Dagur - 07.05.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 07.05.1986, Blaðsíða 7
7. maí 1986 - DAGUR - 7 Krakkarnir röðuðu sér við handfærarúllurnar. næsti hópur nemenda beið bátsins. Krakkarnir voru ánægðir með sjóferðina og ég var beðin að taka það skýrt fram að enginn hefði orðið sjóveikur og það er mér ljúft og skylt. Ég votta það hér með að enginn einasti maður varð sjóveikur í umræddri ferð, og fylgdist ég vel með þeim mál- um því ég hafði lofað sérstakri myndatöku til handa sjóveiku fólki. Þessi dagsstund um borð í Mími var ánægjuleg og ég þakka nemendum og áhöfn fyrir sam- veruna. IM í gildrurnar aðeins einn kuðung- ur hafði villst í aðra þeirra. Nú var siglt út undir Lundey og handfærarúllurnar mannaðar, en sá guli var tregur. Ekki fékkst bein úr sjó á þessum stað svo bát- urinn var færður svolítið og reynt aftur og þá fór ýmislegt að gerast. Það var kominn fiskur á færið hjá Elvu, gekk vandræðalítið að koma honum inn fyrir borðstokk- inn en þá var komið babb í bátinn. Fjandans fiskurinn var lifandi og það getur verið stigs- munur á að draga fisk eða drepa fisk. Ólafur vélstjóri kom nú til hjálpar, greinilega þaulvanur að fást við svona vandamál. Færun- um var rennt á þriðja svæðinu en ekki létu fleiri fiskar glepjast í þessum róðri. Handfæraveiðun- um var því hætt og haldið til að vitja um netin. Daginn áður höfðu sjö þorska- net verið lögð og drifu áhafnar- meðlimir sig allir í gúmmígalla og virtust færir í flestan sjó. Nóg var að gera fyrir alla meðan á drætti netanna stóð og greinilega hafði sumt unga fólkið komið nálægt svona störfum áður. Úr netunum komu ein grásleppa og 17 þorskar, þar af tveir stórir: Netin voru lögð aftur og síðan farið að gera að aflanum undir leiðsögn Ólafs. Á meðan tók Þórður stefnuna á land. Hann sagði að þessir krakkar hefðu verið sérlega áhugasamir og lét vel af að starfa sem skólaskipstjóri. Það væri gaman að sjá hvernig krakkarnir lifnuðu öll við þegar þau sæju fisk Þórður Örn Karlsson skipstjóri og hann væri ekki í vafa um að þau hefðu gott af að koma á sjó og sjá hvað snéri aftur og fram á báti. Þessar ferðir væru farnar til að kynna verðandi borgurum þessa lands hvernig störf til sjós gengju fyrir sig og .margir ícrakkanna ættu eftir að prófa sjómennsku þó þau yrðu ekki öll sjómenn í framtíðinni. Ólafur og hásetarnir luku við að gera að aflanum og þrífa bát- inn og þeir hásetar sem eftir áttu að reyna sig við stýrið fengu sína kennslustund, og áður en varði var komið að bryggju þar sem í námi og störfum seinna meir í lífinu, ég er sannfærður um að þau fara út í lífið sem betri ein- staklingar fyrir bragðið. Það er líka gott fyrir fólk sem er að ferð- ast á fjöllum og þá sem eru á snjósleðum eða skytteríi að kunna skil á áttum, kompás og siglingafræði, það getur bjargað lífi þeirra. í mörg ár hefur það staðið okk- ur fyrir þrifum að hafa ekki afnot af skólaskipi. Við fslendingar höfum verið algjör nátttröll á því sviði sem fiskveiðiþjóð, Færey- ingar eiga tvo báta, Norðmenn fjöldann allan og Grænlendingar eiga bát. En það hefur verið eins og að tala við veggi að tala um að fá bát fram að þessu. Nú er sjó- vinnunám í um þrjátíu grunn- skólum á landinu þar af bæði bóklegt og verklegt í um 15 skólum. Ég er að ferðast um og prófa í þeim skólum sem siglingafræðin er kennd og geri það á hverju ári. Svo skemmtilega hittist á að núna er staddur bátur hér, við fengum hann afhentan um ára- mótin og nú er hann í sinni fyrstu ferð um landið. Hann er búinn að vera fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi en kemst líklega ekki á Austfirðina í vor. Þessi bátur er árangur af tíu ára bar- áttu, hann er keyptur af ríkis- sjóði og er að einum þriðja ætlað- ur fyrir sjóvinnukennslu, að ein- um þriðja fyrir líffræðikennslu við Háskólann og að einhverju leyti sem rannsóknabátur fyrir Hafrannsóknastofnun. Þessar þrjár stofnanir sameinuðust um að fá bát, en ég veit að það kem- ur að því að við eignumst bát ein- ir sem verður kynningar- og kennslubátur fyrir íslensk ung- menni eingöngu. Báturinn er fimmtán tonn og heitir Mímir RE 3, þetta er fjölfiskibátur. Við leggjum aðaláherslu á handfæra- veiðar en það er möguleiki að hafa lítið troll eða snurvoð, og hann er líka búinn til línuveiða.“ - Fá allir nemendur í þessu námi að prófa að fara í einn róður? „Já, við reynum að komast yfir að níunda bekkjar nemendur fái að fara í það minnsta einn róður, það fer svolítið eftir veðri og aðstæðum. Síðan höfum við reynt að nota þann tíma sem mögulegt er til að fara með yngri nemendur í kynnisferðir. Þetta hefur gengið ótrúlega vel, á þrem mánuðum erum við nánast búnir með Reykjavík og nágrenni. Þegar báturinn kemur suður aft- ur fer hann til Vestmannaeyja og á Suðurlandið.“ - Eru krakkarnir ekki hrifnir af þessu? „Alveg óstjórnlega, þau koma ljómandi af veiðigleði og ánægju í land. Á bátnum eru tveir menn og einnig fer kennari með í flest- ar ferðir. Níu nemendur komast í hverja ferð. Báturinn er mjög vel búinn tækjum og öryggisbúnaður um borð er mjög góður. Hver ferð byrjar á því að skipstjóri kynnir allan öryggis- og björgunarbúnað og börnin eru klædd í björgunar- vesti. Þessi sjóvinnukennsla hefur mætt misjöfnum skilningi hjá ráðamönnum en þar sem farið hefur saman skilningur skóla- manna og góðir kennarar hefur árangur orðið góður. Námið stendur eða fellur með góðum kennurum og námskeið hafa ver- ið haldin fyrir kennara. Eitt slíkt er fyrirhugað nú í júní og ég vildi að lokum vekja athygli þeirra sem áhuga hafa á námskeiðinu." IM Norðurlandsmót í brídds 1986 Norðurlandsmót í bridds (sveitakeppni) verður haldið á Siglufirði dagana 23. maí til 25. maí. Mótsstaður er Hótel Höfn. Mótið er opið öllum briddssveitum innan bridds- félaga á Norðurlandi. Spilað verður samkvæmt Monrad kerfi, 7 umferðir, 24 spil milli sveita, keppnisstjóri Ólafur Lárusson. Mótið hefst föstudag- inn 23. maí kl. 13, og verða spil- aðir 3 leikir á föstudag, 2 leikir á laugardag og 2 á sunnudag. Á laugardagskvöld verður frí frá spilamennsku, en opið hús og dansleikur á Hótel Höfn. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til Stefaníu Sigurbjörnsd., v. sími 71518, h. sími 71778, eða Boga Sigurbjörnssonar v. sími 71383, h. sími 71527, fyrir laugar- daginn 10. maí. Gegnir 79018 besta nautið - af þeim er fæddust árið 1979 íslenskir bændur hafa um ára- tuga skeið stundað öflugt rækt- unarstarf í nautgriparækt. Grundvöllur ræktunarstarfsins er skýrsluhald á vegum naut- griparæktarfélaganna. Arið 1985 héldu um 900 bændur afurðaskýrslur um kýr sínar. A þann hátt fengust upplýsingar um afurðir einstakra kúa, fyrir um 60% af öllum kúm í land- inu á síðastliðnu ári. Búnaðarfélag íslands rekur á Hvanneyri nautastöð. Sæði úr nautum þar er notað um allt land. Árlega eru tekin þar í notk- un um 20 naut sem eru á hverjum tíma valin undan bestu kúm landsins. Úr hverju nauti eru frystir til geymslu um 7.000 sæðisskammtar. Þegar þeirri söfnun er lokið þá eru nautin felld og eru þau þá flest rúmlega tveggja ára gömul. Fljótlega eru notaðir 1200- 1500 sæðisskammtar úr hverju nauti. Að nokkrum árum liðnum þá koma dætur nautanna í fram- leiðslu. Fást þá upplýsingar um afurðahæfni þeirra úr skýrslum nautgriparæktarfélaganna. Um ýmsa aðra eiginleika er upplýs- inga aflað með skoðun á þessum kúm. Þegar þessar upplýsingar allar hafa fengist þá er mögulegt að fella traustan afkvæmadóm um nautin sem byggður er á reynslu á dætrum þeirra. Þau naut sem þannig hljóta bestan afkvæmadóm eru þá tekin til áframhaldandi notkunar. í ársbyrjun 1986 voru þannig fyrir hendi upplýsingar til að afkvæmadæma þau naut sem fædd voru árið 1979. Búnaðarfélag íslands hefur ákveðið að heiðra árlega þann bónda sérstaklega sem besta nautið í hverjum árgangi er feng- ið frá. Að dómi Kynbótanefndar Búnaðarfélags íslands í naut- griparækt þá var besta nautið sem fætt var árið 1979 Gegnir 79018. Gegnir 79018 var fæddur 26. júlí 1979 á búi Karls og Óskars Þorgrímssona á Efri-Gegnishólum Gaulverjabæjarhreppi í Arnes- sýslu. Faðir Gegnis var Toppur 71019 frá Kastalabrekku í Ásahreppi, en móðir Mús 108 sem var mikill afurðagripur með frábæra endingu. Mús var felld í janúar 1986 og hafði þá á nær 12 árum mjólkað um 65.000 kg mjólkur. Mús var árið 1983 dæmd besta kýrin í Árnessýslu á héraðssýningu á kúm. Gegnir var sjálfur felldur 30. júní 1981. Þeim bræðrum Karli og Óskari Þorgrímssonum var afhent heið- ursviðurkenning Búnaðarfélags íslands á aðalfundi Búnaðar- sambands Suðurlands í Árnesi 28. apríl 1986. Kristján frá Djúpalæk sjötugur í sumar: Skjaldborg gefur út úrval verka hans í tilefni af sjötugsafmæli Kristjáns' skálds frá Djúpalæk 16. júlí n.k. hefur Bókaútgáfan Skjaldborg á Akureyri ákveðið að gefa út úr- val úr fimm síðustu bókum hans og óprentuðu handriti nýrra ljóða. Ijeir sem vilja vera með eru vifisamlega beðnir að hafa sam- band við útgáfuna sem fyrst. Sér- staklega eru þeir, sem fengið hafa senda áskriftarlista hvattir til að skila þeim eða hafa sam- band við útgáfuna símleiðis. Nöfn þeirra, sem heiðra vilja Kristján á þessum tímamótum, verða prentuð í Tabula gratulat- oria fremst í bókinni. Gísli Jóns- son menntaskólakennari ritar formála. Bókin verður tölusett og árituð. Kristján frá Djúpalæk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.