Dagur - 08.05.1986, Side 16

Dagur - 08.05.1986, Side 16
* Diskettur * Skjásíur + Ýmsar rekstrarvörur Tölvutæki sf. Gránufélagsgötu 4, 2. hæð • Akureyri • Sími 96-26155 Akureyri: Flokkur mannsins býður fram Framboðsfrestur vegna bæjar- stjórnarkosninganna á Akur- eyri, þann 31. maí n.k., rann út á miðnætti að kvöldi 6. maí s.l. Fimm flokkar lögðu fram lista en það eru: Alþýðuflokk- ur, Framsóknarflokkur, Sjálf- stæðisflokkur, Alþýðubanda- lag og Flokkur mannsins. Snemma beygist krókurinn, upprennandi sjómaður á „æfingu“. Mynd: Nýstárleg heitavatnsöflun - hjá nýstofnuðu fiskeldisfélagi, Seljalaxi hf. í Öxarfirði Að sögn Ásgeirs Péturs Ásgeirssonar, formanns kjör- stjórnar, er stefnt að því að utan- kjörstaðaatkvæðagreiðsla hefjist 10. maí, enda hafi framboðslistar verið auglýstir áður. Væntanlega hefst utankjörstaðaatkvæða- greiðsla á sama tíma hjá sendi- ráðum og ræðismönnum íslands erlendis. Kosningarétt á Akureyri hafa þeir sem eiga lögheimili þar þeg- ar framboðsfrestur rennur út, þ.e. þeir sem hafa átt lögheimili á Akureyri þann 6. maí s.l. Kjós- endur geta athugað hvort þeir eru á kjörskrá með því að hafa samband við bæjarskrifstofuna og spyrja hvort þeir séu á kjörskrá. Einnig hafa kosninga- skrifstofur framboðslistanna aðgang að kjörskrá og geta menn snúið sér til þeirra. Ef menn eru af einhverjum ástæðum ekki á kjörskrá, þrátt fyrir að þeir eigi lögheimili á Ákureyri, geta þeir kært sig inn á kjörskrá á bæjarskrifstofunni fram til 19. maí, en eftir þann tíma þurfa kjörskrárkærur að fara fyrir héraðsdóm. Framangreindar reglur gilda einnig í öllum þeiin sveitarfélög- um þar sem kosið verður þann 31. maí n.k. -yk. Stofnfundur Fiskeldifelagsms Seljalax h.f. var haldinn að Lundi í Öxarfirði um síðustu helgi. Um 80 manns mættu á fundinn og skrifuðu sig nær all- ir fyrir hlutafjárloforðum. Hlutafé fyrirtækisins er um 10 milljónir króna. Undirbúningur að stofnun þessa félags hófst í desember á síðasta ári en þá var byrjað að safna hlutafjárloforðum. Stærsti hluthafinn er Byggðastofnun með 2 milljónir króna en Raufar- hafnar- og Þórshafnarhreppur eru einnig hluthafar. 75% hluta- fjár eru hins vegar í eigu einstak-l linga í Öxarfjarðarhreppi, Prest- hólahreppi og Keldunesshreppi. Að sögn Björns Benediktsson- ar oddvita Öxarfjarðarhrepps er hugmyndin sú að hefja fiskeldi við Skógarlón í Öxarfirði ef það reynist mögulegt. Par er háhita- svæði og voru framkvæmdar yfir- borðsmælingar á svæðinu fyrir tveimúr árum. Síðan hefur verið reynt að fá Jarðboranir ríkisins til að framkvæma tilraunaboranir þarna, en til þess hefði ekki feng- ist fjármagn. Svæðið er því að mestu leyti ókannað með tilliti til jarðhita. Öxfirðingar láta það þó ekki stöðva sig og eru þegar byrjaðir að reyna að ná upp nothæfu vatni án þess að fara út í kostnaðar- samar boranir. Aðferðin sem þeir nota er að dæla vatni með mjög öflugri dælu í gegnum 12 þumlunga stálrör. Við það þjóta rörin niður í jörðina á örskots- stund enda eru mikil sandlög þarna. „Við reyndum þessa aðferð í haust og komumst þá niður á 12 metra dýpi. Það vatn sem þá kom upp reyndist ekki heppilegt sök- um mikils járnmagns. 1 vor kom- umst við niður á 24 metra dýpi. Vatnið þar virðist mun heppi- legra, þótt það sé nokkuð salt- blandað. Við sendum vatnið suð- ur til rannsókna og bíðum eftir niðurstöðunum," sagði Björn ennfremur. Ætlunin er að komast niður á 36 metra dýpi með þessari sér- stæðu aðferð og ef niðurstöður vatnsrannsókna reynast jákvæðar er næsta skref að fá rafmagn leitt á svæðið og láta reyna á lang- tímadælingu. Raflína er í um kílómetra fjarlægð. Ef allt geng- ur upp verða gerðar tilraunir með seiðaeldi í litlu magni en að sögn Björns er ætlunin að Seljalax h.f. einbeiti sér að matfiskeldi. BB. Blönduós: Vatnstankur byggöur - annars lítið um framkvæmdir „Þessi tankur kemur til með að kosta um 4 milljónir fullbú- inn, en við ætlum að ganga þannig frá honum í sumar að hægt verður að taka hann í notkun. Síðan verður hann fullkláraður á næsta ári,“ sagði Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri á Blönduósi um vatnstank sem hreppurinn ætl- ar að láta byggja í sumar. Snorri sagði að mjög miklar sveiflur væru í notkun vatns á Blönduósi. „Sérstaklega er það um sláturtíð, því sláturhúsið þarf mjög mikið vatn þegar það er í notkun og skapar það oft vand- ræði hér á staðnum,“ sagði hann. Haustið 1984 breytti vatnsból Blönduóss sér, þannig að nýtt vatnsból opnaðist nokkra tugi metra frá upphaflega bólinu. Erfitt væri aó vinna við vatnsbólið vegna þess hversu nálægt Blöndu það er. Þurft hefur að dæla vatni úr nýja bólinu yfir í það gamla og hefur þetta valdið ómældum óþægindum. Með tilkomu tanksins sem byggja á í sumar er mögulegt að safna um 1000 tonnum af vatni yfir nóttina, sem síðan yrði miðl- að yfir daginn, „og á þetta þá að vera í góðu lagi í framtíðinni," sagði Snorri Björn. Að öðru leyti sagði hann að litlar framkvæmdir yrðu á vegum hreppsins í sumar. Gatnakerfi Blönduóss er í tiltölulega góðu horfi, því miklar malbikunar- framkvæmdir voru síðastliðið sumar og er því gatnakerfi bæjar- ins í nokkuð góðu horfi. Unnið verður við nýtt íþróttahús, en búið er að steypa sökkla og plöt- ur hússins. Er hugmyndin aö bjóða út upþsteypu á veggjum hússins í sumar. Sagði Snorri að bygging hússins væri dýr, þrátt fyrir að verkþættir sem búnir væru hefðu verið byggðir undir áætlun. „Það sem gerir okkur erf- itt í sambandi við byggingu húss- ins er hversu lítil þátttaka ríkisins er í byggingunni. Ríkið greiðir hlut í slíkri byggingu eftir reikni- formúlu sem grundvallast af nemendafjölda og hversu margar kennslustundir eru í húsinu og við höfum ekki þann fjölda nemenda sem gæti aukið hlut ríkisins í byggingunni,“ sagði Snorri. Hann sagði að ef húsið yrði komið í notkun fyrir árið 1990 mættu Blönduósbúar vera ánægðir. „Mestur hluti af fjármagni sveitarfélagsins rennur til skipa- kaupa sem staðið hafa til alllengi. Þar af leiðandi verður lítið eftir til annarra framkvæmda," sagði Snorri Björn. gej- Helgarskákmót Um helgina verður 32. helgar- skákmót Tímaritsins Skákar haldið í Hrísey og hefst það síðdcgis á föstudaginn. Á mót- ið kemur fríður hópur skák- snillinga, þar á meðal margir af snjöllustu skákmönnum þjóð- arinnar. Jóhann Þórir Jónsson, sem átt hefur veg og vanda af helgar- skákmótunum, sagði í samtali við Dag að mótið byrjaði með nokk- urs konar undanrásum á föstu- daginn og síðan verður tefld hver í Hrísey umferðin á fætur annarri, með hæfilegum hléum, þar til mótinu lýkur síðdegis á sunnudag. Á eft- ir verður verðlaunaafhending og borðhald í boði hreppsnefndar. Vegleg verðlaun eru í boði og nemur verðlaunafé samanlagt á 2. hundrað þúsunda króna. Jóhann kvaðst vona að sem flestir skákmenn myndu nota þetta tækifæri til að eyða einni helgi saman í fögru umhverfi og jafnframt gefst mönnum gullið tækifæri til að spreyta sig gegn meisturunum. -yk.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.