Dagur - 24.06.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 24.06.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 24. júní 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi sími 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ueiðari______________________________________ Hugarfarsbreytingar er þörf Að undanförnu hafa farið fram talsverðar umræður manna á meðal um viðskiptasiðgæðið í landinu. Svo virð- ist sem siðgæðisvitund manna sé talsvert brengluð þegar viðskipti eru annars vegar. Erlendis er það nánast alsiða að stjórnmálamenn segi af sér ef þeir tengjast hneykslis- málum eða vafasömu fjármálavafstri. Það er krafa almennings að þeir bregðist þannig við, hvort sem þeir eru sekir eða saklausir, uns málið er til lykta leitt. Hér á landi hafa stjórnmálamenn og stjórnendur opinberra fyrirtækja oft staðið í gruggu vatni án þess að láta sér afsögn til hugar koma. Enda hefur almenningur ekki kraf- ist þess. Haraldur Ólafsson alþingismaður fjallar um viðskipta- siðgæðið hér á landi í merkri grein sem birtist í Tímanum um helgina. Hann gerir fjölmiðlafárið í kring um mál Guð- mundar J. Guðmundssonar alþingismanns og verkalýðs- foringja að umtalsefni og segir það með ódæmum. Guð- mundur hafi verið leiksoppur afla sem hann réði ekki við og allir ættu nú að vera sannfærðir um að hann hefði ekk- ert að fela í þessu máli. Hins vegar veki þessi ósköp spurningar um hvernig háttað er greiðvikni og fyrir- greiðslu ýmissa stórra fyrirtækja, opinberra og í einka- eign. Um langan aldur hefur viðgengist að fyrirtæki hafi á margvíslegan máta leitað stuðnings með því að veita margs konar þjónustu, sem tæplega verður talin til eðli- legra viðskiptahátta. Þar er um að ræða margs kyns boð, í veislur, ferðalög, til veiða o.s.frv. Stórgjafir koma hér einnig við sögu. Haraldur bendir á að þessar vikurnar sé margt að koma upp á yfirborðið sem farið hafi leynt til þessa. Sú sið- blinda sem þjáð hafi íslenska þjóð í verðbólguæði undan- farinna ára sé smám saman að renna af augum manna. Nú sé spurt: Er þjóðfélagið gjörspillt, höfum við glatað hæfileikanum til að líta á samfélag okkar og samskipti við annað fólk sem sem siðferðilegt viðfangsefni? í lok greinar sinnar segir Haraldur: „Fólk er óttaslegið vegna geigvænlegra tíðinda úr hin- um svo kallaða fjármálaheimi. Ofsagróði, eða ef til vill öllu heldur ofsaeyðsla einkennir talsverðan hóp manna í sam- félaginu, óhemju fé rennur utan bankakerfisins, skattsvik eru samkvæmt skýrslu, sem nefnd á vegum fjármálaráðu neytisins tók saman, svo mikil að nemur milljarða tapi fyrir ríkissjóð á ári hverju. Eigum við ekki að íhuga þetta allt saman - í samhengi, leitast við að finna lausn á þessum siðferðislega vanda, sem er langtum meiri og alvarlegri en sá efnahagsvandi sem sífellt er verið að klifa á? Alþingi og ríkisstjórn verða að taka á þessum málum, vegna þess að þau snerta alla þjóðina. Það verður að taka allt fríðinda og gjafakerfið til endurskoðunar og setja reglur um samskipti opinberra starfsmanna og fyrirtækja. Ég hef þá trú að ísland geti verið eitt besta land í heimi, þar sem jöfnuður og lýðræði jafnhliða lýðfrelsi gæti verið meira en í öðrum ríkjum. En það verður ekki nema sér- hyggja og peningahyggja víki fyrir félagshyggju og sam- vinnu og siðrænu mati á þjóðfélaginu." Það er full ástæða fyrir okkur öll að taka þessi orð Har- aldar til vandlegrar umhugsunar og umræðu. Hugarfars- breytingar er vissulega þörf. BB. _y/öfa/ dagsins. „„Túrisminn" er í rauninni heljarstór mannfræðirannsókn," - segir Maríanna Traustadótlir hótelstýra Það er Maríanna Traustadótt- ir, nýbökuð hótelstýra sumar- hótelsins að Laugalandi á Þel- ármörk, sem er í viðtali dags- ins að þessu sinni. Maríanna hefur starfað mikið í kringum ferðamenn, hér og þar á hnett- inum, og á vetrum Iærir hún mannfræði við Háskóla íslands. Við báðum hana að segja okkur aðeins frá sumar- hótelinu og sjálfri sér. „Þetta er í fyrsta sinn sem Ferðaskrifstofa Akureyrar rekur þetta sumarhótel en það er nú rekið með svipuðu sniði og önnur sumarhótel. Aður var önnur ferðaskrifstofa með þetta á leigu og þá var þetta aðallega notað fyrir fasta hópa. Nú bjóðum við upp á 22 tveggja manna herbergi og 2 eins manns herbergi og svo svefnpokapláss, bæði fyrir hópa í skólastofum og fyrir einstaklinga í herbergjum. Við erum að sjálf- sögðu með morgunverð og svo ætlum við að bjóða upp á létta smárétti á kvöldin fyrir hótel- gesti. Þetta mun þó ekki verða almennur veitingastaður þar sem Akureyringar geta komið á kvöldin og borðað. Hins vegar erum við með kaffihlaðborð um helgar, sem er nýjung á Lauga- landi, og þangað geta allir komið og fengið sér kaffi og meðlæti. Við vorum með svona kaffihlað- borð í fyrsta sinn um síðustu helgi og það tókst alveg ljómandi vel, það voru um 150 manns sem komu. Þá opnaði Gunnar Dúi málverkasýningu í matsalnum og setustofunni og meiningin er að skipta og fá alltaf nýja akur- eyrska listamenn til að sýna þannig að það verða sjálfsagt nokkrar málverkasýningar þarna í sumar. Við ætlum að brydda upp á fleiri nýjungum, t.d. vorum við með diskótek fyrir börnin í gær en þó er ekki víst að verði fleiri slík á næstunni. Það verður samt alltaf eitthvað við að vera fyrir börnin því þarna er góð íþrótta- og leikaðstaða sem nýtist börnunum, t.d. á meðan for- eldrarnir drekka kaffið. í sam- bandi við kaffihlaðborðið má nefna að ég bjó í Frakklandi í 5 ár og þar kynntist ég mörgu sem ég hefði áhuga á að reyna hér, aðallega ýmsar nýjar tegundir af bökum, en hinar hefðbundnu rjómatertur verða nú samt á sín- um stað. Mig langar líka til að benda á sundlaugina sem allir þekkja, en hún er alveg einstak- lega þægileg, 35-40 gráðu heit og heppileg fyrir barnafólk. Hún er opin þriðjudaga til laugardaga frá eitt til sjö og frá tíu til sjö á sunnudögum en er lokuð á mánu- dögum.“ - Hvað með verðið? „Kaffihlaðborðið kostar 250 krónur fyrir manninn sem er mjög ódýrt miðað við það sem í boði er. Nótt í tveggja manna herbergi kostar 1500 krónur, auk þess sem hótelgestir fá frítt í sundlaugina.“ - Hefur þú einhverja reynslu í svona störfum? „Já, ég hef góða reynslu í hót- elstörfum, og reyndar öllum störfum í kringum ferðamenn, hef unnið við þetta í ýmsum löndum í fjöldamörg ár og tel mig þekkja velflestar hliðar þessa starfs. Byrjaði á Ítalíu, fór þaðan til Belgíu, og þá til Kanada, auk þess sem ég hef starfað hér heima, bæði á hótelum og sem fararstjóri, í mörg ár.“ - Nú ert þú verðandi mann- fræðingur, falla mannfræðingur- inn og hótelstýran vel saman? „Já, afar vel. „Túrisminn“ er í rauninni heljarstór mannfræði- rannsókn. Ferðamenn eru ákaf- lega mislitur hópur, þú hittir margar manneskjur og allar eru þær með mismunandi þarfir og langanir og galdurinn er að reyna að uppfylla þær sem best. Það þarf því að þekkja fólk vel og þar kemur mannfræðin inn í. Eftir því sem ég hef séð þá finnst mér eins og íslendingar séu ekki með nógu mikla þjónustulund, þ.e.a.s. það er svo mikið um að þeir gleymi að brosa og vera almennilegir við fólk. Það er nauðsynlegt að kunna að þjóna fólki þegar þú vinnur í kringum ferðamenn og ég vil benda á að það er engin niðurlæging að þjóna fólki vel, auk þess sem það kostar ekki neitt að vera almennilegur.“ - Þú hefur unnið í kringum erlenda ferðamenn sem og íslenska. Er það ólíkt? „Hver þjóð hefur sínar venjur og þær eru nokkuð ólíkar á marg- an hátt og þannig er það líka með ferðamennina. Maður verður því að reyna að aðlaga sig að hverju þjóðerni fyrir sig. T.d. þegar maður er með Þjóðverja verður maður að vera ákveðinn og hafa reglu á hlutunum. Eins er það með Frakkana, maður verður bara að gera meira úr hlutunum en þeir, með alls kyns handapati og látum, og þá verða þeir svo hissa að þeir eru ákaflega þægi- legir viðskiptis á eftir. En íslendingarnir eru mjög almenni- legir. Ég er búin að vera með íslenskan hóp nú í nokkra daga og þau voru ákaflega indæl og þakklát. Ég átti eiginlega von á að það yrði erfiðara að gera þeim til hæfis en það varð ekki raun- in.“ -Einhver lokaorð? „Ég vona bara að Akureyring- ar og nágrannar kunni að meta þessa nýjung, það er örstutt fram á Laugaland og malbik alla leið.“ JHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.