Dagur - 26.05.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 26.05.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 26. maí 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUFt: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi sími 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik), KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðarl__________________________ Varhugaverð baráttuaðferð Atvinnumál er einn mikilvægasti málaflokkur hvers bæjarfélags og því er ekki nema eðlilegt að atvinnumálin séu ofarlega í hugum manna í kosningabaráttunni. Akureyri hefur ekki, frekar en önnur bæjarfélög, farið varhluta af þeirri kreppu sem varð í efnahagslífi landsins. Þessi kreppa kom sérstaklega fram í byggingariðnað- inum á Akureyri. Þó má fullyrða að Akureyri hafi staðið betur af sér andstreymið en flest sveitar- félög utan Reykjavíkur, ekki síst vegna þess að bæjaryfirvöld hafa ávallt haldið vöku sinni og stuðlað að nýsköpun í atvinnulífinu og aðstoðað fyrirtækin í lífsbaráttunni eftir fremsta megni. Á því leikur enginn vafi að samdráttartíma- bilið er að baki og atvinnutækifærum fer fjölg- andi. Fjöldi nýrra og vaxandi fyrirtækja færa okk- ur heim sanninn um það. Má þar nefna ístess, Oddeyrina, Samherja, DNG, Gúmmívinnsluna, Akva, Samver, Iðngarðana og fleiri. Þá mun ný skipan húsnæðismála auðvelda fólki að koma sér upp þaki yfir höfuðið og því má búast við að byggingariðnaðurinn taki fjörkipp að nýju þegar í sumar. Atvinnuástandið er gott og horfurnar enn betri. Þrátt fyrir þessar staðreyndir hafa einstaka frambjóðendur á Akureyri lagt aðaláhersluna á að mála skrattann á vegginn og keppst við að sannfæra almenning um að atvinnuástandið sé langt frá því að vera gott og að allt sé á niðurleið. Slíkur málflutningur er ómerkilegur og jafnvel hættulegur. Jón Sigurðarson, einn bæjarfulltrúa Fram- sóknarflokksins á Akureyri og formaður atvinnu- málanefndar, gerði þessa baráttuaðferð að umtalsefni í viðtali við Dag fyrir skömmu og sagði þá m.a.: „Eitt af því sem menn verða að leggja af á Akureyri er þessi grátur út af atvinnuástandinu. í fyrsta lagi er hann óþarfur og óeðlilegur eins og staðan er í dag og í öðru lagi hefur hann komið óorði á Akureyri. Þess vegna mega þeir menn sem standa í þessari pólitísku baráttu fyrir kosn- ingarnar núna, ekki leggjast út í það að gráta sér atkvæði út á það að hér sé allt svo ómögulegt og þeir séu menn til að bjarga því. Það er ómerkileg pólitík og ekki hægt að rökstyðja hana. Það er gott framundan og því væri miklu nær að berjast fyrir breyttu hugarfari og nota jákvæða tóninn. “ Þetta eru vissulega orð í tíma töluð og er von- andi að þeir taki það til sín sem eiga. Það er tími til kominn að menn hætti að mála ástandið dökk- um litum en skipti yfir í bjartari og raunhæfari lit. Það er bæjarfélaginu og íbúum þess örugglega fyrir bestu. BB. _v/ðfa/ dagsins._________________________ Tengja saman dagvistun bama og aldraðra - segir Unnur Pétursdóttir iðnverkakona sem skipar sjötta sæti á lista Framsóknarflokksins Unnur Pétursdóttir skipar sjötta sæti á lista Framsóknar- flokksins við bæjarstjórnar- kosningarnar á Akureyri sem fram fara um næstu helgi. Unnur er 26 ára einstæð móðir, fædd og uppalin í Mývatnssveit en hefur búið á Akureyri síðan ’83, hún vinnur við sútun hjá Sambandsverk- smiðjunum. - Hvað kom til að þú gafst kost á þér í framboð? „Það kom mér mjög á óvart að ég skyldi vera beðin um þetta og ekki síður hvað ég kom vel út úr forvalinu fyrir röðun á listann. Ég ræddi þetta við marga vini og kunningja og var óspart hvötí til að taka þetta að mér. Ég hef náttúrlega reynslu sem fáir af þeim sem eru í pólitíkinni hafa, að vera einstæð móðir með tvö börn, vandamál þeirra sem eru í slíkri aðstöðu eru ekki auðskilin fyrir neinn nema þann sem hefur reynt slíkt.“ - Og hver verða nú helstu áherslumál þín í bæjarmálun- um? Hún hlær við en segir svo, „ætli það verði ekki mjúku málin svo- kölluðu. Ég vil að fólk fái ein- hverja valkosti í sambandi við hvort það lætur börnin sín vera á dagvistunarstofnunum eða gætir þeirra sjálft heima. Pað má t.d. hugsa sér að sá sem kýs að vera heima með barni sínu hálfan dag- inn fengi greitt því sem næmi kostnaði bæjarins við gæslu barnsins á stofnun í sama tíma. Svona fyrirkomulag myndi líka gera það að verkum að auðveld- ara yrði fyrir fólk að fá dagvistun fyrir börn hálfan daginn og einnig fengjust fleiri hálfsdags störf á vinnumarkaðnum.“ Það er líka mikið áhugamál hjá mér að vel sé hugsað fyrir þörfum aldraðra t.d. í sambandi við dag- vistun. Það þarf að auka mögu- leika þessa fólks til margs konar starfa og tómstunda. Þjónustu- íbúðir fyrir aldraða og þjónustu- miðstöð eru svo sannarlega af hinu góða en það þarf að gera fleira. Það er til að mynda vel hugsan- legt að gamla fólkið tæki að sér einhver störf á barnaheimilum, yrði með börnunum í leik og starfi. Þessi tengsl milli kynslóð- anna hafa mjög dofnað á undan- förnum árum og slík samvinna yrði örugglega til góðs fyrir báða aðila.“ - Þetta voru mjúku málin, en hvað með önnur áherslumál? „Það telst kannski mjúkt líka, en ég vil að eitthvað verði gert fyrir ákveðinn aldurshóp ungl- inga eða öllu heldur ungs fólks sem hvergi virðist vera gert ráð fyrir. Þarna á ég við fólk á aldrin- um 16 til 18 ára. Félagsmiðstöðv- arnar eru mest sóttar af yngri krökkum og þessir hópar eiga ekki alltaf samleið. Það þarf því að finna samastað fyrir þennan aldurshóp, stað sem þau rækju sjálf og þeim væri treyst fyrir í einu og öllu, en svo væri fenginm einhver aðili til að vera tengiliður þeirra við bæjaryfirvöld sem ættu staðinn og tækju þátt í fjármögnun við reksturinn að svo miklu leyti sem tekjur af rekstrinum nægðu ekki til. Þá vil ég nefna íþróttamálin en þar hefur margt gott verið gert að undanförnu, ég er mjög ánægð með þær framkvæmdir sem gerð- ar hafa verið í Hlíðarfjalli að undanförnu og með tilkomu nýju lyftunnar batnar aðstaðan enn. En auðvitað er alltaf þörf á betr- umbótum og að þeim verður von- andi unnið af ekki minni krafti en því sem þegar hefur verið gert. Þá þarf að halda áfram með framkvæmdir við íþróttahöllina og reyna að ljúka frágangi hennar sem fyrst. Stúka við íþróttavöllinni er líka eitt af því sem fljótlega þyrfti að ráðast í framkvæmd við, en það er eins og alltaf að skynsamlegast er að sníða sér stakk eftir vexti og reyna að ljúka þeim verkefnum sem nú eru í framkvæmd, en ekki vera að reyna að fást við of margt í einu og hafa svo allt hálfklárað, jafn- vel í mörg ár.“ - En hvað með atvinnumálin, á hvað viit þú leggja áherslu þar ? „I atvinnumálunum þarf að leggja aukna áherslu á úrvinnslu bæði sjávar- og landbúnaðar-. afurða. Við getum tekið dilka- kjötið sem dæmi, það hefur verið unnið á sama máta í áratugi. í nútíma þjóðfélagi vill fólk fá vöruna betur unna, meira tilbúna til framreiðslu. Það er staðreynd að þegar báðir aðilar á heimili vinna úti þá hefur fólk ekki sama tíma til að standa í eldamennsku og áður. Auk þess sem þetta myndi eflaust auka sölu á inn- lendum afurðum, þá myndu líka skapast ný atvinnutækifæri, þannig að af þessu ætti að vera augljós hagnaður." - Jæja Unnur, einhver loka- orð til kjósenda ? „Ég vil hvetja fólk til að koma og tala við okkur um sín hugðar- efni því við verðum að fá hug- myndir frá kjósendum, við sem í þessu stöndum erum ekkert alvit- ur, og því er það að eftir því sem við höfum sjónarmið fleiri til að styðjast við, því betri fulltrúar verðum við. Ég vil svo að lokum endilega hvetja fólk til að sleppa því ekki að taka afstöðu, þá er ég viss um að útkoman úr kosning- unum verður okkur hagstæð." G.Kr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.