Dagur - 28.04.1986, Blaðsíða 5
28. apríl 1986 - DAGUR - 5
heimaverkefni sem þeir áttu að
skila þegar hópurinn kom næst
saman, tveim vikum síðar. Næstu
námskeiðshelgi var meira farið út
í það hvernig á að koma frá sér
upplýsingum til fólks, s.k.
umhverfistúlkun. Farið var í
gönguferð í Glerárgilið þar sem
fyrrverandi landverðir leiðbeindu
fólkinu. Rætt var um það hvað
það er í náttúrunni sem hægt er
Eitt af hlutverkum landvarða er að leiðsegja fólki um það hvar óhætt sé að
fara og hvar ekki. Þeir eiga einnig að fara á undan með góðu fordæmi en það
sem þessi mynd sýnir er ágætt dæmi um hið gagnstæða. Myndir: KGA.
svæðum þar sem Náttúruvernd-
arráð starfrækir gæslu hafa þeir
sem hafa sótt þessi námskeið
forgang.
Nú er lokið tveimur hlutum
námskeiðsins og tók hvor þeirra
þrjá daga. Fyrstu helgina voru
flutt ýmis erindi um náttúrufræði
og um lög og reglur um umhverf-
ismál. Síðan fengu þátttakendur
að benda fólki á. Einnig var
kynning á friðuðum svæðum og
friðlýsingarmálum og umræða
um heimaverkefnin sem voru um
margvísleg málefni á sviði jarð-
fræði, líffræði og þjóðfræði.
Einnig var rætt um starf land-
varða og og kynnt þeirra hlutverk
og skyldur sem opinberra
starfsmanna.
Síðasti hluti námskeiðsins er
eftir en þáð verður 4 daga dvöl í
Mývatnssveit þar sem hópnum
verður skipt upp í flokka og
hverjum flokki falið ákveðið
verkefni. Þá eiga flokkarnir að
kynna sér hver sitt svæði og fara
svo með hina flokkana um svæð-
ið og kynna þeim náttúruna og
umgengnisreglur um svæðið.
Grundvallarhugsunin í þessu er
sú að landverðir geri í framtíð-
inni meira af því að fara með fólk
um það svæði sem þeir eiga að
hafa umsjón með og gefi sér tíma
til að útskýra náttúruverndar-
sjónarmið og umgengnisreglur á
vettvangi. Þetta sagði Þóroddur
að væri langáhrifaríkasta leiðin í
náttúruvernd. -yk.
FRAMSOKN
TIL FRAMFARA
Þórarinn Sveinsson, mjólkursamlagsstjóri er 5. á lista
framsóknarmanna til bæjarstjórnarkosninganna í vor. Hann
verður til viðtals á skrifstofunni Eiðsvallagötu 6, í dag, mánu-
daginn 28. apríl frá kl. 17-18.
Heitt verður á könnunni. Hittumst hress.
Jesendahornið.
Takk fyrir góða tónleika
Páll og Olafur Vignir
Ánægð kona skrifar:
„Ég get ekki látið hjá líða að lýsa
ánægju minni með tónleika sein
Erla Ágústsdóttir húsfreyja
í Engihlíð hafði ljóta sögu að
segja. En býli Erlu er á leiðinni
Akureyri-Dalvík. Á þeirri leið
hefur borið mikið á því að bæjar-
skilti séu brotin og skemmd.
Væri oft um það að ræða að skilt-
in væru skrúfuð niður af staurun-
um. Það er ekki nóg að skiltin
séu snúin af, því þau væru yfir-
leitt mjög vel fest og þyrfti því
stór og sterk verkfæri til
ég fór á fyrir skömmu," sagði
ánægð kona sem kom við á rit-
stjórn Dags. Þetta voru söngtón-
skemmdarstarfseminnar. Ekki
sagðist Erla vita hverjir hefðu
ánægju af þessum skemmdar-
verkum, sem oft væru unnin rétt
við bæjardyrnar hjá fólki. „Fyrir
vikið erum við sem búum á
bæjunum skömmuð og sagt að
það sé trassaskapur að merkja
ekki sveitabæina,“ sagði Erla og
vildi hvetja menn til að láta af
þessari iðju sinni.
leikar Páls Jóhannessonar frá
Akureyri. „Það er ánægjulegt
hversu við Norðlendingar eigum
marga frambærilega söngvara.
Tónleikar Páls voru verulega
.góðir og er gaman að fylgjast
með framförum hans. Sjálf hef ég
farið á flesta tónleika sem Páll
hefur haldið hér á Akureyri og
þar af leiðandi getað fundið þá
framför sem hefur orðið hjá
honum. Enda vann hann hug og
hjörtu áhorfenda og þurfti að
syngja mörg aukalög. Framkoma
hans öll var líka svo hógvær og
aðlaðandi að unun var á að
horfa. Ekki má gleyma samspili
Páls og píanóleikarans Ólafs
Vignis Albertssonar sem var
mjög skemmtilegt og var auðséð
að þeir höfðu gaman af því sem
þeir voru að gera. Að lokum,
kærar þakkir fyrir góða og
skemmtilega tónleika.“
Vegfarendur brióta
bæjarskilti
Ljótur andapollur
hreinsi hann, svo andapollurinn oftast hefur verið
megi verða sú prýði sem hann okkar.“
bænum
Drulla fyrir ferðamenn
„Sundmaður“ talar:
„Það er ekki hægt að bjóða fólki
upp á svona lengur," sagði maður
sem hafði samband við okkur.
Þar átti hann við andapollinn sem
hefur lengi verið mikið augna-
yndi bæjarbúa og aðkomufólks.
Maðurinn segist vera fastagestur
í Sundlaug Akureyrar. „Þangað
sækja bæði bæjarbúar og gestir,
innlendir og erlendir og það
fyrsta sem þetta fólk sér er það
kemur út úr sundlauginni er
andapollurinn, sem er hreint út
sagt ógeðslegur, fullur af plast-
pokum og alls konar rusli sem
gerir hann að forarsvaði. Ég mæl-
ist til þess að þeir sem með poll-
inn hafa að gera taki sig til og
Einn á móti drullu hringdi:
„Hefurðu séð svæðið við af-
greiðslu Norðurleiða?" spurði
maður sem hafði samband við
Dag. Þú ættir að skoða það.
Þetta er fyrsti viðkomustaður
fólks sem ferðast landleiðis til
Akureyrar og það sem það sér er
drullusvað á lóðinni bak við
gamla Kaupfélag verkamanna.
Þetta er líka oft eina svæðið sem
fólk hefur er það bíður eftir rút-
unni, því rútuafgreiðslan er ekki
opin nema rétt fyrir brottför og
komu bílanna. „Það væri ágætt
að benda ráðamönnum á þetta
svæði sem er til skammar fyrir
okkur sem hér búum,“ sagði sá
sem vill drulluna burt.
r-högnL
Afstæðiskenningin
- nærrí því
Það er staðreynd, að menn
hugsa misjafnlega mikið. Mjög
hugsandi menn setja oft hugs-
anir sínar fram í reglu- eða
kenningaformi. Oft finnst okkur
hinum, hálfvitunum, sem hugs-
um nærri því ekkert, - þessar
svokölluðu kenningar vera ótta-
legt rugl. Benda má á þyngdar-
lögmálið þessu til sönnunar.
Þetta þótti sjálfsagður hlutur
þangað til einhverjum datt í hug
að setja þennan sjálfsagða hlut
fram sem kenningu.
Ég hef það líka fyrir satt, að
það hafi verið sænskur félags- .
fræðingur, sem setti fram eftir-
farandi kenningu: Ef þú tekur
um huröarhún, snýrð honum
fjórðung úr hring og togar í eða
ýtir á hurðina I rétta átt, - þá
opnast hurðin. Punktur og
kenningin komin. Hagnýtt gildi
svona kenninga er mjög svo
takmarkaö. Ég reyndi til að
mynda hurðarhúnskenninguna
sjálfur hór um daginn. Ég átti
erindi á opinbera skrifstofu.
Klukkan var að vísu komin fjór-
ar sekúndur fram yfir auglýstan
lokunartíma, en ég hélt I ein-
feldni minni að svona fín kenn-
ing þyldi fjórar sekúndur. En
það var nú eitthvað annað. Það
var sama hvernig ég snóri, ýtti
eða togaði, - hurðin opnaðist
ekki.
Þetta varð til þess, að óg,
nærri því hugsunarlaus maður-
inn, fór að hugsa. Út úr þessum
hugsunum hef ég svo fengið
nokkrar hagnýtar kenningar,
sem að gagni mega koma í
daglega lífinu. Það er þá fyrst
biöraðakenningin: Komir þú, ja
segjum í anddyri Hrísalundar,
þar sem tíu menn bíða fyrir
framan aðra lúguna en tveir fyr-
ir framan hina, skaltu hiklaust
gerast ellefti maðurinn í lengri
biöröðinni, og sannaðu til, þú
verður fyrr afgreiddur, en sá
sem kom næst á eftir þór og
gerðist sá þriðji I hinni röðinni.
Þessi sama kenning, gildir jafn-
framt fyrir „Nestin", en þar eru
að sjálfsögðu bilar, sem telja á.
Nú, þá er það happdrættis-
miðanúmerakenningin: Fyrst er
að velja sór gott númer. Þegar
það er búið skaltu berjast fyrir
þvl með kjafti og klóm að ná f
þetta númer. Loksins, þegar
umboðsmaður happdrættisins
hefur útvegað þér rétta númer-
ið, skaltu skyndilega og óvænt
hætta við þetta tiltekna númer,
en biðja um númerin sitt hvorum
megin við það sem þú baðst um
I upphafi. Ef þetta tekst, get ég
nærri þvl lofað þór því, að þú
vinnur hús, bíl eða sólarlanda-
ferð áður en þú veist af. Ég
prófaði sjálfur þessa kenningu
hérna um daginn, en vann að
vísu ekkert. En ég held að það
hafi einmitt verið undantekning-
in, sem sannaði regluna.
Högni.
Framsóknarfélögin á Akureyri