Dagur - 24.06.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 24. júní 1986
af erlendum vettvangL
Æfíngar lækna
hrotur
Það hefur löngum verið gert grín og hlegið að hrotum
Þær vekja þó allt annað en hlátur meðal þeirra,
sem ekki geta sofið fyrir þeim
Fátt getur gert manni gramara í
geði en að liggja svefnþurfi en þó
glaðvakandi í rúminu klukku-
stundum saman, af þeirri ástæðu
einni að rekkjunauturinn hrýtur.
Hvæsið, sogið, korrið og
snörlið, og hin fjölbreytilegustu
önnur hljóð sem hrjótandi fólk
gefur frá sér í svefni, hafa senni-
lega lagt í rúst fleiri hjónabönd
en flestir gera sér grein fyrir.
Hvað skyldu margir í áranna rás
hafa óskað þess heitast af öllu að
geta losað sig og maka sinn við
hroturnar?
Pað er þó ekki fyrr en á síðustu
árum, að læknavísindin hafa tek-
ið vandann föstum tökum. Eftir
áralangar tilraunir telja breskir
vísindamenn að hægt sé að koma
í veg fyrir eða a.m.k. draga mjög
verulega úr hrotum í langflestum
tilvikum.
Ástæður fyrir þessum ófögnuði
geta verið margs konar, svo sem
lögun nefganganna, hlaupkennd
æxli (polyp) í nefi eða þá lang-
vinnar bólgur í nefholi.
Afleiðingin er hindrun í öndun-
arvegi, sem eyða má með skurð-
aðgerð eða lyfjameðferð.
f>að er algengur misskilningur,
að hrotur þjái yfirleitt aðeins
karlmenn. En hvort sem fórnar-
lambió er karl eða kona, eru kok-
hrotur algengasta gerðin. Dr.
Harvey Flack, sem stjórnaði hópi
breskra vísindamanna við rann-
sóknir á kokhrotum, telur að
kjálkarnir á fórnariömbunum sígi
niður í svefm og tungan renni
niður í kok. ;ða þa að gómfillan
og úfurinn fari að titra fyrir áhrif
loftstraumsins og framleiði um
leið þessa óþægilegu hljómkviðu.
Hvernig má vinna bug
á hrotum?
Di. Flack og samstr.rfsmenn hans
hata þróað ■ infalt æfingakerf:,
sem þeir segja aó veiti hrjótend-
um verulega hjálp, ef farið er
samviskusamlega eftir því á
hverju kvöldi. Árangurs megi
vænta eftir tvær vikur.
Fyrsta æfíng: Eftir að þú ert
komin(n) í rúmið, skaltu halda
tunguspaða eða öðru álíka milii
.annanna og bíta saman í 10
•mínútur, þéttingsfast og án þess
að slaka á. Þú ferð að þreytast í
kjálkunum áður en tíminn er
hálfnaður, cn bíttu á jaxlinn.
Önnur æfíng: Þegar þú hefur
tekið tunguspaðann, opnarðu
munninn, en ýtir með hendinni
upp undir hökuna á móti. Haltu
spennunni í 2-3 mínútur.
Þriðja æfíng: Lokaðu munnin-
um og þrýstu tungunni fast að
framtönnunum í neðra gómi í 3-4
mínútur.
Geta þessar einföldu æfingar
virkilega hjálpað? Dr. Flack
kannaði árangur hjá 250 giftum
sjálfboðaliðum. Makar þeirra
voru spurðir um breytingar á
hrotunum að loknum tveim vik-
um. í meirihluta tilvika hættu
þær alveg eða svo til. Hjá flestum
þeirra, sem ekki losnuðu við
hroturnar, minnkaði hávaðinn
svo að hann varð þolanlegur.
Það er sem sagt ekki hægt að
ábyrgjast árangur, enda eru
ástæðurnar fyrir hrotum margvís-
legar. En æfingakerfi dr. Flacks
virðist gefa mjög góðan árangur
gegn kokhrotum.
I einu tilfelli a.m.k. virðist
aðferðin hafa bjargað hjóna-
bandi. Kona manns, sem hafði
hlotið bata eftir æfingarnar, skrif-
aði dr. Flack: „Eftir 27 ára hjóna-
band var ég orðin svo uppgefin,
að ég taldi enga leið færa aðra en
skilnað til að losna undan hrotun-
um. Þú hefur bjargað hjónabandi
okkar.“
(Grein e. Richard Bauman í Your Life and
Health, þýð. Magnús Kristinsson.)
Húsavíkurhöfn:
Kví fyrir seiði
Klakstöðin hf á Húsavík hefur
komið fyrir kví fyrir seiði í
Húsavíkurhöfn. Að sögn Þór-
halls Óskarssonar fram-
kvæmdastjóra Klakstöðvar-
innar eru 36 þúsund seiði í
- Mengun í höfninni
kvínni. Nokkur mengun er í
höfninni.
„Já, það er mengun í höfninni,
en það er allt í lagi að setja
kvína þarna niður. Það er meiri
mengun í innri höfninni,“ sagði
Þórhallur.
Sagði Þórhallur að um kólí-
mengun væri að ræða og fiskur-
inn tæki upp ákveðið magn, en
það skolaðist síðan í burtu þegar
fiskurinn kæmi í hreinan sjó.
-mþþ
Sogrör í
maltflösku
Þeir urðu heldur betur hissa
skipverjarnir á Björgvin frá
Dalvík er þeir hugðust hvfla
lúin bein eina frívaktina og
svala þorsta sínum á Egilsmalt-
öli.
Þar sem þeir eru um það bil að
opna maltflöskuna reka þeir aug-
un í sogrör ofan í flöskunni.
„Skipverjum þótti þetta lítið
geðslegt og misstu áhugann á að
drekka malt. Að minnsta kosti
um stundarsakir,“ sagði kokkur-
inn á Björgvin sem kom með
maltflöskuna góðu á ritsjórn
Dags.
Kokkurinn sagði að skip-
verjarnir undruðust mjög að
þetta gæti hent, þar sem nýlega
hefðu verið gefnar út yfirlýsingar
um aukið og hert eftirlit með
framleiðslu gosdrykkja.
-mþþ