Dagur - 26.03.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 26.03.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 26. mars 1986 tMinning Guðmundur Blöndal fyrrverandi fulltrúi Á öldum ljó^vakans bárust mér þær fregnir að vinur minn, Guð- mundur Blöndal hefði látist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri þann 17. þ.m., en þar hafði hann verið sjúklingur samfleytt sl. þrjú ár og tveimur og hálfum mánuði betur. Guðmundur Blöndal var fædd- ur að Hlaðhamri í Hrútafirði þann 10. desember 1902, sonur hjónanna Ágústar Lárussonar Blöndal hreppstjóra síðar sýslu- skrifara á Seyðisfirði og konu hans Ólafíu Sigríðar Theodórs- dóttur verslunarstjóra á Borð- eyri. Hann ólst upp hjá móður- bróður sínum Guðmundi Theo- dórs bónda og hreppstjóra í Stór- holti í Dalasýslu. Kona Guðmundar Blöndal var Anna Ólafsdóttir Indriðasonar frá Hvoli í Saurbæ Dalasýslu skagfirskrar ættar. Hún lifir mann sinn. Börn þeirra voru: Guðborg, Friðrik Theodór og Ólafía Guðrún. ÖIl eru þau á lífi. Kynni okkar Guðmundar Blöndal voru á árum þeim sem við vorum samtímis bændur í Dalasýslu, Guðmundur bjó í Litlaholti í Saurbæ. Jafnhliða búskapnum var Guðmundur landpóstur á leiðinni frá Stórholti til Búðardals um Strandir, það er leiðin fyrir Klofning. Bréfhirðing var á Staðarfelli svo póstferð Guðmundar Blön- dal lá þar um með viðkomu í báðum leiðum. Kynni okkar urðu því náin fljótlega. Guð- SKIPADEILD SAMBAMDSINS Sölu- og markaðsdeild Akurevri Símar 21400 og 22397 LESTUNARÁÆTLUN REYKJAVÍK ALLA MIÐVIKUDAGA AARHUS SVENDBORG KÖBENHAVN ALLA ÞRIÐJUDAGA ALLA MIÐVIKUDAGA ALLA FIMMTUDAGA GÖTEBORG I MOSS I LARVIK ALLA FÖSTUDAGA 11 ALLA LAUGARDAGA | j ALLA LAUGARDAGA HULL ANTWERPEN ROTTERDAM HAMBURG ALLA MÁNUDAGA ALLA ÞRIÐJUDAGA ALLA ÞRIÐJUDAGA ALLA MIÐVIKUDAGA HELSINKI MÁNAÐARLEGA GLOUCESTER NEWYORK PORTSMOUTH MÁNAÐARLEGA MÁNAÐARLEGA MÁNAÐARLEGA Akureyri Simi 96-21400 mundur Blöndal var afskaplega háttvís í allri framkomu, kátur, hress og fljótur til svars, ef það átti við og þá mjög orðheppinn. Svo vinsæll var hann á heimili okkar Margrétar á Staðarfelli að það þótti góð tíðindi þegar vitað var að Blöndal ætlaði að gista hjá okkur á Staðarfelli í vetrarferð- um sínum sem hann gerði oftast á heimleið. Svo mikil glaðværð og léttleiki fylgdi honum að jafnaði, að dvöl hans á heimilinu okkar boðaði gleðistemmningu. Ég átti einnig því láni að fagna að vinna með Guðmundi Blöndal í stjórn Ungmennasambands Dalamanna þar gegndi hann gjaldkerastarfi. Ég var formaður þeirrar stjórnar og Friðjón alþingismaður Þórðarson ritari. Gjaldkerastörfin fórust Blöndal sérstaklega vel úr hendi sem önn- ur störf. Á síðari hluta fimmta ára- tugarins fluttist Guðmundur Blöndal til Akureyrar og gerðist starfsmaður hjá KÉA. Þar starf- aði hann í 12 ár, í framhaldi af því gerðist hann fulltrúi hjá skatt- stjóranum á Akureyri. Þar starf- aði hann svipaðan tíma eða þar til hann lét af störfum vegna aldurstakmarks f opinberum störfum. Það kom í ljós á Akureyri, ekki síður en í Dölum hvað sam- ferðafólk hans treysti honum vel til starfa, þó menntun hans væri aðeins eins vetrar nám við Ungl- ingaskólann í Hjarðarholti í Dölum. Samt reyndist hann góð- ur starfsmaður hjá KEA. Og sem fulltrúi skattstjórans á Akureyri. En til fleiri starfa var hann einnig valinn; gjaldkeri Framsóknarfé- lags Akureyrar var hann um ára- tug og formaður Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna á Akureyri var hann lengi. Hann var auk þess gjaldkeri Rauða kross íslands á Akureyri og fram- kvæmdastjóri hans. í fyrsta bindi í bókarflokki Erlings Davíðsson- ar ritstjóra „Aldnir hafa orðið“ segir Guðmundur Blöndal frá nokkrum samtíðarmönnum í Dalasýslu. í formála ritstjórans Erlings er hann kynnir Guðmund Blöndal og störf hans á Akureyri segir svo: „Mikil reglusemi og árvekni einkenna öll þau störf, er hann tekur að sér, og ekki slævir hann vinnuþrek sitt með nautna- lyfjum.“ Á lífsleiðinni hefi ég kynnst og unnið með mörgum mikilhæfum ágætis mönnum. í þeim hópi var Guðmundur Blöndal, sem nú hefur farið yfir landamerki lífs og dauða. Með sérstöku þakklæti kveð ég þennan gamla vin minn. Blessuð sé minning hans. Konu hans frú Onnu, börnum þeirra og afkomendum öllum og venslafólki færum við Margrét innilegar samúðarkveðjur. Halldór E. Sigurðsson. Myndlistarsýning í Bjargi: Ljóð, gerningur, söngur, hljóðfærasláttur Haraldur Ingi Haraldsson, Jón Laxdal Halldórsson og Kristján Pétur Sigurðsson opna mynd- listasýningu í Bjargi, húsi Sjálfs- bjargar á Akureyri, fimmtudag- inn 27. mars, skírdag kl. 15. Sýn- ingin stendur til 6. apríl og verð- ur opin helgidaga frá kl. 14 til 19, en aðra daga á opnunartíma Bjargs. KI. 14 á skírdag verður opnun- arathöfn í kjallara hússins. Þar mun Jón Laxdal lesa ljóð, Har- aldur Ingi flytja gerning og Kristján Pétur syngja nokkur lög. Sjálf sýningin verður svo opnuð kl. 15. Kristján Pétur Sigurðsson hef- ur lengstum lagt stund á rokk og ról. Hann söng með Kamarorg- hestunum sælu og hefur lagt stund á grafík og málverk um skeið og sýnir nú þannig verk. Blóðflokkur A+. Jón Laxdal hefur undanfarið fengist við skáldskap og myndlist jöfnum höndum. Hann var einn stofnenþa Rauða hússins á Akur- eyri sem hýsti listviðburði af ýmsu tagi. Jón sýnir í þetta sinn smámyndir mitt á milli klippi- mynda og málverks. Haraldur Ingi útskrifaðist úr MHÍ 1981 og stundaði fram- haldsnám í Hollandi á árunum 1982-85. Hann starfaði með Rauða húss-hópnum og hefur haldið einka- og samsýningar á íslandi og í Hollandi. Haraldur sýnir málverk og litlar högg- myndir úr tré og leir. ATH. Engin boðskort send út, en allir hjartanlega velkomnir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.