Dagur - 26.05.1986, Blaðsíða 12
Akureyri, mánudagur 26. maí 1986
★ Nýtt
fyrirtæki
SF
STRAUMRAS
ÞJÓNUSTA MEÐ LOFT- HÁÞRÝSTI- OG RAFMAGNSVÖRUR
Furuvöllum 1 • 600 Akureyri • Sími 96-26988
Hvað segja frambjóðendur?
„Fylgi okkar
er traust og
vaxandi“
- segir Sigurður Jóhannesson
Framsóknarflokki
„Ég er nokkuð ánægður með
þessa niðurstöðu. Hún er stað-
festing á fyrri skoðanakönnun
Dags og því sýnilegt að fylgi
okkar framsóknarmanna cr
traust og vaxandi,“ sagði
Sigurður Jóhannesson efsti
maður á lista Framsóknar-
flokksins.
Sigurður sagði að þó væri ekki
hægt að líta fram hjá því að enn
væri fjöldi kjósenda óákveðinn
og gætu þeir jafnvel breytt þess-
um úrslitum.
„Ég vil því hvetja alla kjósend-
ur okkar til að vinna markvisst að
því þessa síðustu daga, með við-
tölum og skoðanaskiptum við þá
sem óákveðnir eru, að gera
niðurstöður skoðanakönnunar-
innar að staðreynd á kjördag.“
BB.
„Marktækari
en sú fyrif
- segir Freyr Ófeigsson
Alþýðuflokki
„Ég tel að þessi skoðanakönn-
un sé marktækari en sú fyrri,
vegna meiri þátttöku. Hins
vegar er ennþá það stór hluti
kjósenda óákveðinn að ekki er
hægt að treysta því hver
endanleg útkoma verður,“
sagði Freyr Ófeigsson efsti
maður á lista Alþýðuflokks.
„Ég vil benda á það að þegar
pólitískt blað vinnur svona skoð-
anakönnun má alltaf búast við
því að útkoman verði þeim flokki
meira í hag sem að blaðinu
stendur.
Ég fagna því hins vegar að
skoðanakönnunin skuli sýna að
við Alþýðuflokksmenn séum í
sókn en það kemur mér ekkert á
óvart og er í samræfni við það
sem ég hef sjálfur fundið. Ég
held hins vegar að hlutföllin milli
Framsóknarflokks og Alþýðu-
bandalags eigi eftir að breytast,“
sagði Freyr. BB.
„Nánast
siðlaust“
- segir Sigríður Stefánsdóttir
Alþýðubandalagi
„Dagur hefur undanfarna daga
og vikur sýnt að hann er ekki
óháð landsbyggðarblað. Blað-
ið hefur gagnrýnislaust beitt
sér mjög harkalega í kosninga-
baráttu fyrir Framsóknar-
flokkinn og ég tel þetta ekki
aðeins ómarktækt, heldur nán-
ast siðlaust,“ sagði Sigríður
Stefánsdóttir fyrsti maður á
lista Alþýðubandalagsins.
„Enda kemur í ljós að margir
gefa ekki upp hvaða flokk þeir
ætla að kjósa. Þannig að ég tel
þessa könnun algjörlega ómark-
tæka alveg án tillits til þess hvaða
útkomu við fáum. En sú útkoma
er mjög ólík þeim anda sem við
finnum. Ég ítreka að mér finnst
það siðleysi að Framsóknarflokk-
urinn skuli framkvæma skoðana-
könnun viku fyrir kjördag og ætl-
ast til þess að aðrir taki mark á
henni,“ sagði Sigríður. -mþþ
Flokkur
mannsins
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
tókst blaðamanni ekki að ná
sambandi við forvígismenn
Flokks mannsins áður en blað-
ið fór í prentun. Því er engin
athugasemd frá þeim flokki
um niðurstöður skoðana-
könnunarinnar í þessu blaði.
BB.
Hhl U in gamla Gígja Birgisdóttir frá Akureyri var kosin „Fegurðardrottn-
ing íslands 1986“ í veitingahúsinu Broadway á föstudagskvöldið. í öðru sæti
varð Þóra Þrastardóttir Reykjavík og hlaut hún titilinn „Fegurðardrottning
Reykjavíkur“, þriðja varð Rut Róbertsdóttir Reykjavík, í fjórða sæti varð
Kolbrún Jenný Gunnarsdóttir Keflavík og flmmta varð Margrét Svava Jörg-
ens úr Hafnarfirði. Þessi mynd var tekin að krýningu lokinni og í baksýn
sjást keppinautarnir klappa Gígju lof í iófa. Mynd: Bjarni.
Ekki í
samræmi
við aðrar
skoðana-
kannanir
- Sigurður J. Sigurðsson
Sjálfstæðisflokki
„Þær niðurstöður sem Dagur
fær úr þessari skoðanakönnun
styðja það álit að slíkar kann-
anir séu afar hæpnar,“ sagði
Sigurður J. Sigurðsson annar
maður á lista Sjálfstæðis-
flokksins.
„Aðeins Vz hluti kjósenda sem
í könnuninni voru tóku afstöðu
til spurninganna. Niðurstöðurnar
eru ekki í samræmi við aðrar
kannanir né þá almennu skoðun
sem uppi er nú, viku fyrir kosn-
ingar. Einhverjar skýringar
kunna að liggja í því að það er
fjölmiðill Framsóknar sem fram-
kvæmir þessa könnun. Án þess
að taka afstöðu til fylgis einstakra
flokka í þessari könnun er ljóst
að þessi niðurstaða er engan veg-
inn í samræmi við þær vísbend-
ingar sem við sjálfstæðismenn
höfum. Ef kjósendur vilja öflugri
stjórnun bæjarmála, þá er stuðn-
ingur við lista sjálfstæðismanna
eina vonin til slíks. Þessum
niðurstöðum ber því að taka með
miklum fyrirvara,“ sagði Sigurð-
ur. BB.
Fyrsta fullbúna geðdeildin utan Reykjavíkur opnuð:
Mikilvægum áfanga
hefur verið náð
„Við fögnum í dag merkum
tímamótum í íslenskri sjúkra-
hússögu, þegar formlega er
2000 manns f „Afríkuhlaupi“ á Akureyrí.
Hið svokallaða „Afríkuhlaup“ fór fram um miðjan dag í gær og var þátttaka víðast hvar góð. Á Akureyri voru um
2300 manns samankomnir í göngugötunni þar sem „Rokkbandið“ lék frá 13.30 til 15 við góðar undirtektir. Þá hófst
hlaupið sjálft og sá Helgi M. Bergs bæjarstjórí um að ræsa keppendur. Þeir gátu valið um hvort þeir hlypu einn eða
tvo kílómetra. Um 2000 manns tóku þátt í hlaupinu og völdu heldur fleirí að hlaupa lengrí leiðina. Kúmlega 260 þús-
und krónur söfnuðust á Akureyri en eins og mönnum er kunnugt var hlaup þetta liður í fjársöfnun til handa bág-
stöddum íbúm Afríku. Mynd KK.
opnuð fyrsta fullbúna geð-
deildin utan Reykjavíkur.
Þetta er einnig merkur áfangi í
sjúkrahússsögu Akureyrar því
sýnt hefur verið fram á hversu
mikilvægt er að sinna öllum
sviðum læknisþjónustunnar,“
sagði Ragnhildur Helgadóttir
heilbrigðisráðherra, en síðast-
liðinn föstudag var formlega
tekin í notkun ný og glæsileg
geðdeild við Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri.
Hin nýja geðdeild við FSA er í
tengiálmu og hefur til ráðstöfun-
ar 590 fermetra fyrir legu og
göngudeild. Á deildinni geta
dvalið allt að 10 sjúklingar í sól-
arhringsvistun og einnig er að-
staða fyrir einn sjúkling í dagvist-
un.
Sigmundur Sigfússon hefur
verið ráðinn yfirlæknir að deild-
inni, deildarstjóri er Hafdís Rún-
arsdóttir, en stöðugildi við deild-
ina eru 14. Sagði Sigmundur að
bæði hönnun og mönnun deildar-
innar væri miðuð við að hægt yrði
að sinna öllum sem þyrftu á
bráðri sjúkrahúsvist að halda
vegna geðrænna eða félagslegra
vandamála.
Frá því í desember á síðasta ári
og fram í febrúar, er deildin tók
til starfa í núverandi húsnæði fór
starfsemin fram á handlækninga-
deild. Á þessum tíma voru út-
skrifaðir 53 sjúklingar af deild-
inni og voru konur í meirihluta.
í janúar árið 1984 var hafist
handa um hönnun deildarinnar.
Teiknistofa Gunnars og Gauta sá
um byggingarnefndarteikningar,
en vinnuteikningar voru gerðar
af embætti Húsameistara ríkisins
og Verkfræðiskrifstofu Sigurðar
Thoroddsen á Akureyri og Verk-
fræðiskrifstofu Jóhanns Indriða-
sonar í Reykjavík. Hönnun var
lokið í nóvember sama ár og
verkið þá boðið út. Mánuði síðar
var gengið til samninga við lægst-
bjóðanda, en aðalverktaki við
framkvæmdirnar var bygginga-
fyrirtækið Híbýli á Akureyri.
Gunnar Ragnars formaður
stjórnar FSA sagði að enn einu
sinni hefði mikilvægum áfanga
verið náð í þeirri viðleitni að
veita hér á Ákureyri sem fjöl-
breyttasta þjónustu, er verið væri
að stórefla þjónustu við geðsjúka
með opnun deildarinnar.
„Enn einum áfanga í framþró-
un FSA er náð og því fögnum við
að sjálfsögðu heilshugar," sagði
Gunnar Ragnars. -mþþ