Dagur - 23.05.1986, Síða 11

Dagur - 23.05.1986, Síða 11
23. maí 1986 - DAGUR - 11 Atvinnumálin efst á baugi - Sigfríður L. Angantýsdóttir kennari á Blönduósi á línunni Á línunni í dag er Sigfríður Lilj- endal Angantýsdóttir kennari við Grunnskóla Blönduóss, en hún er jafnframt annar maður á lista vinstrimanna og óháðra við hreppsnefndarkosningar nú í maí. - Ég byrja á að spyrja um fjölskylduna: Hver er eiginmað- urinn oghvað eru börnin mörg? „Maðurinn minn heitir Pétur Brynjólfsson og hann sér um Féíagsheimilið hér, við eigum þrjú börn; dóttur sem er að ljúka öðru ári í Kennarahá- skólanum, son sem var að Ijúka stúdentsprófi frá framhaldsdeild Samvinnuskólans og svo 14 ára strák sem er hérna heima.“ - Hvað eruð þið búin að búa lengi á Blönduósi og hvernig lík- ar þér? „Við erum búin að vera hér í rúm þrjú ár og mér hefur líkað ákaflega vel og einhvern veginn líkar mér betur að búa í svona fámennara samfélagi heldur en á Akureyri, auðvitað sakna ég margs frá Akureyri og sérstak- lega fólksins míns og náttúrlega vina og kunningja því við vorum búin að búa þar í um 20 ár, en það hefur verið ákaflega gott að vera hér og ég kann ákaflega vel við mig.“ - Og nú ertu komin í bæjarmálapólitíkina, hvað kem- ur til? „Náttúrlega hefur maður áhuga á því hvernig með mál er farið og hvernig þau snúast og manni finnst að maður hafi skyldum að gegna, það verður einhver að gera þessa hluti og því ekki þá að gera það, ég hef reynslu af því að starfa að þess- um málum ég vann að bæjar- málum á Akureyri og var þar fyrsti varamaður Framsóknar- manna í bæjarstjórn og var for- maður skólanefndar, þannig að þegar þess var farið á leit við mig að ég tæki þátt í framboði nú þá sló ég til.“ - Og hver verða svo aðaláhersluatriðin þín í bæjar- málunum? „Það sem brennur á mér er náttúrlega húsnæðisskortur grunnskólans eins og er þá vant- ar okkur tvær til þrjár stofur til kennslu, tækjakostur og bóka- safn nýtist okkur ekki vegna þrengsla. Pá verður að reyna að hraða uppbyggingu íþróttamið- stöðvarinnar því með tilkomu hennar opnast aukið rými til kennslu. Ég mun því leggja mig fram um að reyna að koma þess- um málum áleiðis. En atvinnu- málin eru þau mál sern efst eru á baugi og þau hljóta því að verða meginmál kosninganna, því að það hlýtur auðvitað allt að byggjast á því að fjölskyldunum og heimilunum vegni vel. Nú, eins og flestum er kunnugt þá kemur hingað rækjutogari á árinu og það mun skapa um 30 ný atvinnutækifæri og í fram- haldi af því er að sjálfsögðu nauðsynlegt að bæta hér hafnar- aðstöðuna og það þarf að leggja áherslu á að fá fjármagn í þá framkvæmd en ég held að það geti varla nokkur maður efast um nauðsyn þess að við fáum úrbætur í þessum málurn." - En hvað með aðrar atvinnugreinar? „Hreppurinn á aðild að iðn- þróunarfélagi Norðurlands vestra sem var stofnað á síðast- liðnu ári. Pá var einnig settur á stofn iðnþróunarsjóður sem ætlað er að létta undir eflingu atvinnu- lífs í kjördæntinu. Frambjóð- endur H-listans munu fylgja sömu stefnu í atvinnumálum og þeir hafa haft og reyna eftir mætti að skapa skilyrði til atvinnurekstrar með hóflegri skattlagningu og athuga með byggingu iðngarða og eftir atvikum þátttöku í fyrirtækjum ef svo ber undir. Annars er það ekki stefna okkar að hreppurinn standi í atvinnurekstri nema þá í einstaka tilfellum sem þá yrði að meta hverju sinni." - Er mikill munur á stefnu- málum listanna þriggja sem eru í framboði? „Hinir listarnir hafa ekki birt neinar stefnuskrár en auðvitað brenna atvinnumálin á okkur öllum. Annars er það svo að á svona litlum stað þar sem allir þekkjast þá kýs fólkið meira um einstaklingana en lista, ég held því að fólk kjósi frekast þá sem það treystir til að hafa dugnað og atorku til að þoka málum áfram og ég vona bara að fólk hér átti sig á því hvað það er nauðsynlegt að velja fólk sem hefur reynslu af þessum málum og kann á kerfið eins og sagt er.“ - Viltu spá um úrslitin í kosn- ingunum? „Við fáum örugglega þrjá menn, ég held ég spái ekkert frekar um úrslit." - Hvað um áhugamálin hver eru þau helst? „Það eru hestarnir mínir ég er með þrjá hesta og er að reyna að temja sjálf það er alveg stór- kostlegt að vera komin út í hestamennskuna, og þessi árstími er alveg sérstaklega skemmtilegur í því sambandi. Ég ætti kannske að vera að reyna að smala atkvæðum öllum stundum en allt verður þetta að hafa sinn gang tamningar og kosningar jafnt sem önnur mál.“ G.Kr. Fóstrur - Fóstrur Félagsmálastofnun Akureyrar auglýsir lausar stöður fóstra við dagvistir Akureyrar. Um er að ræða heilar og hálfar stöður. Laun samkvæmt kjarasamningum Akureyrarbæjar. Fóstrur hafa forgang með börn sín inn á dagvistir. Umsóknar- frestur er til 1. ágúst 1986. Allar nánari upplýsing- ar veitir dagvistarfulltrúi alla daga frá 10-12 sími 96-25880. Dagvistarfulltrúi. Aðstoð á tannlæknastofu Vill ráða „klínikdömu" á tannlæknastofu mína í Kaupangi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. ágúst eða 1. sept. Umsóknir sendist skriflega með upplýsingum um aldur, menntun (t.d. sjúkra- liði) og fyrri störf. Hörður Þórleifsson tannlæknir Kaupangi, Akureyri. Atvinna Félag pípulagningamanna á Akureyri óskar eftir að ráða mann til að annast uppmælingar á veg- um félagsins. Um hlutastarf er að ræða. Umsókn- um skal skilað í box 155 fyrir 1. júní n.k. Allar nánari upplýsingar veitir Haukur Adólfs- son, í síma 24616. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI. Lausar stöður: Deildarstjóri á fæðingadeild. Ljósmóður- og hjúkrunarmenntun er áskilin. Staðan er laus frá 1. ágúst 1986. Umsóknarfrestur er til 15. júní n.k. Fræðslustjóri. Staðan er laus frá 1. september 1986. Umsóknarfrestur er til 1, júlí n.k. Hjúkrunarfræðingar. Lausar stöður nú þegar til lengri eða skemmri tíma á flestar deildir sjúkra- hússins. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 96- 22100 Sjúkraþjálfari. Staðan er laus nú þegar. Umsóknarfrestur er til 1. júní. Upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. ruv, RÍKISÚTVARPIÐ © Ríkisútvarpið auglýsir eftirtalin störf laus til umsóknar: Starf fréttamanns við svæðisútvarpið á Akureyri og til fréttaöflunar fyrir fréttastofu hljóðvarpsins. Háskólamenntun er æskileg svo og reynsla í frétta og/eða blaðamennsku. Starf fulltrúa á skrifstofu Ríkisútvarpsins á Akur- eyri. Stúdentspróf eða sambærileg menntun æskileg eða reynsla við skrifstofustörf. Umsókn- arfrestur er til 1. júní n.k. og ber að skila umsókn- um á skrifstofu Ríkisútvarpsins, Fjölnisgötu 3 a. Akureyri eða Skúlagötu 4 Reykjavík á eyðublöð- um sem fást á báðum stöðum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.