Dagur - 16.06.1986, Blaðsíða 10

Dagur - 16.06.1986, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 16. júní 1986 Mál Eugene Aram varð frægt vegna tíðrar umfjöllunar í Ijóðum, ieikritum og skáldsögum, en þessi maður var virt- ur kennari og lærður maður, sem dæmdur var fyrir að hafa drepið skósmið nokkurn. En var hann sekur? Frank Smyth rifjar hér upp þessa atburði: Ósönnuð sekt Það nafn sem oftast kemur fyrir í skáldskap og leikritagerð Viktoríutímans er nafn Eugene Aram. Árið 1829 setti Thomas Hood af stað bókmenntaskriðu um Aram með sagnaljóðinu Draumurinn um Eugene Aram, sem fljótlega varð vinsælt til flutnings í minni samkvæmum. Árið 1831 fylgdi í kjölfarið skáldsagan Eugene Aram eftir Bulwer Lytton, sem gefin var út 20 sinnum í Englandi einu ára- tuginn á eftir og var auk jress þýdd á frönsku og þýsku. Áður en ár var liðið var sagan færð í leikbúning og sýnd lengi í Surr- ey leikhúsinu í London. Rúmlega 40 árum síðar, í apríl 1873, komst leikritið enn á toppinn, er það var sýnt á Lyce- um með hinn fræga leikara sir Henry Irving í aðalhlutverki. I janúar 1902 var annað leikrit um Ararn After All fært upp í Avenue leikhúsinu í London með hinn athyglisverða leikara Martin Harvey í aðalhlutverki. Samtímis voru myndverk sem fjölluðu um örlög Arams sýnd á því sem næst hverri einustu sumarlistaverkasýningu í kon- unglegu akademíunni. Gustave Doré gerði fallegar mynd- skreytingar við nýja útgáfu á ljóðum Hoods árið 1872. Hver var þá hinn raunveru- legi Arant? Samkvæmt hinum viktoríönsku aðdáendum var hann dæmigerður dapurlyndur menntamaður og skáld sem dreginn var fram í sviðsljósið frá friðsamlegri einveru og ástríðufullu - en siðsamlegu - ástarsambandi við nemanda sinn, unga stúlku af góðum ættum, og látinn horfast í augu við glæp sem útilokað er að hann hafi getað framið. Á hinn bóginn votta samtíma skýrslur að hann hafi verið „réttilega hengdur" 6. ágúst 1759, fyrir einstaklega svíðingslegt morð, á þeim stað þar sem nú er kapp- akstursvöllurinn í York. Eugene Aram - skírður Eug- enius - var fæddur 2. október 1704 í þorpinu Ramsgill í Nid- derdale í vesturhluta York- shire. Pétur faðir hans var þekkt- ur fyrir garðyrkju- og skáld- skaparhæfileika sína. Pegar Eugene var sex ára, flutti fjöl- skyldan til Newby Hall nokkrar mílur frá Ramsgill, en þar bjó sir Edward Blackett. Par lagði Pétur stund á garðyrkju á með- an sonur hans lærði grasafræði hjá sir Edward, samtímis því sem hann lærði að lesa og skrifa. Þegar Blackett dó 1718 var þessi óvenjulega greindi drengur sendur til London um tíma til að vinna á skrifstofu Blackett fjölskyldunnar í mið- borginni. Par lærði hann stærð- fræði á svo skömmum tíma og svo ítarlega að hann var fær um að kenna þá námsgrein síðar meir. Hann hóf einnig nám í latínu og grísku og þegar hann snéri aftur norður, þá til Ripon þar sem faðir hans var þá í þjónustu hjá sir John Ingleby, hófst langvarandi ferill hans sem skólastjóra. í u.þ.b. 10 ár stundaði hann kennslu í herbergi í Gouthwaite Hall, 2 mílur (3 km) frá fæðing- arbæ hans Ramsgill. Hann var talinn vera fremur strangur en frægur fyrir lærdómsgáfur sínar. í maí 1731 var hann orðinn nógu vel stæður til að kvænast Önnu Spence. Þremur árum síðar fluttu þau hjónin 15 mílna vegalengd (24 km) til Knares- borough, þar sem Aram stofn- aði sinn eigin skóla. Par naut Aram mikillar virðingar. Eins og fram kemur í blaði, sem þó var honum ekki hliðhollt, sem gefið var út eftir aftöku hans: „Vegna hinnar miklu virðing- ar sem hann naut hjá heldra fólki fyrir óvenjulega hæfileika sína og lærdóm, mætti hann ætíð meiri tillitssemi og virð- ingu en algengt var um fólk af hans uppruna. Lifnaðarhættir hans og framkoma var með ein- dæmum óaðfinnanleg í mörg ár. Hann var blátt áfram og heiðar- legur í öllum viðskiptum og samskipti hans við fólk ein- kenndust af hlýju og nær- færni . . .“ Heimilislíf hans var þó ekki sérlega hamingjusamt. Þótt Anna kona hans fæddi honum 8 börn, þar af tvö sem dóu í frum- bernsku, kenndi hann henni síðar um málssóknina á hendur sér. Svo virðist sem hún hafi átt vingott við skósmið að nafni Daníel Clark, sem hafði „tekið upp fyrir sig“ með því að ná sér í konu sem átti eignir upp á 300 pund, og hafði ráð á því að hafa hesta sína í leiguhesthúsi. Öf- undarmenn Arams staðhæfa að hann hafi sýnt kynhverfar til- hneigingar. Sagt var að hann hafi klætt dreng í kvenmanns- föt, í því skyni að kvelja Önnu með því að hann ætti í ástar- sambandi. Auk alls þessa fékk hann sér stundum í glas á krá sem kölluð var Kórónan í Knar- esborough, sem vafasamur ná- ungi að nafni Henry Terry rak, en álitið var að hann ásamt fastagesti sínum, Francis Iles, verslaði með stolnar vörur. Pað var snævibjarta tungl- skinsnótt 7. febrúar 1745 að nokkrir nágrannar sáu Daníel Clark í Knaresborough á „óvenjulegum tíma sólar- hrings“ - þegar síðast sást til hans var klukkan 3 að nóttu. Daginn eftir var hann horfinn, enda þótt hestur hans væri eftir í hesthúsinu. Skýrt var frá því sem virtist vera ástæðan fyrir hvarfinu í York Courant mán- uði síðar. Þar er hinum horfna Clark lýst sem „mögrum, föl- leitum, bólugröfnum manni, u.þ.b. 23 ára gömlum.“ Blaðið staðhæfði að hann hefði svikið út úr fjölda fólks verðmæti af ýmsu tagi, þar á meðal silfur- muni, demanta og gullhringi, tóbaksdósir, úr og verðmætar bækur. Síðar kom í ljós að hann hafði einnig tekið traustataki talsvert magn af leðri, sem met- ið var á 45 pund. Alls höfðu verðmæti að upphæð 150 pund horfið um leið og Clark og eig- inkona hans uppgötvaði síðar að 200 pund í reiðufé höfðu horf- ið frá heimili hans. Um þetta leyti virtist Aram vera óvenju vel fjáður. Hann lenti í skuldafangelsi en losaði sig út úr skuldinni á stundinni með því að reiða fram 100 gíne- ur í mynt úr brjóstvasa sínum. Hann virðist einnig hafa greitt að fullu áhvílandi veð á húsi sínu. Lánardrottnar Clarks leit- uðu í húsi Arams og fundu hluta af hinu horfna góssi. Þar við bættist talsvert magn af flau- eli og vaðmáli sem fannst grafið í garði hans. Aram var handtek- inn fyrir að hafa lagt eignarhald á þau verðmæti sem Clark hafði komist yfir á sviksamlegan hátt. Ekki reyndist þó unnt að sanna sökina á Aram og var hann lát- inn laus. Blaðið York Courant hét 15 punda verðlaunum hverjum þeim sem gæti veitt upplýsingar um Clark, en er tímar liðu hjaðnaði umtalið. í apríl yfirgaf Aram konu sína og börn undir því yfirskini að hann ætlaði að heimsækja ættingja sína í Nott- ingham. En hann snéri ekki aftur. Eftir því sem hann sagði sjálfur síðar, hélt hann þaðan til London og fékk kennarastöðu við menntaskólann í Piccadilly. Jafnframt lagði hann stund á nám í hebresku og keltnesku, með það fyrir augum að gefa síðar út geysimikið ritverk um samanburðarmálfræði. Nám Arams í London stóð í rúmlega 12 ár. Um jólaleytið 1757 svaraði hann auglýsingu um stöðu aðstoðarskólameist- ara við Kings Lynn menntaskól- ann í Norfolk og hóf störf þar í febrúar. í skólanum var hann vinsæll kennari í fornmálum. Hann fór með drengina í gönguferðir og kenndi þeim hagnýta grasa- fræði. Einn nemenda hans var James Burney, sem síðar varð háttsettur sjóliðsforingi. Hann var bróðir Fanneyjar Burney sem skrifaði dagbækur. Hann vakti blíðar tilfinningar hjá Aram þegar hann eitt sinn fjar- lægði ánamaðk af garðstígnum „svo að ekki yrði stigið ofan á hann“. En hann mundi einnig eftir því að Aram bryddaði upp á samræðum við drengina um morð og las fyrir þá úr blaðinu Úrlausn dularfullra morðmála sem W. Chace í Norwich gáfu út á þessum tíma. Þetta var einkennileg tilvilj- un, því að í Knaresborough gerðust þeir atburðir þetta sumar, sem áttu eftir að ráða örlögum skólameistarans. í ágúst 1758 fann verkamað- ur, sem var við uppgröft í Thistle Hill í grennd við borg- ina, eitthvað sem líktist manna- beinum. Er hann hélt áfram að grafa, fann hann heillega beina- grind. Vikuna á eftir fóru tví- vegis fram yfirheyrslur hjá stað- ardómara vegna líkamsleif- anna. Samkvæmt upplýsingum tveggja lækna sem rannsökuðu líkamsleifarnar, höfðu þær að- eins legið örfá ár í jörðu. Nafn hins horfna Daníels Clark skaut upp kollinum, hann var sá eini

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.