Dagur - 24.06.1986, Page 1

Dagur - 24.06.1986, Page 1
69. árgangur Akureyri, þriðjudagur 24. júní 1986 115. tölublað Saumastofan Berg í Ólafsfirði: Við bíðum eftir að birti til - sagði Birna Friðgeirsdóttir forstjóri Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI „Við erum byrjaðar að vinna og erum með ýmis smáverk- efni í gangi núna,“ sagði Birna Friðgeirsdóttir forstjóri saumastofunnar Bergs í Ólafs- firði í samtali við Dag. Saumastofan Berg var sett á fót á síðasta ári og sagði Birna að upphaflega hefði verið fyrirhug- að að sauma úr ullarvoð í sam- vinnu við Álafoss hf., en vegna samdráttar í sölu væri málið í biðstöðu. „Við bíðum eftir að birti til,“ sagði Birna. Um þessar mundir vinna fjórar konur við saumaskap hjá sauma- stofunni, en sagði Birna að full- mönnuð gæti saumastofan veitt fjórtán mönnum atvinnu. -mþþ Vísitala byggingarkostnaöar: Hefur hækkað um 1,90% frá því í mars Hagstofan hefur reiknað út vísitölu byggingarkostnaðar 76 án atvinnu á Akureyri Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumiðlunarskrifstofu Akureyrar voru 90 manns á atvinnuleysisskrá á Akureyri þann 30 maí s.l„ 52 karlar og 38 konur. í maí voru skráðir 1662 heilir atvinnuleysisdagar, sem svarar til þess að 76 hafi verið atvinnulaus- ir allan mánuðinn. í maí voru gefin út 179 atvinnuleysisbóta- vottorð með samtals 1433 heilum bótadögum. í Unglingavinnuna voru skráð- ir 455 unglingar, 13-15 ára, þar af 142 fæddir árið 1971. í skóla- garða Akureyrar voru skráðir 135 unglingar. BB. eftir verðlagi í júní 1986 og reyndist hún vera 269,85 stig sem hækkar í 270 stig. Gildir þessi vísitala á tímabilinu júní- september 1986. Frá því vísitala byggingar- kostnaðar var síðast reiknuð, sem var í mars síðastliðnum hef- ur hún hækkað úr 264,81 stigi í 269,85 stig eða um 1,90% og jafngildir það 7,8% árshækkun. Frá júní 1985 til jafnlengdar á þessu ári hefur vísitalan hins veg- ar hækkað um 24,8%. Af þessari hækkun stafa um 1,3% af hækkun á töxtum á útseldri vinnu, sem fylgdi í kjöl- far hækkunar launa 1. júní síð- astliðinn, 0,2% af hækkun gatna- gerðagjalda og um 0,4% af hækkun á verði ýmiss byggingar- efnis. Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 1,79% frá maí til júní 1986. -mþþ ***** v ■ \ „ Slökkviliðsmaður sýnir starfsfólki SÍS-verksmiðjanna hvernig skal bera sig að því að slökkva eld. Mynd: KGA. Ert þú eldklár? í sumar stendur Brunabótafé- lag Islands ásamt Landssam- bandi slökkviliðsmanna, Brunamálastofnun ríkisins og Storebrand sem er endur- tryggjandafélag BI fyrir bruna- varnaátaki um allt land. Feng- in hefur verið til landsins sér- stök slökkvibifreið með full- komnum tækjaútbúnaði og verður henni ekið um allt land í kynningarskyni. Megintilgangurinn með þessari herferð er að vekja almenning til umhugsunar um þýðingu bruna- varna á heimilum og í fyrirtækj- um.Mikil áhersla er lögð á að gera fólki grein fyrir því hversu stórfellt tjón og óbætanlegt getur orðið ef óvarlega er farið með eld. Farið var í fyrirtæki hér á Akureyri og haldinn fundur með starfsmönnum þar sem rætt var um eldvarnir á vinnustað og spunnust út frá því miklar umræður. Að því loknu var brunaæfing þar sem sýndur var máttur hinna margvíslegustu eld- varnarefna og bifreiðarinnar góðu. í samtali sem Dagur átti við aðstandendur kynningarinnar kom fram að eldvarnir fyrirtækja á Akureyri eru með því besta sem gerist hjá íslenskum fyrir- tækjum. BV Furðuleg staða í sveitarstjórnarkosningunum í Kelduneshreppi: Hreppsnefndarmaður féll -þrír alnafnar á kjörskrá! - 8 atkvæði sem höfðu úrslitaáhrif dæmd ógild í síðustu sveitarstjórnarkosn- ingum í Kelduneshreppi kom upp skrítin staða. A bænum Vogum í þessum hreppi eru þrír menn sem heita Þórarinn Þórarinsson. Einn þessara manna hefur setið í hrepps- nefnd undanfarin ár en féll út í síðustu kosningum. Hann fékk 30 atkvæði sem voru sérmerkt honum á óyggjandi hátt, en 8 atkvæði, merkt Þórarni Þórar- inssyni Vogum, voru dæmd ógild, þar sem þau voru ekki auðkennd nánar. Þessi 8 atkvæði reyndust hafa úrslita- áhrif þar sem næsti maður á undan fékk 32 atkvæði. Sá Þórarinn sem áður var í hreppsnefndinni er „i miðj- unni“ af þeim nöfnum. Hinir tveir eru faðir hans og sonur. „Eiginlega er Þórarinn sonur minn ekki inni í myndinni, því hann heitir Þórarinn Már, þannig að ég held að þessi 8 atkvæði liggi á milli mín og föður míns. Faðir minn er 75 ára að aldri og er dval- armaður á heimili aldraðra á Húsavík og hefur búið þar síðast- liðin 5 ár þótt hann sé með lög- heimili hér á Vogum. Sumum fanns.t það því orka tvímælis að eigna honum þessi atkvæði, en það var að vissu leyti gert“. Það hefur áður orðið ruglingur milli þeirra feðga í kosningum og atkvæði dæmd ógild en þau atkvæði hafa aldrei skipt eins miklu máli og nú. Þórarni finnst að kjörstjórn hefði getað dæmt öðruvísi í þessu nú þar sem faðir hans er brottfluttur fyrir 5 árum og forsendurnar því breyttar. Þórarinn sagðist ekki vera von- svikinn yfir því hvernig fór. Hann hefði látið til sín taka í mjög óvinsælu máli, sem er niður- skurður á fé vegna riðuveiki og hann he^ði átt von á að það yrði notað gegn sér af mönnum sem ekki voru á sömu skoðun í því máli. M.a. vegna þess hefði hann alveg eins átt von á að hafa ekki nægilegt fylgi til að komast í hreppsnefndina. Hins vegar þætti sér leiðinlegt að atkvæði fólks sem augljóslega hefði kosið hann, nýttust ekki. Aðspurður sagðist Þórarinn ekkert ætla að gera í málinu. „Það er engin trygging fyrir því að úrskurður falli á annan veg þótt eitthvað verði gert. Hins vegar getur verið að einhver ann- ar kæri þetta, það er öllum frjálst að kæra kosningu,“ sagði Þórar- inn Þórarinsson að lokum. Dagur hafði samband við Björn Guðmundsson, formann kjörstjórnar í Kelduneshreppi, og spurði hann hvað hefði vald- ið því að dómur féll á þennan veg. „Þeir eru tveir með sama nafni á sama bæ. Þó svo að Þórarinn eldri hafi aðsetur á Húsavík þá er hann með Iögheimili á Vogum og á kjörskrá hér. Kjörstjórn taldi forsendur ekki vera breyttar frá því síðast en þá voru einnig dæmd ógild atkvæði en enginn gerði athugasemd við það. Og þá voru atkvæðin reyndar fleiri. Eg tel þetta eðlilega málsmeðferð þar sem ógerlegt er að dæma öðrum manninum atkvæðin þeg- ar þeir búa á sama bæ, heita sama nafni og eru ekkert aðgreindir," sagði Björn Guðmundsson. JHB

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.