Dagur - 08.05.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 08.05.1986, Blaðsíða 11
8. maí 1986 - DAGUR - 15 sjúkrahúsið Halifax. Skoðunin hófst klukkan 21.15 og niður- staðan varð sú, að dauði Adamskis væri af „eðlilegum ástæðum“, það er að segja hjartabilun, sem ef til vill stæði í sambandi við langvarandi van- heilsu, lát hans hefði borið að milli kl. 11.15 og 13.15 þennan sama dag - sem þýddi að líkið hefði legið á kolabingnum í kannski þrjár til fjórar stundir, í fullri dagsbirtu, andspænis járnbrautinni, þar sem umferð var í fullum gangi. Líklega hefði Adamski klifrað þarna upp - sem var mjög erfitt sök- um óslétts og slepjaðs yfir- borðs. Fleira kom auðvitað til greina. „Óþekktur maður eða menn“ gátu hafa flutt hann þarna upp, eftir að hann var dauður. En hverjum skyldi detta í hug að koma líki fyrir uppi á kolabing um hábjartan dag, þar sem það blasti við öllum? Og svo mátti spyrja, hvernig fóru þeir að því að koma líkinu þarna upp? Víst var það miklu senni- legra, að Adamski hefði sjálfur skriðið upp kolabinginn og síð- an dáið. Reyndar gat einmitt áreynslan við að klifra upp ver- ið dánarorsökin, eins og dr. Edwards viðurkenndi síðar við rannsóknina. En hvað kom honum þá til að fara þarna upp? Það er vissu- lega freistandi að hugleiða aðra tilgátu, sem byggir á því, að auðveldasta leiðin til að koma líki upp á kolabing, er ofan frá. Einhverjir komust þegar í stað að þeirri niðurstöðu, að Adamski hefði verið drepinn og síðan fleygt þarna niður af fljúgandi diski. Lögreglan í Vestur-Yorks- hire lagði mikið á sig til að reyna að ráða gátuna um skyndilegt hvarf Adamskis og dauða hans. Því að með tilliti til konu hans var þetta sorglegt atvik og vakti rnikla samúð manna. Tvívegis var réttarhöld- um frestað til að framkvæma frekari rannsóknir á líkinu, en í þriðja skiptið lýsti James Turnball líkskoðari því yfir, að ékkert væri hægt að fullyrða um dánarorsök, og bætti því við, að því miður gæti hann ekki komið auga á neitt, sem unnt væri að rannsaka betur en orðið væri. Málinu er ekki lokið. Leyndardómurinn magnast Fyrirspurnir lögreglu leiddu í margar blindgötur, því að ýmsir töldu sig liafa séð Adamski (eins og oftast verður í svona málum). Það var mikið fjallað um málið opinberlega; ljós- mynd af honum birtist í blöðun- um á staðnum í þeirri von, að einhverjar vísbendingar fengjust. En þrátt fyrir mikil viðbrögð almennings kom ekk- ert fram, sem þýðingu hafði. Haft var samband við öll sjúkrahús og lækna í Vestur- Yorkshire og aðliggjandi héruð- um. Ekkert kom fram, sem benti til þess að brunninn, sem dr. Edwards áleit, að hefði átt sér stað tveimur dögum fyrir andlát Adamskis en eftir að hann hvarf að heiman, hefði verið athugaður af lækni á svæðinu, þrátt fyrir alvarlegt eðli hans. Og samt sem áður virtist bruninn ekki orsök dauða hans, enda þótt hann kunni að hafa valdið áfalli, sem flýtti fyrir. En jafnvel þótt svo hefði verið, þá var enn ekkert svar fengið við því, hvar Adamski hefði verið dagana þrjá áður en hann hlaut brunasárin. Adam- ski hafði einfaldlega horfið með öllu. Fréttaflutningur af málinu var á þessu stigi lögreglurann- sóknarinnar aðeins staðbund- inn, undir fyrirsögnum svo sem „Dauði kemur eins og eitur í sár( eiginkonu í hjólastól". Auk þess að vera mannleg sorgar- saga, þá var þetta, eins og blöð- in í Todmorden höfðu eftir Turnball líkskoðara „óleysan- leg gáta“. Hvernig hlaut Adamski þessi óvenjulegu brunasár? Hvers vegna var hann ekki í skyrtunni? Hvernig komst hann frá Tingley til Todmorden og upp á kolabing- inn? Auðvitað kalla þessar - og aðrar spurningar tengdar mál- inu - á skýringar. En þrátt fyrir vasklega framgöngu lögreglu fundust engar skýringar. Það var eðlilegt, að Lottie Adamski fylltist örvæntingu. Hitt er undrunarvert, að allan síðari hluta ársins 1980 skyldi enginn landsfjölmiðill taka málið upp. Ýmis einfaldari mál hafa þó dregið að sér athygli víða vegu, og mörg sálræn flækja verið spunnin af jarðbundnari atvik- um. UFO-hópurinn* í Manchest- er, MUFORA, tók eftir frá- sögnunum í héraðsblöðunum og kom auga á möguleika á afbrigðilegri skýringu. Það, sem fyrst vakti athygli hópsins á málinu, var þó nafn hins látna. Nafnið Adamski (sem er ekki óalgengt í Póllandi) ersjaldgæft í Bretlandi. Og það sem meira er, í hópi áhugamanna um fljúgandi diska, er það líklega þekktast allra nafna. George Adamski var pólsk/ amerískur veitingahússeigandi, sem vakti heimsathygli á sjötta áratugnuin, þegar hann ritaði nokkrar metsölubækur, sem sögðu frá samfundum hans við verur frá Venusi, Saturnusi og fleiri hnöttum og ferðalögum hans með þessum „geimverum“ til heimahnatta þeirra. Bækurn- ar tryggðu Adamski sess í sög- unni sem frægasta tengslamanni (eða þykjustu tengli). Nú orðið leggja fáir áhugamanna um fljúgandi diska mikinn trúnað á fjarstæðukenndar sögur hans. Almennt líta þeir svo á, að það hafi verið fariö með almenning í ferðalag, ekki Adamski. En nokkrir eru á öðru máli. Timothy Good, þekktur Breti, sem rannsakar ferðir fljúgandi diska, og þýski rithöfundurinn Lou Zinstagg unnu saman að útgáfu bókarinnar George Adamski: Sagan sem ekki var sögð (1983), og þar er hann kynntur á miklu jákvæðari hátt. Áhrifamikið atvik En hvort sem George Adamski var geðbilaður eða ósvikinn tengiliður, þá vakti það athygli hjá MUFORA, að þarna var sama nafnið á ferðinni. Á þessu stigi málsins hafði hópurinn þó áhyggjur af því að valda frú Adamski enn meira hugarangri og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að hafa sam- band við hana svo skömmu eftir lát manns hennar og þannig lá málið í salti. En þann 28. nóvember 1980- fimm og hálfum mánúði eft- ir burtköllun Zigmundar Adamskis - gerðist annað mjög einkennilegt. Þetta hefði getað sýnst „tilviljun" ein, en átti eftir að margfalda áhuga MUFORA fyrir málinu í heild og alveg sér- staklega umræðum um dauða Adamskis. Rétt eftir klukkan 5 að morgni þessa nóvemberdags hafði Alan Godfrey lögreglu- þjónn, annar þeirra tveggja, sem kvaddir voru á vettvang á kolabingnum, þar sem líkið fannst, náið samband við fljúg- andi disk. Hann lenti reyndar á þakinu á lögreglubifreið hans. Á eftir varð honum ljóst, að hann hafði „týnt“ 15 mínútum, sem síðar voru endurvaktar við dáleiðslu með aðstoð MUFORA og leiddu fram minningar um fjarstæðukennda snertingu og læknisfræðilega rannsókn um borð í geimskipi á jöröu niðri. Staðurinn, þar sem þessi lend- ing átti sér stað, var á Burnley Road í Todmorden, 1,6 km frá kolabingnum, þar sem Adamski fannst. Sá möguleiki virtist ekki leng- ur jafn fjarlægur, að dauði Zig- mundar Adamskis stæði í ein- hverju sambandi við fljúgandi furðuhluti. (Jenny Randles) * Áhugamenn um fljúgandi diska og aðra furöuhluti. Eyes áovftt iív Came Hoa Experts baffled fjy bums on man AiilJliÍ IIIVInLllilllH UFQ DEATH mvivii w* i llllLt o* >»♦ ***»»> ( *rr***r «Mwrr ; Hið leyndardómsfulla Adamski-mál tók á sig alveg nýja mynd 27. september 1981, þegar Sunday Mirrur sagði frá því á forsíðu og tengdi dauða hans lljúg- andi furðuhlutum. Mjög óscnnilegt er, að landsblöðin hefðu nokkru sinni tekið söguna upp, hefði sá látni borið eitthvert annað nafn en Adamski. Dul- arfullt hvarf og óskýranlegt dauðsfall á furðulegum stað ásamt „töfra“-nafn- inu Adamski tryggði sögunni stærsta fyrirsagnaletur, án tillits til þess hverjar staðreyndir málsins kynnu að vera. Laus staða Við embætti bæjarfógetans á Akureyri er laus til umsóknar staða ritara. Um hálfsdags starf gæti verið að ræða. Góð vélritunar- og íslenskukunn- átta nauðsynleg. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar undirrituðum fyrir 20. maí nk. Bæjarfógetinn á Akureyri, 6. maí 1986. Elías I. Elíasson. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI óskar að ráða nú þegar fóstru og starfsstúlku í hlutastörf að barnaheimilinu Stekk. Vinnutími er áætlaður frá kl. 15-19. Upplýsingar gefur forstöðumaður barnaheimilis- ins í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Vélstjóri óskast Vélstjóri óskast á m/b Njörð EA 208. Uppl. í símum 21829 og 26388. AKUREYRARBÆR Skólagarðar Akureyrar Flokksstjórar óskast til starfa í sumar. Æskilegt að umsækjandi hafi reynslu í verkstjórn og ræktun. Nánari upplýsingar á skrifstofu garð- yrkjunnar í síma 25600. Skriflegar umsóknir sendist fyrir 15. maí til: Akureyrarbær - Garðyrkjudeild. Pósthólf 811, 602 Akureyri. Garðyrkjustjóri. $ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Iðnaðardeild - Akureyri Skrifstofustarf Óskum eftir að ráða skrifstofumann til starfa í skinnaiðnaði. Verslunarskólamenntun eða hliðstæð menntun æskileg. Viðkomandi þarf að hafa gott vald á ensku og einhverju Norðurlandamáli. Umsóknir sendist til starfsmannastjóra sem gef- ur nánari upplýsingar í síma 21900 (220-222). Umsóknarfrestur er til 16. maí nk. Glerárgata 28 Pósthólf 606 Simi (96)21900

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.