Dagur - 26.05.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 26.05.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 26. maí 1986 Sigfríður Þorsteinsdóttir: Frambjóðendur framsóknarmanna til bæjarstjórnarkosninga á Akureyri eru fúsir til að heimsækja vinnustaði og sitja fyrir svörum. Minni hópar eru velkomnir á skrifstofuna til fundar við frambjóð- endur í Eiðsvallagötu 6. Mælum okkur mót sem fyrst í síma 21180. Framsóknarfélögin á Akureyri. vil leggja af mörkum - ekki sitja heima og taka því sem að mér er rétt málaflokkunum sem ræður mestu um mótun þjóðfélagsins og þar með við hvaða aðstæður við búum.“ - Hvaða málaflokkar eru það sem þú hefur mestan áhuga á? „Ég hef áhuga á öllum mála- flokkum. Það er ekki hægt að slíta málaflokka í sundur, hvort sem um er að ræða skipulagsmál, málefni barna, unglinga, aldraðra eða atvinnumál. Þessi mál eru öll samhangandi og hafa áhrif hvert á annað. Á síðasta kjörtímabili hef ég mest unnið að skipulagsmálum. Skipulagsmál hafa meiri áhrif á líf okkar, en við gerum okkur almennt grein fyrir og við eigum að taka meiri þátt í mótun okkar nánasta umhverfis. Við höfum dæmin fyrir okkur erlendis frá. Mörg mistök hafa verið gerð í skipulagi sem haft hafa ómæld áhrif á íbúana. Ég get nefnt dæmi úr bókinni Dýra- garðsbörnin, þar sem talið er að umhverfið hafi haft afgerandi áhrif á fíkniefnaneyslu Christine, sögupersónu bókarinnar. Hún ólst upp í háhýsahverfi, þar sem allt hið manneskjulega var fyrir borð borið, það var þó mjög þekktur arkitekt sem hannaði þetta hverfi. Annað dæmi getum við tekið frá Grænlandi, þar sem fólk sem búið hafði dreift um landið var flutt saman í eina blokk. Græn- lendingar eru veiðimenn sem lifðu á landinu. Þeir voru slitnir úr tengslum við umhverfi sitt og menningu og afleiðingarnar eru gífurlegar. Við hér á íslandi ættum að reyna að læra af mistökum ann- arra þegar við hönnum okkar umhverfi." - Hvað með skipulagsmál á Akureyri? „Að mörgu leyti finnst mér Akureyri hafa þróast í vitlausa átt. Ég tel að betra hefði verið að byggja meira á Syðri-Brekkunni, en ekki úti í Glerárhverfi. Á Syðri-Brekkunni höfum við þjón- ustuhverfi, þar eru allir fram- haldsskólar bæjarins, sundlaugin og íþróttahúsið. Síðuhverfi ber keim af svefnbæ, eða getur að minnsta kosti þróast í þá átt ef við gáum ekki að okkur í tíma og reynum að auka þjónustuna við íbúana." - Eigum við að ljúka þessu á málefnum aldraðra? „Já, þó svo að mikið hafi verið gert til að bæta aðstöðu aldraðra á síðasta kjörtímabili er það ekki nema brot af því sem gera þarf. Við þurfum að geta tryggt að aldraðir geti búið í sínu hverfi áfram er aldurinn færist yfir, en þurfi ekki að flytja á milli hverfa. Það getur haft alvarlegar afleiðingar að slíta fólk úr sínu nánasta umhverfi, það er ekki góð lausn að safna öldruðu fólki saman á einn stað og einangra það frá öðrum. Við verðum að stuðla að því að aldraðir geti sem lengst búið í eigin húsnæði og það getum við gert með því að auka og bæta þjónustu við þetta fólk.“ - Að lokum? „Ég vil endilega hvetja fólk til að taka þátt í störfum Framsókn- arflokksins. Með því að taka þátt í störfum stjórnmálaflokks, getur fólk haft áhrif á það sem er að gerast. Það er líka betra að geta farið á fundi og rifist þar, en að bölsótast heima í eldhúsi. Þannig losnar maður við stress og í kaup- bæti fylgist maður betur með.“ -mþþ „Ég vil hafa áhrif á það hvern- ig bænum er stjórnað og það geri ég ekki á annan hátt en að taka þátt í starfi stjórnmála- flokks. Akureyri er lítið sam- félag og það er auðvelt að hafa yfirsýn yfir það sem er að gerast. Þú þekkir fólkið í bæn- um og aðstæður þeirra og get- ur þar af leiðandi betur kynnst því á hvað leggja þarf áherslu.“ Þetta sagði Sigfríður Þorsteins- dóttir, en eins og kunnugt er skipaði hún annað sæti lista Kvennaframboðsins fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar, en hefur nú gengið til liðs við Framsókn- arflokkinn. - Hvers vegna Framsóknar- flokkurinn, Sigfríður? „Þegar ákveðið var að Kvennaframboðið ætlaði ekki að bjóða fram nú í vor, þá var úr vöndu að ráða fyrir mig. Það sem kannski réði þó úrslitum um að ég gekk í Framsóknarflokkinn var að ég vissi að Landssamband framsóknarkvenna hefur unnið mikið og gott starf að jafnréttis- málum innan flokksins. Og ég vissi líka að konur í Framsóknar- flokknum hér á Akureyri hafa starfað mikið saman og þar ríkir góður andi. En fyrst og fremst hef ég valið að starfa með Fram- sóknarflokknum vegna þess að innan hans eru skoðanir mínar og sannfæring virt. Ég vil ekki sitja heima og taka því sem að mér er rétt. Ég vil vera þátttakandi, vinna og leggja mitt af mörkum. Ég vil stuðla að því að fólk taki afstöðu, að fólk taki þátt í störfum stjórnmála- flokkanna. Það er fólkið í stjórn- Sjómannadagurinn 1986 Sjómannadagsráö Akureyrar hefur vegna bæjarstjórnarkosninganna ákveðíð* að fresta hátíðarhöldum sjómannadagsins til sunnudagsins 8. júní nk. Þeir sem hafa hug á að taka þátt í róðri og öðrum íþróttagreinum til- kynni þátttöku í síma 21870 eða 25088. Sjómannadagsráð Akureyrar. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Smárahlíð 9 L, Akureyri, talin eign Ivars Sigurjónssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands og Brunabótafélags fslands á eigninni sjálfri föstudag- inn 30. maí 1986, kl. 17.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Áshlíð 7, Akureyri, þinglesin eign Friðriks Friðrikssonar, fer fram eftir kröfu Jóns Ingólfssonar hdl. og Guðjóns Á. Jónssonar hdl., á eigninni sjálfri föstudaginn 30. maí 1986, kl. 13.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 14., 17. og 20. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteigninni Sunnuhlíð 2, Akureyri, þinglesinni eign Fjölnis Sigurjónssonar, fer fram eftir kröfu Iðnaðarbanka Islands h.f. á eigninni sjálfri föstudaginn 30. mai 1986, kl. 16.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og siðasta á Fjölnisgötu 6, B og C - hluta, þinglesin eign Norðurfells h.f., Akureyri, fer fram eftir kröfu Benedikts Ólafssonar hdl. og innheimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 30. maí 1986, kl. 17.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Ég mitt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.