Dagur - 26.05.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 26.05.1986, Blaðsíða 11
26. maí 1986 - DAGUR - 11 Hússtjórnarskólinn að Laugum: Námstíma- bilinu lokið Síöara námstímabili Hússtjórn- arskóla Pingeyinga að Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu lauk 10. maí sl. Eins og kunnugt er af fréttum stóð fyrra námstímabilið frá 15. september til 20. desember, en því var skipt í mörg mislöng námskeið, s.s. fatasaum, mynd- vefnað, tauþrykk með nýrri aðferð, gerbakstur, smárétti og frjálsan útsaum. Námskeiðin sóttu aðallega konur, en karlar sóttu bæði myndvefnaðarnám- skeið og smáréttanámskeið. Auk námskeiðanna, sem eru liður í fullorðinsfræðslu í héraðinu, hafa yfir 20 nemendur úr 9. bekk Laugaskóla notið kennslu í heimilisfræði. Þá hafa einnig allir nemendur Litlulaugaskóla notið kennslu í heimilisfræði. Þeir nemendur sem stunda nám í skólanum allan veturinn eru á matvælatæknibraut, sem er tveggja ára framhaldsbraut. Nemendur á 1. ári voru 13 en alls hafa um 160 nemendur notið kennslu í skólanum síðastliðinn vetur. Hinn 9. maí sl. heimsóttu skól- ann 10, 11 og 20 ára nemendur hans og færðu honum góðar gjafir. Hefur sá skemmtilegi sið- ur haldist í áratugi. Einnig gáfu nemendur, er kvöddu skólann að þessu sinni, peningaupphæð til kaupa á nýrri eldhúsklukku. Þann 10. maí var sýning á handavinnu nemenda á hús- stjórnarbraut, og sóttu hana yfir 100 gestir sem luku lofsorði á vinnu og dugnað nemendanna. Hæstu einkunn við brottfar- arpróf á hússtjórnarbraut hlaut Erla Runólfsdóttir, Tröð, Reykjadal, 8.30. Einnig hlaut Erla árlega viðurkenningu Lions- klúbbsins Náttfara fyrir góðan árangur í námi. Næsta skólaár mun skólinn starfa á sama grundvelli og sl. vetur. Námsefni haustsins verður auglýst eins og venjulega heima í héraði þegar líða fer að hausti. Umsóknir um matvælatækni- braut skulu berast Hússtjórnar- skólanum eða Laugaskóla fyrir 10. júní nk. Umsóknir um hússtjórnar- brautina, sem hefst í byrjun janúar 1987, skulu berast fyrir 20. júlí nk. í vetur var námskostnaður fyr- ir allt námstímabilið jan.-maí um 35 þús. kr. Innifalið var fæði, efn- iskostnaður vegna verklegrar kennslu, bækur og annað náms- efni og skólagjöld. Nánari upplýsingar varðandi næsta vetur gefur Hjördís Stef- ánsdóttir, skólastjóri, í síma (96) 43135. Bifreiðaverkstæðið Þórshamar hf. v/Tryggvabraut sími 22700. Seljum ogþjónum Volkswagen ★ Audi ★ Honda Árgerðir 1986 komnar. Tryggingafélag óskar að ráða ungan starfsmann Um fullt starf er að ræða. Reynsla eða menntun í skrifstofustörfum æskileg. Söhnnaður Við leitum að ungum áhugasömum sölumanni fyrir traust heildsölufyrirtæki. Góð laun í boði. Uppl. á skrifstofunni. RÁÐNIN6ARÞJÓNUSTA FELL hf. Kaupvangsstræti 4 -Akureyri - simi 25455 x-B Dalvík x-B Jóhann Bjarnason 5. sæti B-listans. Við teljum að ekki eigi að dreifa um of kröftum og fjármagni til framkvæmda við íþróttamannvirki og leggjum því áherslu á að áframhaldandi upp- bygging í fjallinu og bygging grasvallar hafi forgang. Jörð til sölu Jörðin Lyngás í Kelduhverfi ertil sölu. Selst með allri áhöfn. Á jörðinni er meðal annars refabú. Upplýsingar á Eignamiðstöðinni, Akureyri sími 96-24606. Eignamiðstöðin Skipagötu 14 • Akureyri. Tónlistarkennarar Tónlistardeild Stórutjarnaskóla, S.-Þing. auglýsir eftir kennara. Umsóknum sé skilað til skólastjóra fyrir 1. júní. Upplýsingar í síma 96-43225. Atvinna Starfsmaður óskast til afgreiðslustarfa og léttra iðnaðarstarfa. Um framtíðarstarf er að ræða. Umsækjendur hafi samband við verslunarstjóra, ekki í síma. Norðurfell hf. Kaupangi. Karlmann vantar til afgreiðslustarfa nú þegar. Umsækjendur eru beðnir að skila bréfi með nafni og helstu upplýsingum á afgreiðslu Dags merkt: „Afgreiðslustarf11. Framtíðarstarf. Enirn fluttir aftur norður Eflum ís- lenskan iðnað 1 © OFNASMIOJA NORÐURLANDS FROSTAGÖTU3 Sími (96) 21860 • AKUREYRI veitir ylinn tuktuottkium i. iiii’i uwwnMtuin *

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.