Dagur - 08.05.1986, Page 4

Dagur - 08.05.1986, Page 4
4-DAGUR-8. maí 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI 24222 ÁSKRIFT KR. 420 A MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (HÚSAVlK), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165' FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ueiðari. Kjarnorkuslysið í Chemobyl í Sovétríkjunum hefur vakið ugg meðal þjóða heims. Geislavirkt loft hefur lagst yfir Norðurlöndin og Aust- ur- og Vestur-Evrópu. Þótt íslendingar eigi því láni að fagna að búa fjarri slys- staðnum hefur geislavirkni borist til landsins, þó að ekki sé um hættulegt magn að ræða. Þetta slys, sem raunar er ekkert einsdæmi í heimin- um, minnir okkur á það að þó að mannskepnunni hafi tekist að beisla kjarnork- una, er langt frá að henni hafi tekist að búa svo um hnútana að ekki stafi hætta af. Þetta á ekki aðeins við um hina háskalegu stefnu sem leitt hefur til kjarn- orkuvígbúnaðarins, heldur einnig þegar um friðsam- lega notkun kjarnorkunnar er að ræða. Ógnarafl kjarn- Hollur er fenginn orkunnar er eins og óarga- dýr. Þessa skaðræðis- skepnu má loka inni og það er hægt að siga henni á óvinveittar þjóðir, en einnig getur dýrið sloppið án þess að gæslumennirnir ráði nokkuð við afleiðingarnar. Þjóðir Evrópu hafa lagt bann við innflutningi mat- væla frá Austantjaldsríkj- unum, þar sem mest geisla- virkni hefur mælst vegna slyssins í Chernobyl. Óvíst er hversu lengi þetta bann varir, en þar sem geisla- heima- baggi virkni er mest í næsta ná- grenni slysstaðarins er óvíst um matvælafram- leiðslu í ókominni framtíð. íslendingar hafa bannað matvælainnflutning vegna þessa slyss. Kjarnorkuver til raforku- framleiðslu eru víða í heim- inum. Slys af þessu tagi geta orðið hvar sem er, þótt raunar sé talið að Sovét- menn gangi skrefinu styttra en vestrænar þjóðir í því að hindra hættulegar afleiðingar slíkra slysa. Það er þó engin trygging gegn því að t.d. V.-Evrópubúar geti þurft að horfa upp á ógn af þessu tagi innan eig- in landamæra. En hvað geta íslendingar lært af þessu? í rauninni ætti þetta slys ekki að þurfa að kenna mönnum nein ný sannindi. Það . getur hins vegar orðið til þess að rifja upp máltækið góða, sem allt of oft virðist falla í gleymsku í neysluþjóðfé- lagi nútímans, nefnilega að hollur er heimafenginn baggi. Þetta slys og önnur af sama toga ætti að geta orðið til þess að íslendingar leggi á ný höfuðáherslu á það að vera ávallt sjálfum sér nægir í matvælafram- leiðslu. Þetta er augljóst með tilliti til þess sem nú hefur gerst og ávallt getur endurtekið sig. Það er holl- ast sem heima gefst. Minning Ý Hólmfríður Jónsdóttir Hinn 27. apríl 1986 lést einn okk- ar góðu félaga f Zontaklúbbi Akureyrar, Hólmfríður Jóns- dóttir, fyrrverandi menntaskóla- kennari, Þórunnarstræti 85 hér í bæ. Hún var jarðsungin frá Akureyrarkirkju 2. maí sl. að viðstöddu fjölmenni. Missir klúbbsins er tilfinnanlegur og skarð Hólmfríðar verður vandfyllt. Hólmfríður Margrét Jónsdótt- ir, eins og hún hét fullu nafni, fæddist á Akureyri 5. maí 1907. Foreldrar hennar voru Jórunn Sigurjónsdóttir (f. 10.04. 1878) frá Dagverðartungu í Hörgárdal og Jón Brynjólfsson (f. 17.05. 1865) skipstjóri frá ísafirði. Þeg- ar Hólmfríður fæddist hafði móð- ir hennar verið ekkja með 2 börn í nokkur ár. Maður hennar Finn- ur Björnsson skipstjóri hafði drukknað er börn þeirra, Þórdís f. 1901 og Óskar f. 1902 voru á öðru og þriðja ári eða þar um bil. Foreldrar Hólmfríðar gengu ekki í hjónaband, svo að Jórunn stóð uppi ein, nú með þrjú börn í stað tveggja áður. Eftir nokkurra ára dvöl á Akureyri flutti ekkjan með börn sín upp í Mývatnssveit og tók við ráðskonustöðu hjá Sig- urði bónda Sigurjónssyni á Geirastöðum, en hann hafði misst konuna frá mörgum börnum. Hólmfríður ólst því upp í Mývatnssveit. Jórunn giftist síð- ar Hermanni Sigurðssyni á Geirastöðum og eignuðust þau tvö börn, Brynhildi ljósmóður og húsfreyju á Hofi í Arnarnes- hreppi og Geirfinn bónda á Litlu- brekku í sömu sveit. Þrátt fyrir erfið lífskjör gekk Hólmfríður menntaveginn eins og sagt var í þá daga. Var fyrst í Alþýðuskólanum Laugum í Reykjadal 1925-1927. Lauk kennaraprófi 1929 og gagnfræða- prófi frá MA 1930. Settist síðan í Menntaskólann í Reykjavík og tók stúdentspróf 1933. Meðan Hólmfríður stundaði nám í MR bjó hún hjá Þórdísi systur sinni sem gift var og búsett í Reykja- vík. Að loknu stúdentsprófi lá leiðin til Noregs. Þar las Hólm- fríður norsku, þýsku og ensku og varð cand.mag í þeim þremur tungumálum 1948. Þau ár sem Hólmfríður var í Noregi vann hún fyrir sér með kennslu og til að auðvelda sér leið að náms- stofnunum tók hún norskt kenn- arapróf frá Det Pedagogiske Seminar í Osló. 12. ágúst 1938 giftist Hólmfríð- ur norskum manni, Harald Jó- hannes Sæhle póstafgreiðslu- manni í Osló. Þau skildu 1941. Hún giftist í annað sinn 19. júlí 1952 Bandaríkjamanni John Ril- ey McDowell frá Ohio. Að sögn kunnugra var John Riley McDowell glæsilegur maður og prúðmenni hið mesta. Þau Hólm- fríður slitu samvistum. Bæði hjónabönd Hólmfríðar voru barnlaus. Að loknu háskólanámi kom 'K------------------------------ Hólmfríður heim til íslands. Hún kenndi við Gagnfræðaskólann á ísafirði og Kvennaskóla ísafjarð- ar frá 1948-1959. 1951-1952 fékk hún leyfi frá kennslu til endur- menntunar í ensku við ríkishá- skólann í Ohio í Bandaríkjunum. Hafði fengið til þess styrk frá Ful- brightstofnuninni. Til Akureyrar kom Hólmfríð- ur 1959. Kenndi við Gagnfræða- skóla Akureyrar frá 1959-1961 en flutti sig þá um set og byrjaði kennslu við MA. Hólmfríður kenndi við Menntaskólann á Akureyri frá 1961 til 1974 og var prófdómari við sama skóla á hverju vori til 1985. Aðal- kennslugrein hennar var enska, en hún kenndi einnig dönsku og þýsku. Eftir að Hólmfríður hætti kennslu við MA kenndi hún nokkur ár við Námsflokka Akur- eyrar og kenndi einnig ensku í einkatímum allt fram á síðasta ár. Hólmfríður var góður kenn- ari. Þeir nemendur hennar sem við þekkjum eru sammála um, að hún hafi verið skemmtilegur kennari og haft lag á að vekja áhuga þeirra og metnað. Hólmfríður fór ekki leynt með stjórnmálaskoðanir sínar. Hún fylgdi Framsóknarflokknum af lífi og sál og vann þeim flokki allt er hún mátti. Var um tíma í stjórn Menningarsjóðs KEA. Hólmfríður varð félagi í Zontaklúbbi Akureyrar 1959. Þar gegndi hún ýmsum trúnaðar- störfum. Var ritari í 2 ár og for- maður 1962-1963. Frá samveru- stundum okkar í klúbbnum eig- um við margar ánægjulegar minningar. Hólmfríður var gáfuð kona og skemmtileg og þeirra hæfileika hennar nutum við oft í ríkum mæli. Hún var hrókur alls fagnaðar á samkomum okkar og í ferðalögum. Hún hélt skemmti- legustu tækifærisræðurnar og hún gaf tóninn þegar við sungum eitthvað, hvort sem það voru sálmar eða ættjarðarljóð á hátíð- legum stundum eða léttari lög á ferðalögum. Einnig átti hún til að kasta fram hnyttnum óundirbún- um stökum við ýmiss tækifæri. Frá ótal samverustundum eigum við minningar sem lýsa Hóímfríði sérstaklega. Eitt sinn ræddum við væntanlega útför einnar Zonta- systur og hvern þátt við gætum átt í þeirri athöfn. Meðal annars veltum við því fyrir okkur hvern- ig krans við ættum að leggja á leiðið. Þá segir Hólmfríður: Þeg- ar ég kveð þá þarf ég engan krans. Hafið þið heldur veislu. Við sögðum eins og satt var og komið hefur á daginn, að við yrð- um sennilega ekki í veisluskapi fyrst eftir látið hennar, svo að hún mundi áreiðanlega sitja uppi með kransinn. Við gætum rakið fleiri minningar en látum kyrrt liggja - og nú er leiðir skilur að sinni, þökkum við Hólmfríði skemmti- lega samfylgd og óskum henni góðrar ferðar inn í ókunn lönd æðra tilverustigs. Blessuð sé minning hennar. Zontasystur í Zontaklúbbi Akureyrar. TÓNLISTARKROSSGÁTAN NO:51 TÓNLISTARKROSSGÁTAN NO: 51 Lausnir sendist til: Ríkisútvarpsins RÁS 2 Efstaleiti 1 108 Reykjavík Merkt Tónlistarkrossgátan

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.