Dagur - 16.06.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 16.06.1986, Blaðsíða 3
16. júní 1986- DAGUR -3 Vitnisburður Vernharðs i Holti um Hey-Taddana okkar Ný, hagkvæmari tækni við heyverkun. Vemharður Sigurgrímsson, Holti II, Stokkseyrarhreppi, segir: „Ég notaði Hey-Tadda (heyrúllupoka) í fyrrasumar og tel þetta mjög hagkvæma heyverkunaraðferð. Hún er alls ekki dýrari en aðrar aðferðir, t.d. súgþurrkun en heyið verkast mun betur. Eitt sinn hirti ég hólfþurrt hey af sama teig í Hey-Tadda og í súg- þurrkun. Pokaheyið reyndist lystugra, kýrnar átu það langt- um betur. Besta verkun næst, fái heyið að þorna einn dag." Hey-Taddarnir öruggir. „I fyrra tók ég 200 Hey-Tadda frá Plastprenti. Aðeins einn Taddi ónýttist, fyrir slysni. Ég reyndi einnig útlenda poka, þynnri gerð, en það komu myglublettir við saumana. Taddarnir eru alveg lausir við slíkt. Við lofttæmum alla pokana með ryksugu, það auðveldar lokun og flýtir fyrir verkun." Taddi er fornt heiti á poka. Plastprent vill nú gæða petta ágæta orð lífi að nýju. Sölustaðir: Kaupfélög um lana allt. Stórminnkuð áhrif ótíðar. „Ég hef ekki pokað mjög blautt gras en tilraun sýndi að ekki sak- aði þótt grænfóður væri pokað blautt í Hey-Tadda. Pokarnir geta staðið úti fram eftir vetri, varðir vindi og skepnum. Það sparar hlöðurými. Hjá mér stóðu úti 20 Taddar með þurrkuðu byggi fram að jólum. Ég er þess fullviss að pokun er verkunaraðferð framtíðarinnar. Hey þarf aldrei að hrekjast. Þurrhey má poka á svipstundu, byrji að rigna. Ég geri ráð fyrir að pakka í 400 Hey-Tadda í sumar." ^ Plastprent hf. Plastumbúðir, pökkunarvélar, ráðgjöf. Höfðabakka 9. Sími 685600. Bílaleiga Flugleiöa: Samstarf 17. jum a Akureyri: Fjölbreytt dagskrá „Við höfum reynt að vanda til hátíðahaldanna á 17. júní eins og frekast er kostur,“ sagði Skúli Lórenzson í samtali við Dag, en Skúli er formaður þjóðhátíðarnefndar íþróttafé- lagsins Þórs sem sér um hátíða- höldin á Akureyri að þessu sinni. A dagskránni kennir ýmissa grasa, mörg atriði eru hin hefðbundnu sem eru eins frá ári til árs en önnur eru aðflutt og má í því sambandi nefna „Icy-flokkinu“ ojg grínarana Jörund og Örn Arnason sem skemmta á kvöldskemmtun á Ráðhústorgi. Annars nær dag- skráin frá kl. 8 að morgni 17. júní og fram til kl. 2 eftir mið- nætti, dagskráin lítur þannig út: Kl. 14.50 Ávarp fjallkonu - Gígja Birgisdóttir. Kl. 15.00 Dansstúdíó Alice - skemmtó dagskrá. Kl. 15.10 Ræöa dagsins - Valur Arn- þórsson. Kl. 15.20 Ræða nýstúdents - Eggert Tryggvason. Kl. 15.35 Fallhlífarstökk. Barnaskemmtun á Eiðsvelli Kl. 16.00 Knattspyrnudeild Fórs sér um leiktæki, Bjössi bolla verður á svæðinu og kara- mellum verður dreift yfir svæðið úr flugvél. Skemmt- unin stendur til kl. 18.00. „Innflytjendur" skemmta - tónlist flutt af Chilebúum sem starfa í Sveinbjarnar- gerði. Lyftingamenn með aflraun- ir. Ráöhústorg Kl. 20.30 Lúðrasveit Akureyrar leikur. Kl. 21.00 „Innflytjendur“ skemmta. Kl. 21.30 Erna Gunnarsdóttir syngur „Vögguvísu". Kl. 21.35 lCY-tríóið skemmtir. Kl. 22.00 Jörundur, Örn Árnason og fleiri flytja grín. Kl. 22.15 Dansleikur hefst á Ráðhús- torgi. Miðaldamenn frá Siglufirði leika fyrir dansi til kl. 02.00. íþróttafélagið Þór. Kl. 08.00 Fánar dregnir að húni. Kl. 09.00 Hópakstur Bílaklúbbs Akureyrar frá Oddeyrar- skóla. Blómabíll og gamlir bílar. Ráðhústorg Kl. 13.30 Lúðrasveit Akureyrar leikur. Kl. 14.00 Skrúðganga að íþróttavelli bæjarins. / Iþróttavöllur Kl. 14.20 Fánahylling. Kl. 14.30 Hátíðin sett - Benedikt Guðmundsson formaður Þórs. Kl. 14.35 Hátíðarstund, séra Pálmi Matthíasson og kirkjukór Lögmannshlíðar. við bíla- leigur um allt land Bílaleiga Flugleiða hefur gert samkomulag við bflaleigur víðs vegar um landið um samvinnu hvað varðar útleigu á bflum og aðra þjónustu við viðskipta- vini fyrirtækjanna. Ennfremur munu bflaleigurnar samræma reglur og leiguskilmála, sem og miðla upplýsingum og vinna að markaðsmálum á erlendum vettvangi. Þeir sem taka bfl á leigu hjá Bflaleigu Flugleiða í Reykjavík geta skilið bflinn eftir hjá hvaða bflaleigu sem er aðili að samkomulaginu án aukagjalds og öfugt. Bílaleiga Flugleiða hefur þegar undirritað samkomulag við eftir- taldar bílaleigur: Bílaieigan Örn, Akureyri, Bílaleiga Sauðár- króks, Bíláleiga Húsavíkur, Bíla- leiga Þráins Jónssonar, Egilsstöð- um, Bílaleiga Hornafjarðar, Höfn, Bílaleiga Siglufjarðar, Bílaleigan Hvolsvelli og Bílaleig- an Nes, Borgarnesi. Viðræður standa yfir við bílaleigur á ísa- firði og Vestmannaeyjum. Með þessu móti vill Bílaleiga Flugleiða gera sitt til að auðvelda jafnt innlendum sem erlendum ferðamönnum að fara sem víðast um landið á sem auðveldastan hátt og styrkja þar með ferða- þjónustu á landsbyggðinni. í sumar hefur Bílaleiga Flug- leiða yfir að ráða samtals 145 bíl- um af ýmsum gerðum, flestum nýjum eða nýlegum. Teiknisamkeppni Mjólkurdagsnefndar: 38 vinningshafar - þar af 5 úr Laugabakkaskóla! Tæplega 1100 myndir bárust í teiknisamkeppni Mjólkurdags- nefndar um teikningar sem prýða eiga umbúðir utan um skólamjólk næsta vetur. Ur þessum 1100 teikningum voru 38 valdar úr og munu höfundar þeirra hljóta viðurkenningu frá Mjólkurdagsnefnd. Úrslitin verða tilkynnt í hófi sem haldið verður á Hótel Sögu í Reykjavík á morgun klukkan þrjú. Grunnskólanemendur alls staðar að af landinu tóku þátt í samkeppninni. Höfundar teikn- inganna 38 sem valdar voru úr geta valið á milli vöruúttektar í sportvöruverslun að upphæð 5 þúsund krónur, ellegar vikudval- ar á sveitaheimili. Norðlendingar eiga 9 fulltrúa rneðal vinningshafa. Þeir koma úr þremur skólum, einn frá Grunnskóla Siglufjarðar, þrír úr Oddeyrarskóla á Akureyri og hvorki fleiri né færri en fimm úr Laugabakkaskóla í Vestur- Húnavatnssýslu. Sannarlega góð- ur árangur hjá Húnvetningunum! Sem fyrr segir verður tilkynnt um nöfn vinningshafa á ntorgun. BB.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.