Dagur - 28.04.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 28.04.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, mánudagur 28. aprfl 1986 78. tölubiað Samherji hf.: Margréti EA breytt fyrir 100 milljónir - Skipið lengt um 10 metra og útbúið til rækjuveiða Togarinn Margrét EA héit áleiðis til Noregs í gær en þar á að framkvæma miklar lagfær- ingar og breytingar á skipinu. „Það á meðal annars að setja í það nýja vél, lengja það og útbúa það til rækjuveiða,“ sagði Þorsteinn Baldvinsson hjá Samherja h.f. á Akureyri í samtali við Dag. Margrét EA hét áður Maí og var togarinn í eigu Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar og síðar Hvaleyrar h.f. Samherji eignaðist togarann eftir skipti við Hvaleyri á tog- bátnum Helga S. Vél Margrétar er ónýt og hyggjast Samherja- menn setja í skipið nýja vél, gír og hæggenga skrúfu auk þess sem skipið verður gert upp. Að sögri Þorsteins verður skipið lengt um u.þ.b. 10 metra og munu breyt- ingarnar kosta í allt rúmar 100 milljónir króna og verktíminn verða hálft ár. Þorsteinn sagði að vel hefði verið hægt að láta framkvæma þessar breytingar hér heima en verkefnastaða íslenskra skipa- smíðastöðva væri góð í augna- blikinu og þess vegna hefði verið ákveðið að láta gera breytingarn- ar í Noregi. Samherji hefur fengið öll til- skilin leyfi til að fara út í breyt- ingarnar. „Svo verður bara að koma í ljós hver á þetta skip þeg- ar upp er staðið. Við vonumst til og trúum því að við munum verða eigendur að því,“ sagði Þorsteinn og skírskotaði þar til þess að til þess að standa undir slíkum breytingum verði rekstr- arafkoman að verða góð á næst- unni og í þeirri trú væri farið af stað. Þorsteinn sagði að sú stað- reynd að útgerðarfélagið Odd- eyri, sem Samherji er eignaraðili að, fékk eitt raðsmíðaskipanna setji ákveðíð strik í reikninginn en hann sagðist vona að Margrét EA muni koma til með að skapa mönnum atvinnu á sama hátt og Akureyrin hefur gert. „Þegar menn eru að bera sam- an tölur varðandi viðgerðir hér og erlendis hefur það sýnt sig að þær tölur eru að mörgu leyti ekk- ert ólíkar, þótt verktíminn sé oft á tíðum lengri hér. Þegar menn eru að rakka niður íslensku „Þetta er allt í lagi, þú vinnur bara á næsta ári,“ gæti þjálfarinn verið að segja við unga skíðagarpinn, honum til hughreystingar. Myndin var tekin á Andrésar Andar leikunum sem lauk á laugardag. Sjá nánar íþróttasíður í miðopnu. Mynd: KGA. skipasmíðina geta sumir útgerð- armenn virkilega tekið í hnakka- drambið á sjálfum sér vegna þess hvernig þeir standa að sínum við- gerðum. Ég tel oft á tíðum ómak- lega að íslensku stöðvunum vegið. Ég bendi á í því sambandi að breytingar á Akureyrinni voru framkvæmdar í Slippstöðinni á Akureyri og þær voru samkeppn- ishæfar í verði og vinnubrögð iðnaðarmanna öll til fyrirmynd- ar,“ sagði Þorsteinn að lokum. BB. Ungfrú Akureyri: Gígja Birgisdóttir var kjörin „Ungfrú Akurevri" á skemmtun í Sjallanum fyiir helgina. Sjá nánar li_ q í máli og myndum á • Sjallinn seldur! - Skrifað undir samninga í dag „Það verður skrifað undir á morgun og við tökum við rekstrinum 1. maí,“ sagði Helgi Helgason, einn þriggja einstaklinga sem eru að kaupa veitingahúsið Sjallann á Akur- eyri af hlutafélaginu Akri, er Dagur ræddi við hann í gær. Það eru þeir Helgi Helgason, Jón Högnason og þriðji aðili sem ekki var hægt að fá gefið upp í gær hver er, sem standa að kaup- unum, en þeir Helgi og Jón reka veitingastaðinn „Crown-chicken“ á Akureyri. Helgi sagði í samtali við Dag að nú væri einungis eftir að undirrita samninginn. „Það er hægt að reka þetta hús og reynd- ar má Sjallinn alls ekki deyja,“ bætti hann við. Jón sagði að samningur lægi fyrir, en það ætti eftir að undirrita hann og einnig ætti Iðnaðarbankinn, sem er við- skiptabanki Sjallans, eftir að leggja blessun sína yfir kaup þeirra félaga. Hver þriðji aðilinn er sem stendur að kaupunum var ekki hægt að fá gefið upp í gær, og reyndar er talið hugsanlegt að sá aðili muni verða „huldumaður" áfram og nafn hans verði ekki gefið upp. En það liggur sem sagt nokkuð ljóst fyrir að í dag eftir aðalfund Akurs hf. verði gengið frá samningum og nýir eigendur taki við Sjallanum á fimmtudag. Miklar skemmdir á Sigluvíkinni - Mesta mildi að ekki fór verr „Það brotnuðu 5 rúður í brúnni og hún hálffylltist af sjó. Loftið í brúnni er mikið skemmt og ég held ég megi segja að öll tækin séu mikið skemmd og jafnvel ónýt,“ sagði Sigurjón Jóhannsson skipstjóri á Sigluvík SI-2 frá Siglufírði en skuttogarinn fékk á sig brotsjó á föstudagsmorg- uninn þar sem hann var á veið- um í Víkurál. Sigluvík kom til hafnar á Siglu- firði um 2-leytið í fyrrinótt. í gær- kvöldi var von á mönnum frá tryggingafélagi skipsins til að meta skemmdirnar en ljóst er að þær eru mjög miklar. Að sögn Sigurjóns skipstjóra er ekkert heillegt í brúnni. Þá flæddi sjór niður í íbúðir á millidekki og neðra dekki og olli talsverðum skemmdum þar. Magnús Asmundsson 1. stýri- maður var í brúnni þegar óhapp- ið varð og þykir mesta mildi að hann skyldi sleppa ómeiddur. „Maður skilur varla hvernig hann fór að því að sleppa svona vel, því af öllum ummerkjum að dæma hefur brúin bókstaflega fyllst af sjó. Meira að segja tæki sem eru fjærst frá gluggunum eru mikið skemmd," sagði Sigurjón. Búast má við að Sigluvíkin verði stopp í talsverðan tíma vegna þessa en málin munu vænt- anlega skýrast í vikunni. BB. Þeir munu einnig taka við skuldum fyrirtækisins, en Sjalla- nafnið verður áfram við lýði. Talsverðar breytingar eru áform- aðar á rekstri hússins en Jón Högnason sagði of snemmt að tjá sig um þær á þessu stigi. gk-. Lögreglan: Norðlensk æska til fyrirmyndar Lögreglan á Norðurlandi átti náðuga helgi að þessu sinni. Einungis eitt umferðaróhapp varð um helgina. Það var að- faranótt sunnudags að bíll ók út af veginum í Langadal. Fernt var í bílnum og sluppu allir ómeiddir nema hvað bíl- stjórinn meiddist lítillega á hendi. A Akureyri voru tveir öku- menn teknir fyrir meinta ölvun við akstur. Lögreglumönnum þótti sérstaklega ánægjulegt hversu rólegir unglingarnir voru um helgina. Samræmdum próf- um í grunnskólunum lauk á föstudaginn og áttu margir von á að unglingarnir myndu halda ærlega upp á það. Svo sem kunn- ugt er stóð lögreglan í Reykjavík í stórræðum um helgina við að hemja unglingana sem fóru eins og stormsveipur um miðborgina, brutu rúður og létu öllum illum látum. Margir norðlenskir unglingar gerðu sér dagamun um helgina en voru mun rólegri en jafnald- rarnir í höfuðborginni. Lögregl- an þurfti engin afskipti að hafa af hátíðahöldum unglinganna og höfðu menn á orði að norðlensk æska væri hreint til fyrirmyndar. BB.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.