Dagur - 26.05.1986, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 26. maí 1986
íþróttic
26. maí 1986 - DAGUR - 7
Umsjón: Kristján Kristjánsson
Dags-mótið í kraftlyftingum:
KS-menn sækja að marki KA en Haukur markvörður hreinsar frá.
Mynd: þá.
Siglfirðingar
gáfust ekki upp
- og náðu að jafna 2:2 gegn KA í 2. deildinni
Áhangendum KS féll allur ketill
við að sjá til sinna manna í fyrri
hálfleik þegar KA kom í heim-
sókn síðastliðið föstudagskvöld.
Þá var aðeins eitt lið á vellinum,
KA og hafði undirritaður þá á til-
finningunni að þar væri 1. deild-
arlið á ferð. KA-menn spiluðu
virkilega vel og ákveðið í fyrri
hálfleik en leikmönnum KS hafði
ekki fallið allur ketiil í eld og það
sýndu þeir og sönnuðu í síðari
hálfleik.
KA-menn náðu mjög fljótlega
undirtökunum í leiknum og KS-
menn virtust vera hálf vængbrotnir,
enn án nokkurra af sínum bestu
mönnum. Þeir söknuðu þeirra
Björns Ingimarssonar, Óla Agnars-
sonar, Jóns Kr. og Sigurgeirs Guð-
jónssonar. KA-menn náðu forystu
strax á 7. mín. er Þorvaldur Örlygs-
son sendi langa sendingu fram völl-
inn á Tryggva Gunnarsson sem lék á
einn KS-ing, komst inn í teiginn og
negldi boltann í hornið niðri án þess
að Ómar Guðmundsson markvörður
ætti möguleika á að verja. Akureyr-
ingarnir tóku síðan öll völd á vellin-
um sóttu linnulítið og oft skapaðist
hætta upp við mark Siglfirðinga.
Á 31. mín. náðu svo KA-menn að
bæta um betur þegar að máttlaus
sókn KS var brotin á bak aftur. Árni
Þór Freysteinsson fékk þá sendingu
inn fyrir vörnina og var ekkert að
tvínóna við hlutina og rétt innan við
vítateigslínuna negldi hann boltan-
um í markið á sama stað og Tryggvi
fyrr í leiknum. Litlu munaði svo að
KA-mönnum tækist að bæta þriðja
markinu við þegar Siglfirðingar sjálf-
ir sendu boltann á Hinrik Þórhalls-
son en Ómar náði að bjarga á síðustu
stundu.
Sóknir heimamanna í hálfleiknum
voru mjög máttlausar, það var helst
að Hafþór skapaði hættu þegar hann
fékk boltann en hann var sá eini í liði
KS sem líktist sjálfum sér.
En eitthvað hafa KS-menn skraf-
að saman í leikhléinu því greinilegt
var í byrjun seinni háltleiks að þeir
í knattspyrnu á föstudagskvöid
höfðu heldur betur risið úr ösku-
stónni. KA átti strax í vök að verjast
og náði ekki að hrista af sér okið. Á
60. mín. leiksins ná Siglfirðingar svo
að skora. Hafþór einlék skemmtilega
upp kantinn og gaf fyrir markið þar
sem gamli baráttuhundurinn Jakob
Kárason var mætttur og hann sendi
boltann í netið af markteig. Og KS-
ingarnir brýndu enn vígtennurnar og
tveimur mín. síðar tókst Gústaf
þjálfara Björnssyni að jafna fyrir
sína menn úr svipuðu færi og Jakob
rétt áður.
En KA-menn svöruðu með sókn-
araðgerðum og minnstu munaði að
þeim tækist að skora á 65. mín. þeg-
ar Ólafur Ólafsson bjargaði á mark-
línu.
Siglfirðingar létu ekki hér við sitja
og á 68. mín. á Hafþór skot í stöng
frá markteig úr þröngu færi eftir góð-
an samleik við ungan nýliða Gunn-
leif Gunnleifsson. Síðustu 20 mín.
var leikurinn svolítið þófkenndur og
greinilegt að hvorugt liðið sætti sig
við jafntefli. Það markverðasta sem
gerðist á þessum leikkafla var að
KA-menn björguðu á línu 10 mín.
fyrir leikslok. En úrslit leiksins 2:2.
Líklega er jafntefli ósköp sann-
gjörn úrslit liðin áttu sitt hvorn hálf-
leikinn og færin skiptust nokkuð
jafnt.
Það var Hafþór Kolbeinsson sem
var hetja KS-inga í þessum leik. Það
má líkja honum við vin í eyðimörk-
inni því svo sannarlega var KS-liðið
eins og magnþrota eyðimerkurfarar í
fyrri hálfleiknum. Og t.d. áttu KA-
menn alla skallabolta í þeim hluta
leiksins. Björn Sveinsson, Baldur
Benónýsson og Gunnleifur Gunn-
leifsson sem kom inná í byrjun seinni
hálfleiks voru einnig góðir.
í KA-liðinu voru þeir bestir
Tryggvi Gunnarsson, Erlingur Krist-
jánsson og Þorvaldur Örlygsson.
Dómaratríóið úr Reykjavík
dæmdi leikinn frekar illa t.d. virtist
hagnaðarreglan ekki til í leikreglum
dómarans. -þá
Vikingur stigahæstur
og vann Dags-bikarinn
Dags-mótið í kraftlyftingum
fór fram í Sjallanum á laugar-
dag. Samfara Dags-mótinu fór
Akureyrarmótið í kraftlyfting-
um fram. Það var heimskauta-
bangsinn Yíkingur Traustason
sem vann Dags-bikarinn að
þessu sinni. Hann hlaut 454,5
stig en Kári Elíson sem vann
gripinn í fyrra hlaut 453,4,
þannig að það var mjótt á
mununum. Torfi Ólafsson
mætti til keppni og hann stóð
fyrir sínu. Þá var einn kven-
maður á meðal keppenda
Kristjana ívarsdóttir og setti
hún tvö íslandsmet í 60 kg
flokki. Aðalsteinn Kjartansson
sem einnig keppir í 60 kg
flokki setti tvö íslandsmet
unglinga.
Nokkrir ungir kraftlyftinga-
menn kepptu á sínu fyrsta móti
að þessu sinni og sýndu margir
skemmtilega takta. Úrslit í ein-
stökum flokkum urðu þessi, fyrst
kemur árangur í hnébeygju, síð-
an í bekkpressu, þá í réttstöðu-
lyftu og loks samanlagður árang-
ur:
Kvennaflokkur, 60 kg flokkur:
Kristjana ívarsd.
Karlaflokkar:
60 kg flokkur:
Aðalst. Kjartanss.
75 kg flokkur:
Kári Elíson
Pálmi Bragason
Jónas Helgason
85 kg flokkur:
Ingi Jóhann Valsson
Þorvaldur Vestmann
Gunnar Magnúss.
90-55-102,5-247,5 kg
145,5-65,5-180-390 kg
227,5-157,5-260-645 kg
145-100-200-445 kg
155-80-175-410 kg
185-100-195-480 kg
170-90-200-460 kg
155-97,5-202,5-455 kg
185-120-257,5-542,5 kg
185-140-217-542,5 kg
260,5-150-250-660 kg
150-85-190-425 kg
Vfldngur Traustason var stigahæstur á Dags-mótinu á laugardag.
Mynd: KK
90 kg flokkur:
Örn Traustason
Pétur Broddason
100 kg flokkur:
Flosi Jónsson
Friðbjörn Benediktss.
125 kg flokkur:
Víkingur Traustas. 335-207,5-330-872,5 kg
Plús 125 kg flokkur:
Torfi Ólafsson 345-190-360-875 kg
Þrír stigahæstu einstaklingarnir í
Akureyrarmótinu urðu þeir Vík-
ingur Traustason, Kári Elíson og
Flosi Jónsson.
Leiftur
vann
Reyni
Leiftur sigraði Reyni Árskógs-
strönd í 3. deildinni í knatt-
spyrnu í Ólafsflrði á Iaugardag
með tveimur mörkum gegn
engu.
Leiftursmenn lékju undan
nokkuð sterkum vindi í fyrri hálf-
leik. Sigurbjörn Jakobsson skor-
aði þá fyrir Leiftur og þannig var
staðan í hálfleik. í byrjun síðari
hálfleiks bætti Sigurbjörn við
öðru marki fyrir Leiftur úr víti
eftir að Óskari þjálfara var
brugðið innan vítateigs.
Reynismenn fengu tækifæri til
að minnka muninn skömmu fyrir
leikslok er þeim dæmd var víta-
spyrna sem þeir misnotuðu.
Jónas Hallgrímsson (nr. 10) hefur skallað knöttinn í mark Skallagríms.
Mynd: AB
Völsungur sigraði
Skallagrím sannfærandi
- 3:0 í 2. deild í knattspyrnu á laugardag
Völsungar unnu Skallagrím
sannfærandi á Husavíkurvelli á
laugardag í 2. deild íslands-
mótsins í knattspyrnu með
þremur mörkum gegn engu.
Eftir slakan fyrri hálfleik lifn-
aði vel yfir leiknum í þeim síð-
ari og þá komu mörkin þrjú.
Yfirburðir Völsunga í síðari
4. deild:
Vaskur og
Hvöt gerðu
jafntefli
Vaskur og Hvöt gerðu marka-
laust jafntefli í fyrsta leik lið-
anna í 4. deildinni í knatt-
spyrnu í gær.
Vaskarar léku mun betur og
þrátt fyrir að hafa sótt lengstum í
leiknum tókst þeim ekki að finna
leiðina í mark Hvatar. Leikurinn
fór fram á malarvelli KA við
Lundarskóla.
Þriggja landa keppnin í knattspyrnu:
fsland tapaði
fyrir íriandi
Halldór Áskelsson lék wel gegn
Irum í gær.
íslenska knattspyrnulandsliðið
tapaði fyrir því írska á Laugar-
dalsvellinum í gær með einu
marki gegn tveimur. Leikurinn
var fyrsta viðureignin í þriggja
landa keppninni sem nú fer
Konráð sigraði
ömgglega
á fyrsta alvörumótinu að Jaðri
Sigurvegararnir á Bflaleigumótinu í golfi um helgina. Jón Þór, Konráð og Þórhallur.
Mynd: KK
Fyrsta alvöru golfmótið á
svæði Golfklúbbs Akureyrar
fór fram um helgina. Var það
svokallað Bflaleigumót en það
voru Bflaleiga Flugleiða og
Bflaleigan Örninn á Akureyri
sem gáfu verðlaunin í mótinu.
Leiknar voru 36 holur með
forgjöf. Aðstæður voru mjög
góðar og veðrið var með skásta
móti. Veitt voru verðlaun fyrir
fyrstu þrjú sætin og einnig voru
veitt verðlaun þeim kylfingi er
næst færi holu í höggi á 18. braut.
Konráð Gunnarsson sigraði af
miklu öryggi á mótinu á 134
höggum. Konráð vann einnig
aukaverðlaunin fyrir að fara næst
holu í höggi á 18. braut. í öðru
sæti varð Jón Þór Gunnarsson á
144 höggum og í þriðja sæti varð
Þórhallur Pálsson á 145 höggum
eftir bráðarbana við Guðmund
Sigurjónsson.
Leikið var í fyrsta skipti í vor á
sumargrínum og sumarteigum og
var það mál manna að völlurinn
væri í nokkuð góðu lagi og þá
sérstaklega grínin.
fram í Reykjavík.
Fyrri hálfleikur þótti vel leik-
inn af báðum liðum og þeir Pétur
Pétursson, Arnór Guðjonsen,
Halldór Áskelsson, Sigurður
Jónsson og Gunnar Gíslason fóru
oft á tíðum á kostum.
Það voru írarnir sem tóku for-
ystu í fyrri hálfleik með marki frá
hinum stóra og sterka leikmanni
United, McGrath sem skoraði af
stuttu færi. Arnór Guðjonsen
jafnaði fyrir ísland með góðu
marki af löngu færi skömmu fyrir
hlé.
Leikurinn dapraðist mjög í síð-
ari hálfleik og sérstaklega fóru
íslensku leikmennirnir að gefa
eftir. Átti íslenska liðið ekki
umtalsverð marktækifæri í hálf-
leiknum. Það var svo Gerry Daly
sem skoraði sigurmarkið á 84.
mín. úr þvögu eftir hornspyrnu.
írska liðið sýndi ekki neina
snilldartakta en þó eru margir
snjallir leikmenn í liðinu.
íslenska lék vel í fyrri hálfleik
en leikur liðsins datt alveg niður í
þeim síðari, það var aðeins
Gunnar Gíslason sem lék vel all-
an leikinn. AE/Reykjavík
Alfreð Gíslason.
Alfreð
meiddur
Alfreð Gíslason handknatt-
leiksmaður hjá Essen í Þýska-
landi meiddist í leik með liði
sínu gegn Lemco í þýsku deild-
inni á laugardag.
í samtali við Dag í gær sagði
Alfreð að óhappið hefði skeð
strax á fyrstu mín. leiksins. Hann
hafi verið að stökkva upp fyrir
framan vörn Lemco og hafi þá að
öllum líkindum tognað illa á
kálfa. Læknar Essen segja að
annað hvort sé um slæma tognun
í kálfanum að ræða eða þá að
rifnað hafi vöðvafesting í kálfan-
um. Þeir hallast þó frekar að
tognun.
Alfreð sagði að þetta þýddi
viku til 10 daga stopp fyrir sig en
eins og komið hefur fram í frétt-
um er lið Alfreðs, Essen þegar
orðið þýskur meistari nú þegar
tvær umferðir eru eftir. Lið hans
er ennþá með í bikarkeppninni
og ætlar sér einnig stóra hluti þar.
Þess má að lokum geta að
leiknum gegn Lemco á laugardag
lyktaði með jafntefli.
hálfleik voru slíkir að liðið hefði
vel getað skorað tylft marka til
viðbótar. Dómgæslan var nokk-
uð undarleg, þannig dæmust tvö
mörk af Völsungum sem bæði
sýndust fyllilega lögleg. Fyrstu 10
mín. voru Skallagrímsmenn
betri. Þeir byrjuðu með látum án
þess þó að skapa sér nein veru-
lega hættuleg færi. Þrjú horn í
röð cg skot af löngu færi sem
Þorfinnur varði laglega, var það
næsta sem Borgnesingar komust
til að ógna marki heimamanna.
Kristján Olgeirsson átti fyrsta
markskot Völsunga, á 20. mín.
hættulítið skot af löngu færi.
Skömmu síðar átti Vilhelm
Fredriksen fyrnafast skot sem
hafnaði í hliðarnetinu. 10 mín.
fyrir leikhlé voru Völsungar á
ferð með laglega sókn. Góður
bolti var var sendur fram kantinn
á Jónas, hann sendi áfram á
Kristján en gott skot hans var vel
bjargað á línu. Á markamín.
fengu Völsungar hornspyrnu.
Boltinn barst til Vilhelms sem
snéri sér við og skaut góðum
bolta í markhornið niðri. Dómar-
inn dæmdi markið af, taldi Villa
rangstæðan, hæpinn dómur í
meira lagi.
Vilhelm komst í gott færi í
upphafi síðari hálfleiks eftir
langa fyrirgjöf Kristjáns. Á 55.
mín var Kristján enn með fyrir-
gjöf og Jónas Hallgrímsson nýtti
sér góða sendingu og skallaði í
netið af 10 m færi. En dómarinn
dæmdi markið af eftir að illa
staðsettur línuvörður hafði veif-
að Jónas rangstæðan. Mikil
mistök þar sem einn Borgnesing-
ur var að minnsta kosti metra fyr-
ir innan.
Svavar Geirfinnsson sem
nýkominn var inná átti hörkuskot
sem var vel varið. Eina færi
Borgnesinga í hálfleiknum kom á
58. mín. þegar Árni Gunnarsson
skaut yfir. Sókn Völsunga þyngd-
ist og það sem eftir lifði leiks fór
að mestu leyti fram í vítateig
Borgnesinga. Birgir Skúlason brá
sér í sóknina og skallaði yfir eftir
langt innkast.
Á næsta korteri komu mörkin
þrjú. Jónas Hallgrímsson skallaði
laglega í netið á 61. mín. eftir
hornspyrnu. Þremur mín. síðar
komust Völsungar í stórsókn
varnarmaður Skallagríms ætlaði
að skalla frá en boltinn fór í
Svein Freysson þaðan barst bolt-
inn að markteigshorni þar sem
Svavar Geirfinnsson átti í litlum
vandræðum með að skora. Á 77.
mín. var Birgir Skúlason í góðu
færi en hitti boltann illa. Fjórum
mín. síðar átti Björn Olgeirsson
fyrnafast skot af löngu færi en
naumlega framhjá. Þriðja markið
kom á 78. mín. Mikill darraðar-
dans í markteig Borgnesinga.
Heimi Sveinssyni mistókst að
hreinsa, Jónas náði boltanum
skot hans varið, Svavar fylgdi vel
á eftir og skoraði af stuttu færi.
Völsungar léku vel í síðari
hálfleik en lítið reyndi á varnar-
mennina. Bestir í liðinu voru
Jónas Hallgrímsson, Kristján
Olgeirsson og Sveinn Freysson.
Skallagrímsmenn voru daprir í
þessum leik og eiga fyrir höndum
erfitt sumar. AB
Staðan
Staðan í 1. deild íslandsmóts-
ins í knattspyrnu er þessi:
IA-Víðir
ÍBK-Valur
KR-FH
FH
UBK
KR
ÍA
Fram
Víðir
Þór
Valur
ÍBK
ÍBV
3
2
3
3
2
3
2
3
3
2
1 0
0 0
0 0
0 0
6:3
2:0
5:1
3:1
2:1
2:3
3:3
5:3
1:7
0:7
Markahæstir:
Ingi B. Albertsson.FH
Valgeir Barðason.ÍA
Bjöm Rafnsson,KR
Hlynur Birgisson,Þór
Jón Þ. Jónsson,UBK
0:1
0-4
1:1
7
6
5
4
4
4
3
3
0
0
3
3
2
2
2