Dagur - 16.06.1986, Blaðsíða 14

Dagur - 16.06.1986, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - 16. júní 1986 Til sölu H22 súgþurrkunarblás- ari, ásamt 13 hestafla rafmótor. Sem nýtt. Uppl. í síma 31170. Þrír svefnbekkir og Pfaff saumavél til sölu. Upplýsingar í síma 21354. Ég er 19 ára hörkuduglegur og handlaginn strákur og mig bráðvantar vinnu. Allt kemur til greina. Hef bíl og bílpróf, get byrj- að strax. Vinsamlega hringið í síma: 23117. Cortína árg. ‘72 til sölu. Skoðuð ‘86. Upplýsingar í síma 24617 eft- ir kl. 17. Til sölu Volvo F-86 árgerð ‘74 með 3.5 tonna krana. Einnig góð kerra aftan í vörubíl. Uppl. í síma 96-22350 og 96-21250. Tökum að okkur daglegar ræst- ingar fyrir fyrirtæki og stofnan- ir. Ennfremur allar hreingerningar, teppahreinsun og gluggaþvott. Ný og fullkomin tæki. Securitas, ræstingadeild, sími 26261. Hreingerningar, teppahreinsun, gluggaþvottur. Tökum að okkur hreingerningar á íbúðum, stigagöngum og stofnun- um, einnig teppahreinsun með nýrri djúphreinsivél sem hreinsar með góðum árangri. Vanir og vandvirkir menn. Aron í síma 25650 og Tómas í sima 21012. Hreingerningar-Teppahreinsun. Tökum að okkur teppahreinsun, hreingerningar og húsgagna- hreinsun með nýjum fullkomnum tækjum. Gerum föst verðtilboð ef óskað er. Uppl. i síma 21719. Teppahreinsun-Teppahreinsun. Hreinsið teppin sjálf. Leigjum út nýjar hreinsivélar til hreinsunar á teppum, stigagöngum, bílaáklæð- um og húsgögnum. Teppaland Tryggvabraut 22, sími 25055. Akureyri - Húsavík. 4ra herb. íbúð til leigu á Húsavík. Skipti á íbúð á Akureyri koma til greina. Uppl. í síma 41901. Lítil íbúð eða herbergi með eldunaraðstöðu óskast til leigu frá 1. september. Helst sem næst Verkmenntaskólanum. Upplýsingar í síma 21456. Læknir með konu og barn óskar eftir 3ja4ra herbergja íbúð til leigu í eitt ár. Reglusemi og skilvísum greiðslum heitið. Uppl. í síma 91-44145. íbúð óskast. Starfsmaður hjá Pósti og síma óskar að taka íbúð á leigu sem fyrst. Uppl. í síma 91-621537 eftir kl. 17. Vinnusími 91-21795 (Hauk- ur). Fasteign tii sölu. íbúðarhús á Austurlandi til sölu. Hentar vel sem sumarbústaður. Einnig kemur til greina leiga á íbúðinni í lengri eða skemmri tíma í sumar. Uppl. í síma 97-3034. 3-4ra herb. íbúð óskast til ieigu. Helst á Brekkunni. Uppl. gefur Jóhann Karl Sigurðsson í síma 24222 á daginn. Garðyrkja Skjólbeiti. í skjólinu getur þú látið fegurstu rósir blómstra. Hugsaðu því um framtíðina, og gerðu þér skjól. Höfum, eins og undanfarandi ár, úrvals víðir. 75. cm. 3. ára gamlar á aðeins 33. kr. Sendum hvert á land sem er. Gróðrarstöðin Sólbyrgi. sími: 93-5169. Takið eftír Bjórgerðarefni, ensk, þýsk, dönsk. Víngerðarefni, sherry, hvítvín, rauðvín, vermouth, kirsu- berjavín, rósavín, portvín. Likjörar, essensar, vínmælar, sykurmælar, hitamælar, vatnslás- ar, kútar 25-60 lítra. Viðarkol, tappavélar, felliefni, gúmmítappar, 9 stærðir, jecktorar. Sendum í póstkröfu. Hólabúðin, Skipagötu 4, sími 21889. Sveitadvöl 12-13 ára stelpa óskast í sveit. Vinsamlegast hringið í síma 43607. Húsgögn til sölu. Notuð veitingahúsgögn úr Lax- dalshúsi. 2ja manna borð. 4ra manna borð. Stólar með snærissetu. Gott staðgreiðsluverð. Einnig glæsileg ónotuð útihús- gögn. Upplýsingar í símum 26680 og 22644. Laxdalshús. Pípulagnir Akureyringar - Norðlendingar. Annast pípulagningar. Nýlagnirog breytingar. Gissur Jónasson, pípulagningarmeistari, Skarðshlíð 14, sími (96) 26204. Bátar Til sölu 13 feta plastbátur (frá Skagaströnd) vagn og utan- borðsmótor. Lítið notað. Uppl. í sima 24627. Til sölu hálft hesthús sem eru 10 básar ásamt hlöðuplássi. Uppl. í síma 22662. Takið eftir. Munið ódýru jogging gallana fyrir 17. júní st. 90-140. Alls konar gallar, náttföt st. 60- 120. Náttkjólar, vettlingar, teppi. Nærföt úr soðnu ullinni. Sokkabuxur á börnin á leikvellina. Hvitir handbroderaðir kaffidúkar, blúndudúkar 140x140. Ódýra bómullargarnið í tískulitun- um. Alltaf að koma nýjar vörur. Verslun Kristbjargar. Norðurbyggð 18. Sími 23799 opið 1-6 og 10-12 á laugardögum. Póstsendi. Úr bæ og byggð Minningarkort Möðruvallaklausturskirkju í Hörg- árdal fást i Bókaverslun Jónasar, Blómabúðinni Akri, hjá Jónínu Árnadóttur Birkimel 10 b Reykja- vík og hjá sóknarprestinum Möðruvöllum. Minningarspjöld minningarsjóðs Guðmundar Dagssonar Kristnes- hæli fást í Kristneshæli, Bóka- versluninni Eddu Akureyri og hjá Jórunni Ólafsdóttur Brekku- götu 21 Akurevri. Minningarspjöld Hríseyjarkirkju fást í Bókabúð Jónasar. Minningarkort Hjarta- og æðaverndarfélags Akureyrar fást í Bókabúð Jónasar og Bókvali. Minningarkort Krabbameinsfélags Akureyrar fást í Bókabúð Jónas- ar. Minningarkort Akureyrarkirkju fást í verslununum Bókval og Huld. Húsvíkingar - Þingeyingar Dagur hefur fastráöið starfsmann á Húsavík. Það er Ingibjörg Magnúsdóttir, sem auk blaðamannsstarfa mun sjá um dreif- ingu og auglýsingamóttöku fyrir blaðið. Við hvetjum lesendur blaðsins til að hafa samband við Ingi- björgu varðandi ábendingar um fréttir og efnisval. Einnig bendum við lesendum á, að Ingibjörg tekur á móti smá- auglýsingum og tilkynningum í dagbók, t.d. varðandi stór- afmæli og dánarfregnir (mynd má fylgja) svo eitthvað sé nefnt. Sú þjónusta er lesendum að kostnaðarlausu. Ingibjörg hefur aðsetur í Stóragarði 3, sími 41585. Fastur skrifstofutími kl. 9-11, en er auk þess við á skrifstof- unni á öðrum tímum. Heima: Sólbrekka 5, sími 41529. Laus staða Við embætti bæjarfógetans á Akureyri er laus til umsóknar staða skrifstofumanns. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, mennntun og fyrri störf óskast sendar undirrituðum fyrir 20. júní nk. Bæjarfógetinn á Akureyri, Elías I. Elíasson. * Íbúðír óskast Viljum taka á leigu frá 1. september eða fyrr eina þriggja herbergja íbúð og eina 4ra herbergja íbúð í blokk, raðhúsi eða einbýli. Iðnaðardeild Sambandsins. Lokaðá afmælisdaginn! Öll vinna verður felld niður hjá Kaupfélagi Eyfirðinga 19. júní í tilefni af aldarafmæli félagsins. Því verða t.d. verslanir KEA lokaðar þennan dag. Með þeirri undantekningu þó að Stjörnuapótek verður opið 19. júní. Viðskiptavinir eru beðnir um að athuga að söluop verða einnig lokuð. Öllum verslunum KEA á Akureyri verður lokað kl. 18 föstudaginn 20. júní. Söluop verða ekki opin að kvöldi 20. júní. Kaupfélag Eyfirðinga. Móðir mín, tengdamóðir og amma, ÞÓRBJÖRG SIGURSTEINSDÓTTIR, Skarðshlíð 4c Akureyri, sem lést mánudaginn 9. júní verður jarðsungin frá Akureyrar- kirkju fimmtudaginn 19. júní kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri. Bernharð Haraldsson, Ragnheiður Hansdóttir, Haraldur Bernharðsson, Arndís Bernharðsdóttir, Hans Bragi Bernharðsson, Þórdís Bernharðsdóttir. Eiginmaður minn, TRYGGVI JÓNSSON, Víðilundi 2g, Akureyri, lést 8 júní. Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju mánudaginn 16. júní kl. 13.30. Margrét Halldórsdóttir. Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖLMU MAGNÚSDÓTTUR, Hafnarstræti 17, Akureyri, verður gerð frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 18. júní klukk- an 13.30. Þeir sem vildu minnast hennar látið Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri njóta þess. Hólmsteinn Aðalgeirsson, Guðrún Valdimarsdóttir, Haukur Aðalgeirsson, Bjarnfríður Valdimarsdóttir, börn og barnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.