Dagur - 28.04.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 28.04.1986, Blaðsíða 12
Akureyri, mánudagur 28. aprfl 1986 BBC-tölvur * Bókhaldsforrit + Kennsluforrít ^ Leikjafomt Gránufélagsgötu 4, 2. hæð • Akureyri • Sími 96-26155 Tölvutæki sf. Á þriðjudaginn verður haldinn almennur stjórnmálafundur að Hótel KEA á Akureyri. Gestir fundarins verða Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra og Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra. Alexander mun m.a. ræða um nýja húsnæðisfrumvarpið en Halldór um ýmis mál tengd sjávarútvegi. Þarna verður kjörið tækifæri fyrir fólk að fræðast um þessi mál og skiptast á skoðunum. Tímamótasamningur - Iðnaðardeild Sambandsins samdi við Grænlendinga um aðstoð við uppsetningu sútunar- og saumastofu á Grænlandi „Þaö má segja að þetta sé tímamótasamningur. Þetta er fyrsti umtalsverði samningur- inn sem íslenskt iðnfyrirtæki gerir um útflutning á þekk- ingu,“ sagði Jón Sigurðarson framkvæmdastjóri ullariðnað- ardeildar Sambandsins, en forráðamenn ullariðnaðar- deildar voru á Grænlandi í síð- ustu viku og gerðu þar samn- ing við KNA, sem er sútun og saumastofa í Julianahaab á Grænlandi. „Ástæðan fyrir því að þeir leit- uðu til okkar er einkum tvenns konar. Annars vegar vegna þess að þeir vissu að við réðum yfir mikilli og ágætri reynslu og hins vegar vegna þess að það er mikill vilji hjá Grænlendingum að vinna með íslendingum." Nýr hótel- stjórí á Húsavík Nýr hótelstjóri mun taka til starfa á Hótel Húsavík 15. maí n.k. Heitir hann Pétur Snæ- björnsson og er 27 ára að aldri. Pétur er ættaður úr Mývatns- sveit. Hann hefur starfað í Reykjavík en einnig hefur hann lært hótelrekstur á hótelstjórnun- arskóla í Noregi. Pétur tekur við starfinu af Sól- borgu Steinþórsdóttur sem hefur starfað sem hótelstjóri á Húsavík síðan í haust, en Sólborg sagði starfinu lausu á dögunum. gk-. Bæjarráð Akureyrar: Engin ákvörðun veríð tekin í „stólamálinu" Bæjarráð Akureyrar sam- þykkti sérstaka bókun á fundi á föstudaginn, vegna fréttar í Degi um að stólar til Verk- menntaskólans á Akureyri verði keyptir erlendis en ekki hjá Kótó eins og fyrirhugað hafði verið. í bókuninni bendir bæjarráð á að þessi ákvörðun hafi ekki verið staðfest af bæjarstjórn Akureyr- ar. „Bæjarstjórn er ekki búin að taka afstöðu til þessa máls og ég get ekki á þessu stigi sagt til um hvaða afgreiðslu málið hlýtur í bæjarstjórn. En málinu er langt frá því lokið. Meira að segja byggingarnefnd Verkmennta- skólans er ekki búin að afgreiða málið frá sér,“ sagði Helgi M. Bergs bæjarstjóri í samtali við Dag. Helgi benti á að það væri mót- uð stefna bæjarstjórnarinnar að velja að öðru jöfnu fyrst og fremst vörur frá Akureyri, í öðru sæti væru vörur framleiddar ann- ars staðar innanlands en lestina rækju vörur framleiddar erlend- is. BB. Samningur sá er gerður var í Grænlandi er þess eðlis að Iðnað- ardeildin mun veita Grænlend- ingum aðgang að allri reynslu og þekkingu sem fyrir hendi er, bæði í sútun og saumum. Hér á Akureyri er stór og góð rann- sóknarstofa og þar munu verða gerðar ýmsar tilraunir sem gera þarf. Einnig munu koma hingað Grænlendingar í starfsþjálfun og þá verða sendir héðan menn til að koma hlutunum í gang. Iðnað- ardeildin mun einnig verða til aðstoðar hvað markaðsmálin varðar. „Við munum aðstoða þá við að gera áætlanir og benda á markaði. Jafnvel munum við taka að okkur söluna til að byrja með, en reyna síðan að færa hana yfir í þeirra hendur,“ sagði Jón Sigurðarson. Samningurinn er til fimm ára og ráða Grænlendingar ferðinni mikið til. Þ.e. að samningurinn gengur út á það að Grænlending- ar verði sjálfum sér nógir. „Mér leist vel á þetta. Það er .greinilegt að áhugi er bæði á meðal stjórnvalda og almennings um að koma upp iðnaði. Græn- lendingar telja sig komna á það stig að þeir verða að koma upp iðnaðarsamfélagi, það verður ekki til baka snúið, þeir eiga ekki aðra leið. Ég fagna því mjög ef við íslendingar getum hjálpað þeim á þeirri braut og ég tel að íslensk viðskiptafyrirtæki eigi að kanna það nánar hvaða mögu- í Julianahaab á Grænlandi í síðustu viku. Bjarni Jónasson framleiðslustjóri sútunar, Kristján Torfason framleiðslustjóri skinnasaumastofu og Órn Gústafsson framkvæmdastjóri skinnaiðnaðar, halda til samningagerðar við Grænlendinga um uppsetningu sútunar- og skinnasaumastofu. Mynd: -mþþ leikar eru fyrir hendi til að auka samskiptin á milli landanna,“ sagði Jón. -mþþ Slökkvilið: Tvö útköll á laugardag Um hádegið á laugardag kom upp eldur í togaranum Júpiter frá Reykjavík sem lá við við- legukant Slippstöðvarinnar á Akureyri. Þá kviknaði í færibandi á milli- þilfari aftan til í skipinu. Starfs- menn stöðvarinnar höfðu náð tökum á eldinum þegar slökkvi- liðið kom á vettvang og var eldurinn fljótlega slökktur. Talið er að kviknað hafi í út frá raf- magni og er tjónið nokkurt. gk-. Þá var slökkviliðið á Akureyri kvatt að húsi við Heiðarlund á laugardagskvöldið, en mikinn reyk lagði þar úr íbúð. í ljós kom að það var kvöldmaturinn á heimilinu sem var að brenna. Hafði fólkið brugðið sér frá og gleymt matnum á eldavélinni. Skemmdir urðu ekki miklar nema einhverjar af reyk. gk-. Músíktilraunir Tónabæjar og Rásar 2: „Greifamir“ frá Húsavík sigruðu Húsvíska hljómsveitin „Greif- arnir“ fór með sigur af hólmi í Músíktilraunum Tónabæjar og Rásar 2 árið 1986, sem lauk á föstudagskvöldið í félagsmið- stöðinni Tónabæ í Reykjavík. Þessi keppni fer fram árlega og þykir mikil viðurkenning að sigra í henni. Alls tók keppnin 4 kvöld, þ.e. þrjú kvöld voru undanrásir og síðan fór loka- keppnin fram á föstudagskvöld- ið. Þar kepptu 8 hljómsveitir til úrslita en alis tóku 20 hljómsveit- ir þátt í keppninni. Sem fyrr segir sigruðu „Greif- arnir“ frá Húsavík, í öðru sæti varð akureyrska hljómsveitin „Drykkir innbyrðis“ og í þriðja sæti varð „Voice“ frá Reykjavík. BB. „Fyrir neðan allar hellur“ - segir Jónas Sigurjónsson um þá ákvörðun byggingarnefndar Verkmenntaskólans að kaupa norska stóla en ekki innlenda Dagur skýrði frá því fyrir helg- ina að bygginganefnd Verk- menntaskólans á Akureyri hafi ákveðið að kaupa ekki stól frá húsgagnaverkstæðinu Kótó á Akureyri í álmu skólans, held- ur kaupa norska stóla. Hér er um að ræða alls 300 stóla, og hafa margir orðið til þess að hafa samband við blaðið vegna þessa máls. Einn þeirra er Jón- as Sigurjónsson sem rekur inn- réttingafyrirtækið Valsmíði á Akureyri. „Mér finnst full ástæða til þess að fólk láti frá sér heyra og mót- mæli þessari innkaupastefnu," sagði Jónas. „Þessi stefna er að mínu mati fyrir neðan allar hellur því ég fæ ekki betur séð en að Kótóstólinn sé fallegri en sá norski sem er með plastsetu og Kótó-stóllinn er fyllilega sam- keppnisfær á allan hátt. Þeir hjá Kótó hafa sannað það að þeir geta smíðað syona stóla, þeir hafa m.a. smíðað fyrir Útgerðar- félag Akureyringa stóla í kaffi- stofu og þeirra vinna hefur líkað vel, enda menn með reynslu sem starfa hjá fyrirtækinu. Svo er talað um að þeir hjá Kótó eigi að halda áfram að gera tilraunir með stólinn en ég segi bara til hvers er það ef það verð- ur svo ekki verslað við þá? í þessu tilfelli er um Verkmennta- skólann að ræða, skóla sem er að mennta iðnaðarmenn, og ég skil bara ekki þennan hugsunarhátt. Svona lagað yrði ekki látið við- gangast erlendis,“ sagði Jónas Sigurjónsson. gk--

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.