Dagur - 07.05.1986, Blaðsíða 4

Dagur - 07.05.1986, Blaðsíða 4
4- DAGUR-7. maí 1986 á Ijósvakanum. yónvarpi MIÐVIKUDAGUR 7. maí 18.00 Barcelona-Steaua Bukarest. Bein útsending frá úrslit- um í Evrópukeppni meist- araliða í knattspyrnu í Sevilla. 20.10 Fréttaágrip á tákn mali. 20.15 Fréttir og vedur. 20.45 Auglýsingar og dagskrá. 20.55 Kvöldstund með lista- manni. Skáld hlutanna - málari minninganna. Kvikmynd um Louísu Matthíasdóttur myndlist- armann í New York. Kvikmyndagerð: Lárus Ýmir Óskarsson. Framleiðandi: Listmuna- húsið og ísmynd. 21.50 Hótel. 12. Jólahátíð. Bandarískur myndaflokkur í 22 þáttum. Aðalhlutverk: James Brolin, Connie Sellecca, og Anne Baxter. Gestir og starfsfólk halda hátíð hver á sinn hátt en óvæntir atburðir rjúfa jóla- helgina. Þýðandi: Jóhanna Þráins- dóttir. 22.40 Vímulaus æska. Bein útsending. Samsett dagskrá með tón- list um fíkniefnavandamál- ið. Að dagskránni standa með sjónvarpinu: Áhuga- hópur foreldra, SÁÁ og Lionshreyfingin. Umsjón: Helgi H. Jónsson. 00.10 Fréttir í dagskrárlok. Á miðvikudag kl. 21.30 verður útsending á þætti Hildu Torfadóttur frá Akureyri - Sveitin mín. Þar ræðir Hilda við þau Jón Sigurgeirsson irá Helluvaði og Ragnhildi Jónsdóttur frá Gaut- löndum um sveitina þeirra, sem er Mývatnssveit. Það verður byrjað á sveitalýsingum en síðan horfið til gamla tímans. Jón og Ragnhildur segja frá samgöngumálum meðal annars og félagslífi, en þar eiga Mývetningar sérstaka skemmtun sem heitir sumarmálaskemmtun og er jafnan í byrjun sumars, en frá því fáum við meira að heyra. MIÐVIKUDAGUR 7. maí 11.10 Nordurlandanótur. Ólafur Þórðarson kynnir. 12.00 Dagskrá - Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Vedurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Frá vettvangi skolans. Umsjón: Kristín H. Tryggvadóttir. 14.00 Middegissagan: „Hljómkvidan eilífa" eftir Carmen Laforet. Sigurður Sigurmundsson lés þýðiiigu sína (6). 14.30 Middegistónleikar. 15.15 Hvað finnst ykkur? Umsjón: Örn. Ingi. (Frá Akureyri) 15.45 Tilkynningar • Tón- leikar. 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síddegistónleikar. 17.00 Barnaútvarpid. Meðal efnis: „Bróðir minn frá Afríku" eftir Gun Jac- obson. Jónína Steinþórsdóttir þýddi. Valdís Óskarsdóttir les (2). Stjómandi: Kristín Helga- dóttir. 17.40 Úr atvinnulífinu - Sjávarútvegur og fisk- vinnsla. Umsjón: Magnús Guð- mundsson. 18.00 Á markaði. Þáttur í umsjá Bjarna Sig- tryggssonar. 18.15 Tónleikar • Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Frá rannsóknum háskólamanna. Kristján Árnason dósent talar um áherslu í ís- lensku. 20.00 Hálftíminn. Elín Kristinsdóttir kynnir popptónhst. 20.30 íþróttir. Umsjón: Ingólfur Hannes- son. 20.50 Tónamál. Umsjón: Soffía Guð- mundsdóttir. (Frá Akur- eyri) 21.30 Sveitin mín. Umsjón: Hilda Torfadóttir. (Frá Akureyri) 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Bókaþáttur. Umsjón: Njörður P. Njarð- vík. 23.00 Á óperusviðinu. Leifur Þórarinsson kynnir ópemtónlist. 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 8. maí uppstigningardagur 7.00 Veðurfregnir • Fréttir • Bæn. 7.15 Lótt morgunlög. 8.00 Fréttir • 8.15 Veðurfregnir • Lesið úr forustugreinum dag- blaðanna. 8.30 Fróttir á ensku. 8.35 Morguntónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Eyjan hans múm- ínpabba" eftir Tove Jansson. Steinunn Briem þýddi. Kolbrún Erna Pétursdóttir les (17). 9.20 Franski píanóleikar- inn Anne Queífelec leik- ur. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 „Lofið Drottin himin- sala." Kantata nr. 11 á uppstign- ingardegi eftir Johann Sebastian Bach. 11.00 Messa. Prestur: Séra Sigfinnur Þorleifsson. Orgelleikari: Hörður Áskelsson. Iras 21 MIÐ VIKUD AGUR 7. maí 10.00 Morgunþáttur. Stjómandi: Kristján Sigur- jónsson. 12.00 Hlé. 14.00 Eftir tvö. Stjórnandi: Jón Axel Ólafsson. 15.00 Nú er lag. Gunnar Salvarsson kynnir gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. 16.00 Dægurflugur. Leopold Sveinsson kynnir nýjustu dægurlögin. 17.00 Þræðir. Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. 18.00 Dagskrárlok. 3ja mín. fréttir kl. 11, 15, 16 og 17. 17.03-18.30 Ríkisútvarpid á Akureyri - Svæðisútvarp. - segir poppstjaman Feargal Sharkey Feargal Sharkey skaut upp á poppstjörnuhimin- inn fyrir eigi alllöngu. Feargal þessi er írskur og vinir hans þekkja hann sem hinn harða mann. Fað hefur sett mark sitt á Feargal að alast upp við átökin á Norður-írlandi. Poppstjarnan hefur fengið að kynnast þess- um átökum náið, daginn fyrir tónleika sem hann hélt í Belfast fyrir skömmu, réðust ÍRA skæruliðar inn á heimili móður hans og systur og héldu þeim þar nokkurn tíma. En allt fór vel og Feargal sagði að þetta hefði ekki verið eins alvarlegt og fólk hélt. „Það eina sem var frétt- næmt var að þetta var móðir mín. Þetta eru hlutir sem gerast 10 sinnum á viku.“ Feargal er næstyngstur af systkinum sínum og hann lærði að alast upp við ógnirnar og skæruhernaðinn frá blautu barnsbeini. Hann kynntist því snemma að ef hann vildi halda lífi varð hann að passa sig sjálfur. „Ég hafði tónlistina og það bjargaði mér. Margir skólafélagar mínir gengu í ÍRA og eru nú í fangelsi. Ég eyddi öllum frístundum í að læra á gítarinn minn og hélt mig utan við öll átök, eins og ég gat.“ Feargal segist berjast með tónlist sinni. „Ég var lengi að átta mig á þeirri leið þegar ég byrjaði í tónlistinni. Ég var mjög árásargjarn í samskiptum mínum við fólk. Ég var lengi að átta mig á því að það var hægt að vera vingjarnlegur, en ná samt þeim markmið- um sem ég setti mér.“ Feargal segist ekki hafa neinn tíma fyrir hið ljúfa líf eða eiturlyf. „Ég hef aldrei haft áhuga á eiturlyfjum," segir hann, „fólk hefur áttað sig á því að það er ekki hægt að neyta eiturlyfja og halda andlegri heilsu og fullri orku. Fólk getur litið til baka og séð afleiðingarnar." Feargal hóf tónlistarferil sinn með hljóm- sveitinni „Undertones". Eftir tónleikaferð með „Undertones“ vítt og breitt um heiminn sá Feargal hlutina í nýju ljósi. Hann uppgötvaði að heimurinn var meira en Derry. Arið 1983 hóf hann sólóferil og sló fljótlega í gegn. Hinn harði heimur sem hann ólst upp við í Derry hef- ur fylgt honum eins og skugginn og kemur glögglega fram í textum hans. „Love is hard work,“ segir í texta eftir Feargal. Hugmyndir flestra um ástina eru óraunverulegar. Ég vil fjalla um hlutina eins og þeir raunverulega eru.“ Feargal er giftur og á fjögurra ára gamlan son. Þau búa í fallegri íbúð í Norður-London. Hann hefur alla möguleika á að verða ríkur, en fer gætilega með peninga. „Ég lifi rólegu og heilbrigðu lífi og ætla að hafa það þannig. Mér finnst fáránlegt að eyða peningunum í að kaupa dýra bíla eða flott hús.“ # Aumingja konan! Þær eru oft skondnar fyrirsagnirnar í blööun- um. Ein sú alkostulegasta sem sést hefur lengi var í helgarblað) Tímans þann 27. apríl s.l. Þar var verið að fjalla um stjórnmála- ástandið á Filfppseyjum og fyrirsögnin var svona: 400 ár í klaustri, 50 ár í hóruhúsí og 20 ár undir Marcosi, færðu Aquino Filippseyjar." Hér verður ekki reynt að útskýra þessa fyrirsögn en af henni má draga þá ályktun að frúin Aquino hafi náð allháum aldri. Og ekki er ferillinn giæsileg- ur. 20 ár undir Marcosi ofan á allt það sem á und- an var gengið. Þvílíkt úthald! # Að skjóta eða ekki Á þessum árstíma gerist það ávallt að menn eru handteknir, kærðír eða að minnsta kosti skammaðir fyrir að skjóta gæsir, því þær munu friðaðar til 20. ágúst. En I þessu eins og svo mörgu öðru brýtur nauðsyn lög því annar eins skaðvaldur og gæsin fyrirfinnst varla, hún bók- staflega tætir upp nýrækt- ir bænda svo og allan annan nýgróður sem hún kemst í tæri við og vilja þvf margir telja að hún ætti að vera réttdræp hvar sem til hennar næst ein- mitt á þessum árstíma, auk þess sem í því felst viss sjálfsbjargarviðleitni að skjóta sér til matar. En það er eins með gæsina eins og svo margt annað að sitt sýnist hverjum og erfitt getur reynst að skera úr um hvort sé réttara að skjóta eða skjóta ekki. • Eftirsóttir Hótel Örk f Hveragerði þekkja allir landsmenn núorðið eftir að eigandinn varð landsfrægur fyrir að kaupa Flugleiðabréfin í Arnarflugi. Búið er að dagsetja opnun hótelsins og ráða hótelstjóra og veitingastjóra, sem báðir koma frá Blönduósi. Hótelstjóri hefur verið ráðinn Guðmundur Helga- son sem starfað hefur sem kennari á Blönduósi undanfarna tvo vetur, en mun vera lærður f hótel- rekstri. Þá hefur Sturla Bragason verið ráðinn veitingastjóri hins nýja hótels en hann hefur undanfarin ár starfað sem þjónn á Hótel Blönduós. Bfða ýmsir nú spenntir eftir að sjá hvort yfirkokk- ur og hótelstjóri H.B. fái ekki Ifka tilboð frá hinum nýfræga athafnamanni í hótel- og flugbransanum, þar sem honum tókst að reka Hótel Blönduós með hagnaði sfðastliðið ár en það hafði ekki tekist mörg undanfarin ár.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.