Dagur - 24.06.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 24.06.1986, Blaðsíða 5
24. júní 1986 - DAGUR - 5 Minning f Halldóra Gestsdóttir Ólafsfiröi F. 9. mars 1924 - D. 17. júní 1986 Kveðja frá Sinawiksystrum. í dag er borin til grafar ástkær vina okkar og félagi, Halldóra Gestsdóttir frá Ólafsfirði. Flestar okkar þekktu, Höddu, eins og hún var kölluð, lítið fyrr en við stofnuðum okkar litla klúbb, Sinawikklúbb Ólafsfjarðar, fyrir rúmum sex árum. Var Hadda ein af stofnendum klúbbsins og Plötusafn AB Stöðugt fjölgar áskrifendum að rokkplötusafni Almenna bókafélagsins og margir þeir listamenn, sem þar eru kynntir hafa ýmist nýlega haldið tón- leika hér á landi eða eru vænt- anlegir til hijómleikahalds. Plata með Fats Domino hefur til að mynda þegar verið send áskrifendum og HoIIies koma á plötu í sumarbyrjun. Á einni plötunni, sem nýlega hefur verið send áskrifendum, er hljómsveitin The Shadows tek- in fyrir. Almenna bókafélagið hefur nú sent út sex plötur af Sögu rokksins. Á þeim hefur Elvis Presley, Bill Haley, Little Richard, Buddy Holly, Jerry Lee Lewis, Carl Perkins, Eddie Cochran, The Platters, Chuck Berry, Gene Vincent, Everly Brothers, Sam Cooke, Cliff Richard, Adam Faith, Billy Fury, Del Shannon, Neil Sedaka, Paul Anka og Dion verið gerð skil auk þeirra sem fyrr voru taldir. Á næstu plötum, sem verða sendar áskrifendum eftir nokkrar vikur, verður fjallað um The Hollies, Kinks, Searchers, Manfred Mann og soullistamenn- ina Otis Redding, Ray Charles, Arethu Frankilin og Wilson Pickett. Ávinningurinn af útgáfu rokk- safns Almenna bókafélagsins er ótvíræður. Pað sannaðist á dögunum þegar lagið Wonderful World með Sam Cooke geystist óvænt upp breska vinsældalist- ann. Þá gripu plötusnúðar Rásar tvö til rokksafns AB til að geta kynnt þessa perlu poppsins fyrir híustendum sínum. brautryðjandi í flestri starfsemi hans, enda hlífði hún sér hvergi, hvort sem var í starfi eða ieik. Er við lítum til baka, þá minn- umst við ótal margra ánægju- stunda sem við áttum saman og var hún þá oftast hrókur alls fagnaðar. Hún var mjög glaðvær og hafði unun af söng, enda eru þær ófáar stundirnar sem við sungum saman. í öllu félagsstarfi tók hún virkan þátt, uns veikindi fóru að steðja að, enda mjög traust og heilsteypt manneskja. Ekki taldi hún það eftir sér að fara ein til fjalla, að tína grös og selja fyrir klúbbinn og voru öll hennar verk á þann veg, ósérhlíf- in og sjálfsögð. Nú er lífsdagur hennar á enda, en minning hennar mun lifa með- al okkar um ókomin ár og verður seint hægt að fylla hennar skarð. Við viljum að lokum þakka Höddu fyrir allt, hennar óeigin- gjarna starf og góðan félagsskap, um leið og við sendum ástkærum eiginmanni hennar, Sæmundi Jónssyni, sonum, aldraðri móður og öllum aðstandendum, okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau öll. Sinawiksystur, Olafsfirði. Töflumælar volt-amper-rið-KW mælar með og án varna IsTRflUMRflT J ÞJÓNUSTA MEÐ LOFT- HÁÞRÝSTI- OG RAFMAGNSVÖRUR I y Furuvöllum 1 • 600 Akureyri ■ Sími 96-26988 Alþýðu- flokksfolk Sigurhátíð verður í Alþýðuhúsinu Skipagötu 14 laugardaginn 28. júní kl. 20. Matur + Skemmtiatriði * Dans. Miðasala í Strandgötu 9 fimmtudag kl. 20-22. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Nefndin. Undanrenna er frtulítil og frískandi Mjólkursamlag AKUREYRARBÆR ||| Starfsfólk óskast til að þrífa Strætisvagna Akureyrar frá nk. mánaðamótum. Vinnutími er eftir miðnætti. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu SVA að Draupnisgötu 3 og í síma 24929. Forstöðumaður. IMIE Áhrifamikill auglýsingamiðill Arni Stefánsson. í kvöld kl. 20. Komið og hvetjið Þórsara til sigurs Nói Björnsson. mitre Boltinn sem spilað verður með er gefinn af Blikkrás s.f. Hjalteyrargötu 6, Akureyri. VÖRf BATASMIÐJA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.