Dagur - 07.05.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 07.05.1986, Blaðsíða 5
Jesendahorniá 7. maí 1986 - DAGUR - 5 Þakkir til Akureyringa Ágætu Akureyringar. Á sumardaginn fyrsta var ég á skíðum hjá ykkur í fyrsla sinn, í fínasta veðri, sól og hita. Nú í hita dagsins reif ég mig úr anoraknum mínum og þar sem ég var ekkert að luigsa um utanyfir- flíkur þennan dag gleymdi ég að taka hann með mér niður um kvöldið. Það var ekki fyrr en kom að golfinu á föstudagseftirmiðdag að nota þurfti gallann aftur og þá fannst hann að sjálfsögðu ekki. Ég hringdi upp í Fjall strax um kvöldið en enginn anorak fannst þar. Ég fór aftur á skíði á laugar- dag og leitaði þá af mér allan grun í skálanum. Fað sem gerði mig lítið eitt taugatrekktan var að í vasa anoraksins var tékkhcft- ið mitt. Á sunnudag hringdi ég svo enn, svona rétt til þess aö reka endahnútinn á eftirgrcnnslan mína og var ég þá spurður hvort það væri anorakinn með tékk- heftinu sem ég væri að leita að! Jú og viti menn hann var bara rétt si svona kominn á snaga þar efra. Ég var bíllaus en þaö var leyst og honum skilað á bensínstöð með einum ágætismanni. Ég þekki engan mann með nafni sem í hlut átti. Ég vil því leyfa mér að þakka ykkur öllum fyrir helgina, mína fyrstu skíða- daga á Akureyri sem verða mér ógleymanlegir, ekki aðeins fyrir skíðadagana með öllum þcssum prúðu krökkum heldur einnig og ekki síður fyrir að hengja anor- akinn minn á snagann. Bestu kveðjur til ykkar allra. Gunnar Olafsson. Alveg Staða og samstarf landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis var umræðuefni á opinberum fundi landssamtakanna Lífs og lands í Dynheimurn (Akureyri) á laugar- daginn. Undirritaður er ekki félagi í Lífi og landi og vissi ekki ntikið fyrir um samtökin. Þau beita sér fyrir „betra umhverfi í víðasta skilningi þess orðs“, þ.e. félags- legu, náttúrufarslegu og menn- ingarlegu umhverfi. Gestur Ólafs- son, formaður Lífs og lands, komst m.a. þannig að orði í inn- gangsræðu sinni: „Viljum við snúa bökum saman og vinna að því að nýta þá möguleika, sem við eigum ennþá í dag, sem þjóð og sem einstaklingar, eða viljum við halda áfram tilgangslausum deilum milli landshluta og héraða að hætti Sturlunga, á meðan þessir möguleikar renna út í sandinn?“ Með því að halda ráðstefnu þessa hér „úti á landi“ sýndi stjórn Lífs og lands í verki vilja til að fá okkur landsbyggðarfólk sama? með í að leita leiða til betri sam- býlishátta. Til marks um þýðingu ráð- stefnunnar í margra augum má nefna, að yfir helmingur fram- sögumanna kom langan veg að auðvitað á eigin kostnað. Með erindum þcirra og nærveru komu inn á fundinn sjónarmið fólks m.a. frá Blönduósi, Suðureyri, Borgarnesi, Reykjavík og Sel- fossi. En því miður sýndi heimafólk tilefninu minni áhuga. Ég held að innan við helmingur gesta hafi verið af Eyjafjarðarsvæðinu. All- mikið var rætt um málefni og þýðingu landbúnaðar, en bóndi var þó enginn viðstaddur. Hér á landsbyggðinni heyrist oft kvartað um að öllu sé snúið um höfuðborgarsvæðið og sjálf- sagt sé talið að við hinir hlaupum þangað til allra hluta. Varla hefðu þó miklu færri Eyfirðingar og Akureyringar sótt fund Lífs og lands, þótt haldinn hefði verið í Reykjavík. Magnús Kristinsson. Opið föstudag 9-18 og laugardag 9-12. Allt á að seljast. Verslunin hættir. Athugið! Aðeins opið þessa tvo daga. Búsáhöld • Tómstundavörur Sunnuhlíð • Sími 26920 Miðvikudagur 7. maí Videotek frá kl. 9-03 Nýjar plötur og spólur. Föstudagur og laugardagur Skemmtiþáttur Eddu Björgvins og Júlíusar Brjáns kl. 21.30 Fastir liðir eins og venjuiega. Hvað er að frétta af kynlífsmálum Indriða Skordal? Hvernig gengur Inda að eiga við „litla nabba"? Hefur Þórgunnur sagt skilið við Inda sinn? Tókst Inda að losna við permóið úr hausnum? Er Indriði hamingjusamur maður í dag? Öllum þessum spurningum ásamt mörgum öðrum er svarað hjá kynlífskönnuðinum Fríðu Schiöth í Sjallanum föstudag og laugardag. Miðaverð aðeins kr. 300. Matur framreiddur frá kl. 19.30 baeði kvöidin. Helgartilboð: Súpa og kjötréttur aðeins kr. 800. Dansleikur til kl. 03. Þar leikur fjörugasta danshljómsveit landsins, \ Hljómsveit Grétar Örvarssonar. íslenskir stólar endingargóðir Kona sem ber hag bæjarins fyrir brjósti hafði samband og vildi koma á framfæri þeirri skoðun sinni, að hún væri ákaflega hissa á stólakaupum Verkmenntaskól- ans. „Ég er hissa á því að ekki skuli notað hið íslenska fram- lag. Ég sá mynd af stólunum í Degi, og gat ekki séð að norski stóllinn væri fallegri. Reynslan hefur sýnt að þessir íslensku stól- ar sem um er að ræða eru sterkir og endingargóðir. Slíkir stólar eru notaðir hjá Útgerðarfélaginu og að því er ég held einnig í H- 100 og þeir hafa reynst afskap- lega vel. Þegar okkur vantar vinnu hér í bænum og erum að reyna að halda gangandi hér iðn- aði, finnst mér ekki rétt að kaupa stóla erlendis frá. Það er talað um að láta athuga hönnun akureyrska stólsins, en mér finnst lítið gagn af því að hanna sífellt og hanna ef ekkert gerist." Þjónusta sótt til Reykjavíkur KK hringdi út af „stólamálinu“ og vildi hann í sambandi við stólakaup Verkmenntaskólans koma á framfæri þeirri hugmynd sinni að stólarnir sem til greina koma verði hafði til sýnis fyrir bæjarbúa og þeir látnir meta hvor stólinn sé fallegri. „Mér virðist sem þetta sé spurning um útlit, ekki um verð. Af samtölum við fólk um þetta hefur mér virst sem fólki finnist íslenski stóllinn fallegri og ég er viss um að það er líka betra að sitja í honum. Það er ekkert nýtt að svona sé staðið að málum, þjónusta er sótt til Reykjavíkur eða jafnvel lengra, þótt hún sé fyrir hendi hér á Akureyri. Þetta er einhver minnimáttarkennd í stjórnendum bæjarins," sagði KK. Fyrsti framboðsfundurinn Sameiginlegur framboðsfundur flokkanna verður haldinn í Svartfugli í Alþýðuhúsinu í Skipagötu sunnudaginn 11. maí nk. kl. 20.30. Fulltrúar Framsóknarflokksins verða 5 efstu á listanum. Sigurður Jóhannesson. Þórarinn E. Sveinsson. Ulfhildur Kögnvaldsdóttir. Ásgeir Arngrímsson. Kolbrún Þormóðsdóttir. ★ Við hvetjum alla til að koma og kynnast hressu fólki með frískar hugmyndir um framtíð Akureyrar. Framsóknarflokkurinn Akureyri J.C. Akureyri hefur citt frumkvæðið að þessum fundi og sér um frainkvæmd hans og fundarstjórn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.