Dagur - 26.05.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 26.05.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, mánudagur 26. maí 1986 95. tölublað OPUS - Bókhaldshugbúnaður BOS - Bókhaldshugbúnaður LA UN - Launaforrít AGNES - Sjávarútvegshugbúnaður Tölvutæki sf. Gránufélagsgötu 4, 2. hæð ■ Akureyri ■ Sími 96-26155 Skoðanakönnun Dags um fylgi stjórnmálaflokkanna á Akureyri: Framsóknarflokkur og Alþýðu- flokkur bæta við sig fylgi - Báðir bæta við sig einum manni. Alþýðubandalag stendur í stað, en Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi fi ■■lijélWnrtiir Fnunsókiuuflokksins á Akureyri virftast eiga auknu fyigi aft fagna, samkvæmt skoftanakönnun Dags sem unnin var frá miðvikudegi til föstudags í síðustu viku. Á þessari mynd eru sex efstu menn B-listans, t.f.v.: Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Kolbrún Þormóðsdóttir, Ásgeir Arngrímsson, Unnur Pétursdóttir, Sigurður Jóhannes- son og Þórarinn Sveinsson. Mynd: gej- Framhaldsskólanemar: Mismunun á aðstöðu til náms hefur aukist - með lækkandi dreifbýlisstyrk Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur fá fjóra bæjar- fulltrúa hvor í komandi bæjar- stjórnarkosningum á Akur- eyri, Alþýðuflokkur tvo, Alþýðubandalag einn og Flokkur mannsins engan. Þetta eru niðurstöður skoð- anakönnunar Dags sem unnin var fyrir helgi. Samkvæmt þessu liggur straumurinn til Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks, sem báðir bæta við sig manni miðað við síðustu bæjarstjórnarkosningar, Alþýðubandalag stcndur í stað en Sjálfstæðisflokkur tapar fy'gi- Reiknistofnun Háskóla íslands vann 700 manna úrtak úr íbúa- skrá Akureyrar vegna könnunar- innar. Alls náðist í 508 manns eða 72,6% af úrtakinu. Fram- kvæmd könnunarinnar var með Konurnar óákveðnari Hverjir eru óákveðnir um það hvað þeir ætla að kjósa í bæjarstjórnarkosningunum á laugardag og hverjir neituðu að svara spurningunni? Tölvu- keyrsla á niðurstöðunum gefur svör við því og helst virðast það vera konur á aldrinum 30- 50 ára sem eru óákveðnar. 27,3% þeirra sem sögðust vera óákveðnir eru á aldrinum 18-30 ára, 46,4% á aldrinum 30-50 ára og 26,1% yfir fimmtugt. 38,9% þeirra sem voru óákveðnir voru karlar og 61,1% voru konur. Þá voru 14% þeirra sem neituðu að svara á aldrinum 18-30 ára, 30% voru á aldrinum 30-50 ára og 56% voru eldri en 50 ára. Karlar voru 47% þeirra sem neituðu að svara og konur 53%. HS þeim hætti að hringt var íil þeirra sem í úrtakinu lentu og þeir spurðir um hvaða stjórnmála- flokk þeir ætluðu að kjósa í bæjarstjórnarkosningunum. Af þeim 508 sem náðist í sögðust 164 vera óákveðnir eða 32,3%, 51 neitaði að svara eða 10% og 57 sögðust ekki ætla að kjósa eða 11,2%. í síðustu skoðanakönnun Dags sem unnin var um miðjan apríl var hlutfall óákveðinna mun hærra eða 40,32% og þá neituðu 16,7% að svara en 10,59% sögð- ust ekki ætla að kjósa. Af þeim sem afstöðu tóku nú, sögðust 40 ætla að kjósa Alþýðu- flokkinn eða 16,9%, 79 sögðust kjósa Framsóknarflokkinn eða 33,5%, 79 sögðust kjósa Sjálf- stæðisflokkinn eða 33,5%, 34 sögðust ætla að kjósa Alþýðu- bandalagið eða 14,4% og 4 sögð- ust kjósa Flokk mannsins eða 1,7%. Miðað við síðustu skoðana- könnun Dags, bætir A-listi við sig 2,5%, B-listi bætir við sig 1,5%, G-listi stendur í stað en D-listi tapar 5,5%. Miðað við síðustu bæjarstjóm- arkosningar bætir A-listi við sig 7,1% og einum manni, B-listi bætir við sig 8,4% og einum manni, D-listi tapar 1,1% en heldur sínum bæjarfulltrúum og G-listi bætir við sig 1,3%. Þeir sem afstöðu tóku eru um 2,6% kjósenda á Akureyri. Samanborið við skoðanakannan- ir DV, sem notar 600 manna úr- tak á landsvísu og skoðanakann- anir Hagvangs sem notar 1000 manna úrtak á landsvísu er úrtak það sem Dagur notaði 15 sinnum stærra hlutfallslega en úrtakið sem DV notar og 9 sinnum stærra en úrtak Hagvangs. Margrét Þóra Þórsdóttir blaða- maður hafði yfirumsjón með framkvæmd könnunarinnar en tölvumeistari var Grétar Ingvars- son. BB. Svo nefndur dreifbýlisstyrkur, sem ætlað er að jafna aðstöðu nemenda sem verða að sækja framhaldsskóla utan heima- byggðar, hefur dregist veru- lega aftur úr í verðlagsþróun síðustu ára. Þessi styrkur, sem greiddur er úr ríkissjóði, m.a. til að mæta fargjalda- og uppihaldskostnaði nemenda utan af landi, hefur hvergi nærri náð að halda í við verðlagsþróunina og er nú ein- ungis 13 þúsund krónur á nemanda fyrir árið. Fjárveitingin á fjárlögum 1986 er jafnhá fjárveitingu síðasta árs eða 20 milljónir króna, en hefði þurft að vera tvöfalt til þrefalt hærri til þess að ná því markmiði sem ætlað var með lögum. Þetta kom fram í máli Guð- mundar Heiðars Frímannssonar formanns dreifbýlisstyrkjanefnd- ar á stjórnarfundi hjá Fjórðungs- sambandi Norðlendinga fyrir skömmu. Á fundinum var sam- þykkt að beina þeim tilmælum til menntamálaráðherra að tvö- eða þrefalda styrkupphæðina á fjárlögum næsta árs. Bent var á að með auknum framlögum til jöfnunar námskostnaðar megi spara í framhaldsskólarekstrin- um og koma í veg fyrir óeðlilega þenslu í framhaldsnámi, þar sem ekki eru skilyrði til að halda úti samkeppnisfæru námi. Jafnframt var bent á að með þessum styrkj- Nokkur ölvun var á Akureyri um helgina og þurftu nokkrir að sofa úr sér vímuna í fanga- geymslum lögreglunnar. Um tvöleytið á sunnudagsnótt var maður fluttur á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri eftir að hafa lent í slagsmálum við næt- ursöluna í Geislagötu. Þegar lög- reglan kom þar að lá maðurinn á gangstéttinni, blóðugur og með áverka á höfði. Málsatvik eru ekki fyllilega ljós en unnið er að rannsókn málsins. um megi sporna við búsetu- röskun í byggðum landsins, þar sem algengt er að aðstandendur unglinga sem sækja fram á lengri menntabraut, sjái sér ekki annað fært en að flytja með þeim í þétt- býlið, því á annan hátt geti þeir ekki ráðið við uppihaldskostnað- inn. BB. Rúða var brotin í Vörusölunni í Hafnarstræti og ölvaður maður olli smávægilegum skemmdum á leigubifreið er hann sparkaði í frambretti hennar. Þá voru þrír ökumenn teknir fyrir meintan ölvunarakstur og 7 ökumenn voru stöðvaðir þar sem þeir virtu ekki reglur um há- markshraða. Tveir smávægilegir. árekstrar urðu á Akureyri um helgina. Annars staðar á Norðurlandi átti lögreglan náð- uga daga. BB. Barátta milli Kol- brúnar og Heimis Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar Dags má reikna með að baráttan standi milli fjórða manns Framsóknar- flokksins og annars manns Alþýðubandalagsins, þ.e. milli Kolbrúnar Þormóðsdóttur á B-Iistanum og Heimis Ingi- marssonar á G-Iistanum. B-listi og D-listi fá 1. og 2. mann, A fær 3. mann, B og D fá 4.-5. mann, G fær 6. mann, B og D fá 7.-8. mann, A fær 9. mann og B og D fá 10. og 11. mann. Næst því að fá mann í bæjar- stjórn er svo G-listinn. Hann þarf hins vegar að bæta við sig um 17% atkvæða til að skáka fjórða manni á annað hvort B-lista eða D-lista. Miðað við fylgi flokkanna í undanförnum kosningum er tæp- lega raunhæft að ætla það að Framsókn fái jafn mörg atkvæði og Sjálfstæðisflokkur. Þess vegna sýnist baráttan vera á milli 4. manns á B-lista og 2. manns á G- lista, eins og áður sagði. Björn Jósef Arnviðarson 4. maður á D- lista er í öruggu sæti en útilokað virðist að Sjálfstæðisflokkurinn fái 5 menn kjörna. Þá virðist nokkuð augljóst að Alþýðuflokk- urinn fái tvo menn kjörna. -HS. Slagsmál við nætursölu - Talsvert var um ölvun

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.