Dagur - 07.05.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 07.05.1986, Blaðsíða 12
★ Lagertiillur og skúffur STRADMRÁS ÞJÓNUSTA MEÐ LOFT- HÁÞRÝSTI- OG RAFMAGNSVÖRUR Furuvöllum 1 ■ 600 Akureyri • Sími 96-26988 Vímulaus æska - Foreldrafélag stofnað í kvöld Stofnfundur foreldra fyrir vímulausa æsku verður hald- inn í beinni útsendingu í sjón- varpinu í kvöld og hefst útsending kl. 22.40. Að þessum fundi standa áhugahópur foreldra, SÁÁ og Lionshreyfingin á íslandi og er tilgangurinn með stofnun félags- ins að vekja foreldra til umhugs- unar um hið hrikalega vandamál sem neysla fíkniefna er og að vinna forvarnarstarf á ýmsan hátt, t.d. með útgáfu fréttablaða og fræðsluefnis. Helgi H. Jónsson fréttamaður stjórnar stofnfundinum í kvöld, en hann mun samanstanda af umræðum og tónlist. Á meðan fundurinn stendur yfir birtast símanúmer á skjánum og í þessi númer getur fólk hringt til þess að gerast félagar. „Auðhumla“ Nú er unnið að uppsetningu á kúnni „Auðhumlu“, en þessi myndarlega stytta verður afhjúpuð við Mjólkursamlag Kaupfélags Eyfirðinga á 100 ára afmæli félagsins í næsta mánuði. Mynd: KGA. Hjallalundur 2-12: S.S. Byggir fékk lóðirnar - Byggingaframkvæmdir hefjast í sumar Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar í gær var ákveðið að veita S.S. Byggi lóðir undir tvö fjölbýlishús við Hjallalund 2-6 og 8-12. Þrjú byggingafyrir- tæki sóttu um lóðirnar auk S.S. Byggis. Þessi lóðaúthlutun hefur tekið Lagðir hafa verið fram þrír list- ar fyrir hreppsnefndarkosning- ar á Blönduósi að þessu sinni, en í mörgum undanförnum kosningum liafa einungis verið tveir listar í framboði. Að þessu sinni náðist ekki samkomulag um röðun á sameig- inlegan lista framsóknarmanna, Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og óháðra kjósenda þannig að úr urðu tveir listar þ.e. listi vinstri- manna og óháðra sem framsókn- armenn standa að og listi Al- nokkurn tíma. Upphaflega sótti S.S. Byggir um leyfi til að byggja á þessum lóðum. Bygginganefnd afgreiddi þá umsókn með því að auglýsa lóðirnar lausar til umsóknar. Jafnframt voru vænt- anlegir umsækjendur beðnir að gera grein fyrir hugmyndum sín- þýðubandalags og óháðra, en Alþýðuflokkurinn býður ekki fram að þessu sinni sökum mannfæðar. Þriðji listinn er svo listi Sjálfstæðismanna. Sjö efstu sæti listanna skipa eftirtaldir aðil- ar: Listi vinstrimanna og óháöra 1. Sigmar Jónsson, 2. Sigfríður Angantýsdóttir, 3. Hilmar Krist- jánsson, 4. Ásrún Ólafsdóttir, 5. Kári Snorrason, 6. Aðalbjörg Þorkelsdóttir, 7. Vilhjálmur Pálmason. um um byggingaframkvæmdir. Fjórar umsóknir bárust og ein- ungis tvær þeirra uppfylltu áður- nefnd skilyrði. Umsækjendur voru því næst kallaðir á fund bygginganefndar og þeim gefinn kostur á að gera nánari grein fyrir hugmyndum sínum. Þeir skyldu Listi Alþýðubandalags og óháöra 1. Guðmundur Theódórsson, 2. Kristín Mogensen, 3. Eiríkur Jónsson, 4. Ingunn Gísladóttir, 5. Ásgeir Blöndal, 6. Ásta Rögn- valdsdóttir, 7. Jón Hannesson. Listi Sjálfstæðismanna 1. Jón Sigurðsson, 2. Sigríður Friðriksdóttir, 3. Ragnheiður Þorsteinsdóttir, 4. Baldur Val- geirsson, 5. Sigurður Eymunds- son, 6. Þuríður Hermannsdóttir, 7. Óskar Húnfjörð. G.Kr. sjálfir bera kostnað af gerð til- lagnanna en bærinn léti þeim í té nauðsynleg grunngögn fyrir 1. maí ásamt upplýsingum um skil- yrði sem tillögurnar yrðu að upp- fylla. Bygginga- og skipulags- nefnd áttu síðan að velja eina eða tvær tillögur og úthluta lóðunum á grundvelli þess úrskurðar. Þrátt fyrir þessa ákvörðun sendu umsækjendurnir bréf til bygginganefndar þar sem farið var fram á að lóðunum yrði út- hlutað strax til eins eða fleiri aðila. Bygginganefnd lagði svo til í fyrradag að S.S. Byggir s.f. fengi lóðina og bæjarstjórn sam- þykkti það samhljóða. Meirihluti bygginganefndar setti það skil- yrði fyrir úthlutuninni að S.S. Byggir skilaði inn 4 tillögum að byggingarhugmyndum frá a.m.k. 2 teiknistofum. Skipulags- og bygginganefnd munu síðan velja úr þeim og setja nánari skilyrði um byggingarfrest og byggingar- tíma. Gert er ráð fyrir að hægt verði að byggja 2-3 fjölbýlishús á þess- um lóðum með allt að 40-50 íbúðum og munu framkvæmdir væntanlega hefjast í sumar. BB. Kosningar á Blönduósi: 3 listar í framboði Næg „Það eru næg verkefni hjá okkur fram á næsta haust og erum við byrjaðir að leita að frekari verkefnum fyrir næsta vetur,“ sagði Sigurður Ring- sted yfirverkfræðingur hjá Slippstöðinni á Akureyri, er við inntum hann frétta af verk- efnum stöðvarinnar. í dag á Heimaey VE-1 að koma í slipp til mikilla endur- Slippstöðin á Akureyri: verkefni framundan bóta. Skipta á um rafkerfi í skip- inu, endurnýja íbúðir skipverja og smíða perustefni á það. En perustefni á að bæta sjóeiginleika skipsins. Sigurður sagði að verk- inu við Heimaey ætti að vera lok- ið síðari hluta ágústmánaðar. Hann sagði að breytingarnar á Heimaey væru stærsta verkefni sem Slippstöðin ynni að í sumar, fyrir utan breytingar á 4. Kan- adatogaranum, en breytingum á honum á að vera lokið upp úr miðjum júlí, „og stefnir allt í að það verk standist eins og önnur verk við Kanadatogarana. Það er því nóg að gera fram á haust í Slippstöðinni,“ sagði Sigurður. Er hann var spurður hvað tæki við næsta vetur sagði hann, „við erum byrjaðir að leita að verk- efnum og gerum okkur vonir um frekari verkefni frá Kanada. Áður gátum við sett menn í ný- smíðar þegar minnkaði f viðgerð- um, en eftir að nýsmíðum lauk, getur komið upp sú staða að verkefnaskortur blasi við. Sýnir þetta enn betur en áður að ný- smíðar eru nauðsyn til að halda stóru skipasmíðastöðvunum gangandi," sagði Sigurður Ringsted. gej- Rauðinúpur: Hefur fengið um Í000 tonn Raufarhafnartogarinn Rauði- núpur hefur aflað 980 tonna í 10 veiðiferðum það sem af er árinu eða 98 tonna að jafnaði í veiðiferð. Á sama tíma í fyrra hafði togarinn fengið 660 tonn í 9 veiðiferðum. Af þessum 980 tonnum eru 650 tonn af þorski en þorskkvóti togarans er 1750 tonn. Rauði- núpur er á sóknarkvóta og má hann því veiða ótakmarkað af öðrum . tegundum, einungis úthaldsdagarnir eru takmarkaðir auk þorskkvótans. Til að nýta stoppdaga hefur verið ákveðið að Rauðinúpur fari til rækjuveiða fyrir Sæblik á Kópaskeri, 2 ferðir til að byrja með en fleiri ferðir síðar í sumar. Til Raufarhafnar hafa á árinu borist 75 tonn af afla Stakfellsins, og er ástæðan sú að skipið hefur verið mikið á grálúðu- og karfa- veiðum til frystingar um borð. Þá eiga Raufarhafnarbúar 25 tonn hjá hraðfrystihúsi Þórshafnar sem voru lánuð þangað þegar lít- 111 afli var þar til vinnslu. Nýlega hefur verið lokið við að endumýja kassa fyrir Rauðanúp. í fyrra voru keyptir kassar frá Plasteinangrun hf. á Akureyri og hefur reynsla af þeim verið mjög góð. Síðuskóli: 5 nýjar stofur í haust - ef tekst að fá greiddan hlut ríkisins í eldri skólum Bæjarstjóra hefur verið falið að ganga til samninga við SS Byggi s/f um frágang á lofti og múrverki innanhúss í Síðu- skóla á grundvelli tilboðs fyrir- tækisins frá 7. aprfl s.l. Til- boðsupphæð er u.þ.b. 1300 þúsund krónur. Jafnframt samþykkti bæjar- stjórn Akureyrar að stefna að því að lokið verði framkvæmdum við suðurhluta 2. áfanga Síðuskóla í haust. Þar með yrði hægt að taka í notkun 5 nýjar kennslustofur á hausti komanda. Þessi ákvörðun er þó háð því að aukafjárveiting fáist úr ríkis- sjóði á grundvelli uppgjörs vegna byggingar Lundarskóla og Gler- árskóla. Lagðir hafa verið fram 3 samningar við menntamálaráðu- neytið um uppgjör á byggingar- kostnaði, framkvæmdum við lóðir og stofnbúnaði til ársloka 1985 vegna Lundarskóla, Glerárskóla og Oddeyrarskóla. Samkvæmt þessum þremur samningum nem - ur skuld ríkissjóðs við Akureyr- arbæ vegna þessara framkvæmda 12.4 milljónum króna. BB./-yk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.