Dagur - 28.04.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 28.04.1986, Blaðsíða 9
28. apríl 1986 - DAGUR - 9 Helga Björg Jónasdóttir var kjörin Ijósmyndafyrirsæta Akureyrar og stúlkurnar völdu hana vinsælasta í hópnum. hildur Hafberg. Hrafnhildur sá um krýninguna. Hún var spurö hvernig það hefði verið að bera þennan titil í 1 ár. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt ár, en mér hefur ekkert liðið öðruvísi en öll hin árin. Það hefur verið gaman að taka þátt í þessu, ég bjóst ekki við neinu. Eg vissi í rauninni ekkert hvað ég var að fara út í, en ég hef ekki orðið fyr- ir vonbrigðum. Þetta er hlutur sem maður prófar ekki nema einu sinni, þetta er alveg sérstök upplifun." Hrútasýning, kannski? „Nei, alls ekki. Ég hafði þá skoðun áður að þetta væri bara eins og hver önnur hrútasýning, en ég hef ekki þá skoðun lengur. Þetta er svo miklu meira en bara kvöldið sem krýningin fer frani." Hrafnhildur Hafbcrg, ungfrú Akureyri 1985, krýndi hina nýju fegurðardrottningu og naut aðstoðar Berghildar Johansen. Stúlkurnar óska Gígju til hamingju með titilinn. Myndir: KGA. ungfrú heimur, og Sif sem ber titilinn ungfrú Skandinavía. Nefndi Baldvin hvað kvöldið í Sjallanum væri glæsilegt og end- aði á því að þakka Akureyring- um fyrir að hafa búið til Ingimar Eydal! Að ávarpi Baldvins loknu komu stúlkurnar fram í kvöld- kjólum og síðan var tilkynnt hver hefði hlotið titilinn vinsælasta stúlkan, var það Helga Björg Jónasdóttir. Helga hlaut einnig titilinn Ijósmyndafyrirsæta Akur- eyrar. Heiðursgestur kvöldsins var ungfrú Akureyri 1985, Hrafn- Eftir líflega tískusýningu frá versluninni Perfect, þar sem sýndar voru sumarvörurnar, var komið að hápunkti kvöldsins, krýningu ungfrú Akureyrar 1986. Taugar samkomugesta voru orðnar þandar til hins ítrasta, svo ekki sé talað um taugar stúlkn- anna sjálfra, þegar loks var til- kynnt að Gígja Birgisdóttir hefði hlotið titilinn. Mikil fagnaðarlæti brutust út og ég held að óhætt sé að segja að Gígja hafi „átt salinn". Dagur óskar Gígju til hamingju með titilinn og farsæld- ar í framtíðinni. - HJS Það var mikið um dýrðir í Sjallanum á miðvikudags- kvöldið, en þar var haldin feg- urðarsamkeppni Akureyrar 1986. Krýndar voru ungfrú Akureyri 1986 og Ijósmynda- fyrirsæta Akureyrar, auk þess völdu stúlkurnar vinsælustu stúlkuna í hópnum. Að borðhaldi loknu komu stúlkurnar fram í sportfatnaði og síðan sýndi dansflokkur frá Dansstúdíó Alice nýjan dans, New York, New York, með miklum tilþrifum. Umboðsmaður fegurðarsam- keppna erlendis og sá sem staðið hefur fyrir keppninni um ungfrú ísland undanfarin ár, Baldvin Jónsson, var mættur í Sjallann og flutti hann stutt ávarp. Talaði Baldvin um hvað íslenskar stúlk- ur hafa staðið sig vel í fegurðar- samkeppnum erlendis undanfar- in ár og nefndi þar Hólmfríði Karlsdóttur, sem hvert manns- barn á íslandi veit að var kjörin Glimrandi kvöldí Sjallanum - er ungfrú Akureyri var krýnd „Hef áhuga á fyiirsætustörtum “ - segir Gígja Birgisdóttir, ungfirú Akureyri 1986 Það var mikið um kossa og faðmlög er blaðamaður Dags brá sér á bak við eftir krýn- ingu Gigju sem ungfrú Akur- eyri. Ein mynd af Gígju og unnustanum, ein af Gígju og foreldrunum og síðan varð að fá eina af fegurðardrottning- unni og vinkonunum. Loks tókst undirritaðri að króa Gígju af úti í horni og fá smá spjall við hana. Fyrsta spurn- ingin var þessi klassíska, bjóst hún við sigri? „Nei, alls ekki, mér finnst hinar allar mjög góðar og við allar hafa jafna möguleika.“ Þá kvað við frá hinum stúlkunum í keppninni: „Hún átti þetta svo sannarlega skilið, hún er alveg rétta manneskjan í þetta.“ Það var ekki laust við að Gígja færi hjá sér. „Þetta er búinn að vera alveg frábær tími, við erum all- ar svo góðar vinkonur.“ - Hvað olli því að þú tókst þátt í keppninni? „Heiðar Jónsson hringdi í mig og ég sagði strax já. Hann sagðist hafa fengið ábendingu um mig og Helgu Björgu, en ég hef ekki hugmynd um hvaðan.“ - Hvernig tilfinning er það að hafa sigrað? „Hún er mjög góð. Þetta er alveg sérstök tilfinning sem ég hef ekki kynnst áður.“ - Kannski gamall draumur að rætast? „Já, kannski. Annars hef ég aldrei hugsað um svona hluti áður.“ - Heldurðu að þetta komi til með að breyta einhverju fyrir þig, áhugi á fyrirsætustörfum? „Það má vera að þetta breyti einhverju. Ég gæti alveg hugsað mér að starfa sem fyrirsæta og þá sérstaklega erlendis, mig langar að komast í burtu.“ Gígja stundar nám á við- skiptasviði í Verkmennta- skólanuni. Hún stefnir að stúd- entsprófi og síðan frekara námi, en það er ekki ákveðið hvað það verður. „Ég læt þetta ekki breyta neinu þar um,“ sagði Gígja, ákveðin og þar með sleppti ég hendi minni af henni, enda margir sem biðu eftir að ná sambandi við þessa fallegu stúlku sem áreiðanlega á eftir að verða Akureyringum til sóma. - HJS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.