Dagur - 07.05.1986, Síða 11

Dagur - 07.05.1986, Síða 11
7. maí 1986- DAGUR - 11 Alþýðusamband Norðurlands: Ráðstefna um vinnuvernd og ástand vinnustaða Vinnuvernd og ástand vinnu- staða á Norðurlandi er við- fangsefni ráðstefnu, sem Alþýðusamband Norðurlands heldur 9. og 10. maí að Illuga- stöðum. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Menningar- og fræðslusamband alþýðu. Á ráðstefnunni verður gerð grein fyrir ástandi vinnustaða á Norðurlandi með tilliti til aðbún- aðar, öryggis og hollustuhátta, en að undanförnu hefur farið fram nokkur könnun í þessu efni. Rætt verður hvað einkum virðist ábótavant og um leiðir til úrbóta. Sérstök áhersla verður lögð á hlutverk öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða. Erindi á ráðstefnunni munu flytja þeir Ásmundur Hilmarsson starfsmaður Sambands bygg- ingamanna og Snorri S. Konráðs- son starfsmaður MFA. Þá mun Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlits ríkisins ræða um Allar stærðír og gerðir af raf- hlöðum t.d. fyrir leiktæki og tölvur. Heildsala - smásala Óseyri 6, sími 24223 Brekkugötu 7, sími 26383. stofnunina og mikilvægustu verk- efni hennar, sem eru framundan. Hörður Bergmann fræðslufulltrúi og Sigmundur Magnússon vinnu- eftirlitsmaður ræða um fram- kvæmd vinnueftirlits og upplýs- ingastarf. Ráðstefnustjóri verður Tryggvi Þór Aðalsteinsson. Gert er ráð fyrir að um 60 manns sæki ráðstefnuna frá aðildarfélögum Alþýðusambands Norðurlands, allt frá Hvamms- tanga til Þórshafnar. Ráðstefnan hefst um hádegi föstudaginn 9. maí og lýkur síð- degis á laugardag. Kristnes-basarínn verður í Blómaskálanum Vín fímmtudaginn 8. maí kl. 14. Á boðstólum verður alls konar tágavinna, prjónles og önnur handavinna. Allt unnið af vistfólki. Komið og geríð góð kaup. Veitingar á staðnum. % International Umboð Söluumboð fyrir International paint skipa- málningu á Akureyri er laust til umsóknar. Umsækjandi þarf að þekkja vel til í skipasmíða- stöðvum, útgerðarfyrirtækjum og byggingariðnaði á Norðurlandi. Umsóknir sendist til Dags fyrir 12. maí nk. merkt: Málning. FRAMSOKN TIL FRAMFARA Ársæll Magnússon, umdæmisstjóri er 8. á lista framsóknar- manna til bæjarstjórnarkosninganna í vor. Hann verður til við- tals á skrifstofunni Eiðsvallagötu 6 í dag 7. maí kl. 17-18. Heitt verður á könnunni. Hittumst hress. Framsóknarfélögin á Akureyri Auglýsendur takið eftir! Síðasta blað fyrir helgi kemur út fimmtudaginn 8. maí. Auglýsingar sem birtast eiga í því blaði þurfa að berast fyrir kl. 12 miðvikudaginn 7. maí. Frá Hrafnagilsskóla Sýning á teikningum og handavinnumunum nemenda verður í skólanum fimmtudaginn 8. maí nk. kl. 15-22. Kaffihlaðborð. Skólastjóri. Leikfélag Öngulsstaðahrepps. Aðalfundur félagsins verður í Freyvangi fimmtudaginn 8. maí kl. 21. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. Nýir félagar sérstaklega boðnir velkomnir. Stjórnin. Framhaldsaðalfundur Sjálfsbjargar á Akureyri og nágrenni verður haldinn að Bjargi miðvikudaginn 7. maí kl. 20.00. Dagskrá: 1. Reikningar. 2. Kosning fulltrúa á landssambandsþing. 3. Önnur mál. Kaffiveitingar - Stjórnin. Orlofshús Frá og með mánudeginum 12. maí hefst útleiga á orlofshúsum neðanskráðra féiaga vegna sumar- mánaðanna. Húsin eru leigð til viku í senn og ber að greiða viku- leiguna við pöntun á húsunum. Þeir félagsmenn sem ekki hafa sótt um húsin sl. 3 ár hafa forgangsrétt til 19. maí nk. Eitt hús Verkalýðsfélagsins Einingar er ætlað fyrir fatlað fólk sem er félagsbundið í einhverju af þeim félögum sem orlofshús eiga að lllugastöðum. Sækja verður um það sérstaklega hjá Verkalýðsfé- laginu Einingu og verður umsækjandi að leggja til hús á móti frá sínu stéttarfélagi. Verkalýðfélagið Eining Skipagötu 14, sími 23503 Félag málmiðnaðarmanna. Skipagötu 14, sími 26800. Sjómannafélag Eyjafjarðar. Skipagötu 14, sími 25088. Trésmiðafélag Akureyrar Skipagötu 14, sími 22890 Starfsmenn óskast Byggingavörudeild KEA óskar eftir starfsmönn- um. Upplýsingar gefur deildarstjóri Bygginga- vörudeildar - ekki í síma. Kaupfélag Eyfirðinga. Sendill óskast Gjarnan til eins árs. Æskilegur aldur 15 ár. Nánari upp- lýsingar í varahlutaverslun Þórshamars, ekki í síma. Þórshamar, varahlutaverslun.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.