Dagur - 26.05.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 26.05.1986, Blaðsíða 9
26. maí 1986 - DAGUR - 9 „Krummaskuð“ íhaldsins - eftir Gunnar Hilmarsson á Raufarhöfn Sjaldan hafa viðhorf íhaldsins til hinna strjálu byggða komið betur fram en í grein í blaði þess íslendingi þann 23. apríl sl. Ódulinn fjandskapur þessara afla gegn stöðum eins og Ólafsfirði, Raufarhöfn, Þórshöfn og Kópa- skeri, svo aðeins fáir staðir séu nefndir, dylst engum enda ekki reynt að dylja hann. Þetta blað fhaldsins reynir af öllum mætti að útlista það fyrir íbúum Akureyrar hvers konar voðalegur vandræðagripur Stefán Valgeirsson alþingismaður sé. Hann beri hagsmuni „krumma- skuða“ um allt kjördæmið fyrir brjósti í stað þess að „rækta ein- göngu atkvæðaakra Akureyrar“. Við sem búum í þessum „krummaskuðum“ sem íhaldið kýs að kalla svo höfum litið til Akureyrar sem höfuðstaðar Norðurlands, a.m.k. höfuðstaðar okkar kjördæmis. Höfuðstaðar landsbyggðarinnar, eins konar jafnvegi við vald Reykjavíkur. Þessu virðist ekki vera svo var- ið með íhaldið þar. Þeir líta á Akureyri sem eitthvert „útibú“ frá Reykjavík, einhvers konar fulltrúa Reykjavíkur-valdsins á landsbyggðinni og þetta á eflaust við um forkólfa þess flokks þar. íslendingur ræðir um nýlegar deilur um raðsmíðaskip sem átti að seljast til Kópaskers, en sem íhaldsmenn vissulega komu í veg fyrir. Hann segir um afskipti Stefáns af þessu máli, en hann kallar blaðið Odd sterka frá Auð- brekku. „Oddur mun nefnilega hafa barist fyrir því með öllum ráðum tiltækum, að blessað skipið yrði ekki gírugum Akureyringum að bráð. Hans skoðun var sú að það væri best komið á einhverju því „krummaskuða“ hverra hags- muni Oddur ber mest fyrir brjósti. En eins dauði er annars brauð, og okkur Akureyringum veitir svo sannarlega ekki af brauðinu. “ Nú þekki ég ekki nákvæmlega afskipti Stefáns af þessu máli en óneitanlega gleður það okkur „krummaskuðsmenn" að meðal 7 þingmanna kjördæmisins skuli a.m.k. einn sá vera sem ber hag okkar fyrir brjósti án tillits til þess hvort aðrir atkvæðaakrar séu gjöfulli. Og íslendingur veltir málunum áfram fyrir sér og segir: „Til dæmis má kasta fram þeirri spurningu hvort jarðgöng gegnum Ólafsfjarðarmúla væru yfirleitt á Vegaáætlun, hefðu Ólafsfirðingar ekki verið svo lús- heppnir að „eiga“þingmann. Svo má líka spyrja hvort u.þ.b. helm- ingur togaraflota landsmanna væri ekki gerður út frá öðrum stöðum en nú er, hefðu engir „átt“ þingmenn og engir krafta- verkamenn verið uppi.“ Og þá vitum við það. Ekki vissi ég að Stefán væri svona mikill kall og grunar mig að einhverjir fleiri þingmenn kjördæmisins myndu vilja fá slíkt siðferðisvott- orð frá íhaldinu. Nú vita Ólafsfirðingar t.d. hverjum þeir eiga það að þakka að Ólafsfjarðargöngin eru á vegaáætlun. Einnig hverjir berj- ast þar á móti. Og þau „krumma- skuð“ Norðausturlands sem eru 'svo lánsöm að eiga atvinnutæki eins og togara geta gert sér grein fyrir því hverjum beri að þakka og hverjum ekki. Og rúsínan í pylsuendanum hjá íslendingi í þessari grein hljóðar svo: „Gullöld ofannefndra krafta- verkamanna er þó að líkum senn á enda, því ræður raunsærra mat á fýsilegum fjárfestingarkostum og raunhæfar kröfur um arðsemi fjármagnsins. Hvar þeim Oddi sem hér hefur verið um fjallað verður reist brjóstmynd, er ekki Ijóst á þessari stundu. Halldór E. Sigurðsson á brúarsporð Borgar- fjarðarbrúarinnar, en staðsetning við hæfi mun sjálfsagt finnast, ef ekki við bryggjusporð þá kannski við munna á jarðgöngum eða við polla einhvers „krummaskuðs“- togarans. “ Hvað segir svo þessi grein þeim mönnum sem byggja hinar ýmsu byggðir Norðausturlands og raunar allrar landsbyggðarinn- ar? nefndra kraftaverkamanna er þó að líkum senn á enda. Því ræður raunsærra mat á fýsilegum fjár- festingarkostum og raunhæfar kröfur um arðsemi fjármagns- ins.“ Öllu skýrara getur það varla verið. Og ég spyr ykkur sem eigið allt ykkar á þessum stöðum, allar ykkar eignir, ykkar störf og framtíð. Hvernig getið þið stutt þá til valda, aukið áhrif þeirra í ykkar bæjarfélögum, sem þjóna þeim herrum sem hafa þessi markmið? Kjölfesta byggðastefnu er sam- vinnuhreyfingin. Það er því engin furða þótt þau öfl sem vilja breyta byggðaþróun í landinu beini spjótum sínum að henni. Það er ekki hægt að lá þeim í sjálfu sér, sem vilja breyta þjóð- félaginu á þennan hátt, þótt þeir beiti sér gegn því að verið sé að Við sem þekkjum vel til á höfuðborgarsvæðinu vitum vel hvernig íhaldsöflin þar tala um landsbyggðina. Á Norðaustur- landi er jú sjálfsagt að halda stöð- um eins og Akureyri, Mývatns- sveit og jafnvel Húsavík í byggð. Það er jú nauðsynlegt að fá að gista. En þar fram yfir eru allir aðrir staðir einungis baggi á íbú- um höfuðborgarsvæðisins. Hins vegar er það nýtt fyrir alla lands- byggðarmenn að fulltrúar íhalds hér skuli kasta svona af sér grím- unni. Að vísu hefur þeim sem hafa þurft að berjast fyrir mál- stað þessara „krummaskuða“ íhaldsins verið ljóst að þau áttu ekki upp á pallborðið hjá því, en þá hefur hinni raunverulegu ástæðu ekki verið borið við, held- ur öðrum erfiðleikum, tak- mörkuðum fjárveitingum o.s.frv. Og hver er svo hin raunveru- lega ástæða? Hún er alveg eðlileg frá sjónarhóli íhaldsins séð. „Krummaskuðin“ á að leggja niður í áföngum. E.t.v. finnst ýmsum það vera ljótt að segja þetta um sjálf- stæðismenn. Þeir hafa nefnilega reynt að dyljast, svo mörgum er þetta ekki ljóst. Ég spyr þá sem þessar línur lesa, hvernig skiljið þið þessar yfirlýsingar úr íslendingi? „Svo má líka spyrja hvort u.þ.b. helmingur togaraflota landsmanna væri ekki gerður út frá æðri stöðum en nú er, hefðu engir „átt“ þingmenn og engir kraftaverkamenn verið uppi.“ Og þetta: „Gullöld ofan- Opnum stærri og giæsilegri verslun Gunnar Hilmarsson. ausa fjármagni úr sameiginlegum sjóðum þjóðarinnar til fram- kvæmda á þessum stöðum sem á að leggja niður. Við sem höfum staðið í því að reyna að efla atvinnulíf og bæta félagslega aðstöðu á „krumma- skuðum“ vitum líka hvar and- staðan er. Það er sama hvort um er að ræða, hafnir, skóla, heilsu- gæslu eða vegi, alltaf er veggur- inn á sama stað. Hjá íhaldinu. Og kannski er ekki hægt að verða illur út í þá. Það sem á að leggja niður borgar sig ekki að ausa fjármagni í. Hitt vil ég hins vegar biðja þá um, sem ekki eru sammála því að þessi krummaskuð séu baggi á þjóðfélaginu, heldur öfugt, að skoða það vandlega hverja þeir styðja til áhrifa í sínum byggða- lögum. Framtíð þeirra er í húfi. Eitt sinn átti að flytja íslend- inga til Jótlandsheiða, nú vilja þeir okkur í Breiðholtið. Þar ganga raunar stóru blokkirnar, ef til vill í gríni, undir nöfnum ýmissa landsbyggðarlaga eftir stærð þeirra. Við skulum vita að öllu gríni fylgir nokkur alvara. Gunnar Hilmarsson, Raufarhöfn. örð aiiíglýsir: morgun fíriðjudag 27. mai Síaukið vöruval, svo sem grill, tjaldhúsgögn og ýmsar ferðavörur Mikið úrval af jogginggöttj stærðir 106^*1 1 5 krónum Striga- og íþróttasKór allar stærðir • Verð frá 275 kr. Veiðivöruúrvalið er slíkt að ekki verður orðum að komið og verðið er sem áður það allra besta. Cájörið svo vel að líta inn Það borgar sig Eyfjörð J Hjalteyrargotu 4 simi Z2275

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.