Dagur - 07.05.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 07.05.1986, Blaðsíða 3
7. maí 1986 - DAGUR - 3 AHt komið um borð í Wartburginn og beðið eftir því að Ijósmyndarinn klári myndatökuna. Arnar og Eiður tilbúnir í slaginn. Mynd: gej- „Við hlökkum til að komast á veiðar“ Minningarmót í skák: Gylfi vann annað árið íröð Minningarmóti um Júlíus Bogason hinu tíunda í röðinni, lauk fyrir skömmu. Úrslit urðu þau, að Gylfi Þórhallsson sigr- aði, annað árið í röð, en hann fékk 6 vinninga af sjö mögu- legum. Annar varð Jón Björg- vinsson með SVi v. Þriðji Þór Valtýsson með 4V2 v. 4.-6. Jón Arni Jónsson, Jóhann Snorra- son og Friðgeir Kristjánsson með 4 v. Um sl. helgi kom skáksveit Búnaðarbanka íslands og tefldi við Skákfélag Akureyrar. Teflt var á tólf borðum og sigruðu Búnaðarbankamenn með IV2 v. gegn 41/2 v., en í hraðskákinni snerist dæmið við, þá sigruðu heimamenn með 68 v. gegn 53. Teflt var á ellefu borðum. Best- um árangri Akureyringa í hrað- skákinni náðu Jakob Kristinsson og Þór Valtýsson, en þeir fengu 8Vi v. af 11, en fyrir Búnaðar- bankann, Bragi Kristjánsson 9lá v. og Margeir Pétursson 9 v. Ólafur Kristjánsson sigraði í bæði skiptin í 15 mínútna mótun- um í aprílmánuði, og Jón Garðar Viðarsson sigraði í apríl í 10 mín- útna mótinu. Næsta mót hjá félaginu er hraðskákmót, teflt um Einisbik- arinn. Keppnin fer fram í Barna- skóla Akureyrar fimmtudaginn 8. maí kl. 13.30. Gylfi Þórhallsson. Sauðárkrókur: Kaupfélag í nýtt húsnæði t lok síðasta mánaðar fluttu skrifstofur Kaupfélags Skag- firðinga úr gamla húsnæðinu í Gránu, sem tekið var í notkun árið 1904, í nýtt og glæsilcgt 800 fermetra húsnæði í aðal- stöð félagsins við Artorg. Nýja húsnæðið er bjart, skemmtilegt og rúmgott. Hús- gögn voru keypt af 3K á Selfossi og eru þau hönnuð af Valdimar Harðarsyni. Að sögn Ólafs Friðrikssonar kaupfélagsstjóra KS kemur þessi bætta aðstaða til með stórauka afköst starfsfólks sem þó voru mikil fyrir. Um síðustu áramót keypti félagið nýja tölvu, sem ekki hefur nýst sem skyldi, sök- um plássleysis. Nú hefur flestallt starfsfólkið fengið tölvuskjái við sín borð og fer vinnan að mestu leyti fram í gegn um tölvuna. Einnig er nýbúið að tölvuvæða byggingavöruverslunina á Eyr- inni og mun ekki líða á löngu þar til allar deildir félagsins hafa ver- ið tölvuvæddar. Verður þá mun betra að fylgjast með gangi mála frá degi til dags að sögn Olafs. Þá. „Við erum búnir að fara einn róður og fengum vægast sagt mjög lítinn afla,“ sagði Arnar Pálsson, sem nú getur titlað sig trillukarl þó ungur sé að árum. En Arnar ásamt félaga sínum Eiði Stefánssyni er nýbúinn að kaupa sér trillu frá Þórs- höfn á Langanesi og ætla þeir að hella sér í útgerðina. Þeir sögðust vera að læra inn á þetta, því trilluútgerð hefðu þeir ekki stundað áður. Arnar hefur verið lítillega á línubátum, en trilluútgerðin alltaf heillað. Því réðust þeir félagar í að kaupa trillu sem er 4,3 tonn og ætla að róa frá Dalvík og Hjalteyri í sumar. Þegar okkur bar að voru þeir að taka á móti veiðarfærum sem Júlíus Brjánsson og Edda Björgvinsdóttir sem hafa skemmt gestum Þórskaffis í vetur eru nú á leið til Akureyr- ar og munu skemmta í Sjallan- um nk. föstudags- og laugar- dagskvöld. Með þeim í för verður skraut- legt lið og nægir í því sambandi að nefna Indriða Skordal sem fólk þekkir úr sjónvarpsþáttun- um „Fastir liðir eins og venju- lega“, Þórgunni Skordal konu hans, kynlífskönnuðinn Fríðu Indriði. fylgdu bátnum. Voru þau send í gámi frá Þórshöfn. Því stóðu þeir Arnar og Eiður með netin milli handanna og skáru það burt sem ekki var nothæft. Því var síðan hent, en brúkleg veiðarfæri sett um borð í útgerðarbílinn sem er af austur-þýsku gerðinni Wart- burg og er nreira að segja skutbíll. „Þetta er ekki fjöl- skyldubíll samhliða útgerðarbíl," sögðu þeir félagarnir, sem eiga bíla sem eru boðlegir fólki og eiga líklega við að fólki sé ekki bjóðandi í bíl sem notaður er til flutninga á veiðarfærum og fiski. Báða hefur langað til að vera á sjó og draumurinn því að rætast. Þeir hafa verið að æfa sig á línu- veiðunum og segjast ekki efast um að útgerðin gangi vel í sumar. „Það er frábært að vera við þetta Schut, að ógleymdri hinni heims- frægu Túrillu Júhannsson frá Færeyjum sem mun mæta í matinn. Er naft fyrir satt að mat- reiðslumenn Sjallans bíði spennt- ir eftir því hvernig henni líkar maturinn, og eru þeir að sögn til- búnir með steinbítsforrétt fyrir þá færeysku. Hljómsveit Grétars Örvarsson- ar mun leika fyrir dansi bæði kvöldin en þessi hljómsveit gerði mikla lukku er hún var hér á ferð í janúar sl. Túrilla. í góðu veðri, en aftur á móti ömurlegt í slæmu veðri. En góða veðrið verður ríkjandi í sumar svo við hlökkum til að komast á veið- ar,“ sögðu þeir ungu trillukarlar Arnar og Eiður. gej- Leiþfélag Akureyrar hefur adglýst aö fáar sýningar séu eftir á söngleiknum Blóð- bræðrum, sem hefur verið á fjölum leikhússins undanfarn- ar vikur. Sýningar eru orðnar 15 talsins og aðsókn nokkuð góð, þó ekki eins og reiknað var með er farið var af stað með sýninguna. Signý Pálsdóttir fráfarandi leikhússtjóri sagði að viðtökur Guðlaug tekur sæti Sveinborgar - á lista Alþýðu- bandalagsins við bæjarstjórnarkosningarnar Á félagsfundi í Alþýðubanda- laginu á Akureyri, sem haldinn var laug^xdaginn 3. maí sl., var samþykkt að gera breytingu á framboðslista flokksins við bæjarstjórnarkosningarnar 31. maí nk. Ástæða þess að ákveðið var að gera breytingu á áður ákveðnum lista var sú að Sveinborg Sveins- dóttir sem ákveðið hafði verið að skipaði 6. sæti listans óskaði eftir að vera leyst frá honum þar sem hún er á förunr frá Akureyri og mun því ekki geta tekið að sér trúnaðarstörf fyrir Alþýðubanda- lagið á Akureyri á næsta kjör- tímabili. Sveinborg er gift Finn- boga Jónssyni framkvæmdastjóra og eru þau á förum til Norðfjarð- ar þar sem hann tekur við starfi framkvæmdastjóra Síldarvinnsl- unnar á Neskaupsstað. Félagsfundur samþykkti að verða við ósk Sveinborgar og í hennar stað mun Guðlaug Her- mannsdóttir verða í 6. sæti fram- boðslista Alþýðubandalagsins á Akureyri. Guðlaug er fædd árið 1936 og starfar sem kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún er með BA próf í sögu og þýsku. Hún starfaði lengi með Leikfélagi Akureyrar og lék þar í mörgum leikritum. Guðlaug er fyrsti formaður Zontaklúbbsins Þórunnar Hyrnu. -yk. hafi verið mjög góðar á þeim sýn- ingum sem búnar eru. Hins vegar væru þær ekki eins margar og búist var við. Blóðbræður eru sýndir tvisvar um hverja helgi. Mest hefur borið á hópum fólks sem koma á sýninguna og eru pantanir slíkra hópa fram að 24. maí. Eftir það er óvíst hve marg- ar sýningar verða, svo það eru síðustu forvöð fyrir fólk að sjá þessa skemmtilegu sýningu hjá Leikfélagi Akureyrar. gej- Túrilla og Ind- riði Skordal - meðal gesta í Sjallanum um helgina „Upp með hendur“, Ellert A. Ingimarsson kominn í kúrekagallann og til búinn í leikinn. Mynd: gej- Leikfélag Akureyrar: „Blóðbræður" að kveðja

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.