Dagur - 16.06.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 16.06.1986, Blaðsíða 9
Umsjón: Kristján Kristjánsson 16. júní 1986- DAGUR -9 Völsungar unnu góðan sigur á Þrótti um helgina. Hér sjást þeir í baráttu við KA-menn. íslandsmótið 2. deild: Stórsigur Völsungs á gervigrasinu - unnu Þrótt 4:0 á laugardag Völsungar létu grenjandi rign- ingu og rok lítið á sig fá er þeir öttu kappi við Þróttara á gervi- grasinu í Laugardal á laugar- dag. Þeir unnu sannfærandi 4:0 og hefði sá sigur getað orð- ið enn stærri með smá heppni. Leikurinn var annars hund- leiðinlegur á að horfa og var fátt um fína drætti. Það spil sem sást áttu þó Völsungar og það er alveg ótrúlegt hversu slakir Þróttarar eru orðnir. Samspil sést varla, heldur eru mismunandi lélegir leikmenn að reyna að gera hluti upp á eigin spýtur. Það eina markverða sem gerð- ist í fyrri hálfleik voru mörkin tvö sem Völsungar gerðu. Á 14. mín. komst Kristján Olgeirsson inn í sendingu varnarmanns og skor- aði örugglega framhjá Guðmundi markverði Þróttar. Og á 43. mín komust Völsungar í 2:0 þegar varnarmaður Þróttar handlék knöttinn inn í vítateig og dæmt var víti. Jónas Hallgrímsson skoraði úr vítinu af öryggi. í síðari hálfleik færðist svo mun meira fjör í leikinn. Þróttar- ar sóttu stíft en náðu ekki að skapa sér nein afgerandi færi. Hins vegar voru Völsungar mjög skæðir í hraðaupphlaupum og hefðu átt að geta skorað ein þrjú fjögur mörk. Það var hins vegar ekki fyrr en á 86. mín. að þeim tókst að skora þriðja markið og það kom eftir hornspyrnu. Boltinn barst út í teiginn eftir hornspyrnuna og Vilhelm Fredriksen vippaði hon- um yfir Guðmund markvörð sem hafði farið í skógarferð. Á síð- ustu mín. skoruðu Völsungar fjórða markið og var mjög vel að því staðið. Völsungar áttu góða sókn upp hægri kantinn og bolt- inn gefinn fyrir markið. Þar voru tveir Völsungar fríir á markteig en það var Björn Olgeirsson sem skallaði glæsilega í markið. (Var hann ekki búinn með kvótann?) Lokatölur því eins og fyrr segir 4:0. Völsungsliðið lék ágætlega í þessum leik og ekki hægt að tína einn einstakan leikmann úr sem besta mann. Þróttarar eru eins og fram kom mjög slakir og eiga erfitt sumar fyrir höndum. AE/Reykjavík KS tapaði á Selfossi Siglfirðingar náðu ekki að fylgja eftir góðum árangri að undanförnu. Liðið lék á Sel- fossi í 2. deildinni á laugardag og fóru heimamenn með sigur af hólmi 1:0. Hífandi rok var á meðan leikurinn fór fram. Selfyssingar léku undan vindi í fyrri hálfleik og áttu þá nokkur góð færi. KS- menn áttu einnig sín færi sem ekki tókst að nýta. Sigurmarkið kom um miðjan fyrri hálfleikinn og það var Sigurður Halldórsson þjálfari liðsins sem skoraði sigurmarkið. Siglfirðingar réðu lögum og lofum á vellinum í síðari hálfleik og náðu að skapa sér fullt af fær- um en inn vildi boltinn ekki og úrslitin því 1:0 eins og áður sagði. Eru KS-menn orðnir uggandi yfir því hversu illa gengur að nýta öll þau færi sem skapast í leikjum liðsins. STAÐAM Staðan í 2. deild íslandsmóts- ins í knattspyrnu að loknum Ieikjum helgarinnar er þessi: Þróttur-Völsungur 0:4 Selfoss-KS 1:0 ÍBÍ-KA 1:1 Skallagrímur-Einherji 1:3 UMFN-Víkingur 1:5 Selfoss Víkingur KA Völsungur UMFN Einherji KS ÍBÍ Þróttur Skallagrímur 5 3-2-0 7: 2 11 5 3-1-1 19: 5 10 5 2-3-0 11: 5 9 5 2-2-1 9: 3 8 5 2-2-110:10 8 5 2-2-1 7: 8 8 5 1-3-1 6: 6 6 5 0-4-1 9:11 4 5 0-1-4 5:13 1 5 0-0-5 2:22 0 1 1 STAÐAN Staðan í 1. deild íslandsmóts- ins í knattspyrnu er þessi: FH-Fram 1:6 ÍBV-Valur 0:1 Víðir-ÍBK 0:1 ÍA-Þór 5:1 KR-UBK 3:1 KR 6 3-3-0 10: 3 12 ÍA 6 3-2-1 10: 3 11 Fram 6 3-2-1 10: 4 11 Valur 6 3-1-2 8: 4 10 ÍBK 6 3-0-3 4: 7 9 Víðir 6 2-2-2 3: 4 8 UBK 6 2-1-3 4: 6 7 Þór 6 2-1-3 8:12 7 FH 6 2-1-3 7:11 7 ÍBV 6 0-1-5 4:14 1 Islandsmótið 3. deild: Auðveldur sigur Tindastóls á Austra Austri frá Eskifirði var Tinda- stóli auðveld bráð er liðin mættust á Sauðárkróki á laug- ardag í 3. deildinni í knatt- spyrnu. Tindastóll hafði yfir- burði allan leiktímann og vann 2:0. Hefði sá sigur getað orðið enn stærri miðað við færi. Fyrri hálfleikur var einstefna að marki Austra og fyrra mark ieiksins kom snemma í hálfleikn- um er Tindastólsmenn fengu dæmda vítaspyrnu. Það var Björn Sverrisson sem skoraði af öryggi úrspyrnunni. Heimamenn fengu mun fleiri færi í hálfleikn- um til að bæta við mörkum en tókst ekki. í byrjun síðari hálfleiks skor- uðu Tindastólsmenn sitt annað mark er Eyjólfur Sverrisson skor- aði eftir góða fyrirgjöf frá Guð- brandi Guðbrandssyni. Það var sama sagan í seinni hálfleik, Tindastólsmenn sköpuðu sér mörg ágæt færi en þeim tókst ekki að bæta við mörkum. Austramenn fengu ekki eitt ein- asta færi í leiknum. Næsti leikur Tindastóls er á miðvikudag er þeir fara á Greni- vík og mæta Magna. Er það leik- ur sem var frestað fyrr í vor. Eyjólfur Sverrisson skoraöi annað mark Tindastóls. Leiftur tapaði stigi á Neskaupstað Leiftur frá Ólafsfirði gerði jafntefli á laugardag er liðið sótti Þrótt frá Neskaupstað heim í 3. deildinni í knatt- spyrnu. Hvort lið skoraði eitt mark. Leiftursmenn voru betri í leiknum en þeim tókst ekki að knýja fram sigur. í hálfleik var staðan 0:0. Snemma í síðari hálfleik fengu Þróttarar dæmda vítaspyrnu sem þeir skoruðu úr. Þótti vítaspyrn- an frekar vafasamur dómur. Leiftursmenn héldu áfram að sækja og um miðjan hálfleikinn náði Óskar þjálfari að jafna með góðu marki og það urðu úrslit leiksins. Ólafsfirðingar eru farnir að venjast því að fá á sig dæmd víti en það hefur gerst í öllum leikj- um liðsins í deildinni til þessa. Magni vann Reyni í jofnum leik - í 3. deildinni á laugardag Það var fátt um fina drætti í leik Magna og Reynis á laugar- dag. Leikið var í miklu roki og setti það stóran svip á leikinn. Það voru Reynismenn sem sóttu undan rokinu í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það þá skoraði Magni fyrsta markið í leiknum. Dæmd var vafasöm vítaspyrna á hindrun utarlega í teignum. Jón Ingólfsson skoraði örugglega úr vítinu. Það sem eftir var hálf- leiksins sótti Reynir látlaust en uppskar þó einungis eitt mark. Það var um miðjan hálfleikinn að Reynismenn fengu víti og skor- aði Kristján Ásmundsson örugg- lega úr spyrnunni. í seinni hálfleik var jafnræði með liðunum. Þeim tókst báðum að skapa sér færi en það voru ein- ungis Magnamenn sem vissu hvernig átti að nota þau. Á 55. mín. komst Magni í 2-1 er einn sóknarmaður liðsins, Sverrir Heimisson splundraði vörn Reynis og skoraði með fallegu skoti. Þriðja markið kom er um tíu mínútur voru til leiksloka. Eiríkur markvörður Reynis missti þá boltann frá sér og nýtti Þorsteinn Jónsson sér það og gerði út um leikinn 3-1.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.