Dagur - 16.06.1986, Blaðsíða 15

Dagur - 16.06.1986, Blaðsíða 15
16. júní 1986 - DAGUR - 15 Samkeppni um gerð merkis Lundarskóla: Ama Einarsdóttir varð hlutskörpust Álagsrofar 30-2000 A -o- -ð- SF STRAUMRAS ÞJÓNUSTA MEÐ LOFT- HÁÞRÝSTI- OG RAFMAGNSVÖRUR Furuvöllum 1 • 600 Akureyri • Sími 96-26988 Síðastliðinn vetur ákvað stjórn Foreldrafélags Lundarskóla að athuga möguleika á samstarfi við Myndlistaskólann á Akur- eyri og hönnuði Lundarskóla um að efna til samkeppni um gerð merkis fyrir Lundarskóla. Ollum nemendum Myndlista- skólans, 15 ára og eldri, var heimil þátttaka. Hver nemandi mátti koma ineð fleiri en eina tillögu. Akveðið var að veita ein verð- laun að upphæð 25.000 krónur. Hugmyndir um notkun merkis- ins eru margar en þátttakendum var bent á að hafa eftirfarandi notkun til hliðsjónar: Að merkið yrði notað í bréfhaus og á umslög Lundarskóla, á blöð fyrir náms- mat skólans, í stimpil fyrir skól- ann t.d. til merkinga á bókum, á límmiða sem merkja mætti með ýmis gögn skóla og nemenda, að þrykkja mætti merkinu á boli og nota það í barmmerki ýmiss konar. f>á hefur einnig komið fram sú hugmynd að merkinu yrði komið fyrir á skólabygging- unni. Þátttakendum var einnig bent á að merkið þyrfti að geta verið í einum lit þótt til greina kæmi ein- föld litanotkun. Frjálst val var gefið um hvort nafn skólans kæmi fram í merkinu. Skipuð var fimm manna dóm- nefnd til að meta tillögurnar: Ágúst Berg fulltrúi hönnuða Lundarskóla, Guðmundur Ár- mann Sigurjónsson fulltrúi Myndlistaskólans, Magnús Magn- ússon fulltrúi Foreldrafélags Lundarskóla, Rósa Kristín Júl- íusdóttir fulltrúi Lundarskóla, Soffía Árnadóttir auglýsinga- teiknari. Alls bárust 65 tillögur frá 20 aðilum. LUNDARSKOLI Tvær ólíkar tillögur komu helst til greina. Dómnefndin varð sam- mála um að tillaga Örnu Einars- dóttur uppfyllti allar áðurnefndar kröfur og voru henni veitt verð- launin. Hinni tillögunni var einn- ig veitt viðurkenning en að mati dómnefndarinnar var sú tillaga mjög áhugaverð. Höfundur hennar reyndist vera Aðalsteinn Leifsson. Pað er von foreldrafé- lagsins að þessi samkeppni og viðurkenningarnar megi verða höfundunum hvatning á þessari braut. Foreldrafélagið vill færa öllum þátttakendum og dómnefndinni bestu þakkir fyrir sín störf. Myndlistaskólanum og hönnuði Lundarskóla skal sérstaklega þakkað fyrir gott samstarf við að koma hugmyndinni í framkvæmd. Það er von foreldrafélagsins að allir verði ánægðir með merk- ið og að brosandi börn verði ávallt einkenni Lundarskóla. (Fréttatilkynning). Erum fluttir í Frostagötu 3b Kæliskápa- og frystikistu viðgerðir. Uppsetning á kæli- og frystikerfum. Viðgerðir * Nýsmiði * Efnissala Kæliverk sf. Frostagötu 3B ■ Akureyri ■ Simi 96-24036 Nýsmíði - Vélsmíði Öll almenn viðgerðarvinna og efnissala. Járntækni hf. Frostagötu 1a. 1984 1986 Mjólk á heildsöluverði í tilefni af 2ja ára afmæli Matvörumarkaðarins verða eftirtaldar mjólkurvörur seldar á heildsöluverði frá og með 16. júní til 27. júní: Mjólk, léttmjólk, undannenna, súrmjólk og rjómi Bleikblesótt hryssa 6 vetra ætt- bókarnúmer 6237 frá Hvassafelli í Eyjafirði er til sölu. Blesa hefur all- an gang, harðviljug, falleg og góð í umgengni, gæf. Nánari upplýsing- ar gefur Svanberg Þórðarson, sími 96-22443 eftir kl. 8 á kvöldin og í hádeginu. ★ Einnig verður öllum viðskiptavinum okkar boðið upp á kaffi og rjómatertu milli kl. 15-17 í dag 16. júní.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.