Dagur - 07.05.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 07.05.1986, Blaðsíða 2
2-DAGUR-7. maí 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÖTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari.____________________________ Náttúrulögmál sem erfitt er að hnekkja í nýútkominni ársskýrslu Framkvæmda- stofnunar ríkisins fyrir árið 1985 er kafli um byggðadeild, en þar kemur fram að svo virðist sem 94% nýrra starfa á árunum 1982-1984 hafi verið í þjónustugreinum. Af öllum þessum nýju þjónustustörfum reyndust aðeins 22% hafa orðið til á landsbyggðinni. Á árunum 1975- 1979 voru 79% nýrra starfa í þjónustugreinun- um og 36% þeirra urðu til úti á landi. Þróunin er ógnvænleg og mjög hröð. Þjóðfélagið er á því þróunarstigi að megin- hluti nýrra starfa er og mun áfram verða í þjónustugreinunum. Þetta er í fullu samræmi við það sem gerst hefur og er að gerast í ná- grannalöndum okkar. Það sem er hins vegar með öðrum hætti hér á landi eru stærðarhlut- föll höfuðborgar og landsbyggðar hvað íbúa- fjölda varðar og vægi höfuðborgarinnar í þjón- ustukerfi landsins. í ársskýrslu byggðadeildar Framkvæmdastofnunar segir: „Með stærð höfuðborgarinnar höfum við íslendingar búið til náttúrulögmál sem erfitt er að hnekkja. Stóri segullinn dregur til sín sífellt meira af þeirri atvinnustarfsemi sem vex mest. Verði ekki að gert er líklegt að þróun byggðar og hlutföll verði sífellt óhagstæðari — í stórum hlutum landsins verði stöðnun og jafnvel aftur- farir og nýting fjármuna minnki, en í höfuð- borginni verði sífelld þensla. Marka verður nýja byggðastefnu sem tekur mið af staðreyndum og henni verður að fylgja eftir með raunhæfum, skipulegum aðgerðum. Eitt verða menn þó að hafa í huga, bæði við mótun og framkvæmd byggðastefnu; hagvöxt- ur verður að aukast á íslandi. Byggðastefna verður að samræmast þeirri kröfu og verður því að byggjast fyrst og fremst á uppbyggingu arðsamrar atvinnustarfsemi. En þetta er ekki alvarleg hindrun. Hagvöxtur á íslandi hefur hingað til að mestu leyti byggst á uppbyggingu fram- leiðslugreina á landsbyggðinni. Þar er enn meginhluti ónýttra auðlinda okkar og einnig meirihluti væntanlegs vinnuafls," segir í árs- skýrslu byggðadeildar Framkvæmdastofnunar ríkisins fyrir árið 1985. Já, það er margt skrafað og þetta eru hár- réttar niðurstöður. En hvenær skyldu menn fara að taka öll varnaðarorðin alvarlega og bregðast við með afgerandi hætti? _viðta! dagsins__________________ Fimm hektarar af skógi á sólarhring -sem eyðst hafa frá landnámsöld, segir Brynjar Skarphéðinsson Myndir: KGA. Brynjar Skarphédinsson er í viðtali dagsins að þessu sinni. Hann hefur umsjón með svo- kallaðri bændaskógrækt á svæði Skógræktarfélags Ey- firðinga og auk þess hefur hann beitt sér fyrir nýjungum í sambandi við ræktun trjá- plantna. Þessar nýjungar eru í því fólgnar að færa ræktunina úr beðum í litla plastpotta sem steyptir eru úr úrgangsplasti. Fyrst spurði ég Brynjar hve- nær hann hefði fengið áhuga á skógrækt. Ætli ég hafi ekki haft skógrækt- aráhugann í blóðinu. Ég lærði skógrækt á árunum 1950 til 1953 hjá Hákoni Bjarnasyni fyrrver- andi skógræktarstjóra. Við vor- um þrír saman í þessu og fórum saman til Alaska sumarið 1953 þar sem við unnum hjá banda- rísku skógþjónustunni og um haustið söfnuðum við fræjum. Með mér voru í þessu þeir Vil- hjálmur Sigtryggsson sem nú er framkvæmdastjóri hjá Skógrækt- arfélagi Reykjavíkur og Indriði Indriðason sem hefur aðsetur á Tumastöðum í Fljótshlíð þar sem hann er skógarvörður hjá Skóg- rækt ríkisins. ,Ég vann við skógrækt á Vögl- um og á Hallormsstað fram til haustsins 1956 þegar ég hóf störf hjá fjölskyldufyrirtækinu en öll sumur hef ég meira og minna ver- ið við skógrækt og svo aftur þessi síðustu ár, síðan ég tók að mér að sjá um bændaskógræktina hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga." - Hvernig gengur bændaskóg- ræktin? „Þetta gengur ákaflega hægt fyrir sig því að stærsti bróðirinn, ríkið, leggur ákaflega lítið af mörkum til eflingar skógræktar í landinu. Það framlag fer raunar minnkandi ár frá ári. En við í Skógræktarfélagi Eyfirðinga höfum samt ákveðið að halda þessu áfram í von um betri tíð með blóm í haga og skilningsrík- ari stjórnvöld.“ - Hvernig vildi það til að þú fórst út í framleiðslu á pottum? „Þegar ég fór að kanna þessi mál fyrir nokkrum árum komst ég að því að á hinum Norður- löndunum hafa verið í notkun svokallaðir fjölpottabakkar. Það eru bakkar með mörgum pottum í. í þessum pottum eru plöntur aldar upp í stað þess að hafa þær í beðum eins og tíðkast hefur hingað til. Svíar byrjuðu árið 1967 að framleiða þessa fjöl- pottabakka og það hafði gengið upp og ofan til að byrja með. Við nánari athugun komst ég að þeirri niðurstöðu að þessir pottar sem þeir eru með henta okkur ekki þar sem þeir eru of litlir og ég taldi að við þyrftum stærri potta. Við létum því sérsmíða mót og hófum framleiðslu á fjöl- pottabökkum í samvinnu við Plasteinangrun á Akureyri. Þessi samvinna hefur gengið mjög vel. Það er rétt að geta þess að í þessa framleiðslu er eingöngu notað úrgangsplast. Við notum ónýta fiskkassa sem eru malaðir niður í þar til gerðri kvörn úti í Plasteinangrun. Upp úr þessu fór ég að huga að því að það mætti líka framleiða potta fyrir stærri tré og runna sem alin eru upp í gróðrarstöðv- um á íslandi. Það varð úr að ég stofnaði fyrirtæki, BS-plast, með það fyrir augum að framleiða svona potta og sú framleiðsla fer líklega af stað á næstu vikum. Þessir pottar auðvelda mjög alla ræktun og plöntun á trjám. Plönturnar eru ræktaðar í pottum í gróðrarstöð. Við getum hugsað okkur að þær séu fyrst settar í fjölpottabakka og eftir að þær hafa náð ákveðinni stærð eru þær settar í stærri potta. Þeir verða framleiddir í mismunandi stærð- um og þegar að því kemur að það á að planta trénu niður til fram- búðar þá eru plönturnar fluttar á staðinn í þar til gerðum gámum. Þú tekur svo plöntuna úr pottin- um og stingur henni í jörðina með þeirri mold sem fylgir og þú getur gróðurstett með þessari aðferð allt sumarið. Þú þarft ekki að vera eins og trítilóður við gróðursetninguna í hálfan mánuð eða þrjár vikur á vorin heldur getur þú gróðursett þetta hvenær sem er að sumrinu. Hugsaðu þér muninn ef þú þarft að halda veislu um mitt sumar og býður fjölda fólks og sérð svo að það þyrfti að hressa upp á garðinn. Þá getur þú keypt allar gerðir runna og trjáa í fullum blóma og sett niður í garðinn á mettíma. Ég reikna með að selja þessa potta í gróðrarstöðvar, en líka í blómabúðir og á heimili. Það má kannski segja að það plast sem ég er með í þessu henti ekki fyrir stofublóm, það er e.t.v. ekki nógu áferðarfallegt, en þá kæmi til greina að kaupa inn áferðar- fallegra plast sem ég gæti steypt úr í sömu mótum. Þetta plast sem við notum er hins vegar mjög sveigjanlegt og heppilegt til notk- unar utanhúss. Það þolir bæði frost og hita mjög vel. Frá því að landnám hófst á ís- landi hafa eyðst að meðaltali 5 hektarar af skógi á hverjum sól- arhring. Það eru rúmir 2000 fer- metrar á hverjum klukkutíma.Til þess að endurheimta þetta skóg- lendi þyrfti að gróðursetja 6 milljón plöntur í 2000 hektara á ári í 1111 ár. Þá er ég bara að tala um skóglendi en gróðureyðing hefur verið mun meiri. Kostnað- ur við þessa ræktun er ekki meiri en svo að hann væri um eitt prómill af núverandi þjóðartekj- um íslendinga á ári,“ sagði Brynjar að lokum og greinilega mátti heyra að skógræktin er honum meira en vinna, hún er honum hjartans mál. -yk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.