Dagur - 28.04.1986, Blaðsíða 3
28. apríl 1986 - DAGUR - 3
Lionshreyfiiigin:
„Vímulaus æska“
- Almennur fundur í Alþýðuhúsinu annað kvöld
og skólaboðhlaup á laugardag
í fyrsta skipti í sögu Lions-
hreyfingarinnar hefur verið
gerð 5 ára alþjóðleg áætlun til
þess að berjast gegn misnotk-
un vímuefna. Þetta starf er nú
að heijast hér á landi en margir
Lionsklúbbar í Bandaríkjun-
um, Asíu og Evrópu hafa starf-
að á þessu sviði. Lionshreyf-
ingin á íslandi vinnur að þessu
máli í samstarfi við hreyfing-
una í Danmörku, Svíþjóð,
Noregi og Finnlandi.
Misnotkun vímuefna, fram-
leiðsla þeirra og sala er alþjóð-
legt vandamál og það er því vel
til fundið hjá Lionshreyfingunni
að skera upp herör gegn vímu-
efnum. Lionsklúbbarnir vilja
hafa samvinnu við frjáls félaga-
samtök og opinbera aðila sem
skorið hafa upp herör gegn vax-
andi misnotkun vímuefna og
hörmulegum afleiðingum
hennar.
Lionsklúbbarnir á Eyjafjarðar-
Bridgefélag Akureyrar:
Sveit Harðar
í efsta sætinu
þegar 3 umferðum er ólokið í Halldórsmótinu
Nú er einungis þremur
umferðum ólokið í Halldórs-
mótinu hjá Bridgefélagi Akur-
eyrar. Staðan eftir 14 umferðir
er þessi:
1. Sveit Harðar Blöndal 252 stig
2-3. Sveit Stefáns Vilhjálmss. 232 stig
2-3. Sveit Jóns Stefánssonar 232 stig
4-5. Sveit Páls Pálssonar 231 stig
4-5. Sveit Gunnars Berg 231 stig
6. Sveit Stefáns Sveinbjörnss. 230 stig
7. Sveit Braga V. Bergmann 220 stig
8. Sveit Arnar Einarssonar 212 stig
Meðalárangur er 196 stig. Spil-
að er eftir Board-O-Max fyrir-
komulagi, en alls taka 18 sveitir
þátt í mótinu.
Síðustu 3 umferðirnar verða
spilaðar n.k. þriðjudagskvöld í
Félagsborg og hefst spilamennsk-
an klukkan 19.30.
svæðinu hafa ákveðið að boða til
almenns fundar í Alþýðuhúsinu á
Akureyri annað kvöld kl. 20.30
og ber fundurinn yfirskriftina:
„Stafar landsbyggðinni hætta af
vímuefnum?" Þar flytja m.a.
erindi þeir Bogi Arnar Finnboga-
son formaður undirbúnings-
nefndar að stofnun landssamtaka
foreldra fyrir vímulausa æsku og
Arnar Jensson yfirmaður fíkni-
efnalögreglunnar í Reykjavík.
Þá er fyrirhugað skólaboð-
hlaup n.k. laugardag á Akureyri
með þátttöku grunnskólanna á
Eyj afj arðarsvæðinu.
VÍMULAUS
ÆSKA
Eldhúsgluggatjöld á hagstæðu
verði frá kr. 790 -
Einnig mikið
úrval af
gluggatjaldaefnum
SÍMI
(96)21400
Það Kemst
tilshilaíDegi
Áskrift og auglýsingar S (96) 24222*^^
„Buffborgarar"
- Ný framleiðsla frá Hrímni sf.
Kjötiðnaðarfyrirtækið Hrímn-
ir s/f á Akureyri hefur sett á
markaðinn nýja framleiðslu
sem eru „buffborgarar“ og er
hér um nýjung á íslenskum
matvælamarkaði að ræða.
Hrímnis buffborgarar eru ein-
ungis framleiddir úr úrvals hrá-
efni. Um tveir þriðju hlutar buff-
borgarans eru fyrsta flokks
nautakjöt, UN 1. (ungnautakjöt
1. flokkur) auk grísakjöts og
gæða próteins en á það má minna
að lyftinga- og vaxtarræktar-
Leiðrátting
í frétt sem birtist i Degi á mið-
vikudaginn þar sem fjallað var
um málefni Videolundar kom
leiðinleg villa fyrir misskilning.
Viðmælandi blaðsins, Valmund-
ur Einarsson, var sagður annar
tveggja eigenda Videolundar en
hið rétta er að allir þeir sem
tengdir eru við útsendingarkerfi
Videolundar teljast eigendur
fyrirtækisins. Valmundur er hins
vegar starfsmaður þess. Hér með
er beðist velvirðingar á þessum
mistökum.
mönnum þykir mikilvægt að hafa
sem mest af próteini í fæðu sinni.
Hrímnis buffborgarar eru því
holl fæða.
Hannaðar hafa verið smekk-
legar umbúðir sem innihalda
fjóra frosna buffborgara hver
askja. Öskjurnar rúmast mjög
vel í kæliskáp eða í nestistösk-
unni og Hrímnis buffborgarar
eru mjög handhægir að grípa til
þegar matreiða á í flýti, grilla, fá
sér aukabita með sjónvarpinu
eða til að taka með sér í ferðaiag-
ið.
Kjörorð Hrímnis er: „Unnið
úr úrvals hráefni“. Strangt eftirlit
verður haft með hráefni og fram-
leiðslu og ekki hugsað um að
lækka verð vörunnar á kostnað
gæða framleiðslunnar.
Heildverslun Valdemars Bald-
vinssonar dreifir vörunni á mark-
aðinn norðanlands. Samningar
standa yfir við dreifingaraðila í
Reykjavík.
Eigendur Hrímnis s/f eru þeir
Guðmundur Kr. Guðmundsson
kjötiðnaðarmeistari og Jakob
Haraldsson kjötiðnaðarmeistari.
Starfsmenn hafa flestir orðið átta
talsins en nú starfa hjá fyrirtæk-
inu sex manns.
Satmkölluð
skrifstofiipiýði
Þeir sem setjast í stól frá
Dauphin kynnast ótrúlegri
hönnun. Stólbakið heldur
hryggsúlunni í réttri stöðu,
líkaminn verður afslappaður
og vinnan verður auðveldari í
stól frá Dauphin.
DCHJpHIN
skrifstofustólarnir fást í VÖRUBÆ
í fjölbreyttu úrvali og verðið er frá
kr. 6.990,-
DCIUpHIN
- stílhreinir stólar,
sannkölluö skrifstofuprýði
^K|vDnubœrí'
HÚSGAGNAVERSLUN
TRYGGVABRAUT 24 PÓSTHÓLF 266 602 AKUREYRI S(MI (96)21410