Dagur - 26.05.1986, Blaðsíða 5
26. maí 1986 - DAGUR - 5
lesendahornið.
Er Myndhópurinn félag?
Ég bið Myndhópsfélaga, sem kýs
nafnleyndar, afsökunar ef ég hef
sært hann með því að fullyrða að
ekkert myndlistarfélag sé starf-
andi í bænum. Ég fagna því að
Myndhópurinn sé nú loks orðinn
félag og ég bíð spenntur eftir
næsta fundarboði félagsins. Ég
hef einnig hugsað mér að gerast
Komdu sæll,
Myndhóps-
félagi
félagi við fyrsta tækifæri. En er
Myndhópurinn félag?
Það skyldi þó aldrei vera að
Myndhópurinn sé bara áhuga-
hópur myndlistarmanna sem hef-
ur það markmið eitt að sýna sam-
an einu sinni á ári. Athugum mál-
ið betur.
Það er enginn formaður í
Myndhópnum og enginn ritari.
Það eru engir fundir haldnir.
Hagsmunamál myndlistarmanna
eru ekki rædd. Og ég spyr? Hvers
vegna svarar „myndlistarfélagið“
Myndhópurinn ekki fyrir sig ef
því finnst að sér vegið í þessu
máli?
Sannleikurinn er sá að það er
ekki að neinum vegið og mér
þykir leitt að til þessara skrifa
hafi þurft að koma. En líklega
■ sýnir framganga Myndhópsfélag-
ans í þessu máli það best hvers
vegna það hefur gengið svo illa
að stofna myndlistarfélag í
bænum. Það er leiðinlegt vegna
þeirra sem vilja e.t.v. gera félag
úr hópnum, en hefur ekki tekist
sökum ranghverfra viðhorfa
sumra í flestum málum. Það er
heldur ekki rétt að ég hafi sagt
það í öllum fréttatilkynningum
um listkynningar í Alþýðubank-
anum að ekkert félag myndlist-
armanna sé starfandi í bænum.
Ég sagði það í fyrsta sinn nú á
dögunum og stend við það.
Valgarður Stefánsson.
Komdu sæll Myndhópsfélagi.
Það er táknrænt fyrir ástand
Myndhópsins að við skulum nú
vera að tala saman í blöðunum.
Eðlilegra væri að við hittumst á
fundi í Myndhópnum og ræddum
málefni myndlistarmanna og
reyndum þar að vinna saman að
framgangi myndlistarinnar,
beittum okkur fyrir því að bæta
sýningaraðstöðu hér í bæ eða
stuðluðum að þvf að þeir sem
leggja stund á myndlist geti helg-
að sig myndlistinni.Já, það væri
svo margt hægt að gera ef hér
væri starfandi myndlistarfélag.
Því miður er Myndhópurinn
ekki það félag, eins og þú veist.
Hann heldur enga fundi og engin
er stjórnin. Það eru nokkur ár
síðan ég var á fundi í Myndhópn-
um þar sem til umræðu var að
leggja félagið niður, en reynt
skyldi að halda samsýningum
Myndhópsins áfram, og er það
vel.
Ástæðan fyrir því að ég er að
skrifa þetta er sú, að það er
ómaklegt að veitast að Menning-
arsamtökunum og fulltrúa mynd-
listarmanna í þeim á þann hátt
sem þú gerir. Hér hefur gott starf
verið unnið og er Alþýðubankan-
um til sóma að vera fyrsti aðilinn
hér í bæ til að viðurkenna í verki
að myndlistarmenn eru verðir
launa sinna.
Menningarsamtökin og fulltrúi
myndlistarmanna í þeim hafa
unnið gott starf sem verðskuldar
eitthvað annað en svona aðdrótt-
anir.
Guðmundur Ármann.
Happdrætti
til styrktar
Þórodds-
staöakirkju
Þann 1. maí var dregið í happ-
drætti til styrktar Þóroddsstaða-
kirkju. Eftirtalin númer hlutu
vinning:
396 Vöruúttekt í Hljóð og
sport KÞ fyrir 3000.- kr.
420 Flugfar fyrir tvo Hú-
Rvk-Hú. og hótelgisting í tvær
nætur.
615 Vöruúttekt í Bygginga-
vörudeild KÞ fyrir 7.000,- kr.
722 Hljómplötur að eigin
vali fyrir 2.000,- kr. í Bókav.
Þórarins Stefánssonar.
817 Vatnslitamynd eftir
Sigurð Hallmarsson.
1047 Kverkfjallaferð með
Birni Sigurðssyni og nestis-
pakki frá Hótel Húsavík.
1195 Veiðileyfi í Barnafells-
hvammi. Upplýsingar um vinn-
inga í síma 43615.
’ - - ' * ’ ' • ■ ! * * 1 • 1 1 • - *J 1 - - 1 ■ J 1 ■ 1 ‘
Nei,nei,nei!
Ekki borða auglýsinguna!
Það er alveg óþarfi að borða auglýsinguna. Aftan á pakkningunum eru uppskriftir af
Þú getur með lítilli fyrirhöfn eldað þessa
ljúffengu fiskrétti úr frystu ýsuflökunum frá
R.A. Péturssyni hf. Þau fást í flestum mat-
vöruverslunum í handhægum 400 gr.
pakkningum og eru roðlaus og beinlaus.
Umbo&saðili á Nor&urlandi:
Heildverslun Valdemars Baldvinssonar, Akureyri. Sími 96-2-13-44.
dýrindis fiskréttum sem auðvelt er fyrir
hvern sem er að matbúa.
Framleiðandi:
R.A. Pétursson hf.
¥ Sírni'92-3225