst hún kl. 11 á laugardagsmorg- un, en skráningu lýkur klukkustund fyrr við Hótel Reynihlíð. Skráningargjald í keppn- ina er 400 krónur en auk þess er veittur fjölskylduafsláttur þannig að greiða þarf 300 krónur fyrir 2. leyfi og 200 krónur fyrir hvert leyfi þar umfram. Hver þátttakandi fær úthlutað keppnisnúmeri við skráningu og keppendur velja sér síðan keppnisstað. Keppendur sjá sjálfir um að koma sér út á ísinn en bannað er að aka út á ísinn. Starfsmenn keppninnar munu leiðbeina keppendum að vökum sem þegar hafa verið gerðar og einnig munu þeir aðstoða og leiðbeina eft- ir því sem tök verða á. Kepp- endur eru beðnir um að setja afla í sérstaka poka sem þeir fá við skráningu og að keppninni lokinni verður verðlaunaafhending kl. 17 í Hótel Reynihlíð, en keppni lýkur kl. 16. Fjöldi verðlauna verður í boði, s.s. fyrir flesta fiska, besta gæðamat afla, fyrsta fisk dagsins, stærsta fisk dagsins, flestar tegundir, flesta fiska hjá barni undir 12 ára aldri og einnig stærsta fisk barns auk fjölskyldu- verðlauna. Keppendur skulu búa sig vel og gott er að taka eitt- hvað með sér til að sitja á. Aðalsteinn Vestmann og Gunnar Dúi með sýningu að Jaðri Listmálararnir Aðalsteinn Vestmann og Gunnar Dúi opna málverkasýningu í golf- skálanum að Jaðri á Akur- eyri laugardaginn 29. mars nk. Á sýningunni sýna þeir fjölda verka sinna, olíu- og vatnslitamyndir. Aðalsteinn Vestmann lauk námi við Handíða- og mynd- listarskólann í Reykjavík árið 1952 og er nú starfandi myndmenntarkennari við Barnaskóla Akureyrar. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Gunnar Dúi stundaði nám við myndlistardeild Hand- íða- og myndlistarskólans og einnig erlendis m.a. á Spáni, í Frakklandi og Hollandi. Hann hefur haldið 13 einka- sýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér á landi og erlendis. Sýningin að Jaðri verður opin laugardaga og sunnu- daga kl. 14-22 og virka daga kl. 17-20 (lokað 2. dag páska). Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Sýn- ingunni lýkur 6. apríl. Leikfélag Akureyrar: Blóðbræður Leikfélag Akureyrar sýftir söngleikinn Blóðbræður eftir Willy Russell miðvikudags- kvöld kl. 20.30, skírdag kl. 17 og 2. páskadag kl. 20.30. Söngleikurinn var frum- sýndur sl. laugardag og hefur hlotið mjög góðar viðtökur. Hann fjallar um ævi og örlög tvíburabræðra sern aðskildir eru við fæðingu. Þeir alast síðan upp í ólíku umhverfi, annar við allsnægtir og hinn í fátækt. Þetta er kraftmikið verk, skemmtilegt og átakan- legt í senn og tónlistin er úr öllum áttum, blues, rokk, raggie, djass og grípandi dægurlög. Níu manna hljóm- sveit leikur undir stjórn Roars Kvam, en tónlist lifir undir mestöllum leiknum. Myndhópurinn á Akureyri efnir til páskasýningar í húsi Verkmenntaskólans (Iðn- skólanum sem var) og er þetta sjöunda samsýning Myndhópsins. Félagar í Myndhópnum, sem sýna að þessu sinni teikningar, vatnslitamyndir, olíumálverk o.fl. eru: Aðal- steinn Vestmann, Alice Sig- urðsson, Anna Guðný Sig- urgeirsdóttir, Bjarni Einars- son, Guðmundur Ármann, Gunnar Dúi, Hörður Jör- undsson, Iðunn Ágústsdótt- ir, Laufey Gunnarsdóttir, Ragnar Lár, Rut Hansen, Sigríður Rögnvaldsdóttir, Svavar Gunnarsson og Guð- rún Berg. Sýningin verður opnuð á skírdag kl. 14. Opið daglega kl. 14-22 og lýkur á annan dag páska. Sýningarnefnd. Páskamót Hjátprœðishersins Árlegt páskamót Hjálpræð- ishersins á íslandi verður haldið á Akureyri ac þessu sinni, og hefst í dag mið- vikudaginn 26. mars kl. 19.00 að Hvannavöllum 10. Á dagskrá eru biblíulestr- ar, samkomur og mynd- bandasýningar o.fl. Aðalræðumaður er majór Charles Norum frá Noregi. Stjórnendur mótsins eru deildarstjórahjónin, majór- arnir Dóra Jónasdóttir og Ernst Olsson. Mótsgestir eru frá Reykja- vík, ísafirði og Akureyri og hafa þegar skráð sig um 40 manns. Mótið er opið öllum og nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 24406 eða að Hvannavöllum 10. HiálDræðisherinn. Fermingagjöfin fæst í Skart páska Gullsmíðastofan Hafnarstræti 94 Akureyri. Sími 96-24840. Bjöm Sigurðsson, Baldursbrekku 7. Símar 41534 & 41666. Sérleyfisferðir. Hópfcrðir. Sætaferðir. Vöruflutningar Húsavík - Akureyri - Húsavík 26. mars til 2. apríl. Frá Húsavík Frá Akureyri Miövikudag 26. mars kl. 9.00 kl. 17.00 Laugardag 29. mars kl. 13.30 kl. 16.00 Mánudag 31. mars kl. 18.00 kl. 21.00 Þriðjudag 1. apríl kl. 18.00 kl. 21.00 Miðvikudag 2. apríl kl. 9.00 kl. 16.00 Mývatn - Laugar - Akureyri. Frá Reynihlíð Miðvikud. 26. mars kl. 8.00 Þriðjud. 1. apríl kl. 17.00 Síðan venjuleg vetraráætlun. Frá Laugurr. Frá Akureyri kl. 9.00 kl. 17.00 kl. 18.00 Sérleyfishafar. Akureyringar - Bæjargestir Verið velkomin og njótið góðra veitinga á Höfðabergi yfir páskahátíðina. Opið alla dagana fyrir hadegis- og kvöldverð. ★ ATH! Enginn dansleikur verður laugardagskvöldið 29. mars 1986. ★ *---------------------------- > Súlnaberg er opið alla daga frá kl. 08.00-20.00. Góður matur á vægu verði. Gleðilega páska

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.