Dagur - 28.04.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 28.04.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR -28. apríl 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDfS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Jeiðari.___________________________ Akureyringar krefjast háskóla Mjög sterkur almennur vilji er fyrir því á Akureyri að það verði tekið upp nám á háskólastigi. Dagur gekkst fyrir skoðana- könnun um þetta mál meðal Akureyringa fyr- ir skömmu. Tæplega 500 manns voru spurðir að því hvort þeir væru fylgjandi eða andvígir háskóla á Akureyri. Tæplega 93 % aðspurðra svöruðu spurning- unni og voru tæplega 88% fylgjandi háskóla- námi á Akureyri, en aðeins rösklega 2% voru á móti eða kváðust andvígir því að stofnað yrði til háskólanáms á Akureyri. Óákveðnir voru rösklega 3% aðspurðra. Ef aðeins er tek- ið tillit til þeirra sem tóku afstöðu, þá voru 97,73 Akureyringa fylgjandi háskóla á Akur- eyri en aðeins 2,3% voru á móti. Þessi niðurstaða sýnir ótvíræðan vilja Akur- eyringa til þess að í bænum verði efnt til háskólanáms. Reikna mátti með að almennt væru menn þessu fylgjandi, en varla að um nær einróma vilja væri að ræða. Þegar Sverri Hermannssyni, menntamála- ráðherra, var kynnt niðurstaða þessarar skoð- anakönnunar Dags, sagði hann að hún væri gleðileg og góður stuðningur gegn þeim sem alltaf væru með jarm og reyndu að draga úr öllum hlutum. Menntamálaráðherra hefur áður lýst yfir vilja til þess að koma háskólakennslu á lagg- irnar á Akureyri og tók reyndar svo sterkt til orða um tíma að hann stefndi að þvi að hægt væri að hefja kennslu þegar á komandi hausti, í einhverjum mæli. Ekki verður annað séð en að ráðherranum verði ekki að ósk sinni. Það eru ekki nema fjórir til fimm mán- uðir til stefnu og ráðherrann hefur enn ekki tekið ákvörðun. Því verður vart trúað á Sverri Hermannsson að hann láti örfáa íhaldssama embættismenn í Reykjavík koma í veg fyrir að háskólanám á Akureyri verði að veruleika. Fjölmargar rök- semdir eru með því að setja upp háskóla á Akureyri, en einkum einni viðbáru gegn því er haldið á lofti — þeirri að það verði svo dýrt. Þessi mótbára er markleysa, en hún skýtur alltaf upp kollinum þegar kemur til tals að færa þjónustuna út til fólksins í landinu. Það er alveg ótrúlegt hvaö menn geta verið blind- ir fyrir því að það er dýrt að þurfa að sækja alla þjónustu suður til Reykjavíkur. Fólks- flutningar með tilheyrandi þenslu á einum stað en samdrætti annars staðar kosta þjóð- arbúið ómældar fjárfúlgur, auk þess óréttlæt- is sem af hlýst. -viðtal dagsins. Mynd: IM Hjördís Árnadóttir: „Hér er fallegt og fólkið er gott“ Hjördís Arnadóttir skipar ann- að sæti á lista Framsóknar- flokksins fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar á Húsavík í vor. Hún er fædd 1943 og uppalin í Rauðuskriðu í Aðaldal, dóttir hjónanna Guðnýjar Kristjáns- dóttur og Árna Friðfinnssonar. „Við vorum sex systkinin en það má kannski segja að við höf- um verið ellefu. Bróðir pabba og systir mömmu bjuggu í sama hús- inu þau áttu fimm börn og við ólumst öil upp saman eins og systkini." - Var mikill samgangur við Húsavík á þessum árum? „Nei, það er ekki hægt að segja það, við skruppum hingað í kaupstaðarferðir nokkrum sinn- um á ári.“ - Nú býrð þú á Húsavík, en leið þín lá ekki beint hingað úr sveitinni. „Ég fór í Laugaskóla og síðan í Húsmæðraskólann á ísafirði en meiri varð skólagangan ekki. Ég bjó á mörgum stöðum t.d. Akra- nesi og Vestmannaeyjum en flyt síðan aftur í sveitina með börnin mín tvö eftir að ég missti manninn. Pá fór ég að vinna við ýmislegt, mest sem ráðskona. St'ðan hóf ég búskap í Skriðu með Kristni V. Magnússyni og þar bjuggum við í hálft annað ár, þar til við fluttum til Húsavíkur fyrir tíu árum, þá höfðum við eignast son. Mér finnst Húsavík miklu betri staður en ég bjóst við. Þegar ég var unglingur hét ég því að ég skyldi aldrei búa á Húsavík. En hér er fallegt og fólkið er gott og mér líkar alltaf betur og betur. Staðurinn býður upp á ýmislegt." Hjördís starfar við afgreiðslu hjá Kaupfélagi Þingeyinga en Kristinn er framkvæmdastjóri Foss hf. véla- og bifreiðaverk- stæðis. Hjördís er virk í félags- málum, situr í stjórn Starfs- mannafélags KÞ og Verslunarfé- lags Húsavíkur. Hún var stofn- félagi og síðar forseti JC Húsa- víkur. Söngur er eitt af hennar áhugamálum og hún hefur starf- að með Kirkjukór Húsavíkur síð- an hún flutti í bæinn. - Nú ert þú komin í öruggt sæti á lista til bæjarstjórnarkosn- inga. Hvernig leggst það í þig? „Ég er mjög hreykin af að mér skyldi vera boðið þetta sæti, framtíðin verður að skera úr um hvernig til tekst. Ég reyni örugg- lega að gera mitt besta. Ég hefði aldrei lagt í þetta ef maðurinn minn hefði ekki eindregið hvatt mig til þess. Störfin að þessum málum eiga vafalaust eftir að bitna á húsmóð- urhlutverkinu og fjölskyldu minni svo að það er ómetanlegt að fá stuðning úr þeirri átt. Ég verð að segja að ég er mjög lítið kunnug bæjarmálum, í raun allt of lítið, en ég hef áhugann og ætla að gera það sem ég get, meiru er víst ekki hægt að lofa.“ - Hvaða bæjarmál setur þú á oddinn? „Atvinnumálin hljóta að vera mjög ofarlega, ég hef einnig áhuga t.d. á dagvistunarmálum og málefnum aldraðra. Svo á margt eftir að koma í ljós þegar ég kynnist því betur. Ég ætla að ganga að þessum málum sem hverri annarri vinnu og álít að þetta verði heilmikil vinna. En þetta mun allt koma smátt og smátt þegar tekið er á hverju máli jafnóðum, í raun er ég hvergi smeyk við að takast á við þetta.“ Við síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar á Húsavík var Framsókn- arflokkur með þrjá menn kjörna, nú skipa konur annað og þriðja sæti listans. Sjálfstæðisflokkur var með tvo menn, þar er kona í fyrsta sæti nú og konur eru í öðru sæti á listum bæði Alþýðuflokks og Alþýðubandalags en þeir flokkar fengu hvor um sig tvo menn kjörna síðast. Þetta þýðir að ef fylgi flokkanna verður óbreytt og þeir hljóta allir jafn marga bæjarfulltrúa kjörna í ár og við síðustu kosningar verða konur í meirihluta í bæjarstjórn Húsavíkur að kosningum loknum. - Hvernig litist Hjördísi á þá stöðu? „Auðvitað líst mér vel á að konur séu í meirihluta. Ég hef aldrei verið nein sérstök kven- réttindakona en auðvitað vil ég jafnrétti, að konur njóti sömu réttinda og karlmenn og hafi sömu möguleika. En fyrst og fremst vil ég að það sé hæft fólk sem situr í bæjar- stjórn, án tillits til þess hvort það eru karlar eða konur.“ IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.