Dagur - 16.06.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 16.06.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 16. júní 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi sími 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari____________________ Akureyrskt menningarlíf Mikil lista- og menningarhátíð, svo kölluð M-hátíð var haldin á Akureyri um helgina. Hátíð þessi var haldin á vegum menntamálaráðuneytisins og Akureyrar- bæjar og fór í alla staði mjög vel fram. Dag- skráin var fjölbreytt og samanstóð af tón- listarflutningi, ljóðalestri, erindum og myndlistarsýningum. Það er vel til fundið að halda slíka menningarhátíð á Akureyri en því er stundum haldið fram að menn- ingarlíf á Akureyri sé ekki nægilega fjöl- skrúðugt. Það hefur lengi staðið lista- og menning- arlífi á Akureyri nokkuð fyrir þrifum að þar er ekkert húsnæði til sem staðið getur und- ir nafni sem menningarmiðstöð. Reyndar eru fjölmargir staðir notaðir til tónleika- halds og má þar nefna íþróttahöllina, sal Tónlistarskólans, Dynheima, Samkomu- húsið, Borgarbíó, Lón og Sjallann en ekkert þessara húsa fullnægir þeim kröfum sem gerðar eru til tónleikahúsa á stað á borð við Akureyri. Það sama má segja um myndlistina. Helstu sýningarstaðir eru Gamli Lundur, Iðnskólinn, Laxdalshús og Möðruvellir en veruleg þörf er á hentugra húsnæði, sérstaklega undir stærri og viða- meiri myndverk. Úr þessu þarf nauðsyn- lega að bæta. Hins vegar hafa talsverðar endurbætur verið gerðar á Samkomuhús- inu á undanförnum árum þannig að að- staða leikara hefur talsvert batnað. Leik- listinni eru þó talsverðar skorður settar vegna smæðar hússins. Þegar hafist var handa við að undirbúa M-hátíðina var valinn sá kostur að taka íþróttaskemmuna á Akureyri undir hátíð- ina og innrétta hana sérstaklega til þeirra þarfa. Fullyrða má að vel hafi til tekist. Þarna fékk almenningur tækifæri til að kynnast mörgu því besta sem gert hefur verið og verið er að gera á listasviðinu á Akureyri og vonandi verður hátíð sem þessi árviss viðburður eftirleiðis. Fátt er eins vel fallið til að efla lista- og menning- arlífið á Akureyri og veita því þann sess í hugum bæjarbúa og annarra sem það vissulega á skilið. BB. _w'ðfa/ dagsins. Hörður Júlíusson. Við höfum fólkið með okkur hérna - segir Hörður Júlíusson formaður KS Eins og öilum hlýtur að vera Ijóst er þátttaka knattspyrnu- liða utan af landi í íslandsmót- um gífurlega kostnaðarsöm. Er t.d. ferðakostnaður liða í annarri deildinni gífurlegur, sérstaklega á stöðum sem eru mjög afskekktir eins og Siglu- fjörður er. Núverandi formað- ur KS er Hörður Júlíusson. Hörður hefur verið einn litrík- asti knattspyrnumaður félags- ins um áraraðir og að auki lék hann eitt keppnistímabil með stórveldinu Val í Reykjavík. SI. haust ætlaði Hörður að hætta keppni og tók að sér for- mennsku í féiagi sínu. En nii í vor lét hann tilleiðast að vera með eitt árið enn. Dagur hitti Hörð að máli til að forvitnast um starfsemi KS. Fyrst var hann spurður hvernig gengi að fjármagna starfsemina. „Tiltölulega auðveldlega mið- að við aðra staði. Eins og þú veist, höfum við fólkið með okk- ur hérna. Að vísu lentum við í smá vitleysu í sambandi við fjár- málin. Staðan var slæm eftir sfð- asta keppnistímabil. Við vorum komnir fimm til tíu hundruð þús- und í mínus. En það hefur verið unnið þrekvirki í fjáröflun í vetur og mér sýnist þetta ætla að bless- ast allt í sumar með þau mál. Sem eru auðvitað númer 1, 2 og 3. Ef þau eru ekki í lagi þá geng- ur þetta einfaldlega ekki.“ - En fáið þið styrk frá bænum? „Engan. Þeir borga íþróttafull- trúa hálf laun, en beina peninga- styrki fáum við ekki. Við eigum félagsheimili sem við fáum fellt niður rekstrargjöld af.“ - En fyrirtækin í bænum, styrkja þau ykkur? „Þau styrkja okkur með aug- lýsingum á búninga, á vellinum, í leikskrár o.fl. og auðvitað lifum við á því. En uppistaðan í fjár- öfluninni hefur verið í beinni vinnu og við höfum tekið að okk- ur ýmiss verkefni. T.d. einangr- uðum við allt loftið í nýja frysti- húsinu hjá Þormóði ramma, 1200 fermetra. Við tókum gólfið ofan af sundlauginni á þrem tímum sem venjulega tekur sjö daga. Þetta er auðvitað ekki hægt nema með 20-30 mönnum. Og svo höf- um við tekið að okkur að rífa hús.“ - Hverjir eru svona duglegir að vinna fyrir félagið? „Bæði leikmenn og stuðnings- menn. Það er svona tuttugu manna kjarni utan við liðið sem alltaf er hægt að leita til og myndi gera allt fyrir okkur. Þar fyrir utan eru margir sem vinna drjúgt fyrir félagið." - Og þið fáið margt fólk á völlinn? „Aðsókn að leikjum er mjög góð allt upp í 500, en venjulega svona 350-450. Sem dæmi um stuðning fólksins við félagið þá erum við með ársmiða sem fólk kaupir þó nokkuð yfir verði sem stakir miðar kosta á alla heima- leikina. Og sumt af fólkinu kem- ur ekki á alla leikina og aðrir örsjaldan." - Hvernig er búið að yngri flokkum félagsins? „Þau mál standa mjög til bóta. Við vorum með mjög góðan þjálfara í fyrra Jón Kr. Gíslason og hann verður hér áfram í sumar og auk hans mun Sigurjón Erlendsson þjálfa einn flokk." - Fer ekki að styttast í að gras- völlurinn á Hóli verði til? „Það er stefnt að því að vígja hann á þessu ári, gera hann klár- ann þannig að hægc verði að leika á honum næsta sumar. Er gert ráð fyrir töluverðri sjálfboða- vinnu við völlinn í sumar til að það megi takast.“ - En gamli malarvöllurinn við Túngötuna verður hann á sínum stað áfram? „Já hann verður á sínum stað og má ekki missa sig. Hann er svo vel staðsettur, krakkarnir komast ekkert hjá því að komast í snertingu við boltann þar sem þau ganga alltaf yfir völlinn." - En að lokum Hörður, er stefnan hjá KS upp í fyrstu deild í ár? „Nei það held ég ekki, að minnsta kosti ekki hjá mér. Mitt mottó er að gera betur en síðast. í fyrra lentum við í fjórða sæti og ég yrði mjög ánægður með þriðja sætið í ár. Jafnvel fjórða, eftir því hvað hin liðin verða sterk,“ sagði Hörður Júlíusson formaður KS og hægri vængtengiliður liðsins að lokum. -þá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.