Dagur - 07.05.1986, Side 6

Dagur - 07.05.1986, Side 6
6 - DAGUR - 7. maí 1986 Vilhjálmur skráir hásetana á skólaskipið. Krabbagildrur teknar upp. Tvær hressar. g&M' í' » Elva Sigurðardóttir með vænan þorsk. Skólaskipið Mímir RE 3 fór tíu róðra frá Húsavík með nemendur Gagnfræðaskólans. AIIs urðu það 80 nemendur sem gerðust hásetar á bátnum og stóðu sjóferðirnar yfír í alls fímm daga. Blaðamaður Dags fékk að fljóta með í eina ferð- ina ásamt sjö hressum sjöunda bekkjar nemendum. Vilhjálmur Pálsson kennari við sjóvinnubraut var mættur á bryggjuna og skráði hásetana á bátinn en það voru þau Ágústa Jóna Pálsdóttir, Herdís Hreiðars- dóttir, Bergþóra Höskuldsdóttir, Elva Sigurðardóttir, Eggert Hilmarsson, Ásmundur Arnars- son og Örvar Þór Jónsson. Um borð í Mími tóku Þórður Örn Karlsson skipstjóri og Ólaf- ur Bjarnason vélstjóri á móti lið- inu. Þórður byrjaði á að leiða menn í allan sannleika um björg- unarbúnað bátsins og afhenti síð- an nemendum björgunarvesti sem farið var í möglunarlaust. Nú var ekki eftir neinu að bíða. Landfestar voru leystar og siglt út úr höfninni. Að sjálfsögðu hafði verið pantað gott veður því eng- inn ætlaði að verða sjóveikur. Því var gott í sjóinn og meira að segja sólskin á köflum. Nem- endurnir fengu að spreyta sig á því að stýra bátnum, Þórður fylgdist með og tíndi fram fróð- leiksmola úr leyndardómum sigl- ingafræðinnar. Auk þess að vera skólaskip vinnur Mímir að rannsóknum fyrir Hafrannsóknastofnunina. Lagðar höfu verið gildrur fyrir trjónukrabba og byrjað var á að taka upp tvær af gildrunum og kanna veiðina. En krabbarnir höfðu ekkert verið á því að ganga Netin dregin, alls veiddust 18 þorskar og ein grásleppa. Þorleifur Kr. Valdimarsson, námsstjóri: Aranguriim á Húsavík einn sa albestí á landinu Þorleifur Kr. Valdimarsson er námsstjóri með sjóvinnu og hefur aðsetur hjá Fiskifélagi Islands. Hann var staddur á Húsavík í síðustu viku að prófa níunda bekkjar nemendur og féllst góðfúslega á að segja okkur frá þessu námi. „Það eru 11 ár síðan Fiskifé- laginu var falið að framkvæma ;þetta verkefni. Það hefur verið byggt upp sem valgrein í níunda bekk grunnskóla en nokkrir skól- ar eru einnig með þetta nám í átt- unda bekk og allt niður í sjöunda bekk. í þeim skólum hefur geng- ið best. Námið er betur undirbú- ið og uppbyggt eftir því sem það byrjar neðar. Fyrir skólann og nemendurna á Húsavík er það mikil gæfa að Vilhjálmur Pálsson skuli hafa verið sjómaður á unga aldri. Það lifði í gömlum glæðum þegar hann átti kost á að gerast kennari í sjóvinnu og sækja námskeið til að búa sig undir það. Á Húsavík hefur þessi námsbraut verið til mikillar fyrirmyndar og árangur einn sá albesti á landinu. Þar hef- ur farið saman mikill áhugi nemenda, áhugi skólamanna og þeirra sem standa að skólanum og úrvals kennari.“ - Níunda bekkjar nemendur fá réttindi. „Já, kennslan er verkleg og bókieg í sambandi við siglinga- reglur. Hér byrjar verklega kennslan strax í sjöunda bekk en bóklega kennslan ekki fyrr en í níunda bekk. Eftir það nám fá nemendur að ganga undir svo- kallað þrjátíu tonna próf og ef þau ná því fá þau réttindi til að stjórna þrjátíu tonna bát, með fyrirvara um aldur og siglinga- tíma sem þau geta áunnið sér seinna ef þau hafa hug á að stefna að þessu. Það er rétt að taka það fram að markmiðið með kennslunni er ekki eingöngu að búa til sjómenn, allt eins er þetta almenn kynning á sjávarútvegi og þessari atvinnugrein. Það er sama hvar þessir nemendur lenda Þorleifur Kr. Valdimarsson námsstjóri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.