Dagur - 16.06.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 16.06.1986, Blaðsíða 6
6-DAGUR-16. júní 1986 Af hænum og hörkutólum Þaö var upphaf þessa máls, að viö undirrituð, hjón á albesta aldri, til heimilis aö Hafnarstræti 3 hér í bæ, ákváðum, vorið ’85, að nýta garðhýsi undir forstofu, okkar séreign með sérinngangi, til annars en geyma þar rusl og drasl annarra. Margt kom til greina, en loks ákváðum við að hafa þar hænur, okkur til yndis og eggja. Við mokuðum út, þrifum, máluðum, dreifðum kurli, ókum út í Sveinbjarnar- gerði, keyptum sautján hænu- unga, settum þá í garðhýsið, spurðum hvorki kóng né prest, hirtum þá vel og glöddumst yfir. Allt það sumar lét meðeigandi okkar að húsinu ekki eitt orð við okkur falla, sem skilja mætti á þann veg, að hann vildi hænurnar úr húsinu, hvað sem það kostaði, eins og nú er orðin raunin. Meira að segja munum við ekki betur en hann hefði góð orð ein um, einn góðan veðurdag, þegar allir voru úti að gera garðinn fínan, en kannski er það misminni. En einn hrollkaldan haustdag birtist skyndilega maður sá er lít- ur eftir búfé í bæjarlandinu, bað um að fá að líta á aðstæður og aðbúnað, annað er ekki í hans verkahring, sagði allt í stakasta lagi, ef ekki til fyrirmyndar, en okkur vantaði leyfið til að allt væri eins og best verður á kosið. Hann sagðist hafa verið sendur vegna þcss að meðeigandi okkar að húsinu hefði kvartað, við hvern og hvers vegna vissi hann ekki, og nú væri það eitt til ráða að sækja um leyfið. Ekki var ann- að á honunt að skilja en það hlyti að fást, fordæmin enda mörg og margvísleg. Það geröum við þá. Nokkrum dögum seinna kom heilbrigðisfulltrúi bæjarins að heimsækja hænurnar. Það var sama sagan. Hann hafði verið sendur og hafði ekki út á neitt að setja nema leyfisleysið. Lögmaður bæjarins, sá sami og síðar gerði kröfu um að fá hæn- urnar til eignar og/eða lífláts, bara hló að öllu saman, eins og eðlilegt er og spáði því að ekkert gerðist í málinu nema meðeig- andi okkar kærði, en hjá því vildi hann fyrir alla muni komast. Við munum það ekki svo glöggt, hver þeirra þriggja bæjar- starfsmanna það var, sem bað okkur þess lengstra orða, að láta nú undan síga í málinu. Meðeig- andi okkar virtist fáu hafa að sinna, öðru en því að finna eitt- hvert það yfirvald innan bæjar- markanna, sem komið gæti hæn- unum úr húsinu, án þess að nefna nafnið hans. Hann linnti ekki látunum með símhringingum, heimsóknum og hótunum jafnvel. í allri kurteisi; fengið hænurnar á heilann og væri að gera alla gráa í bæjarapparatinu. 2. október fengum við svo bréf l'rá Ebbu Ebenesar, fyrir Helga hönd og annarra vandamanna. Þar segir að jarðeignanefnd hafi vísað erindi okkar frá sér til bygginganefndar og að sú synji því þar sem hún viti að hænurnar séu í sameiginlegum kjallara hússins. Það var auðvitað bull og vitleysa eins og bygginganefnd bæði átti að vita og gat lesið sér til um. Létum við því sem ekkert væri. Skömmu fyrir jól tók svo með- eigandi okkar loks á sig rögg og kærði okkur í eigin persónu. í framhaldi af kærunni kom fyrir- kall þar sem hún var lesin. í henni var engin ástæða tilgreind önnur en sú, að vart hefði orðið við músagang í húsinu, því húsamýs sæktu í hænsnafóður öðru fremur eins og alkunna væri. Það fannst okkur léttvæg ástæða og hreint út í hött, þegar betur var að gáð og rifjað upp. Þegar við komum í þetta hús, fyrir sex árum eða svo, hafði meðeigandi okkar átt og búið á neðri hæð í áratug. Músagildrur á hans vegum voru þá út um allan kjallara. Það þarf enginn að bera brigður á það. Maður man það um ævilöng ár, elliær í kör og aðspurður á banabeði, að verða var við eina slíka í slökkvaraleit á sokkaleistunum. Máttum við því spyrja meðeiganda okkar í hug- anum sem svo; Hverjum heyrði hænsnafóður það, er þær mýs þá sóttu í? Þegar þar við bættist, að garðhýsið okkar, sem er alger- lega aðskilið frá sameiginlegum kjallara, er steypt í hólf og gólf og eini músheldi hluti hússins (sums staðar færi flóðhestur inn, ef vildi) og þar var fóðrið geymt, fannst okkur ekki nokkur ástæða til að taka meira mark á kærunni en synjun bygginganefndar. Átum við nú egg, hvert sem bet- ur gat, gáfum og seldum. Málið yrði að hafa sinn gang, ur því sem komið væri. Það gerði það svo. Rebekka var kölluð fyrir, henni boðin dómssátt eins og það heitir, síðan sektuð, sektuð enn og loks dæmd í varðhald til vara. Mun það lík- lega eina dæmið um varðhalds- dóm vegna dýrahalds á síðari öldum, nema ef sá sem kaupir, á og heldur hænur skal í flokk með sauðaþjófum. Við ættum kannski að þakka innvirðulega fyrir það, hér og nú, að vera ekki sett í gapastokk, hýdd og brennimerkt. Svo er ekki eins og verið sé að dæma samkvæmt dýraverndunar- lögum, vegna illrar meðferðar, heldur einhverjum hippsum- happslögum um búfjárhald, sem framfylgt er með hinum og þess- um hætti út um allan bæ og lang- oftast alls ekki. Og úr þessum ósköpum og nefndaþvælingi bæjarapparatsins verður svo fréttamatur. Þó það sé gúrkutíð. Það getur hafa farið framhjá okkur, en við minnumst þess ekkt, að bóndinn hér í fram- firðinum, sem svelti kýrnar sínar þangað til þær stóðu ekki í lapp- irnar og skjóta varð þær, beina- hrúgur á básum, hafi fengið tiltal frá fógeta, svo fréttnæmt þætti. Svo gerðist ekkert fyrr en bæjarráð allt í einu tók sig til 10. apríl og dró fram gömlu umsókn- ina til þess eins að synja erindinu aftur, líklega þá betur. Bæjar- stjórn samþykkti, væntanlega einum rómi, þann 23. og sendi okkur bréf. Þar er engin ástæða tiltekin af þeirri einföldu megin- ástæðu að hún er engin til, nema laganna bókstafur, valdhrokinn og spéhræðslan. Undir stóð svo í hótunarstílnum að fógetanum hefði verið sent samrit. Helgi sjálfur kvittar undir. Svo loks, árið 1986, fimmtu- daginn 5. júní, er fógetaréttur settur. Björn Haraldur Sveins- son, sá sem kærir og er málshefj- andi, hefur loks velgt bæjar- apparatinu svo undir uggum, að í einni sjónhverfingu, einu skjala- fiffi, breytist hann í Hrein Pálsson, lögmann bæjarins sem hló. Þar er kveðinn upp sá úrskurður, að starfsmönnum Akureyrarbæjar sé heimill aðgangur að íbúðarhúsnæði gerðarþola, það erum við, og að nema umræddar hænur á brott og farga þeim. Sign. Sigurður Eiríksson. Það gerðist svo morguninn eft- ir og var í senn óhuggulegt og hlægilegt. Tveir lögreglubílar óku um hverfið, hring eftir hring, svo að til þess var tekið. Meira að segja börn á Leiruvelli veittu því athygli hvað lögreglan gerði sér títt um strætið, þó við gerðum það ekki, hér í húsinu. En ekki komu þeir svo lengi sem einhver var heima. Sigurður Eiríksson hefur ef til vill búist við handa- lögmálum og leiðindum, ef hann bæði okkur að opna nú bara. Það er skiljanlegt út af fyrirsig. Hann er vafalaust ýmsu vanur. Blaða- menn vissu hvað til stóð, ein- hverra hluta vegna, þó enginn léti svo lítið að láta okkur vita, og mættu á staðinn í tæka tíð. Það er auðvitað ekki hægt að fullyrða slíkt og raunar ómögu- legt að átta sig á að hafi getað verið, en það eins og læðist að okkur, að einhvern veginn hafi aðalfulltrúinn vitað að við þurft- um að erinda úti í bæ á tímanum milli hálftíu og ellefu, þó við fær- um ekki fyrr en á síðustu stundu. Það var líkt því, það verðum við að segja, því fimm mínútum eftir að við fórum frá húsinu réðust menn til atlögu. Lögmenn og lög- regluþjónar í bland við bæjar- starfsmenn, að minnsta kosti maður á hænu, að sögn sjónar- votta, brutu upp lás og fjarlægðu allt, nema nýorpin eggin, með fjaðrafoki og látum. Eru þetta því fyrstu hænur í heimi sem handsamaðar eru með samræmd- um aðgerðum. Verða þær héreft- ir, lífs og liðnar, aldrei annað kallaðar en Baader-Meinhofhæn- urnar í Hafnarstræti 3. Við hverju bjuggust mennirnir eiginlega? Grímulausu ofbeldi með kjafti og klóm? Hafi þetta átt að vera tillitssemi við gerðar- þola, þá var hún mikill misskiln- ingur. Hvað ætli við hefðum sos- um gert, annað en taka myndir í fjölskyldualbúmið? Og þeir brutu lögin, allir þessi löglegu menn. Við vissum ekki um dóminn. Hvorki að dæmt hafði verið né hvernig hann hljóðaði. Honum var hent, svo að segja, inn í forstofu, síðar um daginn. Hann var hvorki lesinn okkur eða birtur. Við eins og héldum, að í réttarríkinu kæmi dómurinn fyrst, síðan aðförin, en ekki öfugt, nema í stórglæpamál- um. Og eitthvað er líka til sem heitir áfrýjunarréttur, er það ekki? Það er ekki þar með sagt, að við hefðum farið að ergja þá háu með nokkrum hænum, en það gat Sigurður, margsigndur, Eiríksson ekki sagt sér fyrir okk- ar hönd. Og hvaða vöflur eru þetta á mönnunum? Þegar þetta er skrifað, að kvöldi þess 11. júní, eru þær enn lífs, hænurnar, að því er við best vitum og maður eftir mann hefur beðið okkur aft- ur þiggja, en annars staðar. Með hvers leyfi er það gert? Á ekki að framfylgja dómum, þó lífláts- dómar séu? Og hver á úr þeim eggin, ef einhver eru eftir þessa meðferð? Það hlýtur að vera djúsí lögfræðilegt álitaefni. Það eru góð egg. Við fengum egg á dag frá hverri, aldrei færri. Ein- staka afbragðsskepna átti það til að verpa tveim. Þetta er mikill missir. Gefur þeim einhver? Deyja þær úr hor, kannski? Áð lokum þetta: Það var aldrei meiningin að særa nokkurn eða svekkja með því að halda þessar hænur. Okkur datt ekki í hug að spéhræðsla af þessari stærðar- gráðu væri til. Hún var aldrei framborin sem ástæða og því ómögulegt fyrir okkur að taka til- lit til hennar. Við héldum í ein- feldni okkar að þetta myndi í lagi og kæmi ekki öðrum við svo lengi sem hænurnar héldust inni. Og það gerðu þær, þangað til aðal- fulltrúinn gekk í málið af sinni alkunnu hógværð, tillitssemi og lítillæti. Gaman væri nú ef hann tæki t.d. Sjallamálið upp aftur af sama krafti og hann réðst gegn hænunum okkar. Það mætti verða honum til mikillar hug- hreystingar á erfiðum stundum, að vita það, að það vita bæði guð og bæjarbúar, að ekki féll niður, hið fyrra sinnið, vegna þess að ekkert væri athugunar virði, þó Guðmundur Heiðar Frímanns- son héldi það í útvarpi. Að síðustu til JHB blaða- manns. Auðvitað sögðum við ekki að það væru hænur í húsun- um hér allt í kring. Það gastu bæði séð og sagt þér sjálfur. Við sögðum, og horfðum á þig skrifa það, að til skamms tíma hefðu verið hænur í húsinu hér fyrir norðan okkur og að við héldum að það væru enn hænur í húsi inni í Aðalstræti, en vissum það ekki fyrir víst. Værum ekki mikið fyrir það að kíkka inn á fólk. Við bara skiljum ekki hvernig þetta gat skolast svona til hjá þér. Og Rebekka er Sigurðardóttir. Þar munar að vísu ekki miklu, föður- afinn hét Jón, en það sástu í úrskurðinum, þó þú sért að leið- rétta það í dag. Og myndin er á röngunni. Það er ekki annað að sjá en verið sé að bera hænurnar út frá Birni. Það er nokkuð til í því. Kannski var þetta til gamans gert í þessu heldur hlægilega máli, en ef svo var ekki kemstu seint í hausinn með svona vinnu- brögðum. En helst finnum við nú að því, að þú skyldir ekki fylgja því eftir þegar Björn þóttist vita að fleiri væru fegnir en hann að vera nú loks lausir við hænurnar. Það hefði getað orðið fróðlegt og ástæðuþrungið. Rebekka Sigurðardóttir, Eiríkur Stefánsson. IANDSHAPPDRÆTTI TÓNLISTARSKÓLA RAGNARS JÓNSSONAR GLÆSILEGIR VINNINGAR IIBÍLAR og 44 hljóófæri að eigin vali MercecJesBenz 190 E árgerð '87 VolkswagenGolf árgerð»CL Drætti frestað til 4. júlí Pantið viðbótarmiða í síma 96-26699 - 91-67221 Tökum lokasprettinn og náum 60% markinu Tónlistarskóli Ragnars Jónssonar Akureyri Reykjavík Tilstyrktarútgáfuátónlistarkennslumyndböndum, fyrirgrunnskóla ogalmenning. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna í 100 ár SPARISJÓÐUR GLÆSIBÆJARHREPPS L

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.