Dagur - 26.05.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 26.05.1986, Blaðsíða 3
26. mai 1986 - DAGUR - 3 Sex tonn af súpu á mánuði Hátt í sex tonn af Vilko súp- um voru seld frá Vilko verk- smiðjunni á Blönduósi í síð- asta mánuði, það eru 33.300 pakkar af súpu sem þýðir að nálægt 166 þúsund íslending- ar hafi fengið sér einn disk af Vilkó súpu í mánuðinum. „Þetta hefur bara gengið ljómandi vel frá því verksmiðj- an var flutt hingað norður," sagði Sigurður Sigurðsson hjá Vilko þegar Dagur hafði sam- band við hann til að frétta af gangi mála. Verksmiðjan var ekki stopp nema í rúmar fjórar vikur í kringum flutningana og það held ég að verði að teljast góður gangur, þar sem þetta voru um 25 tonn í það heila sem flutt voru á milli landshluta, sagði Sigurður. Salan á fram- leiðslu fyrirtækisins er því að verða komin á svipað stig og var fyrir eigendaskiptin og virðist fara vaxandi. Þá er verið að taka í notkun tölvu til að annast birgðabókhald og sagði Sigurö- ur að það hefði mikla hagræð- ingu í för með sér ekki hvað síst varðandi hráefnisinnkaup. Fljótlega mun svo hafin fram- leiðsla á Mastro súpum en stór hluti hráefnis í þær er mjólkur- duft sem framleitt er hjá mjólk- urstöð S.A.H. á Blönduósi. Sjö manneskjur eru í fullu starfi hjá fyrirtækinu og taldi Sigurður það síst of margt. G.Kr. Námskeið í gæslu bama í þessari viku verður haldið námskeið fyrir stelpur og stráka sem passa börn eða hafa hugsað sér að passa börn. Það er Rauði krossinn sem heldur þetta námskeið og er það nú haldið í annað skipti. Nám- skeiðið fer fram í Félagsmið- stöðinni Lundarskóla kl. 20-22 öll kvöldin. Námskeiðið verður 4 kvöld. Fyrsta kvöldið verða 2 hjúkrun- arfræðingar af barnadeild sjúkra- hússins. Þær munu tala um þrif og mataræði barna. Þær verða með dúkkur og sýna hvernig á að skipta á börnum og klæða þau, einnig ræða þær um svefnvenjur barna. Annað kvöldið verður fóstra, hún tekur fyrir leiki og hvernig hægt er að hafa ofan af fyrir krökkunum, hún dreifir einnig söngtextum. Þriðja kvöld- ið er hjálp í viðlögum og fjórða kvöldið verður stúlka sem hefur farið til Reykjavíkur á námskeið og tekur hún fyrir slys á börnum í heimahúsum. María Pétursdóttir mun síðan ljúka námskeiðinu með spjalli og afhenda skírteini. -HJS SPENNUM BELTIN sjálfra okkar vegna! Siglufjörður: Mikill afli í síðustu viku landaði Stálvíkin á Siglufirði tvisvar sinnum, samtals 210 tonnum. Á hvíta- sunnudag fór hún aftur á veið- ar og var komin með 50 tonn á tveimur dögum. A laugardag fyrir hvítasunnu var landað 200 tonnum af þorski og 10 tonnum af rækju. Hofsjök- ull lestaði einnig 8 þúsund kassa af freðfiski. Mjög mikil atvinna er nú á Siglufirði og eru allir að vinna sem vettlingi geta valdið, allir skólakrakkar eru nú farnir að vinna og er fyrirsjáanlegt að þegar líður á sumarið muni vanta fólk í vinnu. -HJS Stuðningsfjölskylda Félagsmálastofnun Akureyrar óskar eftir aö kom- ast í kynni viö fjölskyldu á Akureyri sem hefur möguleika á aö annast þrjú lítil systkini, gegn greiðslu, í samvinnu við foreldri. Þeir sem hafa áhuga vinsamlega hafiö samband í síma 25880. Félagsmálastofnun Akureyrar. fFrá Bændaskólanum á Hvanneyri Auglysing um innritun nemenda: Bændadeild: Tveggja ára námsbraut (4 annir) aö búfræðiprófi. Helstu inntökuskilyröi: - Umsækjandi hafi lokið grunnskólaprófi og fullnægi lágmarkskröfum um einkunn til inngöngu í framhalds- skóla. - Umsækjandi hafi öðlast nokkra reynslu við land- búnaöarstörf og að jafnaði stundað þau eigi skemur en eitt ár, bæði sumar og vetur. Skrifleg beiðni um inngöngu ásamt prófskírteinum sendist skólanum fyrir 10. júní nk. Búvísindadeild: Þriggja ára námsbraut að kandidats- prófi (BS-90). Helstu inntökuskilyröi: - Umsækjandi hafi lokið búfræðiprófi með 1. einkunn. - Umsækjandi hafi lokið stúdentsprófi á raungreinasviði eða öðru framhaldsnámi sem deildarstjórn telur jafn- gilt og mælir með. Umsóknir ásamt prófskírteinum skulu hafa borist fyrir 10. júní nk. Nánari upplýsingar eru veittar á Hvanneyri í síma 93-7500. Skólastjóri. Kvold- Sálfræöistöóin ^ Námskeiö Sjálfsþekking - Sjálfsöryggi Vitað er að andleg líðan og sjálfsöryggi er mikilvægt fyrir einstaklinginn í starfi og einkalífi. Tilgangur námskeiðs- ins er að leiðbeina einstaklingum að meta stöðu sína og kenna árangursríkar aðferðir í samskiptum. Á námskeiðinu kynnast þátttakendur: • Hvaða persónulegan stil þeir hafa í samskipum • Hvernig sérstæð reynsla einstaklingsins mótar hann • Hverjir eru helstu áhrifaþættir í samskiptum • Hvernig má greina og skilja fjölskyldutengsl • Hvernig ráða má við gagnrýni • Hvernig finna má lausnir í árekstrum • Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi Akureyri 9.-12. júní Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Innritun og nánari upplýsingar í síma Sálf ræðistöð varinnar: 91-687075 milli kl. 10 og 12. (1,0 pionœœr Bíltæki og hátalarar. Útboð Framkvæmdanefnd um byggingu Dvalarheimilis á Siglufirði óskar eftir tilboðum í frágang Dvalar- heimilisins aö innan þ.e. pípulagnir, raflagnir, málun, dúkalögn og innréttingar. Útboðsgögn veröa afhent hjá formanni framkvæmdanefndar Hauki Jónassyni, Túngötu 16, Siglufirði eöa Helga Hafliöasyni arkitekt, Þingholtsstræti 27, Reykjavík gegn 8000 kr. skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuö þriðjudaginn 10.6 kl. 14 á bæjarskrifstofunum á Siglufirði. Hinir geysivinsælu DAIHAT bílar til afgreiðslu strax. Allar almennar bílaviðgerðir. □AIHATSU A Umboð Viðgerðir BILVIRKI sf. Fjölnisgötu 6 • Sími 23213

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.