Dagur - 28.04.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 28.04.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 28. apríl 1986 n Minning * Skúli Magnússon „Áður sat ítur með glöðum og orðum vel skipti; nú reikar harmur í húsum og hryggð á þjóðbrautum. “ Jónas Hallgrímsson. Þessi hending skáldsins tjáir betur en mörg orð hugi ástvina og frænda þegar dauðinn hefur höggvið nærri. Og eflaust fór svo fleirum en mér er spurðist iát föðurbróður míns, Skúla Magn- ússonar, en hann lést hinn 15. þ.m. á Landspítalanum í Reykjavík. Óvænt gat fréttin ekki talist þótt vonbrigðum ylli. Eftir mikla og næsta tvísýna aðgerð erlendis í ársbyrjun höfðu batahorfur verið allgóðar. Þrótt- urinn hafði aukist smátt og smátt og glaðieg og hvetjandi orð Skúla sjálfs vöktu vonir um að enn gæf- ist honum nokkur heilsa og tæki- færi tii að sitja á ný „ítur með glöðum og orðum vel skipta“. Hann lét engan bilbug á sér finna. Háttur hans var sem fyrr að kvarta ekki, viðmót hans allt fremur hvatning til bjartsýni og að gleðjast meðan dagur entist. Ósjaldan vekur slík framganga öðrum andvaraleysi en gerir um leið minningarnar þeim mun bjartari. En því er líka við hæfi að fylgja hugsun skáldsins áfram og segja: „.. Glaðir skulum allir að öllu til átthaga vorra horfa, er héðan sá hverfur oss hjarta stóð nærri. “ kennari F. 27.3. 1911 -D. 15.4. 1986 Eins og ósjálfrátt reikar hugur- inn til bernskuára minna í Skriðu í Hörgárdal, þegar Skúli var hin styrka stoð fjöiskyldunnar. Veik- indi yngri bróður hans, Finns, höfðu um það leyti valdið erfið- leikum sem ekki var séð fyrir hvernig leystir yrðu, en eldri bróðir hans, Höskuldur, látinn fyrir fáum árum. Óhjákvæmilegt var að ráðast í íbúðarhúsbygg- ingu og vonin bundin Skúla öðr- um fremur að leggja því lið. Hann bjó þá á Akureyri ásamt börnum sínum og eiginkonu, Þorbjörgu Pálsdóttur frá Víði- dalsá í Steingrímsfirði, en þau gengu í hjónaband 12. apríl 1938. Á Akureyri hafði Skúli nokkrum árum áður tekið við kennara- stöðu við Barnaskóla Akureyrar og síðar Gagnfræðaskólann, sem hann átti eftir að leggja til starfskrafta sína í áratugi. En „römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til“. Skriða varð hans annað heimili og þar tók liann þátt í að reisa íbúðarhúsið 1947 og dvaldi síðan ásamt fjölskyldu sinni oft á sumrum og vann að heyskap með bróður sínum. Og myndir þeirra ára verða ekki máðar burt. Þær tengjast leik og starfi okkar Sverris Haraldssonar með börnum Skúla, Magnúsi, Margréti og Páli, en yngri voru systkinin Þórgunnur og Skúli. Sverrir er stjúpsonur Finns og býr nú að Skriðu. Þessar minningar veit ég að eru dýrmætar okkur öllum. En þær minna líka á dugnað og áhuga Skúla, minna á traustan og umhyggjusaman frænda sem var bundinn föður sínum og bróður og öðru fjölskyldufólki sterkum böndum. Skúli vildi hlúa að sínum ættar- reit. Trjáplöntur setti hann niður á þeim árum til endurnýjunar og til að auka á fegurð gamla Skriðugarðsins, þar sem langa- langafi hans, Þorlákur Hallgríms- son, hafði ásamt sonum sínum gróðursett fyrstu reynitrén hér á landi, auk annarra brautryðj- endastarfa á sinni tíð. Síðast fyrir tæpu ári gengum við Skúli um þennan garð og benti hann mér þá á plönturnar sem voru orðnar að stórum trjám. En sjálfstæðum trjáreit komu þau hjónin, Þor- björg og Skúli, líka upp síðar í landi Skriðu og veit ég að þau áttu þar margar góðar stundir. Bent hefur verið á að Jónas Hallgrímsson hafi búið að áhrif- um frá Skriðufeðgum þegar hann orti um „birkiþrastasveim", „full- gróinn akur“ og skóga sem glymja „skreyttir reynitrjám“. Um það skal ekki dæmt hér. En hitt er víst að Skúli hafði sama áhuga og vilja og forfeður okkar og var hvers kyns gróðurrækt kær. Féll það og vel að því rækt- unarstarfi sem er hlutskipti kenn- arans, að hlúa að hinum ungu og koma þeim til nokkurs þroska. Skúli var fæddur að Hátúni í Hörgárdal 27. mars árið 1911 og þar ólst hann upp með bræðrum sínum hjá foreldrunum Magnúsi Friðfinnssyni og Friðbjörgu Jóns- dóttur frá Skriðu. Hjá þeim hjón- um var einnig upp alinn Sigur- björn Sigurbjörnsson, sem nú er búsettur á Akureyri. Nokkru áður en Skúli lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um á Akureyri (1935) hafði fjöl- skyldan flust að Skriðu og þar veit ég að fylgst var af áhuga með námi hans. Þar var til hans hugs- að og þangað lá leið hans ætíð þegar tækifæri gafst frá náminu. Eftir dvöl syðra og nám í Háskóla íslands vetrarlangt hélt Skúli til Kaupmannahafnar og lagði stund á sálarfræði en hélt heim aftur í stríðsbyrjun og lauk prófi frá Kennaraskóla íslands 1941. Til Akureyrar lá svo leiðin eftir kennslustörf í Vestmanna- eyjum um eins vetrar skeið. Skammt var þá á ný „föðurtúna til“ og hélst svo öll þau ár sem Þorbjörg og Skúli bjuggu á Akur- eyri, en þar varð dvölin samfelld allt til árs 1978, er þau fluttu til Reykjavíkur til að búa í nálægð barna sinna, sem þar voru þá við störf eða enn við háskólanám. Starfssaga Skúla á Akureyri var því orðin löng áður en lauk. Þá sögu veit ég að aðrir skrá sem betur þekkja. En þegar ég lít til baka til þeirra ára sem Skriða var hinn sameiginlegi griðastaður og vettvangur frændsystkina og vina, finn ég að rita mætti einnig langa sögu. Þar talar „minning- anna töfratunga málið sitt“ og þökkin er heil og einlæg í hugum okkar allra sem þeirri sögu tengdumst. Skúli var ætíð samur og jafn. Prúðmennska og hlýja, umhyggja og hvatning voru föru- nautar hans en um leið festa og ákveðni og krafa um aga bæði í námi og starfi. Ég naut þess á unglingsaldri að vera um skeið nemandi Skúla í Gagnfræðaskólanum og vissi af nærveru hans síðar sem prófdóm- ara við Menntaskólann á Akur- eyri. En ég fann aldrei til sér- stöðu fyrir frændsemissakir nema síður væri, fann mig aðeins sem einn úr hópnum sem hvorki var hlíft við námskröfum né aga, þótt ég vissi að hann bar mikla umhyggju fyrir mér og hafði metnað fyrir mína hönd. Söm hygg ég að hafi verið reynsla hans eigin barna sem öll urðu stúdent- ar frá Menntaskólanum á Akur- eyri. Vafalaust hefur hann ekki litið slíkt hrósunarefni og frábeð- ið sig lofsyrðum fyrir kennslu- störfin sem önnur störf. En „sjálfur hann sitt vottorð skrifa vann, verkin lofa best hvern snilldarmann", sagði séra Matt- hías. Þau orð eiga við hér. Það staðfestir þakkarhugur fjöl- margra nemenda Skúla og sam- kennara, Oddfellowbræðra og annarra vina, sem nutu verka hans og nærveru. Ekki mun heldur ofmælt að Skúli var víðlesinn, bjó yfir víð- tækri þekkingu á sviði sögu og bókmennta, íslenskumaður var hann góður og hvers kyns húmanisk fræði áttu hug hans allt til loka. Störf að kennslu og leið- sögn nemenda urðu líka hlut- skipti hjónanna beggja enn eftir að til Reykjavíkur kom og svo sem aðstæður þeirra og heilsa leyfðu. Með sérstökum áhuga studdu þau og fylgdust með námi barna sinna, glöddust með þeim og fyrir þeirra hönd yfir vel- gengni í námi og starfi. í hugann koma margar ánægjulegar og uppbyggilegar samræðustundir sem ég sakna helst nú að ekki gáfust fleiri. En þær minna mig á að fyrir nokkr- um árum kom út bókin „Ríki mannsins" eftir Vibeke Engel- stad, sem Skúli þýddi úr norsku og hlaut sérstakt lof gagnrýnenda fyrir þýðingu sína. I lokaorðum þeirrar bókar finnst mér sem hugsun hans sjálfs sé nærri, en þar segir: „Við höfum öll lært af reynsl- unni að listin að lifa er enginn leikur. Raunveruleikinn getur verð hilling sem bæði hræðir og lokkar. Frelsi, ábyrgð, samræmi og félagslyndi eru dýrmæt og fög- ur orð, sem við viljum gjarnan að rætist í lífinu og þó lokum við oft bæði augum og eyrum og viljum hvorki sjá né heyra. Við vitum að til er leið sem við verðum að þreifa okkur áfram eftir. Við vit- um einnig að til er sjálfkrafa þróun sem við ráðum engu um og verðum að taka á móti eins og gjöf.“ Víst er þetta þýðing en þó um leið hugsun Skúla og orðaval. Og megum við, ástvinir hans, ekki líta fráfallið sem „gjöf“ þótt von- brigðum ylli í svip, gjöf og góða lausn? Ég vil a.m.k. þakka góð- um Guði þá gjöf, sem Skúli var sjálfur í öllu lífi sínu og starfi, mér og fjölskyldu minni, þakka umhyggju alla, hvatningu og uppörvun. Hlýr hugur og þakklátur bein- ist til Þorbjargar og frændsystkin- anna syðra frá ástvinum öllum í átthögunum norðan heiða. Ég bið góðan Guð að styrkja Þorbjörgu og gefa henni heilsu og þrótt. Hann blessi minningu Skúla Magnússonar. Þórhallur Höskuldsson. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 128., 130. og 133. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Frostagötu 6C, Akureyri, þinglesinni eign Valsmíði sf. fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs, Iðnþróunarsjóðs og bæjargjaldkerans á Akureyri á eigninni sjálfri föstudaginn 2. maí 1986 kl. 15.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Lyngholti 25, Akureyri, þinglesin eign Þór- is Jóns Ásmundssonar, fer fram eftir kröfu, Gunnars Sólnes hrl. og veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri föstu- daginn 2. maí 1986 kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Arnarsíðu 6D, Akureyri, þinglesin eign Ásgeirs Inga Jónssonar, ferfram eftir kröfu veðdeildar Lands- banka íslands, Tryggingarstofnunar ríkisins, Gunnars Sólnes hrl. og Björns Jósefs Arnviðarsonar hdl. á eigninni sjálfri föstu- daginn 2. maí 1986 kl. 14.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Grænumýri 15, Akureyri, talin eign Stein- dórs Haraldssonar, fer fram eftir kröfu Tryggingarstofnunar ríkisins, veðdeildar Landsbanka Islands, Guðjóns Á. Jóns- sonar hdl., Ásmundar S. Jóhannssonar hdl., Björns Jósefs Arnviðarsonar hdl., Péturs Guðmundssonar hdl., Brúnabóta- félags Islands Akureyri, og Gunnars Sólnes hrl., á eigninni sjálfri föstudaginn 2. mai 1986 kl. 14.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Aðalfundur Umf. Vorboðans veröur haldinn I Sólgarði þann 2. maí kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 131., 138. og 145. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Smárahlíð 9G, Akureyri, þinglesinni eign Ásgerðar Ásgeirsdóttur og Eyjólfs Björnssonar, fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans á Akureyri á eigninni sjálfri föstudag- inn 2. maí 1986 kl. 16.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 131., 138. og 145. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Hafnarstræti 98, hluti, Akureyri, þingles- inni eign Hótel Akureyri hf. fer fram eftir kröfu bæjargjaldker- ans á Akureyri og Gunnars Sólnes hrl., á eigninni sjálfri föstu- daginn 2. maí 1986 kl. 15.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 131., 138. og 145. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Skarðshlíð 18E, Akureyri, þinglesinni eign öldu Aradóttur, fer fram eftir kröfu Tryggingarstofnunar ríkis- ins og Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 2. maí 1986 kl. 16.00. Bæjarfógetinn á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.